Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN ÞriAjudagur 19. september 1972 Ekki síður mikilvægt að fyrirbyggja sjúkdóma en lækna þá - segir Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbamejnsfélags íslands Flestir eru sennilega orAnir sammála um, aö öllum al- menningi, bæöi konum og körlum sc nauðsynlegt að afla sér undir- stöAuþckkingar um sjúkdóma og sjúkdómavarnir. Margt l'ólk hugsar ckki um hcilsu sina scm skyldi, en aðrir eru si-órólcgir og óttaslcgnir, og oft vcgna þcss, ao þcir vita ekki nægilega mikiA um ýmsa sjúkdóma og gcra scr þvi alrangar hugmyndir um þá. Þetta á ekki hvao si/.l vio um krabbamciniA, cnda cr þaA sá sjúkdómur, scm flcstum stcndur mestur stuggur af. Sú skoAun hefur alltaf vcriA rikjandi innan Krabbamcinsfclags islands, ao vcl rökstudd og hispurslaus fræosla um krabbamcin sé þýAingarmikil og æskilcg. Þessar almennu staArcyndir mun tæplcga þurfa þcim aA scgja, scm fcngiA hafa i hendur fræAslu- rit Krabbameinsfélags islands, Frcttabrcf um heilbrigoismál, cAa hafa hlustaA á hin ágætu út- varpscrindi Bjarna Bjarnasonar, læknis. En hér fcr scm oftar, aA góA visa verAur scint of oft kvcAin, og á meAan fullorAiA fólk kcAjurcykir sigarcttur og lætur allaraAvaranir scm vind um cyru þjóta, er árciAanlcga ckki kominn timi til ao slaka á baráttunni. ÞaA var i Ijósi þcssara staA- rcynda, scm undirritaAur gckk niAur i SuAurgölu 22, þar sem Krabbamcinsfclag islands cr til húsa, og átti cftirfarandi samtal viA Bjarna Bjarnason, lækni. Sjálfsagt finnst ýmsum hún næsta ófróAlcg, fyrsta spurningin, scm íögA var fyrir lækninn: — Vitum viA ciginlcga, hvaA krabbamein cr? — Já, i vissum skilningi má segja,að við vitum það. Við vitum, að krabbameinið er margir sjúk- dómar. sem liffræðilega séð hafa ákveðið sameiginlegt svipmót. Krabbamein er illkynjaðar mein- semdir og einkennist af hömlu- lausum frumuvexti. Góðkynja æxlieru hins vegar vel afmörkuð, en krabbameinið myndar strengi og totur út i vefina umhverfis það. Það er illa afmarkað og eyði- leggur heilbrigða vefi, sem það ræðstinn i og getur brotizt i gegn- um veggi blóðæða og sogæða. Einstaka frumur eða frumuhópar geta losnað frá aðalmeininu og borizt með blóð- og sogæðum um likamann og sezt að hingað og þangað og farið að vaxa. Það er þetta,sem kallast meinvörp. — Er allt krabbamcin jafn íII- kynja? — Nei, það er ekki, og innan ákveðinna tegunda er það misill- kynja. Sumar tegundir maga- krabba geta verið mjög illkynja og vaxið hratt; aðrar vaxa hægt og eru tiltölulega góðkynja. Gutt- man, hinn frægi krabbameinssér- fræðingur segir frá magakrabba- meini. sem hélzt óbreytt ' á byrjunarstigi i 12 ár, en fór þá allt i einu að vaxa. Sjúklingurinn, sem meinið fannst hjá, neitaði að láta skera sig upp, og þess vegna var hægt að fylgjast svona lengi með þvi. — Eru orsakir krabbameins þckktar? — Nei, ekki fullkomlega. Við vitum ekki, hvernig vaxtar- myndunin er i smá atriðum, þ.e.a.s. efnafræðileg framvinda, sem veldur þvi, að heilbrigð fruma ummyndast i sjúklega frumu, krabbameinsfrumu. A hinn bóginn er kunnugt um hópa af efnum og öðrum orsakaþátt- um, sem valda krabbameini. í rannsóknarstofnunum viðsvegar um heiminn notfæra menn sér t.d. kemisk efni hundruðum saman til þess að mynda krabbamein i til- raunaskyni. 1 smásjánni er hægt að athuga frumurnar o.m.a. gera Bjarni Bjarnason, læknir. sér grein fyrir/hvernig þær breyta útliti. Kjarnarnir verða óreglu- legir. litbrigði kjarnanna breyt- ast. frumurnar skiptast ört og vaxa hratt. t smásjánni er hægt að greina krabbamein sem sjúk- dóm. og það er einnig hægt að ganga úr skugga um forstig ein- stakra krabbameinstegunda eins og t.d. leghálskrabbameinsins. — ()g raunhæf þýðing þess, að viA þckkjum krabbameinsvalda, hvcr cr hún? — Þegar vitað er með vissu, að kemiskt efni veldur krabbameini, eiga lika að vera möguleikar til að verjast áhrifum þess. 1 iðnaðinum er beitt allskonar varúðarreglum. Vörutegundir, eins og ýmis fegrunarlyf, efni sem notuð eru til að breyta lit, bragði og geymsluþoli matvæla, hvers konar neyzluvarnings og alls kyns skordýraeitur eru stöðugt tortryggð og undir smá- sjánni. Og hvenær, sem upp- götvast, að efni sé skaðlegt, eru gerðar sjálfsagðar varúðarráð- stafanir. — Hvað cr aA scgja um loft- nicnguii og sígarctturcykingar? — 1 stórborgum er sennilegt, að loftmengun eigi sinn þátt i myndun krabbameins, og allir vita. að sú loftmengun. sem siga- rettan á sök á, veldur lungna- krabbameini og mörgum fleiri sjúkdómum, ekki einungis hjá þeim sem reykjatþó hjá þeim, sé það i stærri stil, — heldur einnig hjá hinum, sem reykja ekki. en eru að staðaldri i reykfylltum vistarverum. Sigarettureykingar eru aðalorsök lungnakrabba- meinsins. Lungnakrabbamein er ein algengasta krabbameins- tegund i mörgum menningar- löndum, eins og t.d. Bandarikjun- um, Englandi, Danmörku og Finnlandi. Og einmitt vegna þess að við þekkjum ástæðuna, er hægt að fara af stað með varnarað- gerðir og beita þeim. öll afskipti af sigarettureykingum snerta viðkvæman streng, þar sem komið er inn á nautnir fólks og lifsvenjur; og þá kárnar gamanið. Þar stöndum við and- spænis geysilegum vandamálum. Fræðslustarfsemi i stórum stil, þótt henni sé fylgt fast fram, virðist hafa takmörkuð áhrif á al- menning, ef hann þarf að afsala sér einhverju. sem hann sælist eftir. Hins vegar sýndi Alþingi okkar skilning, sem er með fádæmum i heiminum, og brást drengilega við, þegar það sam- þykkti algert bann við tóbaks- auglýsingum. Krabbameinsfélag Islands hefur hingað til, fyrst og fremst, barizt fyrir þvi, að börn og unglingar hættu að reykja, þótt það sé siður en svo að fullorðna fólkinu hafi verið gleymt. Arangurinn er i raun og veru ekki óverulegur, þegar þess er gættað sigarettusalan hefur ekki aukizt siðan 1964, þrátt fyrir vérulega fólksfjölgun i landinu og ferða- mannastraum. sem eykst með hverju ári. Þetta sýnir, að siga- rettureykingar fara hér raun- verulega frekar minnkandi, þó hægt miði. Og betur má, ef duga skal. Baráttuna gegn sigarettu- reykingum þarf að herða um allan helming. — Það er semsagt hægt að forA- ast krabbamein, sem vitaA er aA myndast af kemiskum efnum. En hvaA HAur vörnum gegn öArum krabbameinstegundum? Það veldur miklum erfiðleik- um, að flestar krabbameins- tegundir eru einkennalausar á byrjunarstiginu, og þess vegna var eðlilegt, að .hugmyndin um fjöldarannsóknir. á fólki. sem virtist heilbrigt. skyti upp kollin- um. Með þess kyns rannsóknum er hægt að finna ákveðnar tegundir krabbameins, áður en einkenni koma i ljós m.a.s. áður en það er fullmyndað sem sjúk- dómur, er sem sagt á svokölluðu frumstigi. Þegar um fjölda- rannsóknir heilla þjóðfélagshópa er að ræða, er allt undir rannsóknaraðferðunum komið, sem tiltækar eru. Þær mega hvorki vera of timafrekar né alltof dýrar til þess að hægt sé að beita þeim. Við höfum eina ab- ferð, sem uppfyllir nokkurn veginn þessi skilyrði til að leita uppi krabbamein i leghálsi; frumugreiningar. Ef tækist að finna kemiskt próf sem væri jafn- öruggt eða öruggara, — sumir gera sér vonir um, að það heppnist, — yrði það mörgum sinnum fljótlegra og ódýrara i notkun. Eiginlega má segja, að hér sé i fullum gangi fjöldaleit að lungnakrabbameini, i sambandi við röntgenmyndun á lungum hjá Berklavarnarstöðinni, enda finnst oft lungnakrabbamein i sambandi við þær rannsóknir. Auk þess að þjóna eigin tilgangi, leitinni að berklum og eftirliti með þeim, á sér þarna stað mjög mikilsverð barátta við krabba- meinið, þó þess hafi ekki verið getið sem skyldi. Aðferðir, sem enn eru tiltækar til leitar að magakrabbameini, eru svo dýrar og timafrekar, að engin Norður- landaþjóðanna hefur starfsfólk aðstöðu eða fjármagn til að sinna þeim i stórum stil. — Er hægt að ncfna nokkrar tölur af f jöldarannsóknum krabbameinsfclagsins? — Við höfum rannsakað um 32 þúsund konur á aldrinum 25-60 ára. og meðal þeirra hafa fundizt rúml. 100 með ifarandi krabba- mein i legi, leghálsi og eggja- stokkum, og 250 frumstigs- breytingar. 83% boðaðra kvenna hafa sinnt kalli. Um 2 þúsund konur eru undir stöbugu eftirliti. Auk ofangreindra rannsókna eru konurnar úti á landinu rannsakaðar með sérstöku tilliti til brjöstakrabbameins, en i Reykjavik eru allar konur, sem telja sig hafa fundið eitthvað at- hugavert við brjóst sin, rann- sakaðar nánar. Ennþá þekkist engin betri aðferð i baráttunni við brjóstakrabbameinið en að konurnar rannsaki sjálfar brjóst sin mánaðarlega og leiti læknis tafarlaust, ef þær finna eitthvað grunsamlegt. Visindalegar niður- Nemendur i Húsmæoraskóla Reykjavl' stöður af legháls- og legkrabba- meinsrannsóknum hafa nú verið teknar saman og verða birtar og ræddar á norræna krabbameins- þinginu i Oslo i október nk. — Er það rctt, að varnarráð- stafanir scu það,sem mesta máli skiptir i baráttunni viA krabba- mciniA nú á dögum? —- Varnarráðstafanir eru nú orðnar mjög i sviðsljósinu, bæði i hinum austræna og vestræna hluta heimsins. Baráttan gegn krabbameini er æði stór i sniðum i Kina, Japan og Sovétrikjunum og mikil áherzla lögð á varnarað- gerðir. Nýlega rakst ég á grein, þar sem skýrt var frá', að i Kina hefðu þegar verið rannsakaðar hátt á aðra milljón kvenna með tilliti til leghálskrabbameins, 25 milljónir vegna krabbameins i vélindinu og leit Japana að maga- krabbameini er sú viðtækasta, sem þekkist i heiminum. — Getur nokkuð slikt sambæri- lcgt komiA til greina hér á landi? — Miðað við fólksfjölda er átak okkar i sambandi við legháls- og legkrabbameinið miklu stærra en það,sem gerzt hefur hjá þessum þjóðum, en slikur samanburður er ekki mikils virði. Hins vegar er enginn vafi. að varnarráðstafanir gegn krabbameini eiga eftir að færast mikið i aukana á næstunni. Að standa þannig vörð um heilsu fólksins hefur stórkostlegar kröf- ur i för með sér. Stóraukið fram- lag til heilbrigðismála, sem mörgum finnst e.t.v. orðið iskyggilega mikið — en ekki nóg með það: Læknum þarf að fjölga mikið og öðru heilsugæzlufólki að sama skapi. Auk þess þarf margar og stórar rannsóknar- stofur. mjög aukinn tæknibúnað og svo má lengi telja. En þetta er mark. sem hvert velferðarriki verður að setja sér. — Er ekki fræðslustarfsemin cinnig veigamikil? Hér eru þær Steinunn Stephensen og Rósa Askelsdóttir fyrir framan smásjárm kosiö, heldur er verkefiii þeirra sllkt, aö hver starfsdagur þeirra er liour I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.