Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.09.1972, Blaðsíða 20
 Sumurdvölinni á hálendinu cr lokiö. Safnið af Auðkúluheiði er komið ninur i Sléttárdal, og þar er áð um stund, áður en lengra verður haldið. Sjá opnuna i dag. — Ljósmynd: Böðvar Indriðason._____________________________ Bretar ógna Færeyingum með afgreiðslubanni ÞÓ—Kcykjavik Brc/.k verkalýðsfélög hafa nú gripið lil hefndaraðgerða gegn Kæreyingum, vegna stuðnings þcirra við islendinga í landhelgis- inúliiiii. Krezku vcrkalýðsfélögin hafa ncitað að afgreiða færeysk skip — cða skip, sem sigla á veg- um Færcyinga, svo lengi, sem færcyskir iðnaðarmenn synja Farið að selja landhelgiskortin ÞÓ-Reykjavik. Norömenn virðast vera óþreyt- andi við að senda okkur kort til stuðnings i landhelgisdeilunni. Nú hafa Timanum borizt um 1800 stuðningskort og rúmlega 7000 manns hafa ritað nafn sitt á þau. Eins og skýrt hefur veriö frá i Timanum, þá'verða stuðnings- kortin norsku seld, og ágóðinn af þeim rennur til landhelgis- sjóðsins. Frá og með deginum i dag verða kortin til sölu. Fást þau á ritstjórn Timans og kostar hvert kort kr. 45.- brezkum togurum um viðgerðar- þjónustu, hafi þeir veitt innan is- lenzku landhelginnar. Danska skipið, Gerda Raar- berg, sem siglir fyrir Færeyinga varð að fara úr höfninni i Leith, þar sem verkamenn neituðu að afgreiða það. Þá átti færeyska skipið Hans Hansen að sigla með fiskimjöl til Englands i gær, en hætta varð við þá ferö, vegna ákvarðana Breta. Fréttaritari Timans i Færeyj- um, Knut Wang, sagði i gær, að Hans Hansen, sem átti að fara með fiskimjölið til Englands færi til annars lands með skipið. Þá var búið að ferma skip, sem átti að fara til Englands, með 350 tonnum að frystum fiskflök-. um. Akveðið er, að það skip komi við i Grimsby, en ef skipið verður ekki losað þar, þá fer það til Nú vilja Norðmenn semja Frakklands með farminn, þar sem honum verður þá skipað i land, en megnið af farmi skipsins átti að fara til Frakklands. Útflutningur Færeyinga til Bretlands nam á árinu 1971 36,5 milljónum færeyskra króna eða um 465 milljónir isl. kr. Sagði Wang, að það gæti orðið Færey ingum dýrt að styðja íslendinga i landhelgismálinu, en hann sagði, að frá stuðningnum yrði ekki hvikað. Einar flytur ræðu í dag 1 dag, föstudag, flytur Einar Agústsson utanrikisráðherra ræðu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna i-New York. Einar er þriðji ræðumaður á dagskrá eftir hádegið. NTB-Þrándheimi Norska fiskimálaráðuneytið hefur þegar lagt grundvöll að þvi, að teknar verði upp viðræður við islendinga um leyfi til handa norskum fiskiskipum til þess að veiða innan 50 mflna landhelginn- ar. Viðræður verða þóekki hafnar fyrr en stjórnarkreppan i Noregi hefur verið leyst, að sögn ráðu- neytisins. Fiskimannasamband Noregs fór þess nýlega skriflega á leit við norska utanrikisráðuneytið, að samið yrði við islendinga um, að 50 norsk fiskiskip fengju að veiða innan landhelginnar nýju. Norskir sjómenn hafa viður- kennt og virt islenzku landhelgina og rikisstjórnin einnig með til- mælum sinum til sjómanna um að fara ekki inn fyrir fimmtiu milna mörkin. A þessum árstima eru um 20 norsk fiskiskip til jafnaðar að veiðum á Islandsmiðum. c 29: Föstudagur september 1972 J Stórbruni i NTB-Paris iMikill bruni varð i fyrrinótt i verzlunarmiðstöðinni Le Drug Store við Champs Elysees i Paris. Húsið er sjö hæðir og voru þar inni um 1000 manns, er eldurinn kom upp. Enginn fórst, en þrir slökkviliðsmenn slösuðust. 1 byggingunni er kvikmynda- hús og tveir veitingastaðir, auk skrifstofa. Eldurinn kom upp um kl. 9 i fyrrakvöld og var alla nótt- ina unnið að þvi að hefta út- breiðslu hans til næstu htisa, sem þo tókst ekki með öllu, þvi húsin beggja megin skemmdust mikið. Eldurinn mun hafa komið upp á fyrstu hæð, sennilega i rusli frá veitingastaðnum, sem þar var. Um 100 slökkviliðsmenn unnu alla nóttina og urðu að hafa sér til að- stoðar hundruð lögreglumanna til að halda burtu forvitnum áhorf- endum, sem skiptu þúsundum. Jón Gauti Pjetursson látinn Jón Gauti Pjetursson, bóndi á Gautlöndum i Mývatnssveit, andaðist i fyrradag i sjúkrahúsi á Akureyri, nær 83 ára að aldri. Hann var sonur Pjeturs ráðherra Jónssonar og Þóru, konu hans, Jónsdóttúr. Jón Gauti bjó á Gautlöndum á fimmta tug ára, gengdi um langt skeið fjölda trúnaðarstarfa i sveit sinni og héraði, átti sæti i milli þinganefndum og um skeið i framleiðsluráði landbúnaðarins. Auk þessa fékkst hann mikið við ritstörf af ýmsu tagi. Kona hans, Anna Jakobsdóttir frá Narfastöð- um, lézt fyrir nær þrjátiu árum. Brezk málssókn fyrír íslenzkum dómstólum Skaðabótakrafa vegna togara, sem klippt var aftan úr TK-Reykjavik Benedikt Blöndal, lögmað- ur brezkra togaraeigenda hér á landi, hefur nú boðað rikisstjórninni málsókn fyrir islenzkum dómstólum vegna togviraklippingar Land- helgisgæzlunnar. Krefjast brezkir togaraeigendur skaðabóta fyrir það tjón, sem þeir togarar hafa orðið fyrir.er skip Landhelgisgæzl- unnar hafa klippt sundur togvirana hjá. Forsætisráðherra hefur nii falið Agli Sigurgeirssyni hæstaréttarlögmanni að annast málflutning fyrir sig i þessu máli. Benedikt Blöndal hefur ekki enn lagt fram endanleg- ar kröfur um upphæð skaða- bóta vegna togviraklipping- anna, en það verður gert áð- ur en langt um liður. WINNER Rauökál Marmelaði Ávaxtasafar Winner vörur; góðar vörur Hittumst í kaupféíaginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.