Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. október 1972. TÍMINN 7 Óvisst heimilisfang Verið var aö ferma dreng upp á faðirvorið i þorpi nokkru norður i landi. Klerkur hafði reynt vel og lengi að troða faðir- vorinu inn i höfuðið a pilti og áleit að óhætt væri að taka hann til fermingar. Stundin var runnin upp og drengurinn stóö frammi fyrir altarinu og prestur hjálpaði honum af stað, Faðir vor... — Faðir vor, endurtók strákur, Faðir vor, Faðir vor þú sem ert, Faðir vor þú sem ert, löng þögn — æ, hvar á hann nú aftur heima. ★ Þegar þau komast til vits og ára A heimili einu i Houston i Texas voru þrjú dýr: kjúkl- ingur, kaninuungi og hvolpur. Ungviðið undi sér prýðilega i garði fjölskyldunnar og léku sér saman i mesta bróðerni. En einn góðan veðurdag, um það bil, sem vinirnir voru að ná fullum þroska, hófst allt 1 einu barátta milli þeirra. Allir litu á garðinn sem sitt yfirráðasvæði og reyndu að hrekja hvern annan á brott. Kaninan eltir hanann og hundurinn kaninuna og haninn ver svæðið með goggi og klóm. Þegar haninn og kaninan eru tvö i garðinum er eilifur slagur milli þeirra.en þegar hundurinn kemur snúast þau til varnar og ráðast bæði á hundinn. Þjóðariþrótt Frú Emilie Wolffe, bandarisk á miðjum aldri, fékk áminningu hjá lögreglunni i Turin á ítaliu, en hún var þar á skemmtiferða- lagi. Var frúnni sagt að hætta þvi uppátæki sinu, að slá með flötum lófa á rassinn á þeim karlmönnum sem hún mætti. —0 guð, sagði frúin, — ég hélt að þetta væri aðal tómstunda- skemmtunin hér um slóðir. Svona láta allir ftalir við mig. Harðsnúið gamal- menni Frú Liberman er áttræð og á heima i Frakklandi. Þegar hún var 66 ára gömul sá hún fólk vera að æfa judó og varö svo hrifin, að hún fór sjálf að æfa. Innan tiðar var hún búin að fá svarta beltið, vegna færni i iþróttinni, þá tók hún að æfa aikido, og 72 ára hlaut hún svarta beltið fyrir þá iþrótt og siðast lagði hún i karate, og áttræö að aldri náði hún þvi stigi, að hljóta svarta beltiö i þeirri grein einnig. Hvernig hún fer að þessu. Sjálfsagi, einbeiting og eðli- legur andardráttur, segir hún og aldurinn skiptir ekki máli. Maður getur litið á konu sina án þess að sjá hana, en kona getur séð i gegn um manninn sinn, án þess að lita á hann. — Sagði ég eitthvað, sem ég mátti ekki segja, Elin? — Skrýtið. Þau eru ekki óvin- ir, en samt standa þau og bita hvort annað. DENNI DÆMALAUSI Veiztu af hverju mér þykja ham- borgarar beztir? Það er af þvi að allir borða þá án þess að vera með nokkurt þras.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.