Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 1. október 1972. ........«¦ ADAX rafmagnsþllofnarnlr hafa fenglð æðttu verðlaun, sem veltt eru Innan norsks ISnaSar Húsbyggjendur! Kynnið yður fyrst og síðast ADAX rafmagnsþilofnana. — Þeir standa fremst, hvað varðar útlit, öryggi og sparneytni. Tvöfalt thermostat. Auðveldir í uppsetningu. Létt þrif. Margar stærðir og gerðir. 3 ÁRA ÁBYRGÐ Sjáið þér hjá okkur Einar Farestveit & co. hf raftækjaverzlun Bergstaðastræti 10A. Sími 16995 Árelíus Níelsson: HVAÐ VILDI GRUNDTVIG! í þessum mánuði, sem hefur hlotið hryllingsheitið „Svarti september", eru hundrað ár frá þvi einn af helztu trúar- og menningarleiðtogum Norður- landa lézt á háum aldri. Hann fæddist 8. september 1783, svo að óðum nálgast tvær aldir frá fæðingu hans. Þetta stórmenni kirkjunnar er Grundtvig. Segja mætti, að hann hafi stofnað nýja kirkjudeild i Dan- mörku, lifandi flokk leitandi sálna, sem lögðu aðaláherzlu á það, sem kallað var hinn lifandi kristindómur, sem ekki skyldi þrælbundinn formum og bókstaf. Eitt af þvi, sem af þessu spratt og mun halda nafni Grundtvigs lengst i vitund manna, voru lýð- háskólarnir, sem hófu starfsemi sina i Danmörku, en náðu bráð- lega sem andleg hugsjón um öll Norðurlönd. En það er samt fyrst nú, og vert er að ihuga það, á þessari hundrað ára ártið höfundar, að þeir hefja göngu sina hér með starfrækslu lýðháskólans i Skál- holti, sem nú tekúr til starfa. — Það er þvi ekki alveg út i bláinn að minnast á Nicolai Frederik Sverin Grundtvig i einum kirkju- þætti. WILJIRÐU GOTT fieykjavík... Katffalsgalappa af í næði, eða þá hitta iningja — í setustofu, veitingasal eða á barn^nW- þá er að leita til Hótel Esju. Pbangað er auðvelt að komast án þess"að aka erfiðar umferðargötur, og l biðslo^lltíætisvagna er rétt við hótelið. sundlaugarnar og Iþróttahöllin í Laugardal, inlEogiskemrntistaðir af ýmsu tagi iiu4t.U nágrenni. Næsta heimsókn táðinnMrður skemmtileg tilbreyting og góð hvíld. ^MQMIN Á HÓTEL ESJU RAUT 2 -SÍMI 82200 Hann var bæði prestur og skáld, rithöfundur og trúarleið- togi. Ekki var þó æviför hans nein sigurför né dans á rósum. Hann taldi trúarjátninguna og hið líf- andi orð, nefnilega predikunina og sálusorgun, hornsteina og grunn kristinnar boðunar, fremur en trúfræði og helgisiði. Ekki likaði það öllum, sem völdin höfðu og töldu guðfræðingana — hina lærðu — eiga að skera úr um það, hvað telja ætti aðalatriði kristins dóms. Grundtvig var þvi settur undir eins konar opinbert eftirlit og allt, sem hann sendi frá sér, dæmt til ritskoðunar alla hans ævi og hann i háar sektir. Hann hefði lika vafalaust verið dæmdur frá kjóli og kalli. En þar hafði hann sjálfur séð við lekanum og lagt niður embætti sitt 1826 i mótmælaskyni við þvi, að bannað var að syngja sálma hans, sem hann hafði ort fyrir þúsund ára afmæli dönsku kirkjunnar það ár. Nokkru siðar, eða um 1836 hóf hann lýðskóla- hugsjón sina til framkvæmda i þeirri vissu, og samkvæmt þeim fullyrðingum sinum, að æskan, unga fólkið, væri langmóttæki- legast allra aldursflokka fyrir hinn glaða, lifandi kristindóm. Gildi Grundtvigs og hugsjóna hans er talið þriþætt: Skáld, einkum sálmaskáld, æskulýðs- leiðtogi, upphafsmaður lýðskóla- starfs þjóðlegur og kirkjulegur vakningar- og hugsjóna- frömuður. Stefna hans i kirkjumálum er nefnd Grunívigsstefna.Hún setur hið sögulega ofar hinu fræðilega og telur guðfræði og trúfræði oft hafa skyggt á hinn sanna lifandi Bókarfregn Ct er komin bók, sem heitir Afengisvarnir. t undirtitli segir: „Sögulegt yfirlit og tillögur um skipan áfengisvarna á islandi." Jónas Guðmundsson hefur tek- ið saman efni bókarinnar og ritar hann einnig formála. Bókin skipt- ist í marga kafla og má meðal annars nefna þessa: Áfengis- varnir, Tillögur um skipan áfengisvarna, Afengissýki og misnotkun áfengis, ' Skipulag áfengisvarna i Noregi, Misnotkun vistheimila og sjúkrahjálpar, Frumvarp til laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkl- inga 1960, Vistheimili Bláa bands- ins i Viðinesi. Innan þess kafla er meðal annars fjallað um dularfull fyrirbrigði, sem þó eru reyndar ekki af neinum yfirnáttúrlegum toga spunnin. Þar er einnig rætt um stofnun og starfshætti vist- heimilisins, skipulagsskrá þess, og að lokum birtur bæði efnahags- og rekstursreikningur vistheimil- isins fyrir árið 1970. Ennfremur má nefna, aö birt er vigsluræða Asmundar heitins Guðmundssonar, fyrrverandi biskups, sem hann flutti við opn- un Vistheimilis Bláa bandsins I Víðinesi. Bókin, Afengisvarnir, er 164 bls. bundin i blátt alshirtingsband og öll hin vandaðasta að frágangi. ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSIKGU í TIMANUM! kristindóm. Fræðsla og frelsi — einkum fræðsla á þjóðlegum grunni — eru hin lýsandi tákn við framtiðarvegu kirkjunnar, að áliti Grundtvigs. Sjá má af mörgu, að hugsjónir hans eignast breiðari farveg eftir þvi sem timar lfða. Hinn frjálsi glaði kristindómur á sífellt erindi við sálir mannanna sem lifsins lind við hraðbrautir nútimáns, þar sem tæknin fjötrar og hraðinn tryllir. Hér á tslandi má segja, að Matthias Jochumsson hafi verið likur persónuleiki og Grundtvig, einkum i hugsun og að ýmsu leyti i skáldskap, viðsýnn, djarfur, þjóðlegur. Honum er maðurinn — mannveran — aðalatriðið. 011 form ,og kenningar, sem ekki ná til hjartans, ekki megna að fegra lifið og bæta.eru fremur fjötrar og hindranir á vegi lifs, sem Kristur boðar, að hans áliti. Himnaríki Grundtvigs er fyrst og fremst hér á jörðu — ekki i einhverri utanheims firrð himn- anna. Það tilheyrir sálum og samfélagi manna, eins og bænirnar af munni Krists benda til: „Komi riki þitt, verði vilji þinn á jörðu". Hann gerir þvi fremur gys að þeim kenningum, sem hoppa yfir hið mannlega með alls konar raka- lausri mærð um óhlutkenndar hugmyndir, þótt þær svo heiti freslsun og friðþæging — „dýrð handa mér", hvernig sem annars fer um alla hina leppalúðana" — og enda oft i sjálfsdýrkun og hroka. Kristinn dómurinn er til mannsins vegna, en maðurinn ekki vegna kristindómsins. Viða, bæði i menningarlifi og löggjöf Dana, koma áhrif Grundtvigs i ljós. Hugsanir hans standa vörð um frelsi og hugrækt i mennt og kirkjukenningum. Ein helzta og stærsta kirkja Dan- merkur byggð af alþjóð á þessum siðari áratugum, er við hann kennd og honum til heiðurs reist, Grundtvigskirkjan i Kaupmanna- höfn. Þar er hátt til lofts og vitt til veggja. Grundtvig var þrikvæntur og átti mjög hamingjurikt heimilis- lif, þrátt fyrir harma og mótlæti. Einhver frægasti og fegursti sálmur hans er brúðkaupssalmur um öll Norðurlönd: „Hve gott og fagurt og indælt er", i þýðingu Matthisar Jochumssonar. En hann hefur nú á þessari 100 ára ártið höfundar sins verið felldur brott úr islenzku sálmabókinni!! — mörgum til mikillar furðu. Lýðskólinn ris en sálmurinn fellur á sama ári. En lengi lifi hugsjón Grundtvigs um hinn glaða, lifandi kristindóm. Á.N HELLESENS HLADIÐ ORKU......

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.