Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Sunnudagur 1. október 1972. Sunnudagur 1. október 1972. TÍMINN 1) Hér sést yfir megniö af þorpinu. 1 höfninni viö gömlu bryggjuna eruftrillur og Isjakar hliö viö hiiö. Næst á myndinni dæmigerö gröf eins og þær eru á eyjunni. Sáralltill jarövegur er til staöar, svo aö brugöið er ' til þess ráös, aö hylja kistuna meöþví aöbera hana granitsteinum. Upp úr hrúgunni trjónar svo krossinn. Trommudansarinn Ulrik Istuði. Ljósmyndari Timans I hópi grænlenzkra krakkarollinga. Hann haföi lánaö einum þeirra myndavélina, sem vakti feikilega kátinu, og hér sést árangurinn. „SJÁ KÚLÚSÚK, DEY SVO — rabbað við Valtý Pétursson um grænlenzkt þorp, sem laðar að sér æ fleiri ferðamenn II Stp—Reykjavík Undanfarin ár hefur Flugfélag tsiands haldið uppi feröum milli tslands og Kúlúsúk á Grænlandi, sem notiö hafa geysilegra vinsælda erlendra ferðamanna, er komiö hafa hingað til lands. Hafa feröirnar þvi nær eingöngu verið sóttar af erlendum ferða- mönnum og hafa jafnan færri komizt en vildu. Þetta fólk, sem kemur hvaðanæva að úr heimin- um, þó að meiri hlutinn séu Þjóö- verjar og Bandarikjamenn. Má nefna i þvi sambandi, að eitt sinn voru i þessum hópi háttsett hjón innan úr svörtustu Afríku. Aö sögn Valtýs Péturssonar listmál- ara, sem veriö hefur fararstjóri I þessum ferðum I mörg ár, eru þær að veröa á meðal þess merki- legasta i heiminum, sem feröa- menn hafa úr að velja. Það skiptust á skin og skýrir er ég heimsótti Valtý vestur á Mar- argötu á fimmtudaginn. Borgin sýndi sinn fegursta svip i hverfulu skini sólarinnar. oe úti i haust- loftið barst hljómurinn frá nýju klukkunum i Landakoti, sem ver- ið var að prófa. I samræðúm okkar Valtýs bar margt á góma um Kúlúsúk og fólkið þar og mun ég reyna aö gera þvi einhver skil hér á eftir. Aður en lengra er haldið skal nefnt, að ýmsir islenzkir starfs- mannahópar hafa tekið sig til og farið til Kúlúsúk. Þær myndir-, sem fylgja þessari grein, eru ein- mitt úr einni slikri ferö. Var þaö Gunnar, ljósmyndari Timans, sem tók þær, er starfsfólk Blaða- prents fór til Kúlúsúk þann 24. þ.m. Aður hafði verið gerð tilraun til að komast þann 17., en flugvél- in varð að snúa við vegna illviör- is, sem skall á fyrirvaralaust. Það voru alls 44 sem fóru frá Blaðaprenti i ferðina. Það er venjulega milli 11/2 og 2 tima flug milli Reykjavikur og Kúlúsúk, en bein loftlina er 404 milur. Kúlúsúk er eyja við austur- strönd Grænlands, og þar er þorp, sem ber nafnið Kap Dan, þaö er hið opinbera nafn, en á græn- lensku heitir það Kúlúsúk. 1 Kúlúsúk búa milli fjögur og fimm hundruð manns, og af þeim fjölda eru 50% eða meira börn undir 14 ára adri. Mikil frjósemi þar. Er sömu sögu aö segja um Grænland i heild, en þetta er þjóðfélag sem hefur þrefaldazt siðan striði lauk. Kvað Valtýr al- gengt, að allt frá 8 upp i 18 átján börn væru i einni fjölskyldu. í þessu sambandi er vert að minn- ast á eina heiðurskonu, fjör- gamla, sem enginn veit þó, hve gömul er. Hún var gift manni, sem var nokkurs konar héraðs- höfðingi i Kúlúsúk á sinum tima, einn af þeim, sem kallaður er stórfangari. Voru þau barnlaus. Þegar siöari heimsstyrjöldin brauzt út, fékk hún viðurkenningu frá Kristjáni 10. Danakonungi fyrir að hafa þá alið upp 68 munaðarlaus börn. Hélt hún þessu áfram, og nú hefur hún hjá sér þrjú börn. Þessi gamla kona heitir VilhelminaElio og er enn á róli, ævagömul, en veit ekki sjálf, hvenær hún er fædd, þvi þetta fólk hafði ekki timatal og eitthvað var á reiki með kirkjubækur. „Þetta er indælismanneskja”, sagði Valtýr, ,,og hún er alltaf vön að færa okkur gjafir, er við komum fyrst á vorin”. Einnig tekur hún við fatagjöfum, sem berast frá fólki, er veit hvernig ástandiö er þarna, eða feröamenn koma meö sjálfir, og deilir þvi meðal fólksins i Kúlúsúk. Sjálf fær hún einnig oft gjafir. Fátækt er mikil i Kúlúsúk, sagði Valtýr, en fólkið unir vel sinum hag. Griöarmikið hefur verið gert fyrir fólkið i Kúlúsúk. Danir hafa svo að segja byggt upp þorpið á siðustu 10 árum. Aður voru þvi nær eingöngu heldur ókræsilegir moldarkofar, en nú eru byggð á hverju ári mjög sæmileg hús þvi nær endurgjaldslaust. Sumir Grænlendingar segja þó, að gömlu kofarnir hafi verið betri, og i vor höfðu nýgift hjón flutt i annan af tveimur þessara moldarkofa, sem enn eru eftir i Framhald á 16. siðu. Hugvela^rinnar0^131168 Austur'Græn,ands taka sig vel út I ílöngum ramma. Tekiö úr um glugga Hér er fararstjórinn Valtýr Pétursson að sýna hópnum kirkjuna. Þetta er sómakonan Vilhelmine. Þannig eru kajakarnir hengdir á hvolfi upp á trönur, svo aö hundarnir nái ekki tilaðnagaþá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.