Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur I. október 1972. WY,WiYT TÍMINN Dr. Jónas Bjarnason reynir bjargast sem bezt hann getur við þa6, er tiltækilegt er. Morgunstund í háskólanum Þa6 var einn morguninn núna fyrir skemmstu. Dr. Jónas Bjarnason var að kenna efna- fræði i háskólanum, og nemendur hans voru nýstúdentar i lækna- deild, tannlæknadeild og lyfja- fræðideild. Þetta var i hátiðasal háskólans, þvi að stofnunin á ekki ráð á neinni annarri vistar- veru, sem rúmar hátt i annað hundrað manns. Uppi á sviðinu, hægra megin við kennarann, er beinagrind, sem horfir tómum tóftum framan i hina verðandi vökumenn heil- brigðinnar á Islandi, og á veggnum bak við það er svört tafla, sem biður kritar sinnar eins og alla aðrar skóla- töflur veraldarinnar. Kennarinn erungur, geðfellur maður, sem á langa og stranga námsbraut að baki, og hér á hann að miðla nýrri kýnslóð einhverju af þeirri þekk- ingu, sem hann hefur sjálfur aflað sér. Þennan morguninn eru nem- endur eitthvað 145 til 150. Allmarga þeirra, sem hér ættu þó að vera, vantar þennan morgun — i stærsta salinn, sem háskólinn hefur ráð á. En það eru nógu margir samt. Margir hafa að visu bæði sæti og borð, en sumir hafa lika aðeins sæti og verða að láta tösku sina og minnisblöð liggja á hnjám. Þeir eru þó ekki verst settir, þvi að innan um og saman við eru þeir, sem hvorki hafa sæti né borð. Þeir húka á hnjám sér á gólfinu eða sitja þar flötum beinum við háskólanámið. Auðvitað er enginn kominn til þess að segja, að þeim sækist námið verr en óðrum. Leið vizku og þekkingar liggur hvorki gegnum stól né borð. En einhvern veginn er þetta stólleysi i tais- verðu ósamræmi við þaer hug- myndir, er menn munu almennt hafa um æðstu menntastofnun þjóðarinnar.. Það minnir meira á viðleitni örsnauðra þjóða, sem i örbirgð sinni eru að reyna að kenna hrafli af börnum að þekkja stafina við frumstæðustu skilyrði, svo að þau fari ekki með öllu á mis við það sem á bókum verður lesið. Minnir á myndir, sem við sjáum i sjónvarpinu, teknum i Afriku eða i Vietnam, þar sem skólabyggingarnar hafa verið skotnar i rúst eða brenndar til grunna i helregni flugdreka. Og eftir á að hyggja: Það er ekki fyrir aðra en þá, sem vel eru skyggnir að sitja aftast i hátiða- salnum, jafnvel þótt kennarinn hafi stafi og merki, sem hann dregur á töfluna i stærra lagi, og gæti þess, að allt se' sem skýrast. Þvi að þeir eiga langt til að sjá. Gamanlaust sagtt> enda ekki neitt gamanmál: Haskólinn er i húsnæðishraki og verður ekki fram úr ráðið á einum degi. Gamlar áætlanir um fjölgun háskólanema hafa reynzt fánýtt Þrír nemendur: Einn hefur borðogsæti, annar aðeins sæti, þriðji húkir á gólfinu. pappirsgagn, og nýbyggingar hans hafa ekki verið i neinu sam- ræmi við þörfina, þótt vissulega hafi nokkuð verið byggt. En bara ekki nándarnærri nóg. Þess vegna er komið sem komið er. Efnafræðitlmi I hátfðasal háskólans — Ljósmyndir Timinn — Gunnar Varðeldur skáta við Austurbæiarskólann Tvö skátafélaganna i Reykja- vik, Landnemar og Dalbúar hefja vetrarstarfið formlega á sunnu- daginn (1. okt.) Dalbúar, sem er stærsta skáta- félag landsins með um 400 með- limi, hafa starfssvæði i Klepps- holtinu, Laugarásnum og að nokkru leyti i Vogunum og aðset- ur i Barnaheimilinu við Dalbraut. Starfssvæði Landnema er gamli Austurbærinn, frá Lækjar- götu, Norðurmýrin og Holtin þar upp af, allt að Nóatúni og aðsetur þeirra er i Austurbæjarskólanum. Landnemareru m.a. þekktir fyrir sin árlegu Landnemamót, en það siðasta var haldið i Viðey i sumar og þótti takast vei. A sunnudaginn munu Dalbúar reisa tjaldbúð á tjaldsvæðinu i Laugardal, en Landnemar aöra á blettinum viö Austurbæjarskól- ann. Á þessum tjaldbúðarsvæð- um munu fara fram ýmis skáta- s.törf og leikir og gefst óllum almenningi kosturá að taka þátt i þeirri dagskrá. Þar verða veittar ýmsar upplýsingar um skáta- hreyfinguna og skátastörf — og siðast en ekki sizt innritaðir nýir félagar i Dalbúa og Landnema, ylfingar og ljósálfar 9-11 ára og skátar 11 ára og eldri. A sunnudagskvöldið kl. 20 bjóða landnemar svo til varðelds við Austurbæjarskólann og eru allir velkomnir þangað, skátar og all- ur almenningur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.