Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. septcm.ber 1972 TÍMINN Útgefandi: Fralnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: bór-!;:: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;;: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns)i|: Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasoni, ¦ Kitstjórnarskrif-;:: stofur í Edduhúsinu við Linilargötu, sfmar 18300-18306<;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs-i;:; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi;!; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-í;! takið. Blaðaprent h.f. Örlagaríkar kosningar í Norégi I dag fara fram örlagarikar kosningar i Noregi. Norðmenn ganga til þjóðaratkvæðis um aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu. Að visu er þessi þjóðaratkvæða- greiðsla aðeins ráðgefandi, en fyrir liggur, að i raun verði hún bindandi. Ef aðildin verður felld i þjóðaratkvæðinu, eins og skoðanakannanir bentu til i siðustu viku, er talið vist, að hún fái ekki nægjanlegan stuðning i norska þinginu. Tryggve Bratteli forsætisráðherra, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst þvi yfir, að stjórnin muni segja af sér, ef aðildin verður felld i þjóðaratkvæðagreiðslunni i dag, svo að til tiðinda getur dregið i norskum stjórnmál- um, ef Norðmenn fella aðildina. Skv. skoðanakönnunum er munurinn á fylgjendum og andstæðingum aðildarinnar ekki afgerandi og hefur gengið i talsverðum sveiflum. Getur þvi brugðið til beggja vona, og eru þessar kosningar þvi mjög spennandi. Og það verður viða um lönd fylgzt með þeim og úrslitum þeirra, einkum i Danmörku og Bret- landi, en ekki siður hér á landi, þar sem land- helgismál hefur borið mjög hátt i kosningabar- áttunni. Talið er, að afstaða Dana til aðildar að Efnahagsbandalaginu muni ráðast af niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar i Noregi i dag. Það yrðu Bretum mikil vonbrigði, ef ekki yrði úr fullri aðild Danmerkur og Noregs að Efnahagsbandalaginu, en greinilegt hefur ver- ið i þeim pólitisku deilum, sem staðið hafa i Bretlandi um aðild Breta að bandalaginu, að brezka rikisstjórnin hefur bundið miklar vonir við samstarf við Norðmenn og Dani innan bandalagsins til að skapa jafnvægi við hags- muni Þýzkalands og Frakklands innan banda- lagsins. Eins og komið hefur fram i fréttum blaðsins að undanförnu, hefur landhelgismál borið mjög hátt i málflutningi andstæðinga aðildar Noregs að Efnahagsbandalaginu. í ræðu, sem Per Borten, fyrrverandi forsæt- isráðherra Noregs og formaður þingflokks Miðflokksins, hélt i Þrændalögum fyrir nokkr- um dögum, lagðist hann mjög þungt gegn þeim fiskveiðisamningum, sem stjórn Brattelis hef- ur gert við EBE. í þeim samningum felst, að Norðmenn afsala sér réttinum til einhliða út- færslu fiskveiðilögsögunnar, en það taldi Bort- en alvarlegustu hlið aðildarsamninganna. í ræðunni sagði Borten, að mörg riki hefðu nú 200 milna fiskveiðilögsögu til verndunar fisk- stofnum sinum, og þessi réttindi þeirra hefðu verið virt. Hann sagði, að Miðflokkurinn væri hlynntur alþjóðasamkomulagi til verndunar fiskstofnunum, en þar til slikt samkomulag yrði gert, og það gæti verið langt undan, yrðu Norðmenn að halda rétti sinum til að koma i veg fyrir, að fiskstofnunum við Noreg yrði al- gerlega útrýmt. Eina leiðin til að koma i veg fyrir útrýmingu fiskstofnanna meðan engin al- þjóðalög eru til, er að veita strandrikjunum rétt til að taka sér fiskveiðilögsögu nægjanlega langt út frá ströndum til að varðveita náttúru- auðlindirfiskimiðanna, þvi að strandrikin hafa miklu rikari tilhneigingu og vilja til að varð- veita þessar auðlindir en riki, sem fyrst og fremst lita á efnahagslega stundarhagsmuni. —TK ERLENT YFIRLIT Heldur Trudeau velli í þingkosningunum? Nýdemokratar geta orðið honum skeinuhættir HINN 30. október næstkom- andi fara fram þingkosningar i Kanada. Trudeau forsætis- ráðherra hefur efnt til þeirra nokkrum mánuðum áður en kjörtimabiiinu lýkur, og mun það stafa af þvi, að hann telur kosningaaðstöðuna sennilega heppilegri nú en siðar. Stjórnarandstæðingar geta þó illa gagnrýnt þetta, þar sem þeim er gefið tækifærið til að f'ella stjórnina fyrr en ella. og ættu þeir sizt að kvarta undan þvi. Frjálslyndi flokkurinn vann glæsilegan sigur undir forustu Trudeaus i kosningunum 1968. Trudeau var þá nýlega tekinn við forustu flokksins, og voru bundnar við hann miklar von- ir. Hann þótti góður fulltrúi nýs tima, hafði lifað að ýmsu leyti ævintýralegu lifi og var nýtizkulegur i háttum og klæðaburði. Gáfur hans voru viðurkenndar, og hann var jaí'ngóður ræðumaður á ensku og frönsku. enda enskur i aðra ættina og franskur i hina. Svo fór lika, að Frjálslyndi flokkurinn vann mikinn sigur undir iorustu hans. Hann í'ékk 155 þingsæti af 264 alls, og þvi riflegan meirihluta á þingi, enda þótt hann fengi ekki nema 46% atkvæðanna. Sigur sinn átti flokkurinn þvi m.a. að þakka. að einmennings- kjördæmi eru i Kanada. Áður hafði hann haft 131 þingsæti. 1- haldsmenn fengu 73 þingsæti, nýdemokratar fengu 23, kreditistar 14 og einn þing- maður var óháður. begar gengið er til kosninga nú, eru þingmenn Frjálslynda flokksins 147, en ihaldsmenn 73, nýdemokratar 25, kreditistar 13 og óháðir tveir, en fjögur kjördæmi eru þing- mannslaus, og- stóðu auka- kosningar i þeim fyrir dyr- um, þegar Trudeau ákvað að flýta aðalkosningunum. Sumir telja, að það hafi flýtt fyrir aðalkosningunum, að Trudeau hafi óttazt, að þessar auka- kosningar gætu gengið gegn stjórninni og haft óheppileg áhrif á þann hátt. MIKLAR vonir voru bundn- ar við stjórn Trudaus, eins og úrslit þingkosninganna 1968 benda til. Meðal annars lofaði Trudeau að beita sér fyrir miklum félagslegum umbót- um. bessi loforð hafa enn ekki verið efnd, nema að litlu leyti. Helzti árangurinn, sem Trudeau getur bent á er sá, að verðbólga hefur aukizt tiltölu- lega minna i Kanada á þessum árum en flestum löndum öðr- um. bá hefur tekizt að hafa skaplega sambúð milli þjóða- brotanna i Quebec, þótt öfga- menn hafi unnið þar hryðju- verk, en Trudeau hefur mjög hert aðhald að þeim og það mælzt vel fyrir. bá getur Trudeau bent á, að um 600 þús. menn fleiri hafa nú atvinnu i Kanada en þegar hann kom til valda, en eigi að siður hefur atvinnuleysi i Kanada aukizt, og er nú meira en i flestum öðrum löndum. betta nota andstæðingar hans sér lika óspart i áróðri sinum. bá getur Trudeau bent á, að stjórn hans hefur tekið óháð- ari utanrikisstefnu að ýmsu leyti en fyrirrennarar hennar fylgdu. Td. hefur Kanada fylgt sjálfstæðari stefnu gagnvart Bandarikjunum og aukið skipti við kommúnistalöndin. betta hefur mælzt vel fyrir i Kanada, þar sem talið er, að Nixon fari i slóð Trudeaus, er hann leitar meira vinfengis við Rússa og Kinverja. Pierfe Trudeau SPÁR um kosningaúrslitin eru yfirleitt þær, að Frjáls- lyndi flokkurinn muni halda velli, en þó sennilega tapa 7-10 þingsætum. bó er talið, að það geti valdið Trudeau og flokki hans auknum erfiðleikum, að viss breytingaalda gengur nú yfir i Kanada. betta er m.a. byggt á þvi, að siðan þing- kosningarnar fóru fram 1968, hafa farið fram fylkiskosning- ar i átta af tiu fylkjum Kan- ada, og hafa nýir menn hafizt til forustu i þeim öllum. Eldri menn hafa látið sjálfviljugir af völdum og yngri menn komið i stað þeirra. Trudeau þótti fremur ungur stjórn- málamaður, þegar gengið var til þingkosninga 1968, en hann var þó orðinn 48 ára þá. Nú er hins vegar svo komið, að hann er orðinn elzti forsætisráð- herra i Kanada. Forsætisráð- herrar fylkjanna eru allir yngri en hann. bað getur hjálpað Trudeau i þessum efn- um, að hann er enn unglegur i útliti, og þótt hár hans, sem áður þótti mikil prýði fyrir hann, hafi látið mikið á sjá i seinni tið, getur það bætt það upp, að hann kvæntist i fyrra ungri og glæsilegri konu, og hafa þau nýlega eignazt sitt fyrsta barn. bvi var nokkuð hampað fyrir kosningarnar 1968, að ekki væri viðeigandi, að forsætisráðherra landsins væri piparsveinn. MESTI styrkur Trudeaus er þó sennilega sá, að aðalkeppi- nautur hans, Robert Stanfield, foringi Ihaldsflokksins, er ekki eins litrikur persónuleiki og vekur enga sérstaka hrifn- ingu meðal flokksmanna sinna. Hins vegar er viður- kennt, að hann sé traustur maður og velviljaður. Flokks- menn ihaldsl'lokksins leggja áherzlu á, að það sé mest um vert að fela traustum manni lorustuna, og ekki sé nauðsyn- legt, að hann minni á hálf- gerðan glaumgosa. bað kann að hjálpa ihaldsmönnum eitt- hvað, að i Quebee hefur einn af vinsælustu leiðtogum Frjáls- lynda flokksins þar, Claude Wagner, snúizt gegn honum og vinnur lyrir ihaldsflokkinn. Vel getur l'arið svo, að ný- demókratar geti orðið Trude- au hættulegri en ihaldsmenn. beir hafa bætt hlut sinn i aukakosningum að undan- förnu og jafnframt unnið sig- ur i þremur fylkiskosningum. beir unnu nýlega l'ylkiskosn- ingar i British Colombia, þar sem kreditistar voru búnir að vera við völd i 20 ár samfleytt. f fyrra unnu þeir Manitoba af ihaldsmönnum, en h6Idu velli i Saskatchewan. bað kann hins vegar að há þeim, að talsverð óeining rikir innan raða þeirra. Nýdemokratar fylgja samvinnu- og jafnaðarstefnu, en telja sig þó ekki sósialista i strangri merkingu þess orðs. Margt bendir til þess, að kreditistar geti þurrkazt út i kosningunum, en þeir hafa um alllangt skeið átt fleiri eða færri fulltrúa á þingi Kanada. Hér er um sérkanadiskt fyrir- bæri að ræða. Stefna þeirra er sú, að peningaveltan eigi að vera sem mest, þvi að það örvi eftirspurnina og framleiðsl- una. bess vegna eigi bankar að vera örlátari á útlán, tryggingar háar o.s.frv. Af þessu hafa þeir dregið nafnið á flokki sinum, Social Credit. b.b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.