Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. september 1972 TÍMINN 920B Þokkafullur •<"V miðframherji. Þótt þiö hafið aldrei heyrt um knattspyrnufélögin LSrstads IS eða Varning. eru þau nú samt til og eru i Sviþjóð. bæði kennd við þau byggðalög. sem þau starfa i. Lið þessi eru i annarri deild og kepptu nýlega hvort við annað, eins og knattsp.lið gjarna gera og ekki er i frásögur færandi. Kn i þessum leik gerðist það. er Lágstad lá undir sifelldri sókn óvinanna og sá ekki fram á annað en burst. að skipt var um miðframherja. Varningliðið rak upp stór augu. þvi að nýi mið- framherjinn reyndist vera Kva Larm. 20 ára gömul stulka. Þeir mólmæltu i fyrstu. og sögðust sko ekki leika fótbolta i alvöru- leik við stelpur. Dómarinn hafði ekki hugmynd um. hvað gera skyldi. Kn þeir frá Lágstad sögðu. að þetta væri fullkom- lega löglegt. eða hvar stæði það i knattspyrnulögunum, að kven- fólk mætti ekki keppa i deildar- keppninni. Það stóð hvergi, og Kva lék leikinn á enda. En Lág- stad tapaði samt 4-0. Kissinger ástfanginn. Henry Kissinger sérstakur ráðgjafi og sendisveinn Nixons, Bandarikjaforseta, er smekk- maður á kvenfólk og sést oft á ferð með fögrum og frægum konum. Hann hitti ensku leik- konuna Samatha Egger á veit- ingahúsi i Hollywood ekki alls fyrir löngu og siðan hafa þau veriðóaðskiljanleg, nema þegar Nixon þarf á ráðleggingum að halda og Samatha að leika i kvikmyndum, en sagt er að stöðugt simasamband sé milli Hollywood og Washington, Pek- ing, Saigon, Moskvu, Parisar eða hvers þess staðar sem Kiss- inger heldur sig hverju sinni. Lifseigur konungur Hssan, konungur Marokko er óneitanlega lifseigur maður. Margoft er búið að gera tilraun- ir til að koma honum fyrir I kattarnef, en allt kemur fyrir ekki. Kóngurinn virðist vera ódrepanlegur. Fyrir nokkrum vikum ætlaði „sterki maður- I inn" í Marokko, Oufkir ofursti, | að myrða kónginn og taka völd- * in i eigin hendur, eins og kom fram í fréttum. Hassan var i Paris, þegar launráðin voru brugguð heima fyrir. Frá Paris flaug konungurinn i Boeing 727 þotu. Til að tryggja öryggi kóngsins fygldi orustuþota úr marokko- kanska flughernum flugvél kóngs eftir. Kn miðja vegu hóf orustuflug- maðurinn skothrið á flugvélina, sem konungurinn var i. Varnar- laus Boeing þotan varð fyrir mörgum skotum, og margir úr fylgdarliði Hassans létu lifið eða særðust illa. En Hassan lét sér ekki bregða. Hann fór fram i flug- stjórnarklefann greip taltæki og náði sambandi við orustuflug- manninn. Hann sagði honum, að konungurinn væri helsærður og mundi gefa upp öndina þá og þegar og að báðir flugmennirnir væru dauðir. Þetta lét orustuflugmaðurinn sér nægja og flaug heim. Eld- sneyti var sett á vélina og skot- færabirgðir endurnýjaðar, og hún var send á loft aftur. Þotan náði að lenda á flug- vellinum og rétt á eftir hóf orustuflugvélin sprengihrið á þann stað i flugstöðinni, sem einkabiðherbergi konungsins er i.Hassan sá við þessu bragði og fylgdist með árásinni liggjandi i skógarkjarri skammt frá. Oufkir ofursta hafði mistekizt tvisvar, en i þriðja sinn átti að fullkomna konungsmorðið. Ráðizt var á höllina, og skothrið úr skriðdrekafallbyssum dundu á henni áður en hermenn réðust inn i hana með handvélbyssur og dúndruðu á allt kvikt. En allt kom fyrir ekki, kóngurinn slapp. Oufkir átti nú ekki annars úr- kosta, en að beina skammbyss- uhlaupi að eigin höfði. Og þá hitti hann. I fyrra var haldin mikil veizla i konungshöllinni í Marokkó i tilefni 42. afmælisdags konungs- ins.Þá ruddust hermenn inn i veizlusalinn og skutu af vél- byssum yfir hópinn. 92 gestir létust. Oufkir gekk þá manna bezt fram i að hafa uppi á upp- reisnarmönnunum innan hers- ins, og er sagt að hann hafi tekið sjálfur af lifi fjölda þeirra og „hreinsað" vel til i hernum. Ekki hefur enn verið látið uppi, hve margir fórust vegna siðustu morðtilraunarinnar eða hve margir hafa verið teknir af lifi, sem þátt tóku i henni. En Hassan-Hasard, Marokkó- konungur lifir. D — Einar, var-það eitthvað sem ég sagði? Um daginn var ég boðinn i veizlu á nektarnýlenduhóteli, og forstjórinn tók sjálfur á móti mér, gortaði Oskar. — Hvernig veiztu, að það var forstjórinn? — Ja, það var að minnsta kosti ekki stofustúlkan. DENNI DÆAAALAUSI Og á góðri islenzku, farðu i rassgat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.