Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. september 1972 TÍMINN 11 JÖN GÍSLASON: Uikur horfa á fræðslukvikmyndir Krabbameinsfélagsins. — Jú, vitanlega. Rökvis og markviss fræðsla er áhrifamikill þáttur i varnaraðgerðunum. Hina miklu aðsókn að fjölda- rannsóknunum má mikið þakka fræðslustarfseminni. og aðsóknin ber vott um,að fólkið sem i hlut á, hefur þá menntun og menningu til að bera, sem hefur i för með sér, að það kann að meta þá um- hyggju, sem þvi er þannig sýnd og hefur þroskaðansamstarfsvilja og er vökult um heilsu sina og vel- ferð. Fullkomin fræðslustarfsemi er stórkostlega þýðingarmikið vopn i varnaraðgerðum gegn krabbameini og til þess að krabbameinið sé greint i tima. Ástæðan til þess að árangurinn af meðferð krabbameins er meiri og betri en áður og fer stöðugt batnandi, er ekki sizt þvi að þakka, að fjöldamörg krabba- meintilfelli eru nú greind miklu fyrr en áður. En á þessu sviði er mikið ógert og allar rannsóknir, sem miða að bættri sjúkdóms- greiningu eru mjög þýðingar- miklar. — Scm sagt: rannsóknir eru mjög mikilvægar, þegar um varnaraögerðir gegn krabba- meini er að ræða? — Já, rannsóknir eru undir- staða allra framfara og ekki sizt, þegar um er að ræða varnarað- gerðir gegn krabbameini. Orsak- ir krabbameinsins verður að leiða i ljós með rannsóknum. — Við minntumst á kemisku efnin, sem valda krabbameini. Það er lika talað um veirur i þessii sambandi. — Nú á siðustu árum hafa verið gerðar athuganir, sem benda á vissan hátt til þess, að veirur gætu orsakað krabbamein hjá mönnum á svipaðan hátt og hjá ýmsum dýrategundum. Þar er sérstaklega um að ræða krabba- meinstegund. sem kemur fram i hvitu bloðkornunum, en á upptök sin þar sem þau myndast i mergn um og sogæðaeitlunum, og kallast hvitblæði. Onnur tegund, sem talið er liklegt,að veirur gætu átt sök á, á upptök sin i sogæðaeitlun- um hjá börnum sérstaklega i Afriku og mynda venjulega stórar meinsemdir i kjálkabein- um. — Hvað viljið þér segja að lok- um? Það er gleðilegt timanna tákn, að á sumum sviðum krabba- meinsvarnanna hefur miðað mjög fram á við á siðari árum, þó að á einu sviði sé það hörmulega litið, og þar á ég við útrýmingu sigarettureykinganna. Skilningur fólks á krabbameinsvörnum al- mennt fer þó óðfluga vaxandi hér á landi og velvilji fólks og hjálp- semi við starfsemi krabbameins- félaganna er hvort tveggja ómet- anlegt og uppörvandi fyrir alla þá, sem að þeim málum standa. Hér lýkur spjalli okkar Bjarna Bjarnasonar, læknis. Það er fornt mál, að þvi styttra sem sverð manns er, þeim mun nær þurfti maður að ganga óvini sinu. Nú er þvi ekki til að dreifa, að sverð okkar i bar- áttunni við krabbann sé stutt, þar sem þjóðin hefur þar á að skipa fjölmennu og ágætlega menntuðu starfsliði, sem leggur fram alla krafta sina i baráttunni við þann mikla vágest. Við getum þvi um- skrifað hið gamla spakmæli og sagt. að þvi hættulegri og stór- höggari sem óvinurinn; er, þeim mun geiglausari huga þurfi að ganga i mót honum. Það fólk, sem helgað hefur sig þeim þjóðþrifastörfum að vinna gegn sjúkdómum, verður að eiga visan stuðning okkar, sem i blöð skrifum, i öllu þvi, er við megnum. —Þótt við að sönnu stýrum ekki lengra sverði en penna. —VS. BREMERHAVEN Norðursjávarborgirnar þýzku einkennast fyrst og fremst af menningu Hansakaupmanna. Sjónarmið þeirra voru fyrst og fremst að eiga verzlun og við- skipti við borgir og lönd handan hafsins. Frá þvi snemma á mið- öldum var gengi þeirra mikið og þær náðu miklum og öruggum samböndum viða um norðan- verða Evrópu, allt til stranda ts- lands. MargarHansaborgirnareru staðsettar inn i landi, langt inn i landi, meðfram ánum. Ef til vill hefur staðsetning þeirra i upphafi verið valin af öryggisráðstöfun- um, þvi að vikingar voru ráðandi á hafinu og við mynni ánna. En er stundir liðu, breyttust sjónarmið- in, en i raun varð hið upprunalega lika i gildi. Napóleonsstyrjaldir gjör- breyttu mörgu i Norður-Evrópu, ekki sizt i Norður-Þýzkalandi. Bráðlega eftir að þessi þróun hófst. var það sjáanlegt. að hafnir Norður-Þýzkalands. er byggðar höfðu verið inn i landinu, yrðu innan skamms úreltar. úthafs- skipin gátu ekki lengur siglt til þeirra. Það varð þvi að breyta skipulaginu, samræma flutninga- kerfið eftir ánum i samræmi við hinar breyttu aðstæður á úthaf- inu. Við Rin og Elbu varð þetta til aukins máttar bonanna við ósana, og færði þeim heim mikinn gróða og atvinnuöryggi fyrir ibúana. Við dyr Brima viö Weser var hér mikill vandi, er leysa varð af framsýni og fyrirhyggju, þar sem hún var langt frá sjó, en hafði mikla möguleika til að halda samböndum sinum til siglinga um skipaskurði og ár i landinu. Allt úr tið trúarbragða- styrjaldanna hafa umleikið Bremen margvislegir straumar siglingar til Bremerhaven til og frá fjarlægum heimshlutum, en langmestar voru Amerlku- siglingarnar. Með tilkomu skipa- félagsins Norddeutche Lloyd árið 1857, varð þróunin enn þá örari. Höfnin i Bremerhaven varð þvi margstækkuð og fullkomnuð á margan hátt, enda krafðist við- skipta- og verzlunarlif Norður Þýzkalands þess. 7. febrúar 1885 var fyrsta eimknúna fiskiskip borgarinnar tilbúið til veiða. Var það niikill atburður.i sögu fisk - veiðiborgarinnar. Tuttugasta öldin hefur lika fært Bremerhaven mikinn vöxt og mikil ævintýri. Tvær heims- styrjaldir hafa liðið hjá við- burðarrikar og illar i örlögum. t. siðari heimsstyrjöldinni voru gerðar miklar loftárásir á borgina. og fór hún næstum þvi i T"---- $Æ~' ;j ¦;'«.» ¦»«; íiílííiiS"" jm*., ¦jgmmtm •^JÉSm' |rnar. Það er ekki ijóg meft ao útlit þeirra sé eins og beztv veröur á I baráttu fyrir betra mannlifi. Timamyndir GE. Þröngsýni og fyrirhyggjuleysi um þarfir komandi kynslóða hvarf að nokkru, er var arfur kirkjustefnu miðalda, þegar nýir menn tóku við stjórnartaumum borga á þriðja og fjórða áratug siðustu aldar. Hvergi er þetta jafnaugljóst i sögunni og i Brim- um. Brimar höfðu um aldirnar aldrei losnað frá þýzka rikinu, þó um skeið yrðu áhrif Svia þar all- mikil i þrjátiuárastriðinu. En það samband varð Brimurum til nokkurs gagns. Sviar færðu nýja strauma framfara og slita við þröngsýni kirkjunnar að fullu og öllu i þær borgir og lönd, þar sem þeir náðu tökum. Brimarar not- færðu sér frelsið, er sigldi i kjöl- far Napóleonsstyrjaldanna til efl- ingar þeim frjálshug, er þar varð uppi i borginni fyrir öndverðar styrjaldirnar. Það er aukið frelsi til verzlunar og athafna, upp- byggingar mannvirkja til löndun- ar stærri skipa og greiðari sam- gangna, jafnt á sjó og landi. Þannig urðu styrjaldirnar þeim til happs og frama á komandi áratugum, sem ekki staðnaði, heldur jókst og varð til mikillar grósku. t Napóleonsstyrjöldunum urðu miklar breytingar i siglingar- tækni, sérstaklega á Bretlands- eyjum. Bretar voru útilokaðir frá höfnum Evrópu um skeið, og urðu þvi að sækja verzlun til f jarlægari landa. þeir notfærðu sér viðskipti við Nýja heiminn, það er Norður- Ameriku. Þetta varð til þess, að farið var að leggja áherzlu á stærri skip til flutninga, og náðist talsverður árangur meðan á styrjöldunum stóð. En að styrjöldunum loknum, hélt þetta áfram og varð að mikilli þróun á nýrri öld tækni og kunnáttu i siglingum og notkun nýrrar orku, er knúði skip á hafinu. Eftir að eimskip komu til sögunnar, gjör- breyttustsjónarmið í þessum efn- um, sérstaklega hvað viðkom höfnum. Það varð að stækka hafnirnar og dýpka þær og byggja fullkomnari uppfyllingar til athafna. erlendis frá, jafnt frá Norður- löndum. Englandi og Frakklandi. Borgin hafði oft á tiðum mikla þýðingu fyrir erlenda striðsaðila, en átókin sneruhana ekki, sökum þess, að hún vár svo langt frá hafinu. Eftir stofnun konungs- rikis i Hannover, höfðu Bretar talsverðra hagsmuna að gæta á Weser, og ekki sizt sökum þess, að hún var þeim að mörgu opnari en Rin til viðskipta og verzlunar. En þrátt fyrir allt, stefndu Brimarar að ákveðnu marki, það er að halda stöðu sinni sem heimsverzlunarborg, eins og hún varð i raun og veru með opnun hafnarinnar árið 1776. Arið 1821 urðu mikil þáttaskil i sögu Brima. Þá var kosinn þar nýr borgarstjóri, Jóhann Smidt, fæddur 5. nóvember 1773. Hann sá bráðlega, hvers borgin þarfnaðist til þess að halda stöðu sinni i verzlun og viðskiptum. Hann gerði samninga við Hannover um að kaupa land við hafið fyrir nýja borg, er þjónaði hiutverki út- hafssiglinga fyrir Weserfljót. Þetta varð að ráð- og voru kaup fest á viðáttumiklu landi árið 1827. Strax sama áriö var hafin framkvæmd til hafnargerðar og til þess ráðnir kunnáttumenn i hverri grein. Borgarstjóri Smidt fékk til verksins hafnargerðar- mann, hollenzkan. er reyndist mjög vel. Á næstu árum var lagður grunnur að nýrri hafnar- borg fyrir úthafssiglingar fyrir Weser, er hlaut nafnið Bremer- haven. Hún var frá upphafi i full- um tengslum við Brima, og voru siglingar skipulagðar eftir Weser miðaðar við hagsmuni og aðstæður, er hentaði borgunum báöum. Bremerhaven varð, jafn- framt þvi að vera siglingaborg, borg fisk veiða og fiskverzlunar. Hún þjónaði þvi tvenns konar til- gangi fyrir umhverfi Weser, og reyndust ætlanir Smidt borgar- stjóra byggðar á fyrirhyggju og framsýni, og átti raunin eftir að sýna það langtum betur að honum liðnum, en hann lézt 7. mai 1857. Alla 19. öldina urðu auknar rúst. Um það bil 97% hennar eyði- lagðist. Mesta loftárásin á hana var gerð 18. september 1944. En striðimi eins og öðru léttir og tekur endi. 7. mai 1945 yfirtók brezki herinn borgina og nokkr- um dögum siðar tok ameriski herinn við henni. Að striðinu loknu hófst upp- bygging i Bremerhaven. Borgin var mjög illa farin, yfir 97% hennar eyðilagt. En Þjóðverjar eru duglegir og láta ekki bugast. Borgin var endurbyggð á ótrú- lega stuttum tima, og er nú ein- hver fegursta hafnarborg, er ég hef litið en fyrst og fremst hentug og hagkvæm til að þjóna sinu þýðingarmikla hlutverki fyrir siglingar til fjarlægra heims- hluta. Fiskihöfnin hefur lika verið endurbyggð og þar er lang- þýðingarmesta fiskihöfn Vestur- Þýzkalands. Sagan er i raun sinni hverful og i spegli hennar er margt að sjá, marbreytilegt og margslungið. islenzk skip sigla oft til Bremer- haven og selja þar fisk á góðu verði. En á liðandi stund er þar fátt til sagna af slikum hlutum, þvi að Vestur-Þjóðverjar sam- þykkja ekki hina nýju fiskveiði- takmörk tslendinga. En áður en langt um liður er von min, að svo verði, að þeir samþykki hana, og islenzk skip verði á ný i höfninni i Bremerhaven. En að lokum vil ég minna á, að bygging og fyrirsjá Þjóðverja i skipulagningu og framsýni hafnargerðarinnar i Bremer- haven ætti að verða tslendingum til fyrirmyndar og auka á fram- sýni þeirra i slikum efnum. Að visu hafa verið gerðar tilraunir i slikum efnum á tslandi. En kröft- unum hefur verið dreift um of, svo ekki hefur náðst sá árangur, sem vænta má. En ég trúi þvi, að á komandi timum vinnum við ný lönd i þessum efnum, byggjum framtiðar fiskihafnir á heppileg- um stöðum, vel skipulagðar og heppilegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.