Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. september 1972 TÍMINN Hér er stærsta fiskeldishús á landinu að risa. Timamyndir Gunnar Ný bleikja á borðum allt áríð Sfærsta fiskeldisstöð landsins að risa. Framleiddur fiskur til sölu á matvörumarkaði SJ-Reykjavik 1 ágústmánuöi s.i. Iiófust bygg- ingarframkvæmdir við fyrstu fiskeldisstööina hér á landi, þar sem ætlunin er að rækta fisk til siilu á matvörumarkaði. Stöð þessi mun risa að öxnalæk i ölf- usi, en eigendurnir eru hluta-' félagið Tungulax. Aðaleldis- fiskurinn verður væntanlega bleikja, en e.t.v. verður eitthvað ræktað af sjóbirtingi og laxaseið- Guðmundur Hjaltason, einn hluthafa I Tungulaxi steypir af kappi undirstöður 850 ferm. fiskeldishúss. Til sölu VOLKSWAGEN sætabill (9 manna), árgerð 1969 — og þrir VOLKSWAGEN 1300, árgerð 1970. Bílaleigan V wmiB Hverfisgötu 103 Smurbrauðsstúlkur óskast i eldhús — Reglusemi og stundvisi áskilin. Upplýsingar hjá veitingastjóra i dag og næstu daga milli kl. 14 og 16.- Ekki i sima. um. Miðað er við að stöðin selji i fyrstu 50-70 tn uf íiýjiim fiski til matar árlega. Ctflutningur á bleikju er einnig fyrirhugaður, en á erlendum markaði verður regn- bogasilungur aðalsamkeppnis- vara islenzku bleikjunnar. En eigendurnir, Tungulax h.f., eru bjartsýnir þvi þeir telja með rétti bleikjuna miklu betri vöru. Ætlunin er að ala hér fisk upp i 180-200 gramma þyngd og selja hann i þeirri stærð til matar, sagði Guðmundur Hjaltason,einn af hluthöfunum i Tungulaxi h.f., þegar við hittum hann að máli austur á Oxnalæk fyrr i vikunni. — Við erum nú að steypa undir- stöður 850 fermetra eldishúss, en stöðin verður allmiklu stærri en fiskeldísstöðin i Kollafirði. Þetta verður stálgrindahús frá Héðni, en ytri og innri klæðning með ein- angrun á milli frá Berki h.f. i Hafnarfirði. 1 gólfinu verða steyptar þrær fjórir fermetrar hver, en á flötinni hér fyrir neðan verða útitjarnir, þar verða sam tals 7000 ferm. undir vatni. Við vonumst til að eldishúsið verði komiö undir þak fyrir jól og i gagnið i vor. Móðurfiskurinn, sem nú er i einni eldisstöð Tungulax h.f., verður kreistur i haust, og áformað er að 250-300 þúsund seiði komi i stöðina að öxnalæk i vor. — Hve langan tima tekur að ala bleikjuna upp i 180-200 gr. þyngd? — Það tekur 7-8 mánuði. En þegar seyðin eru orðin 5-7 cm að lengd eru þau tekin úr eldishúsi og sett i útitjarnir. Byrjað verður að gera þær næsta vor og vonandi verða einhverjar þeirra nothæfar þegar þörfin kallar. — Á hverju ætlið þið að ala eldisfiskinn? — Á fiskifóðri, sem framleitt verður hér á staðnum i gömlu úti- húsi, sem breytt verður i verk- smiðju. Aðalhráefnið verður þorskmjöl, sem við fáum væntan- lega frá Eyrarbakka eða Þor- lákshöfn. Framleiðsla fiskfóðurs hefst i næsta mánuði. Fóðrunin verður sjálfvirk og ekki nauðsynlegt að sinna henni nema annan hvorn dag. — Hvað þarf marga starfsmenn við fiskeldisstöðina? — Tveir til þrir menn ættu að geta séð um stöðina og jafnframt f iskfóðurverksmiðjuna. — Og þið notið öxnalækinn til fiskeldisins? — Já, við tökum hann i leiðslur við upptökin. Vatnið i honum er hæfilega hlýtt allt árið, um 12 gráður. t fyrra var boraö eftir heitu vatni. Og á 950 metra dýpi fannst nóg af heitri gufu, sem við kom- um til með að nota til upphitunar husa. Hér á hólnum verður siðan haf- izt handa við að byggja ibúðar- hús, þegar eldishúsið er upp kom- ið. Helzta vandamálið er skortur á köldu vatni, en það vonumst við til að fá við borun i hrauninu hér rétt hjá — Hafa menn ræktað hér fisk til sölu á matvörumarkaði áður? — Skúli á Laxalóni ræktaði regnbogasilunginn fræga á sinum tima. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með eldisfisk i stöðinni i Kollafirði. — Þið hyggið á útflutning? — Já, en við búumst við að 50-70 tonnin, sem við ætlum að byrja með seljist á innlendum markaði. — Reisir Tungulax þessa stöð i fjáröflunarskyni eöa liggja aðrar ástæður að baki? ' — Þetta er fyrst og fremst áhugamennska, en fjáröflunar möguleikar verða að vera með i spilinu, þvi þetta er dýrt. — Hvað kostar fyrirtækið? — Aætlað er að heildarkostnað ur verði 25 milljónir; — Og hvenær veröur fiskeldis- stóðin tilbúin? — Ætli henni verði ekki fulllokið þjóðhátiðarárið, 1974. SJ J SUÐURLANDSBRAUT 2 SIMI 82200 1x2-1x2 (26. ieikvika — leikir 23. sept. 1972.) Úrslitaröðin: 11X — 111 — 111 — HX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 208.500.00 nr. (Reykjavik) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 4.400.00 nr. 2326 nr. 18702 nr. 34994 + nr. 41436 nr. 4951 nr. 29361 nr. 37607 nr. 42276 nr. 8988 nr. 30627+ nr. 37616 nr. 45180+ nr. 14381 nr. 32711 nr. 38952 nr. 49747 nr. 15115 nr. 34030 nr. 40058 nr. 6185+ 37604 + nafnlaus Kærufrestur er til 1& okt. Vinningsupphæðir geta lækk- að, ef'kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 26. leikviku verða póstlagðir eftir 17. okt. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fiillar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK Benedikt, Gylfi og norsku kosningarnar Er úrslitin f þjóðaratkvæða greiðslunni I Noregi lágu fyrir brást Gylfi Þ. Gislason, for- maður Alþýðuflokksins hinn versti við og deildi fast á af- stöðu meirihluta norsku þjóðarinnar fyrir afturhalds- semi. t gær ritar Benedikt Grön- dal, varaformaður Alþýðu flokksins, svo grein I Alþýðu- blaðið, sem skoða má sem mótmæli við ummælum for- mannsins, Gylfa. Kveður við allt annan tón hjá Benedikt en Gylfa. Endar hann grein sina á þvi að benda á, að við kynn- um að hafa margt af Norð- mönnum að læra. t grein sinni segir Benedikt m.a.: „Lærdómur norsku kosn- inganna hlýtur meðal annars að verða sá, að þjóðernislegar tilfinningar hafi vaxandi áhrif, sérstaklega meðal hinna yngri kjósenda. Þá virð- ist dýrkun hagvaxtarins fara minnkandi, fólk er tekið að Ilta öðrum augum á lifsgildi og það greiðir ekki atkvæði eftir þvi sem hagfræðispekingar eða stóratvinnurekendur segja þvi. i'irslit norsku kosninganna munu hafa viðtæk áhrif innan norsku stjórnmálaflokkanna, ekki sizt þeirra, sem voru klofnir i málinu. Enn er of snemmt að spá um, hver þau áhrif kunna að verða. Úrslitin geta og haft þýðingu fyrir þróun norskra land- helgismála, og þar með haft áhrif á gang okkar mála, en rétt er að vænta ekki skjótra aðgerða i þeim efnum, þvi landhelgismálin eru mjög flókin i Noregi. islendingar munu fylgjast af athygli og samúð með framvindu mála i Noregi. Það gæti verið, að við hefðum margt af þeim að læra." Viðbrögðin misjöfn Úrslitum norsku kosning- anna er misjafnlega tekið viða um heim. Ýnisir forystumenn innan EBE hafa farið hinum þyngstu orðum um afstöðu Norðmanna. Harðastur i horn að taka var Mansholt, for maður Evrópunefndar banda- lagsins. Hann sagði, að Norð- menn hefðu fengið allt, sem þeir hefðu þurft I samningun- um um fiskveiðar. Nú hefðu þeir hins vegar ekkert. Þeir geta fiskað eins og þeir vilja, sagði Mansholt, en þeir geta ekki selt fiskinn. Mansholt gaf það fyllilega i skyn, að EBE hyggði á hefndaraðgerðir gegn Norðmönnum. Þeir yrðu að sæta innflutningstakmörk- uiiuin á fiskútflutningi til EBE. Norðmenn hefðu nú misst þá velvild, sem þeir hefðu áður notið hjá EBE og það yrði bið á þvl, að EBE-rfk- in tækju upp samninga við þá að nýju. Þau hefðu engan tima til að standa i slíku á þessu ári. Mansholt sagði, að viðskipta- samningur EBE viö Norð- menn, þegar þar að kæmi yrði óhagstæðari en samningurinn, sem EBE hefði gert við Svia, þar sem Norðmenn flyttu út aðrar vörur svo sem fisk- afurðir, ál og fl. Af þessu er ljóst, að Norð- mönnum munu mæta ýmsir erfiðleikar á næstu misserum. Vonandi verður þó ekki gerð alvara úr þeim hótunum, að beita Norðmenn hefndarað- gerðum vegna úrslita þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. En allt er nú i óvissu I Noregi um næstu rikisstjórn. Rikisstjórn Tryggve Brattelis mun segja af sér, þegar Stórþingið kem- ur saman. Getur reynzt mjög örðugt að mynda uýja starf- hæfa stjórn. Norska stjórnar- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.