Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 19. september 1972 Þriöjudagur 19. september 1972 TÍMINN 11 Flcstir cru sennilcga orðnir sammála um, að öllum al- menningi, bæði konum og körlum sc nauðsynlegt að afla scr undir- stöðuþekkingar um sjúkdóma og sjúkdóm a varnir. Margt fólk hugsar ckki um hcilsu sina sem skyldi, cn aðrir cru si-órólegir og óttaslcgnir, og oft vegna þcss, að þeir vita ekki nægilega mikið um ýmsa sjúkdóma og gera scr þvi alrangar hugmyndir um þá. Petta á ckki hvað si/.t við um krabbaincinið, cnda er það sá sjúkdómur, scm flcstum stcndur mcstur stuggur af. Sú skoðun hcfur alltaf vcrið rikjandi innan Krabbamcinsfélags islands, að vcl rökstudd og hispurslaus fræðsla um krabbamcin sc þýðingarmikil og æskilcg. Þcssar almcnnu staðrcyndir mun tæplcga þurfa þcim að scgja, scm fcngið hafa i hcndur fræðslu- rit Krabbamcinsfclags islands, Frcttabrcf um hcilbrigðismál, cða liafa hlustað á hin ágætu út- varpserindi lijarna lijarnasonar, læknis. Kn hcr fcr scin oftar, að góð vísa vcrður seint of oft kvcðin. og á mcöan fullorðið fólk keðjurcykir sigarettur og lætur allar aðvaranir scm vind um cyru þjóta, cr árciðanlcga ckki kominn tiini til að slaka á baráttunni. I»að var i Ijósi þcssara stað- rcynda, scm undirritaður gckk niður i Suðurgötu 22, þar scm Krabbameinsfclag islands cr til liúsa. og álti cftirfarandi samtal við Bjarna Bjarnason, lækni. Sjálfsagt finnst ýmsum hún næsta ófróðlcg, fyrsta spurningin, scm lögð var fyrir lækninn: — Vitum við ciginlega, hvað krahhamcin cr? - Já, i vissum skilningi má segja,að við vitum það. Við vitum, að krabbameinið er margir sjúk- dómar. sem liffra'ðilega séð hafa ákveðið sameiginlegt svipmót. Krabbamein er illkynjaðar mein- semdir og einkennist af hömlu- lausum frumuvexti. Góðkynja æxlieru hins vegar vel afmörkuð, en krabbameinið myndar strengi og totur út i vefina umhverfis það. Það er illa afmarkað og eyði- leggur heilbrigða vefi, sem það ræðst inn i og getur brotizt i gegn- um veggi blóðæða og sogæða. Einstaka frumur eða frumuhópar geta losnað frá aðalmeininu og borizt með blóð- og sogæðum um likamann og sezt að hingað og þangað og farið að vaxa. Það er þetta,sem kallast meinvörp. — Kr allt krabbamcin jafn ill- kynja? — Neí, það er ekki, og innan ákveðinna tegunda er það misill- kynja. Sumar tegundir maga- krabba geta verið mjög illkynja og vaxið hratt; aðrar vaxa hægt og eru tiltölulega góðkynja. Gutt- man. hinn frægi krabbameinssér- fræðingur segir frá magakrabba- meini. sem hélzt óbreytt á byrjunarstigi i 12 ár, en fór þá allt i einu að vaxa. Sjúklingurinn, sem meinið fannst hjá, neitaði að láta skera sig upp, og þess vegna var hægt að fylgjast svona lengi með þvi. — Kru orsakir krabbamcins þckktar? — Nei, ekki fullkomlega. Við vitum ekki, hvernig vaxtar- myndunin er i smá atriðum, þ.e.a.s. efnafræðileg framvinda, sem veldur þvi, að heilbrigð fruma ummyndast i sjúklega frumu, krabbameinsfrumu. A hinn bóginn er kunnugt um hópa af efnum og öðrum orsakaþátt- um, sem valda krabbameini. 1 rannsóknarstofnunum viðsvegar um heiminn notfæra menn sér t.d. kemisk efni hundruðum saman til þess að mynda krabbamein i til- raunaskyni. 1 smásjánni er hægt að athuga frumurnar o.m.a. gera Bjarni Bjarnason, læknir. sérgrein lyrir,hvernig þær breyta útliti. Kjarnarnir verða óreglu- legir. litbrigði kjarnanna breyt- ast. frumurnar skiptast ört og vaxa hratt. t smásjánni er hægt að greina krabbamein sem sjúk- dóm. og það er einnig hægt að ganga úr skugga um forstig ein- stakra krabbameinstegunda eins og t.d. leghálskrabbameinsins. — Og raunhæf þýðing þcss, að við þckkjum krabbameinsvalda, livcr cr hún? — Þegar vitað er með vissu, að kemiskt efni veldur krabbameini, eiga lika að vera möguleikar til að verjast áhrifum þess. 1 iðnaðinum er beitt allskonar varúðarreglum. Vörutegundir. eins og ýmis fegrunarlyf, efni sem notuð eru til að breyta lit, bragði og geymsluþoli matvæla, hvers konar neyzluvarnings og alls kyns skordýraeitur eru stöðugt tortryggð og undir smá- sjánni. Og hvenær, sem upp- götvast, að efni sé skaðlegt, eru gerðar sjálfsagðar varúðarráð- stafanir. — Ilvað cr að scgja um loft- mcngun og sigarettureykingar? — 1 stórborgum er sennilegt,að loftmengun eigi sinn þátt i myndun krabbameins, og allir vita. að sú loftmengun. sem siga- rettan á sök á, veldur lungna- krabbameini og mörgum fleiri sjúkdómum, ekki einungis hjá þeim sem reykja, þó hjá þeim, sé það i stærri stil. — heldur einnig hjá hinum, sem reykja ekki. en eru að staðaldri i reykfylltum vistarverum. Sigarettureykingar eru aðalorsök lungnakrabba- meinsins. Lungnakrabbamein er ein algengasta krabbameins- tegund i mörgum menningar- löndum. eins og t.d. Bandarikjun- um. Englandi, Danmörku og Finnlandi. Og einmitt vegna þess að við þekkjum ástæðuna, er hægt að fara af stað með varnarað- gerðir og beita þeim. öll afskipti af sigarettureykingum snerta viðkvæman streng, þar sem komið er inn á nautnir fólks og lifsvenjur; og þá kárnar gamanið. Þar stöndum við and- spænis geysilegum vandamálum. Fræðslustarfsemi i stórum stil, þótt henni sé fylgt fast fram, virðist hafa takmörkuð áhrif á al- menning, ef hann þarf að afsala sér einhverju, sem hann sælist eftir. Hins vegar sýndi Alþingi okkar skilning, sem er með fádæmum i heiminum, og brást drengilega við, þegar það sam- þykkti algert bann við tóbaks- auglýsingum. Krabbameinsfélag tslands hefur hingaö til, fyrst og fremst, barizt fyrir þvi, að börn og unglingar hættu að reykja, þótt það sé siður en svo að fullorðna fólkinu hafi verið gleymt. Árangurinn er i raun og veru ekki óverulegur, þegar þess er gætt,að sigarettusalan hefur ekki aukizt siðan 1964, þrátt fyrir vérulega fólksfjölgun i landinu og ferða- mannastraum. sem eykst með hverju ári. Þetta sýnir, að siga- rettureykingar fara hér raun- verulega frekar minnkandi, þó hægt miði. Og betur má, ef duga skal. Baráttuna gegn sigarettu- reykingum þarf að herða um allan helming. — Það cr semsagt hægt að forð- ast krabbamein, sem vitað er að inyndast af kcmiskum cfnum. En hvað liður vörnum gcgn öðruin krabbameinstegundum? Það veldur miklum erfiðleik- um, að flestar krabbameins- tegundir eru einkennalausar á byrjunarstiginu. og þess vegna var eðlilegt, að hugmyndin um fjöldarannsóknir. á fólki. sem virtist heilbrigt. skyti upp kollin- um. Með þess kyns rannsóknum er hægt að finna ákveðnar tegundir krabbameins, áður en Hér eru þær Steinunn Stephensen og Rósa Áskelsdóttir fyrir framan smásjárnar. Þaö er ekki nóg meö að útlit þeirra sé eins og bezt- verður á kosið, heldur er verkefni þeirra slikt, að hver starfsdagur þeirra er liður i baráttu fyrir betra mannlifi. Timamyndir GE. einkenni koma i ljós m.a.s. áður en það er fullmyndað sem sjúk- dómur, er sem sagt á svokölluðu frumstigi. Þegar um fjölda- rannsóknir heilla þjóðfélagshópa er að ræða, er allt undir rannsóknaraðferðunum komið, sem tiltækar eru. Þær mega hvorki vera of timafrekar né alltof dýrar til þess að hægt sé að beita þeim. Við höfum eina að- ferð, sem uppfyllir nokkurn veginn þessi skilyrði til að leita uppi krabbamein i leghálsi; frumugreiningar. Ef tækist að finna kemiskt próf sem væri jafn- öruggt eða öruggara, — sumir gera sér vonir um, að það heppnist, — yrði þaö mörgum sinnum fljótlegra og ódýrara i notkun. Eiginlega má segja, að hér sé i fullum gangi fjöldaíeit að lungnakrabbameini, i sambandi við röntgenmyndun á lungum hjá Berklavarnarstöðinni, enda finnst oft lungnakrabbamein i sambandi við þær rannsóknir. Auk þess að þjóna eigin tilgangi, leitinni að berklum og eftirliti með þeim, á sér þarna stað mjög mikilsverð barátta við krabba- meinið, þó þess hafi ekki veriö getið sem skyldi. Aðferðir, sem enn eru tiltækar til leitar að magakrabbameini, eru svo dýrar og timafrekar, að engin Norður- landaþjóðanna hefur starfsfólk aðstöðu eða fjármagn til að sinna þeim i stórum stil. — Er hægt að nefna nokkrar tölur af f jöldarannsóknum krabba meinsfélagsins? — Við höfum rannsakað um 32 þúsund konur á aldrinum 25-60 ára. og meðal þeirra hafa fundizt rúml. 100 með ifarandi krabba- mein i legi. leghálsi og eggja- stokkum, og 250 frumstigs- breytingar. 83% boðaðra kvenna hafa sinnt kalli. Um 2 þúsund konur eru undir stöðugu eftirliti. Auk ofangreindra rannsókna eru konurnar úti á landinu rannsakaðar með sérstöku tilliti til brjóstakrabbameins, en i Reykjavik eru allar konur, sem telja sig hafa fundið eitthvað at- hugavert við brjóst sin, rann- sakaðar nánar. Ennþá þekkist engin betri aðferð i baráttunni við brjóstakrabbameinið en að konurnar rannsaki sjálfar brjóst sin mánaðarlega og leiti læknis tafarlaust, ef þær finna eitthvað grunsamlegt. Visindalegar niður- Nemendur I liúsmæðraskóla Reykjavikur horfa á fræðslukvikmyndir Krabbameinsfélagsins. stööur af legháls- og legkrabba- meinsrannsóknum hafa nú verið teknar saman og verða birtar og ræddar á norræna krabbameins- þinginu i Oslo i október nk. — Er það rétt, að varnarráð- stafanir séu það,sem mesta máli skiptir i baráttunni við krabba- mcinið nú á dögum? — Varnarráðstafanir eru nú orðnar mjög i sviðsljósinu, bæði i hinum austræna og vestræna hluta heimsins. Baráttan gegn krabbameini er æði stór i sniðum i Kina, Japan og Sovétrikjunum og mikil áherzla lögð á varnarað- gerðir. Nýlega rakst ég á grein, þar sem skýrt var frá', að i Kina hefðu þegar verið rannsakaðar hátt á aðra milljón kvenna með tilliti til leghálskrabbameins, 25 milljónir vegna krabbameins i vélindinu og leit Japana að maga- krabbameini er sú viðtækasta, sem þekkist i heiminum. — Gctur nokkuð slíkt sambæri- legt komið til grcina hér á landi? — Miðað við fólksfjölda er átak okkar i sambandi við legháls- og legkrabbameinið miklu stærra en það,sem gerzt hefur hjá þessum þjóðum, en slikur samanburður er ekki mikils virði. Hins vegar er enginn vafi. að varnarráðstafanir gegn krabbameini eiga eftir að færast mikið i aukana á næstunni. Að standa þannig vörð um heilsu fólksins hefur stórkostlegar kröf- ur i för með sér. Stóraukið fram- lag til heilbrigðismála, sem mörgum finnst e.t.v. orðið iskyggilega mikið — en ekki nóg með það: Læknum þarf að fjölga mikið og öðru heilsugæzlufólki að sama skapi. Auk þess þarf margar og stórar rannsóknar- stofur. mjög aukinn tæknibúnað og svo má lengi telja. En þetta er mark. sem hvert velferðarriki verður að setja sér. — Er ekki fræðslustarfsemin cinnig veigamikil? — Jú, vitanlega. Rökvis og markviss fræðsla er áhrifamikill þáttur i varnaraðgerðunum. Hina miklu aðsókn að fjölda- rannsóknunum má mikið þakka fræðslustarfseminni, og aðsóknin ber vott um, að fólkið sem i hlut á, hefur þá menntun og menningu til að bera, sem hefur i för með sér, að það kann að meta þá um- hyggju, sem þvi er þannig sýnd og hefur þroskaðansamstarfsvilja og er vökult um heilsu sina og vel- ferð. Fullkomin fræðslustarfsemi er stórkostlega þýðingarmikið vopn i varnaraðgerðum gegn krabbameini og til þess að krabbameinið sé greint i tima. Ástæðan til þess að árangurinn af meðferð krabbameins er meiri og betri en áður og fer stöðugt batnandi, er ekki sizt þvi að þakka, að fjöldamörg krabba- meintilfelli eru nú greind miklu fyrr en áður. En á þessu sviði er mikið ógert og allar rannsóknir, sem miða að bættri sjúkdóms- greiningu eru mjög þýðingar- miklar. — Seni sagt: rannsóknir eru mjög mikilvægar, þcgar um varnaraðgerðir gegn krabba- mcini er að ræða? — Já, rannsóknir eru undir- staða allra framfara og ekki sizt, þegar um er að ræða varnarað- gerðir gegn krabbameini. Orsak- ir krabbameinsins verður að leiða i ljós með rannsóknum. — Við minntumst á kemisku cfnin, scm valda krabbameini. Það cr lika talað um vcirur i þcssii sambandi. — Nú á siðustu árum hafa verið gerðar athuganir, sem benda á vissan hátt til þess, að veirur gætu orsakað krabbamein hjá mönnum á svipaðan hátt og hjá ýmsum dýrategundum. Þar er sérstaklega um að ræða krabba- meinstegund. sem kemur fram i hvitu blóðkornunum, en á upptök sin þar sem þau myndast i mergn um og sogæðaeitlunum, og kallast hvitblæði. önnur tegund, sem talið er liklegt;að veirur gætu átt sök á, á upptök sin i sogæðaeitlun- um hjá börnum sérstaklega i Afriku og mynda venjulega stórar meinsemdir i kjálkabein- um. — Ilvað viljið þér segja að lok- um ? Það er gleðilegt timanna tákn, að á sumum sviðum krabba- meinsvarnanna hefur miðað mjög fram á við á siðari árum, þó að á einu sviði sé það hörmulega litið, og þar á ég við útrýmingu sigarettureykinganna. Skilningur fólks á krabbameinsvörnum al- mennt fer þó óðfluga vaxandi hér á landi og velvilji fólks og hjálp- semi við starfsemi krabbameins- félaganna er hvort tveggja ómet- anlegt og uppörvandi fyrir alla þá, sem að þeim málum standa. Hér lýkur spjalli okkar Bjarna Bjarnasonar, læknis. Það er fornt mál, að þvi styttra sem sverð manns er, þeim mun nær þurfti maður að ganga óvini sinu. Nú er þvi ekki til að dreifa, að sverð okkar i bar- áttunni við krabbann sé stutt, þar sem þjóðin hefur þar á að skipa fjölmennu og ágætlega menntuðu starfsliði, sem leggur fram alla krafta sina i baráttunni við þann mikla vágest. Við getum þvi um- skrifað hið gamla spakmæli og sagt. að þvi hættulegri og stór- höggari sem óvinurinn er, þeim mun geiglausari huga þurfi að ganga i mót honum. Það fólk, sem helgað hefur sig þeim þjóðþrifastörfum að vinna gegn sjúkdómum, verður aö eiga visan stuðning okkar, sem i blöð skrifum, i öllu þvi, er við megnum. —Þótt við að sönnu stýrum ekki lengra sverði en penna. —-VS. Ekki síður mikilvægt að fyrirbyggja sjúkdóma en lækna þá - segir Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameinsfélags fslands JÓN GÍSLASON: BREMERHAVEN Noröursjávarborgirnar þýzku einkennast fyrst og fremst af menningu Hansakaupmanna. Sjónarmið þeirra voru fyrst og fremst að eiga verzlun og við- skipti viö borgir og lönd handan hafsins. Frá þvi snemma á mið- öldum var gengi þeirra mikið og þær náðu miklum og öruggum samböndum viða um norðan- verða Evrópu, allt til stranda Is- lands. MargarHansaborgirnareru staðsettar inn i landi, langt inn i landi, meðfram ánum. Ef til vill hefur staðsetning þeirra i upphafi verið valin af öryggisráðstöfun- um. þvi að vikingar voru ráðandi á hafinu og við mynni ánna. En er stundir liðu, breyttust sjónarmið- in, en i raun varð hið upprunalega lika i gildi. Napóleonsstyrjaldir gjör- breyttu mörgu i Norður-Evrópu, ekki sizt i Norður-Þýzkalandi. Bráðlega eftir að þessi þróun hófst. var það sjáanlegt. að hafnir Norður-Þýzkalands, er byggðar höfðu verið inn i landinu, yrðu innan skamms úreltar. Úthafs- skipin gátu ekki lengur siglt til þeirra. Það varð þvi að breyta skipulaginu, samræma flutninga- kerfið eftir ánum i samræmi við hinar breyttu aðstæður á úthaf- inu. Við Rin og Elbu varð þetta til aukins máttar bonanna við ósana, og færði þeim heim mikinn gróða og atvinnuöryggi fyrir ibúana. Við dyr Brima við Weser var hér mikill vandi, er leysa varð af framsýni og fyrirhyggju, þar sem hún var langt frá sjó, en hafði mikla möguleika til að halda samböndum sinum til siglinga um skipaskurði og ár i landinu. Allt úr tið trúarbragða- styrjaldanna hafa umleikið Bremen margvislegir straumar siglingar til Bremerhaven til og frá fjarlægum heimshlutum, en langmestar voru Ameriku- siglingarnar. Meö tilkomu skipa- félagsins Norddeutche Lloyd árið 1857, varð þróunin enn þá örari. Höfnin i Bremerhaven varð þvi margstækkuð og fullkomnuð á margan hátt, enda krafðist við- skipta- og verzlunarlif Norður Þýzkalands þess. 7. febrúar 1885 var fyrsta eimknúna fiskiskip borgarinnar tilbúið til veiða. Var það mikill atburður .i sögu fisk - veiðiborgarinnar. Tuttugasta öldin hefur lika fært Bremerhaven mikinn vöxt og mikil ævintýri. Tvær heims- styrjaldir hafa liðið hjá viö- burðarrikar og illar i örlögum. 1. siðari heimsstyrjöldinni voru gerðar miklar loftárásir á borgina, og fór hún næstum þvi i iM»a«aMni Þröngsýni og fyrirhyggjuleysi um þarfir komandi kynslóða hvarf að nokkru, er var arfur kirkjustefnu miðalda, þegar nýir menn tóku við stjórnartaumum borga á þriðja og fjórða áratug siðustu aldar. Hvergi er þetta jafnaugljóst i sögunni og i Brim- um. Brimar höfðu um aldirnar aldrei losnað frá þýzka rikinu, þó um skeið yrðu áhrif Svia þar all- mikil i þrjátiuárastriðinu. En það samband varð Brimurum til nokkurs gagns. Sviar færðu nýja strauma framfara og slita við þröngsýni kirkjunnar að fullu og öllu i þær borgir og lönd, þar sem þeir náðu tökum. Brimarar not- færðu sór frelsið, er sigldi i kjöl- far Napóleonsstyrjaldanna til efl- ingar þeim frjálshug, er þar varð uppi i borginni fyrir öndveröar styrjaldirnar. Það er aukið frelsi til verzlunar og athafna, upp- byggingar mannvirkja til löndun- ar stærri skipa og greiðari sam- gangna, jafnt á sjó og landi. Þannig urðu styrjaldirnar þeim til happs og frama á komandi áratugum, sem ekki staðnaði, heldur jókst og varð til mikillar grósku. i Napóleonsstyrjöldunum urðu miklar breytingar i siglingar- tækni, sérstaklega á Bretlands- eyjum. Bretar voru útilokaðir frá höfnum Evrópu um skeið, og urðu þvi að sækja verzlun til fjarlægari landa. þeir notfærðu sér viðskipti við Nýja heiminn, það er Norður- Ameriku. Þetta varð til þess, að fariö var að leggja áherzlu á stærri skip til flutninga, og náöist talsverður árangur meðan á styrjöldunum stóð. En að styrjöldunum loknum, hélt þetta áfram og varð að mikilli þróun á nýrri öld tækni og kunnáttu i siglingum og notkun nýrrar orku, er knúði skip á hafinu. Eftir að eimskip komu til sögunnar, gjör- breyttust sjónarmið i þessum efn- um, sérstaklega hvað viðkom höfnum. Það varð að stækka hafnirnar og dýpka þær og byggja fullkomnari uppfyllingar til athafna. erlendis frá, jafnt frá Norður- löndum, Englandi og Frakklandi. Borgin hafði oft á tiðum mikla þýðingu fyrir erlenda striðsaðila, en átökin sneruhana ekki, sökum þess, að hún var svo langt frá hafinu. Eftir stofnun konungs- rikis i Hannover, höfðu Bretar talsveröra hagsmuna að gæta á Weser, og ekki sizt sökum þess, að hún var þeim að mörgu opnari en Rin til viðskipta og verzlunar. En þrátt fyrir allt, stefndu Brimarar að ákveðnu marki, það er að halda stöðu sinni sem heimsverzlunarborg, eins og hún varð i raun og veru með opnun hafnarinnar árið 1776. Arið 1821 urðu mikil þáttaskil i sögu Brima. Þá var kosinn þar nýr borgarstjóri, Jóhann Smidt, fæddur 5. nóvember 1773. Hann sá bráðlega, hvers borgin þarfnaðist til þess að halda stöðu sinni i verzlun og viðskiptum. Hann gerði samninga við Hannover um að kaupa land við hafið fyrir nýja borg, er þjónaði hlutverki út- hafssiglinga fyrir Weserfljót. Þetta varð að ráð- og voru kaup fest á viðáttumiklu landi árið 1827. Strax sama árið var hafin framkvæmd til hafnargerðar og til þess ráðnir kunnáttumenn i hverri grein. Borgarstjóri Smidt fékk til verksins hafnargerðar- mann, hollenzkani er reyndist mjög vel. A næstu árum var lagður grunnur að nýrri hafnar- borg fyrir úthafssiglingar fyrir Weser, er hlaut nafnið Bremer- haven. Hún var frá upphafi i full- um tengslum við Brima, og voru siglingar skipulagðar eftir Weser miðaðar við hagsmuni og aðstæður, er hentaði borgunum báðum. Bremerhaven varð, jafn- framt þvi að vera siglingaborg, borg fisk veiða og fiskverzlunar. Hún þjónaði þvi tvenns konar til- gangi fyrir umhverfi Weser, og reyndust ætlanir Smidt borgar- sljóra byggðar á fyrirhyggju og framsýni, og átti raunin eftir að sýna það langtum betur að honum liðnum, en hann lézt 7. mai 1857. Alla 19. öldina urðu auknar rúst. Um það bil 97% hennar eyði- lagðist. Mesta loftárásin á hana var gerð 18. september 1944. En striðinu eins og öðru léttir og tekur endi. 7. mai 1945 yfirtók brezki herinn borgina og nokkr- um dögum siðar tók ameriski herinn við henni. Að striðinu loknu hófst upp- bygging i Bremerhaven. Borgin var mjög illa farin, yfir 97% hennar eyðilagt. En Þjóðverjar eru duglegir og láta ekki bugast. Borgin var endurbyggð á ótrú- lega stuttum tima, og er nú ein- hver fegursta hafnarborg, er ég hef litiö en fyrst og fremst hentug og hagkvæm til að þjóna sinu þýðingarmikla hlutverki fyrir siglingar til fjarlægra heims- hluta. Fiskihöfnin hefur lika verið endurbyggð og þar er lang- þýðingarmesta fiskihöfn Vestur- Þýzkalands. Sagan er i raun sinni hverful og i spegli hennar er margt að sjá, marbreytilegt og margslungið. íslenzk skip sigla oft til Bremer- haven og seija þar fisk á góðu verði. En á liðandi stund er þar fátt til sagna af slikum hlutum, þvi að Vestur-Þjóðverjar sam- þykkja ekki hina nýju fiskveiði- takmörk Islendinga. En áður en langt um liður er von min, að svo verði, að þeir samþykki hana, og islenzk skip verði á ný i höfninni i Bremerhaven. En að lokum vil ég minna á, að bygging og fyrirsjá Þjóðverja i skipulagningu og framsýni hafnargerðarinnar i Bremer- haven ætti að verða Islendingum til fyrirmyndar og auka á fram- sýni þeirra i slikum efnum. Að visu hafa verið gerðar tilraunir i slikum efnum á Islandi. En kröft- unum hefur verið dreift um of, svo ekki hefur náðst sá árangur, sem vænta má. En ég trúi þvi, að á komandi timum vinnum við ný lönd i þessum efnum, byggjum framtiðar fiskihafnir á heppileg- um stöðum, vel skipulagðar og heppilegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.