Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur li). september 1972 TÍMINN 19 Álverið Framhald af bls. 8. eða náð tökum vegna þessarar at- vinnu, sem svo mjög reynir á öndunarfærin vegna ryks. Varnarráðstafanir. Varnarráðstafanir verða aðal- lega þrennskonar: 1. Hreinlætis-, öryggis- og loft- ræstingaráðstafanir eins góðar og frekast er unnt i verksmiðju af þessari gerð, en það er aug- ljóst mál, að þrátt fyrir itrustu aðgæzlu og vilja til að gera vinnuaðstöðu sem bezta, þá verður seint i iðnaði sem þess- um hægt að losna algjörlega við ryk, og þótt bræðslukerin eða hydrolysukerin verði alveg lok- uð, eins og nú er verið eð byrja að gera tilraunir með, þá mun það aldrei að fullu útiloka ryk. 1 lögum um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum, nr. 23, 1. febrúar 1952, eru ákvæði um, að trúnaðarlæknir öryggiseftir- litsins geri skrá yfir efni, efna- sambönd og lofttegundir, sem hættuleg teljist heilsu manna. Nú hefur öryggiseftirlitið eng- an sérstakan trúnaðarlækni, en mun i hverju einstöku tilfelli leita til hlutaðeigandi héraðs- lækna, i Reykjavfk borgar- læknis, en hér gæti Heilbrigðis- eftirlit rikisins verið til aðstoö- ar. 2. Það þarf eigi aðeins að hafa I huga almennt heilsufar og þá alveg sérstaklega ástand önd- unarfæra og ofnæmistilhneig- ingar, heldur og taka með i reikninginn sérstaka lungna- sjúkdóma og ofnæmi skyld- menna, sem kann að vera ætt- gengt og brjótast út, ef álag eykst. 3. Það verður að stilla vinnutima ihóf. Eins og áður segir, er yfirleitt tilhneiging til fyrivinnu, starfs- menn sækjast eftir henni og i „Samningum um kaup og kjör" starfsmanna við áliðjuverið i Straumsvik, er talað um for- gangsrétt til yfirvinnu sbr. fskj. VII gr. 2.6. 3. um „lágmarks hvild" er gert ráð fyrir, að starfs- maður geti unnið 17 klukkustund- ir samfellt eða lengur og kom þetta ofsalega vinnuálag, sem raunar stóð svo til hvildarlaust i marga sólarhringa, frám i skýrslu eins mannsins. Annars eru ákvæði um það i lögum um Oryggiseftirlit á vinnu- stöðum, 8. gr., að ráðherra geti sett reglur um takmörkun á vinnutima við hættulega vinnu. 1 þessi tilfelli gæti vinnan i lest við uppskipun súráls heyrt þar undir, svo og viss störf i kerskála eins og flutningur og taka á bræddum málmi. Þá eru i sömu lögum ákvæði um 8 tima hvild á sólar- hring. Lokaniðurstöður. Svar við spurningum 1, 2 og 3 i hrpfi ráftnnpvficínc 1. Hvort aðstæður í Straumsvik séu þannig, að hætta sé á at- vinnusjúkdómum hjá starfs- mönnum. Hér þarf fyrst að gera sér grein fyrir, hvað telja beri atvinnusjúk- dóma. Hér á landi er ekki til tæm- andi, skrá um atvinnusjúkdóma, en i lögum um almannatrygging ar nr. 40, 30. april 1963, 29. gr., segir: „Akveða skal með" reglu- gerð að tilteknir atvinnusjúk- dómar skuli teljast bótaskyldir". Þessi reglugerð hefur aldrei verið sett. m.a. að sögn forstjóra, vegna fæðar tiifellanna, og þau fáu tilfelli, sem upp kunna að koma. metin hverju sinni af tryggingalækni. 1 áðurnefndum samningum um kaup og kjör i Straumsvik, er gert ráð fyrir óskertur launum i allt að 2 mánuði, verði starfsmenn fyrir slysum eða veikjast af orsökum, sem rekja má til vinnunnar. t reglum um skráningu og til- kynningu atvinnusjúkdóma nr. 24, 7. marz 1965, sem út eru gefn- ar af samgönguráðuneytinu, eru ákvæði fremur óljós, en aðeins taldir upp fjórir flokkar kvilla, en þeir eru bæklunar-, bilunar-, eitrunar- og ofnæmiskvillar. i öðrum löndum, sem hafa langa reynslu af atvinnusjúk- dómum. eru fastar reglur um hvað telja beri til atvinnusjúk- dóma og bótagreiðslur vegna þeirra mjög misjafnar eftir teg- undum sjúkdóma. Af hinum sérstöku efnum, sem talin eru geta valdið atvinnusjúk- dómi — lungnasjúkdómi —, er að- eins eitt úr ál-flokknum, en það er bauxit og það háefni það sem súrál (A102) er unnið úr. Aftur á móti eru almennir ofnæmiskvill- ar ekki á skrá um atvinnusjúk- dóma, enda mun þar oft um matsatriði að ræða. Fyrsta árið, sem reglurnar frá 7. marz voru i gildi, leitaði ég ,,með logandi ljósi" að atvinnu- sjúkdómi i Vestmannaeyjum, og taldi mig finna aðeins einn slikan, en það var múrari, sem fékk exem af sementi, en hann bjargaði sér með þvi að vinna að- eins við múrverk 1/2 árið, en stunda sjó þess utan. Vilmundur Jónsson, sem þá var landlæknir, vildi þó ekki samþykkja þetta sem atvinnusjúkdóm, en Vil- mundur mun hafa eitthvað komið við sögu er áðurnefndar reglur frá 7. marz 1956 voru samdar. Það er þó min skoðun, að hér hafi verið um að ræða atvinnusjúk- dóm, og á sama hátt tel ég veikindatilfellin i Straumsvik koma undir atvinnusjúkdóma i iullii samræmi við áðurnefndar reglur. 2. Hvaða sjúkdóma geti hugsan- lega orðið vart við starfsemina eins og nú er? Aðstoðarstúlka óskast við rannsóknarstörf. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Raunvisindastofnun Háskólans Dunhaga 3. Raunvisindastofnun Háskólans. Námsf lokkarnir Kópavogi Enska: Kvöldflokkar, siðdegisflokkar fyrir börn ó6 fullorðna. Sænska, þýzka, franska, spænska. Áherzla lögð á talmál i öllum tungumálum. Erlendir kennarar. Mengi fyrir foreldra, teiknun og málun, skák fyrir byrjendur og lengra komna. Föndur fyrir 5-6 ára börn. Hjálparflokkarfyrir skólafólk i islenzku, dönsku, ensku og reikningi. Innritun i sima 42404 kl. 2-10 alla daga jafnt. Kennsla hefst 25. september. Ég tel öndunarfæra kvilla á grundvelli ofnæmis og ertingar geta orðið vart i álverinu á fáum mönnum. sem hafa slika ofnæm- istilhneigingu. Þar á meðal má sérstaklega nefna „Bronchitis", „Rhinitis allergica" og „Asthma bronchiale". 3. Hvort veikindatilvik hjá starfs- mönnum, sem tilgreind eru i áðurnefndu bréfi (þ.e. bréfið, seríi ráðuneytinu hefur borizt frá starfsgreinarfélögum og fylgdi með i afriti), verði rakin til þeirra. Ég tel að rekja megi flest sjúkdómstilfellin til starfsins i ál- iðjuverinu, þótt þar blandist inn i i sumum tilfellum langvinn bronchitis af öðrum uppruna, svo og aðrir lungnakvillar (lungna bólga), sem ekki verða raktir til starfsemi i álverinu, en sem veikla mjög allt mótstöðuafl gegn ryki. 4. Það var að visu ekki spurt um hugsanlegar varnarráðstafan- ir, en þó vil ég leyfa mér að vekja athylgi á þvi,sem um það segir hér að framan i kaflanum „varnarráðstafanir". Baldur Johnsen. Iþróttir Framhald áf 17. siðu. Hans Edgar Paulsen miðju- leikmaður nr. 9, 25 ára prent- ari, 1 a-landsleikur, 1 ungiingalandsleikur og 158 leikir með aðalliði Vikings. Sigbjörn Slinning varnarmaðurnr. 5, og fyrirliði liðsins, 26 ára bifreiðarstjóri. Slinning hefur leikið 29 lands- leiki, 5 unglingalandsleiki og 287 leiki með aðalliði Vikings. Johannes Vold framlinu- leikmaður nr. 10, 26 ára deild- arstjóri, hefur leikið með Viking frá 1971 og á að baki 57 leiki með aðalliði Vikings, auk þess hefur hann leikið 5 héraðsúrvali og siðasta sunnudag lék hann sinn fyrsta a-landsleik, i leik Noegs og Sviþjóðar.. Vold hefur sýnt mjög góða leiki i sumar, og er markhæstur i 1. deildinni norsku. Hann lék áður um árabil með aðalliði norska liðsins Bryne. Svein Kvia miðjuleikmaöur, 25 ára reikningssérfræðingur, hefur leikið 10 a-landsleiki og 214 leiki með aðalliði Vikings. Kvia skoraði markið i leiknum IBV-Viking, sem fram fór i Stavangri 13. sept. Inge Valen, 21 árs iðnaðar- maður. Valen getur leikið all- ar stöður á vellinum og i fyrri leik IBV og Vikings lék hann i fyrsta sinni stöðu miðvarðar , og átti snilldarleik. Hann hef- ur leikið með Viking frá þvi i vor, alls leikið 28 leiki með aðalliði félagsins og 9 unglingaiandsleiki. Harald Andersen varnar- maður, 26 ára tæknifræðingur, hefur leikið 27 leiki með aðal- liði Vikings. Marvid Skjævelend varnarleikmaður, 23 ára rannsóknarmaður. Hefur leik- ið 2 leiki meö héraðsúrvali og 21 leik með aðalliði vikings, en með þeim hóf hann að leika i vor. Gunnar Storm Nilsen fram- linuleikmaður, 22 ára nemi, hefur leikið 1 héraðsúrvalsleik og 26 leiki með aðalliði Vik- ings, en hann hóf að leika með þeim I vor. DANSSKÓLI Skólinn tekur til starfa fimmtudaginn 5. okióber Barnaflokkar — Unglingaflokkar — Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga — Flokkar fyrir hjón. Byjendur ogframhald. Innritun og upplýsingar i eftirtöldum simum frá kl. 10-12 og 1-7 daglega. REYKJAVÍK Kennslustaðir: Brautarholt 4, simar 20345 og 25224. Félagsheimili Fóstbræðra (Langholts- vegi) simar 20345 og 25224. Félagsheimili Árbæjarhverfis, simar 20345 Og 25224. Félagsheimili Fáks, simi 84829. KÓPAVOGUR Kennt verður i 38126. Félagsheimilinu, simi ATHUGIÐ 1 Seltirningar Kennsla fyrir börn, unglinga og hjón i Félagsheimilinu. Heimar, Sunda- og Vogahverfi Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg, (stóri salurinn) Kennsla fyrir bórn á aldrinUm 4 — 6 ára 7 — 9 ára 10 —12 ára HAFNARFJÖRDUR Kennt verður i Góðtemplarahúsinu, simi 38126. SELTJARNARNES Kennt verður i Félagsheimilinu, simi 84829. KEFLAVÍK Kennt verður i Ungmennafélagshúsinu, simi 2062 kl. 5-7. Breiðholtshverfi Félagsheimili Fáks við Elliðaár. Kennsla fyrir börn á aldrinum 4 — 6 ára 7 — 9 ára 10 — 12 ára DANSKENNARASAMBAND ISLANDS 0*0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.