Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 1. október 1972. Menn 09 mélefni Efnahagsvandi vegna rýrnandi fiskafla Sir Alec Douglas Home og Einar Agústsson, utanrikisráöherra I New York i fyrra. Þeir héidu meö sér nýjan fund i New York sl. fimmtudag og ákváöu aö hefja aö nýju viöræöur um landhelgisdeiiuna. Aflarýrnun Talsveröir erfiöleikar blasa nú viö i efnahagslifi landsmanna vegna stórminnkaðs afla og kostnaðarhækkana við fisk- vinnslu og útgerð. Þyngst á metunum er sú mikla aflarýrnun, sem orðið hefur á þessu ári. Sumarmánuðina 4 á þessu ári eða frá 1. mai til 31. ágúst hefur þorskafli landsmanna numið samtals 48.749 lestum en var sömu mánuði i fyrra 81.741 lest. Þorskaflinn hefur þvi minnkað uih meira en 30 þúsund lestir frá i fyrra þessa fjóra mánuði. Sé litið á heildarþorskaflann frá áramót- um til ágústloka þessa árs kemur i ljós, að hann hefur orðið 196.636 lestir en var á sama timabili i fyrra 227.712 lestir og áriö 1970 var hann 277.791 lest til ágústloka það ár. Þannig hefur þorskaflinn farið minnkandi ár frá ári. Afla- rýrnunin frá 1970miðaö við fyrstu 8 mánuði ársins er hvorki meira né minna en rúmlega 80 þúsund lestir og róunar um minna i þjóðarbúskap Islendinga. Afla- rýrnun frá 1970 er nærri 30%. Þessi minnkun þorskaflans er enn ein sönnun þess,aö ekki mátti draga lengur að færa út fiskveiði- lögsöguna við Island. Við beitum þeim rökum i baráttu okkar fyrir viðurkenningu á 50 milna fisk- veiðilögsögu lslands,aö hér standi allt og falli með þorskinum. Þessi rýrnun þorskaflans hlýtur þvi að valda verulegri röskun i okkar þjóðarbúskap. Við þessum vanda verður að bregðast með skyn- samlegum úrræðum. Undan þvi verður ekki komizt. Hagsmunasamtök fiskiðnaðar Og útgerðar hafa látið frá sér heyra um þessi efni. Frystihúsin segjast ekki þola hækkun fisk- verðs nú 1. okt. og útgerðin telur úthald ekki borga sig nema fisk- verðið hækki verulega. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur setið á löngum og ströngum fundum undanfarið til aö ákvarða nýtt fiskverð, sem taka á gildi i dag 1. okt. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna boðaði til auka- fundar s.l. föstudag til að ræða viðhorfin og hótar stöövun, ef ekki verður tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur frystihús- anna. Sjávarútvegsráðherra skipaði sérstaka nefnd fyrir rúmum mánuði til að rannsaka rekstrar- grundvöll frystihúsanna. Þessi nefnd hefur nú lokið störfum og sent ráðherra úttekt á rekstrar- aðstöðu frystihúsanna. Vandann verður að leysa Af þessu, sem hér hefur verið rakið, er ljóst, að við verulegan vanda er að glima, sem snertir undirstöðu alls þjóðarbúskapar Islendinga. Ekki skal hér fjölyrt um það á þessu stigi, hvernig við vandanum skuli bregðast. Rikis- stjórnin hefur þessi mál til gagn- gerrar athugunar og hvaða leið hún velur til að mæta vandanum munu sjálfsagt einhverjir verða til að gagnrýna niðurstöðuna. En hitt er jafn vist, að núverandi rikisstjórn velur eingöngu þau úr- ræði, sem tryggja það, að hjól framleiðslunnar stöðvist ekki. Við það ástand, sem nú hefur skapazt vegna minnkandi þorsk- afla og rekja má til vaxandi rán- yrkju og ofveiði erlendra á Islandsmiðum á undanförnum árum fær rikisstjórnin hins vegar ekki ráðið né bætt með aðgerðum i efnahagsmálum. Aðgeröir i efnahagsmálum fjölga ekki þorskfiskum á Islandsmiðum. Rikisstjórnin brá hins vegar eins skjótt viö og fyrsta tækifæri gafst til varnaraðgerðanna, sem að haldi koma i þvi efni, útfærslu fiskveiðilögsögunnar. En það er öllum hollast að horfast i augu við þá alvarlegu staðreynd, að þorsk- afli hefur brugðizt og það þýöir, að minni þjóðartekjur verða til skiptanna milli landsmanna. Við þvi fær enginn gert. Treystum samstöðuna En þessi staðreynd má alls ekki verða til þess að menn missi kjarkinn eða hefji þrætubókarlist og átök i þvi skyni að skella skuldinni, sem stafar af afla- bresti, á rikisstjórnina. Þessi staðreynd á þvert á móti að hleypa i okkur kjarki, hvetja til enn meiri samstöðu i landhelgis- málinu, þvi það er útfærslan fyrst og fremst, sem gefur okkur vonir um að bjartara verði framundan og undirstaða þjóðarbúskapar styrkist að nýju og þjóðartekjur fari að nýju verulega vaxandi. Noregur og EBE 1 siðustu viku var aðalumræðu- efni allra þeirra, sem láta sig stjórnmál einhverju skipta, úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar i Noregi. Enn eru þau raunar eitt helzta umtalsefni um viða veröld og hafa grundvallarhugmyndir i stjórnmálum og stjórnmálaþróun i Evrópu verið rædd af miklu kappi. Flestir virðast sammála um það, að það hafi verið sterk sjálf- stæðistilfinning litillar þjóðar, sem réð mestu um niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar i Noregi, en hún viröist hafa komið sem reiðarslag yfir flesta ráðamenn Efnahagsbandalagsins. Brugðust sumir valdamestu embættismenn i stofnunum Efnahagsbanda- lagsins svo reiðir við daginn eftir að úrslitin lágu fyrir, að þeir létu hafa eftir sér ýmsar hótanir i garð Norðmanna um refsiað^ gerðir af hálfu Efnahagsbanda- lagsins. Vonandi stillast þeir og lita raunhæfum augum á ástand mála og veita Norðmönnum eðli- lega fyrirgreiðslu og aöstoð við að leysa fram úr þeim pólitiska og viðskiptalega vanda, sem Norð- menn eiga nú við að glima. Vonandi tekst norskum stjórn- málamönnum einnig að mynda rikisstjórn og taka skynsamlega og með lýðræöislegum hætti þeirri ákvörðun meirihluta kjósenda i Noregi að hafna aðild að Efnahagsbandalaginu. Meirihluti norsku þjóðarinnar óttaðist greinilega, að þátttaka f Efnahagsbandalagi Evrópu með stórþjóðum Vestur-E vrópu myndi skerða svo sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt Noregs, að Noregur fengi sömu stöðu og út- kjálkahéruð i Norður-Noregi innan norska rikisins. Einkum var þessi ótti áberandi i dreif- býlinu meðal fiskimanna og bænda og þá fyrst og fremst i Norður-Noregi. Á morgun fara fram kosningari Danmörku um aðildina að Efna- hagsbandalaginu. Engu skal spáð um úrslitin i þeirri þjóðarat- kvæðagreiðslu, en skoðana- kannanir þóttu benda til þess, að Danir myndu samþykkja aðildina. Niðurstaðan i Noregi hlýtur þó að hafa mjög mikil áhrif á Dani i þessum kosningum i dag og þess vegna er bezt aö spá engu um úrslitin. Hafni Danir aðildinni eins og Norðmenn hlýtur náin efnahagssamvinna Norðurlanda að koma aftur á dagskrá. Engu munaði að Nordek yrði að veru- leika fyrir fáum árum. Sviptingar i stjórnmálum i Finnlandi komu þá i veg fyrir, að af þvi yrði og siðan hefur ekki verið minnzt á Nordek sem möguleika, enda beindust sjónir allra á eftir að Efnahagsbandalaginu. En úr- slitin i Noregi hljóta einnig að verða til þess að rikin, sem ekki gerast aðilar að Efnahagsbanda- laginu taka framtið EFTA, Friverzlunarsamtaka Evrópu, til nýrrar athugunar. EFTA getur fengið nýtt hlutverk sem fri- verzlunarsamtök smárikjanna i Evrópu, sem standa utan Efna- hagsbandalagsins. Sameiningarmál á dagskrá Um þessa helgi stendur yfir Landsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Við- ræðunefndir, sem stjórnir Alþýðuflokksins og SFV kusu á sinum tima skiluðu af sér störfum i vikunni og leggja til að ný nefnd verði kosin til að vinna að sam- einingu flokkanna. Þegar sú nefnd telur timabært, á aö kalla saman sameiginlega samkomu flokkanna og stofna nýjan flokk en leggja tvo niður. 1 siðasta tölublað Nýs lands skrifar Bjarni Guðnason, foringi Samtakanna i Reykjavik, at- hyglisverða grein um sam- einingarmálin. Lætur hann ákveðið i það skina, að skiptar séu skoðanir um það, hvernig sameining þessara flokka skuli fara fram og hvaða skilyrði hún skuli uppfylla. Gefur Bjarni i skyn, að þeir menn séu til i þess- um tveim flokkum, sem láta sig sameininguna — sameiningar- innar vegna — meiru skipta en framtið rikisstjórnar vinstri aflanna i landinu. Lýsir hann sig andvigan þeim mönnum mjög eindregið og segir sameininguna ekki koma til greina, nema hún stuðli eindregið að styrkari valdastöðu vinstri aflanna, og þvi verði Alþýðuflokkurinn að lýsa yfir stuðningi við rikisstjórnina áður en til sameiningar getur komið. Bjarni segir m. a.: „Það liggur þvi nokkurn veginn ljóst fyrir, að eins og sakir standa ereinungis um flokkslega einingu Samtakanna og Alþýðuflokksins að ræöa. Þetta þarf engum að koma á óvart, þvi að flokkarnir eru rótskyldir, og Alþýðu- flokkurinn illa farinn eftir kosningar. A hinn bóginn er ástæöulaust að draga dul á það,að ýmis vandkvæði, sem eru þó ekki óleysanleg, eru á einhliða sameiningu við Alþýðuflokkinn. Við siðustu Alþingiskosningar urðu, eins og kunnugt er veruleg þáttaskil i islenzkum stjórn- málum. Viðreisnarstjórnin féll og stjórnarandstaðan tók við völdum með stuðningi hins nýja flokks, SFV. Félagshyggjuflokkar halda þvi um stjórnvölinn, en án Alþýðuflokksins. Hann var i stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæöisflokkinn i 12 ár og nú skipar hann stjórnarandstöðu með hon- um. Honum var boðin þátttaka i rikisstjórninni, en synjaði. Nauðugur viljugur hefur Alþýðuflokkurinn um langt skeið þrýst sér svo fast upp að Sjálf- stæðisflokknum, að hann hefur með réttu eða röngu fengið svo mikinn hægri svip, að lyfta þarf Grettistaki til þess að hann verði vinstri flokkur að nýju i vitund þjóðarinnar. Getur sameining Alþýðuflokksins og SFV lyft þessu Grettistaki? Ríkisstjórnin og sameining Af þvi,sem hér hefur verið sagt, má sjá að viö sameiningu verður að huga að tveimur meginatrið- um. í fyrsta lagi verður að tryggja áframhaldandi setu nú- verandi landsstjórnar. Sumir halda þvi fram, að aðild að rikis- stjórn og sameining séu tvö óskyld mál, og það kæmi i hlut hins nýja jafnaðarmannaflokks að taka afstöðu til stjórnarinnar. Það ætti með öðrum orðum að láta það ráðast, hvort hinn nýi flokkur skipar sér vinstra megin eða hægra megin á stjórnmála- sviðinu, hvort hann láti það verða sitt fyrsta verk að bregða fæti fyrir núverandi rikisstjórn og hvort hann hlaupi við fyrsta tæki- færi i stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Satt að segja, þykir mér slikur hugsanagangur vera siður en svo rökvislegur og nálg- ast það að vera ævintýrapólitik. Sameining SFV og Alþýðu- flokksins má ekki leiða til þess að splundra samstarfi vinstri flokk- anna i landsstjórninni, þvi að sameining ætti að auka samstarf og samvinnu vinstri aflanna i landinu en ekki veikja þau, og aðild að rikisstjórn gefur vinstri öflunum færi á að hrinda stefnu- málum sinum i framkvæmd. Ef samstarf félagshyggjuflokkanna i rikisstjórninni tekst vel, ætti það að geta plægt akurinn til sam- einingar þeirra og um leið tryggt völd vinstri manna i landinu næsta áratuginn. Sameining jafnaðarmanna og vinstri manna má þvi ekki fara fram á þá lund, að setja vinstri stjórnina i hættu. Þess vegna er sameining og aðild að rikisstjórn ekki tvö óskyld mál, heldur óaðskiljanleg atriði, eins og nú hagar til i islenzkum stjórnmálum.” —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.