Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN Gamaldags én nýr. Þessi ellilegi grammifónn með ltiðri, eins og. slikir gripir voru búnir á bernskuárum hljóðupptökunnar er splúnku- nýr og eins tækilega fullkominn og plötuspilarar eru nú til dag. Lúðurinn og sveifin gera ekki i sjávarháska á þurru Leki kom að fiskibát úti á Faxaflóa i slæmu veðri. Skip- stjórinn sá sér ekki annað fært en senda út neyðarkall. Hann náði fljótt loftskeytasambandi við skip og var beðinn að gefa upp nákvæma staðarákvörðun. Þegar hún var fengin og björgunarmenn búnir að ákvarða hana á sinu sjókorti, kom svar: — Þetta er allt i lagi, vinur. Taktu bara Hafnarfjarðarstrætó. annað gagn en láta fóninn lita ellilega út. Annars er grammi- fónninn búinn stereótækjum. Þessi ósköp eru framleidd i Jap- an og renna út eins og heitar lummur. (?. Langar til að verða stór Sanshiro Miyamoto er fæddur i Japan,en er bandariskur rikis- borgari. Þegar hann varð þritugur uppdagaði maðurinn að hann var búinn að lifa hálfa æfina án þess að fá sina stærstu ósk uppfyllta; að verða lög- regluþjónn. Hann sagði við konu sina. Þau ár, sem ég á ólifuð ætla ég að vera lögregluþjónn. Miyamoto á vél rekna verkfæraverksmiðju. Hann fór i lögreglustöð i De- troit, sem er heimaborg hans og sagðist vilja gerast þjónn rétt- visinnar. Hann uppfyllti allar kröfur nema eina, Miyamoto var 5 sentimetrum of litill, eða 164 sentim. á hæð. Siðan hef ur hann látið toga i fæturnar á sér á hverjum degi og á næturn- ar sat hann uppi með lóð hengd neðan i sig. Á tiu mánuðum tók- st að lengja litla Japanann um 3,5 sentimetra. Þá fór hann aft- ur á lögreglustöðina. Áður en hann fór að heiman lét Miya- moto konu sina slá sig með tré- bretti á hvirfilinn, svo að hann fékk stóra kúlu. En hún var ekki nógu stór. Þegar hann var mældur á lögreglustöðinni var hann enn 1,5 sentimetrum of lit- ill. — Allt lifið verður lágvaxið fólk' að sina einhverja sérstaka hæfi- leika, sem það hefur fram yfir aðra, til að sanna, að það sé til einhvers nýtt, segir Mysomoto. Og hann gefst ekki upp. — Ég held áfram að stækka mig með einhverjum ráðum þar til ég verð tekinn i lögregluna. Ilólel á hafsbotni í undirbúningi er bygging neðansjávarhótels við strönd Ceylon. Verður hótelið byggt úr gleri, svo að hvarvetna má sjá lifið i sjónum úr byggingunni. Það er stjórn eyjarinnar, sem stendur að hótelbyggingunni, sem rúma á 60 gesti, en vestur- þýzkur auðmaður leggur til meginhluta fjármagnsins. Dýrir hattar Ástralski milljónamæringur- inn sir Edward Hallstrom safn- ar frægum höttum sér til dund- urs. Það hljóp á snærið hjá hon- um, þegar haldið var hattupp- boð i Sidney. Þ.ar keypti hann listmálarahatt Churchills fyrir 30 þúsund krónur. Fedorahattur Trumans, fyrrverandi Banda- rikjaforseta, var ódýr 2 þús. kr. En kúluhattur af Chaplin og stetson Eisenhowers keypti milljónamæringurinn á 22 þús- und kr. hvorn. — Maður minn. Eruð þér að elta mig? — Heldurðu, að þú lendir ekki i útistöðum við flugfélagið? — Jæja, sýndirðu mömmu út- sýnið úr vitanum? DENNI DÆAAALAUSI Mér væri sama um kaffi, ef ég bara mætti fá svolitið af súkku- laði eða rjómais út i það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.