Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 29. september 1972 Norræna félagið á tslandi er fimmtugt i dag. Það var 29. sept. 1922, að hópur manna og kvenna kom saman i Reykjavik og stofn- aði félagið. Forgöngu um það hafðiSveinn Björnsson, siðar for- seti, haft mesta, en fyrsti formað- ur þess var kjörinn Matthias bórðarson, þjóðminjavörður. Áður höfðu þó verið stofnuð fé- lög i Sviþjóð, Noregi og Dan- mörku, og i Finnlandi var félags- deild stofnuð 1924. Fyrri heimsstyrjöldin skerpti mjög skilning Norðurlandabúa á þvi, að samstarf og samhugur norrænna þjóöa hlyti að veröa traustasti grundvöllur þeirra til farsældarog friðar. Avöxtur þess skilnings var hugmyndin um nor- rænu félögin. Sá, sem fyrstur hóf NORRÆNA FELAGIÐ FIMMTIU ARA virka baráttu fyrir stofnun fast- mótaðra félaga var danski augn- læknirinn Heerfordt i Hróar- skeldu. Aður höfðu þó margir reifað málið i ræðu og riti. Heer- fordt læknir fór viða um Norður- lönd og flutti fyrirlestra um mál- ið. Árangur þess varð sá, að viða voru stofnaðar undirbúnings- nefndir og fundir haldnir um mál- ið, og þvi bættust æ fleiri virkir liðsmenn. Loks kom að þvi, að landsnefndir i þremur löndum, Sviþjóð, Danmörku og Noregi, birtu sameiginlegt ávarp og hvatningu um félagsstofnun 24. febrúar 1919, og 1. marz það sama ár var fyrsta félagsdeildin stofn- uð i Sviþjóð, og nokkrum vikum siðar stofnuðu Danir og Norð- menn deildir. Tilgangur Norrænu félaganna er löngu alkunnur og verður ekki rakinn itarlega hér, og hann er i megindráttum enn hinn sami — að efla með ráðum og dáðum samstarf, kynni og bróðurhug norrænu frændþjóðanna, erja jarðveg gagnkvæmrar samvinnu, koma á fjölþættum menningar- samskiptum og efnahagslegu samstarfi. Siðan hafa norrænu félögin starfað af þrótti, þótt bláþræðir hafi komið á við og við, en mest frátök urðu i þessu starfi og i allri norrænni samvinnu á árum siðari heimsstyrjaldarinnar, þegar þjóðirnar náðu ekki saman. En eftir styrjöldina var þráður- inn tekinn upp að nýju og starfið hefur siðan eflzt að miklum mun allt fram á þennan dag. Norræn samvinna á upptök sin i þessum félögum og þeim anda, sem þau hafa fóstrað, þótt megin- Firá sparibauk til spariláns Reglusemi í viðskiptum hefur jafnan veriö leiöin til trausts og álits. Þeir sem temja sér reglusemi í bankaviöskiptum, njóta því trausts bankan's umfram aöra. Landsbankinn hefur þess vegna stofnaö nýjan flokk sparisjóösbóka, sem tengdur er rétti til lántöku. Meö þessu veroa banka- viöskipti þeirra, sem temja sér reglubundinn sparnaö, hjá Landsbankanum, auð- veldari en nokkru sinni fyrr. Sparilán er nýr þáttur í þjónustu Landsbankans. Nú geta vioskiptamenn hans safnaö sparifé eftir ákveðnum reglum. Jafnframt öðlast þeir'rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar á þarf að halda. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskipta- vinar hans. Reglulegur spamaður og reglusemi í. viðskiptum eru einu skilyrðin. Þér ákveðið hve mikið þér viljið spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma getið þér tekið út innstæð- una, ásamt vöxtum, og feng- fengið Sparilán til viðbótar. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Látið sparibaukinn og sparisjóðsbókina, sem tengd er rétti til lántöku tryggja fjárhag fjölskyld- unnar. Búið í haginn fyrir nauðsynleg útgjöld síðar meir. Verið viðbúin óvæntum útgjöldum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. Biðjið bank- ann um bæklinginn um Sparilán. 23ÍM3S3ÍD3 Banki allra landsmanna þungi hennar hafi færzt á þing og rikisstjórnir landanna. Sú sam- vinna er nú þegar orðin nánari og árangursrikari en hliðstæð dæmi munu um i öðrum heimshlutum. Arangurinn má sjá svo að segja i öllum helztu þáttum þjóðfélags- mála, svo sem skólamálum, lög- gjafarstarfi, listum og bókmennt- um, félags- og öryggismálum, efnahagslifi og viðskiptum. bessi samvinna er þegar orðin svo gagngerð og mikil, að hún hlýtur að eflast og vaxa með hverju ári, nema ótrúlegt öfugstreymi eigi sér stað og Norðurlandaþjóðirnar hendi sú ógæfa að sökkva i eitt- hvert þjóðahaf. bessi samvinna hlýtur einmitt að verða sterkasta brú þeirra til samvinnu við aðrar og stærri þjóðirog rikjasambönd, án þess að þær týni sjálfum sér. Norræna félagið á Islandi starf- aði allvel framan af árum, en sið- ar lagðist það i hálfgert dá, unz þeir Sigurður Nordal, prófessor, og Guðlaugur Rósinkranz, þáver- andi yfirkennari, gengust fyrir endurreisn þess árið 1931. Aðrir formenn þess hafa verið Stefán Jóhann Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Gunnar Thorodd- sen, sem nú er formaður þess i annað sinn. Gildasti starfsþáttur félagsins hefur jafnan verið samstarfið við félög annarra landa og margvis- leg kynning og fyrirgreiðsla á þeim samskiptum. Deildir eru nú starfandi i mörgum kaupstöðum, kauptúnum og sýslum, en félögin hafa þó aldrei orðið eins fjölmenn og skyldi. bað hefur gengizt fyrir fræðslufundum, kynningarmót um, fyrirlestrum, listaflutningi og leiksýningum, og á timabili gaf það út ársrit — Norræn jól — en átti aðra tima hlut að sam- eiginlegri útgáfu rita, svo sem Nordens Kalender, og nú síðast ársfjórðungsritsins Vi i Norden. Islenzka félagið hafði um skeið mikinn hug á þvi að reisa hús yfir starfsemi sina eða norrænt hús og hafði ætlað þvi stað við bing- vallavatn. Var nokkur skriður kominn á það mál, en af fram- kvæmdum varð ekki, enda tóku þau mál aðra og heppilegri stefnu eftir styrjöldina, og bygging Nor- ræna hússins i Reykjavik með sameiginlegu átaki allra norrænu félaganna leysti það mál eins og bezt varð á kosið, og stofnun þeirrar norrænu menningar- stöðvar, sem þar er nú, er einhver ánægjulegasti áfangi norrænnar samvinnu. Norræna félagið á tslandi hefur nú fastan starfsmann og opna skrifstofu. Meðal hinna helztu verkefna, sem unnið hefur verið að, má nefna nemendaskipti og kennaraskipti. Hundruð islenzks námsfólks hafa fyrir milligöngu félagsins og velvilja norrænna skóla notið skólavistar viðs vegar um Norðurlönd. Kennaraskipti hafa orðið allmikil og ferðalög um Norðurlönd með hagkvæmum kjörum sifellt færzt i auka. bá hafa vegir listanna yfir landa- mærin sifellt greiðzt með margvislegu móti, kynningarmót og ráðstefnur orðið æ fleiri, og iþróttasamskipti færzt i auka. Norræn námskeið og æskulýðsmót eru nú haldin mörg á hverju sumri. t framhaldi af starfi norrænu félaganna og i beinum tengslum við þau hefur vinabæjahreyfingin sprottið og dafnað, og hún er nú orðin ein helzta samgönguleið vináttu og kynna. Á þessu hálfrar aldar afmæli Norræna félagsins á tslandi er ánægjulegt til þess að hugsa, að siðustu daga og vikur hafa gerzt atburðir. sem liklegir eru til þess að hleypa nýjum þrótti i norræna samvinnu, færa út kviar hennar. bað er góð afmælisgjöf. —AK Á víðavangi Framhald af bls. 3. skráin leyfir ekki þingrof á kjörtímabilinu og þess vegna verður stjórnarkreppan nú ekki leyst með nýjum kosning- uni. Helzt er gert ráð fyrir að Per Borten, foringja Mið- flokksins, veröi falið að reyna stjórnarmyndun. Formaður hægri flokksins hefur nú lýst yfir,að flokkur hans muni ekki taka þátt i rikisstjórn nú. Ný minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins verður ef til vill niðurstaðan, en einnig er rætt um möguleika á skipun embættismannastjórnar fram að kosningum. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.