Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 19. september 1972 TÍMINN 15 wipac ARAAULA 7 - SIMI 84450 íslandsmeistararnir úr leik! Töpuðu fyrir KR 1:2 í Bikarkeppninni. KR-ingar sýndu ódrepandi baráttuvilja f leiknum, en Framarar voru daufir Hið gamalkunna mál- tæki, allt getur gerzt i knattspyrnu", sannaðist áþreifanlega á sunnudag- inn, þegar nýbakaðir Is- landsmeistarar Fram máttu bita í það súra epli að tapa fyrir næstneðsta liði 1. deildar, KR, í Bikar- keppni KSi, en leiknum lyktaði 2:1. Tæplega er hægtað segja, að sigur KR- inga hafi verið verðskuld- aður, því að Fram sótti mun meira i leiknum, en hitt er annað mál, að hinir ungu KR-ingar eiga sér- stakt hrósskilið fyrir fram- úrskarandi góðan keppnis- vilja, sem hjálpaði þeim yfir erfiðar hindranir í baráttunni við islands- meistarana. hetta er fyrsti tapleikur Frarn á sumrinu, og var ekki laust við, að einhverrar þreytu gætti meðal leikmanna Fram i þessum leik, sem er skiljanlegt, þvi að álagið á þeim hefur verið mikið. Alla vega voru sóknarmenn Fram i daufara lagi. en þeim tókst ekki að skora nema eitt mark, þrátt fyrir ara- grúa tækifæra. Vörn KR var lika mjög sterk með Magnús Guð- mundsson markvörð sem bezta mann. Einnig vakti ungur bak- vörður KR. Baldvin Elisson, athygli. en hann leikur mjög yfir- vegað. Leikurinn var ekkí mlnútu gam all. þegar knötturinn lá i netinu hjá Fram. Varnarmistök kostuðu það, að Bjarni Bjarnason, mið- herji KR-liðsins, komst inn fyrir vörnina og nýtti fullkomlega tækifærið, sem honum.gafst, og skoraði framhjá Þorbergi Atlasyni. Enda þótt KR-ingar lékju und- an sterkum vindi i fyrri hálfleik, sótti Fram öllu meira, og skall oft Norðmenn fengu skell í Prag Norðmenn fengu mikinn skell i frjálsiþróttalandskeppni i Prag um helgina, Tékkar sigruðu með 131 stigi gegn 81, eða 50 stiga mun. Norðmenn sigruðu aðeins i 3 greinum af 20, þar af sigraöi Per Halle i tveimur greinum. 5 og 10 km hlaupum. Timi hans i 5 km var 13:37,4 min., en 10 km hljóp hann á 29:04.0 min. Tékinn Brabec setti landsmet i kúluvarpi varpaði 20,97 m. Þá hljóp Moravic 3000 m hindrun á 8:23,8 min. Svíar unnu Norðmenn 3:1 Þokulj ós Ryðfrítt stál — 4 mismunandi gerðir Ennfremur varagler og hlifðarpokar fyrir þokuljós Póstsendum um allt land TK Sviar sigruðu Norðmenn i landsleik i knattspyrnu á sunnu- dag með 3 mörkum gegn 1. i leik- hléi var staðan 1:0 Svium i hag. Leikurinn fór fram á Ulleavaal leikvanginum i Osló i yndislegu sumarveðri, sólskini og 20 stiga liita. Ahorfendur voru þó aðeins 11094 og orsökin er sú, að leiknum var sjónvarpað beint. Norskir áhorfendur voru afar óánægðir með frannnistöðu sinna manna, sérstaklega i fyrri hálfleik. i síöari hálfleik lék norska liöiö betur, en i mark- skotum voru Norðmenn óheppnir eða klaufskir? Magnús Guðmundsson, markvörður KR, haföi mikið að gera i leiknum. llér sést hann slá knöttinn yfir markið. liðið, og kannski meiri fyrir þá sök, að nokkra af fastaleikmönn- um liðsins vantaði nú, m.a. hinn marksækna Atla Þór og Þórð Jónsson. i sjálfu sér er engin ástæða til að hrósa KR-ingum fyrir yfirvegaöan samleik, þvi að hann sjást sárasjaldan. En keppnisviljinn var fyrir hendi — og það er oft á tiðum hann, sem ræður úrslitum i bikarleikjum. Vörnin var sterkari hluti liðsins. Af einstökum varnarmönnum báru Baldvin, Sigmundur og Halldór Björnsson af, en þeirra trausti bakhjarl var Magnús markvörður. Framliðið var óvenju dauft i þessum leik. Og það var engu lik- ara en leikmenn liðsins væru að leika einskisverðan æfingarleik Af framlinuleikmönnum er tæp- lega ástæða til að hrósa neinum, nema Eggerti Steingrimssyni. Kristinn. Elmar og Erlendur léku undir getu. Sömuleiðis tengi- liðirnir og aftasta vörnin. Þetta var næstsiðari leikur Fram á keppnistimabilinu. Nú er aðeins einn leikur eftir — gegn Val i 1. deildar keppninni, og verður hann háður á laugardaginn kemur. Glæsilegt spjótkasts- Þarna verður marki ekki forðað. Eggert Steingrimsson hefur skotið framhjá Magnúsi — og Ilalldór Björnsson á linunni gerir sig liklegan framhjá honum fór knötturinn beina leið i mark. (Timamynd GE.) á mark KR — knötturinn fer til að verja með höndum, en afrek! hurð nærri hælum við KR-mark- ið, m.a. björguðu varnarmenn KR á linu. En eitt hættulegasta tækifæri Fram fór forgörðum, þegar Eggert Steingrimssyni var brugðið innan vitateigs i þann mund, er hann ætlaöi að skjóta á mark. öllum vallargestum til mikillar furðu lokaði Magnús Pétursson dómari augunum fyrir þessu augljósa broti. Hvers vegna veit enginn, en i þessu tilfelli braut Magnús alvarlega af sér sem dómari, þó að hann dæmdi leikinn að öðru leyti ágætlega. 1 siðari hálfleik, þegar Framar- ar léku undan vindinum, gerðu þeir þá reginskyssu að gleyma vörninni i sóknarákafanum. Og það tókst KR að hagnýta sér i byrjun hálfleiksins, þegar Ottó Guðmundsson skoraði laglegt mark, en vörnin var viðsfjarri. Leikmenn Fram gerðu mjög harða hrið að marki KR i siðari hálfleik, en lengi vel árangurs- laust. Og það var ekki fyrr en á 39. minútu, að Eggert Stein- grimsson skoraði mark fyrir Fram, eftir mikla pressu á KR- markiö. Siðustu minúturnar voru æsispennandi — jöfnunarmark lá i loftinu — en KR-vörninni tókst að halda út, án þess að fá fleiri mörk á sig, og KR-sigur var stað- reynd, ekki fyrsti sigur KR gegn Fram i Bikarkeppninni. Eftir lélegt knattspyrnusumar, a.m.k. siðari hlutann, er þessi sigur KR nokkur uppreisn fyrir A sveina og meyjamóti Reykja vikur nýlega setti Snorri Jóels son, IR glæsilegt sveina og drengjamet i spjótkasti, kastaði 64,26 m. Framfarir Snorra sumar hafa verið næsta ótrúlegar. Nánar frá mótinu siðar. Flugfélagsmenn standa sig vel í keppni erlendis Flugféiag isfands hefur fræknu knattspyrnuliöi á aö skipa. Nú nýlega léku Flug- félagsmenn gegn starfs- bræörum sinum hjá franska flugfélaginu Air France og fór ieikurinn fram i París. Lyktaði honum mcö jafntefli, 3:3, eftir að Frakkar höföu haft yfir 3:0. Flugfélagsmenn létu það ekki á sig fá, þótt á móti biési og léku mjög vei i siðari hálf- leik og tókst þá aö jafna stöö- una. Munaöi litln, aö þcini tækist aöskora fjóröa markið. Air France mun endur- gjalda heimsókn Flugfélags- manna. Mun knattspyrnuliö þcss koma til Islands i mai á næsla ári og leika á Melavell- inum gegn iiöi Flugfélagsins. Þess má geta aö lokum, aö nýlega fór fram árlegur leikur Flugfélags islands og Loft- leiöa og lauk honum meö eins marks sigri Flugfélags- manna, sem skoruöu 2 mörk gegn 1. Unnu þeir þar með til eignar bikar, sem keppt hefur verið um, þvi að þetta cr þriöja árið i röö, sem Flug- félagiö sigrar i þessari keppni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.