Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. október 1972. TÍMINN 13 Háskólabíó: Sorg í hjarta Það er frönsk mynd, „Sorg i hjarta” (Le souffle au coeur), sem Háskólabió mun sýna næstu mánudagskvöld. Mynd þessi, sem náði mikium vinsældum i Frakklandi og raunar viðar, fjallar um 15 ára dreng, sem gerir uppreisn gegn föður sinum og þvi yfirstéttarum- hverfi, sem hann hefur alizt upp i. A hinn bóginn elskar hann móður sina, sem er fögur, frjáislynd og lifsglöð, ákaflega heitt. Það er af- staða drengsins til hennar, um- hverfis sins, bræðra sinna, sem reyna að kúga hann, og kviknandi áhugi hans á sviði kynlifsins, sem Louis Malle — sem er i senn höf- undur kvikmyndahandrits og leikstjóri — segir frá i þessari mynd. Sjálfur hefur Malle komizt svo að orði um myndina og efni hennar, að hún „fjalli um reglur og eðlileg atriði á sviði siðfræði og stjórnmála, sem drengir hafa áhuga á, þegar þeir eru að vakna til vitundar um umhverfi sitt og fara að gera sér grein fyrir þvi, að ýmis verðmæti, sem þeim er innrætt að virða, eru aðeins til- búningur og hræsni”. Þessi mynd hefur verið talin djörf i meira lagi, þvi að i henni gerist það, sem nær aldrei sézt á hvita tjaldinu — blóðskömm. Um brot sitt á þeirri bannhelgi, sem rikt hefur i kvikmyndum á sliku atviki i mannlegum samskiptum, segir Malle: „Ég legg áherzlu á, að móðurástin er að kalla af sama tagi og hin „venjulega” ást. Ég tel það mikilvægast i mynd minni, að ég fjalla af hreinskilni 'um þetta atriði og án hræsni”. En þrátt fyrir þetta er myndin „Sorg i hjarta” gamanmynd og sem slik hefur hún fengið mikið lof. Hér er hægt að geta fáeinna ummæla danskra blaða. Aktuelt segir: „Hér sigrar hið heilbrigða og eðlilega alls konar afbakað yfirstéttarsiðgæði”. Ekstra Bladet gaf myndinni 5 stjörnur og sagði: „Guðdómlega skemmtileg gamanmynd um kynþroskaaldurinn. Hún er i sannleika sagt mjög lostafull og i sannleika ótrúlega skemmtileg”. Loks sagði danska útvarpið i þætti um „kvikmynd vikunnar”: „Það er óþarfi að óttast sjón- varpið, þegar slik mynd er i boði”. Myndin verður sýnd næstu mánudaga. Ný kennslu- bók i íslenzku Rikisútgáfa námsbóka hefur gefið út nýja kennslubók i is- lenzku handa gagnfræðaskólum. Nefnist hún Mál og ritleikniog er eftir Baldur Ragnarsson kenn- ara. Fyrra heftið, sem einkum er ætlað skyldunámsbekkjum gagn- fræðastigsins, kom út á s.l. ári. Siðara heftið er nú nýkomið. 1 þvi er leiðbeint um ritun máls jafnframt þvi.sem frætt er um málfræðileg og setningafræðileg atriði, sem i hag koma. Fjallað er um mismunandi gerðir máls- greina og stilgildi þeirra og reynt með ritdæmum að vekja athygli á atriðum, sem betur mættu fara. Skilgreiningar og likingar eru einnig teknar til meðferðar. Vikið er að greinarmerkjasetningu og settar fram reglur, sem höfundur telur viðhlitandi. Næg verkefni eru i bókinni, sem einkum er ætl- uð nemendum 3. bekkjar gagn- fræðaskóla og annarra fram- haldsskóla. Einstakir kaflar eru m.a. þess- ir: Samhengi málsgreina i efnis- grein. — Frumlag. — Andlag. — Sjálfstæðar setningar og ósjálf- stæðar. — Röðun setninga. — Skýrleikur málsgreina. — Efnis- skipun ritgerða. — Ritgerð: Hverja telur þú undirstöðu lifs- hamingju? Prentun bókarinnar annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Verksmiðju- ■ Á morgun, mánudag,opnum við útsölu á lítið gölluðum vörum frá verksmiðjum okkar í HAFNARSTRÆTI 23 Reykjavík. Áklæði frá kr. 250 - pr. mtr. Herraskór frá kr. 485 Tweedefni 200 Kvenskór 290 Úlpuefni 250 Kventöfflur —— 290 Buxnaefni 100 Barnaskór 250 Terylene 390 Kvenkuldaskór 900 Dívanteppi 400 stk. Herraföt 1000 Kjólaefni ull 100 mtr. Kápur 500 Ullarband 10 hespa Jerseyefni 50 Áklæða-gluggatjalda-og fataefnisbútar. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Ullarverksmiðjan Skóverksmiðjan GEFJUN IÐUNN HAFNARSTRÆTI 23 REYKJAVÍK Bílasýning 18.-25. okt. Vikuferð á hina alþjóðlegu bilasýningu i London.— Verð kr. 16.900. Fáið bækling og nánari upplýsingar á skrifstofunni. ferðashriístofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Hef flutt lækningastofu mina i Læknastöðina, Álfheimum 74. Viðtalstimi samkvæmt pöntun. Halldór Steinsen læknir — sérgrein lyflækningar NyttmO) og enn betm W ilmsterkt og bragðgott Fundin hefur veriS upp ný og fullkomn- ari aðferð við framleiðsluna á Nescafé sem gerir kaffið enn bragðbelra og hreinna en áður hefur þekkzt. Ilmur og keimur þeirra úrvalsbauna sem not- aðar eru í Nescafé er nú geymdur i kaffibrúnum kornum sem leysast upp á stundinni f „ektafínt kaffi" eins og þeir segja sem reynt hafa. Kaupiðglas af nýja Neskaffinu strax í dag. Nescafé Luxus — stórkornótta kaffið i glösunum með gyllta lokinu verður auðvitað til áfram, þvi þeir sem hafa vanizt þvi geta að sjálfsögðu ekki hætt. I. BRYNIOLFSSON & KVflRflN Hafnarstræti 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.