Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MiAvikudagur 4. október 1972. „ÞÆR SKÝJABORGIR HAFA EKKI HRUNIÐ" — rætt við tvo fækna að Vífilsstöðum Nú er öldin önnur Viö erum stödd að Vifilsstöðum. Þann stað þarf ekki aö kynna, þvi um áratuga skeið táknaði nafn hans i hugum lands- manna nokkurn veginn sama og sjálfur dauðinn. Og þvi miður: Þetta var ekki að ástæöulausu, þvi óhugnanlega stór hluti þeirra sjúklinga, sem þangað komu, átti þaðan ekki afturkvæmt i lifanda lifi. En nú er öldin önnur. Nú teljum við okkur búna að ráöa niðurlög- um berklanna, þótt vitanlega séu þeir ekki með öllu útdauðir i land- inu. Og þess vegna langar mig aö spyrja yfirlækninn, Hrafnkel Helgason, sem situr hér á móti mér við boröið: — Hve margir eru þeir sjúkl- ingar, sem hér eru nú vegna berklaveiki? — Ef ég man rétt, þá eru hér núna fimm sjúklingar með virka berkla, og liklega svo sem fimm eða sex, sem eru hér vegna af- leiðinga af iungnaberklum. — Það er ekki há tala. En af hve stórum hópi sjúklinga er þetta? — Við erum með eitt hundraö sjúkrarúm. — Þú vilt kannski ekki játa þvi, sem ég lét út úr mér áðan, að við værum búnir að ráða niðurlögum berklanna? — Ég held aö það eigi nú langt i land, aö við ráöum niöurlögum þeirra. Hitt er allt annað mál, að berklaveiki er ekki lengur neitt þjóðfélagslegt vandamál. Þetta eru aðens örfáir sjúklingar á ári og það er hægt að lækna þá alla, eða þvi sem næst, og þá þannig, að þeir verða alheilbrigðir, eða eins og þeir voru á sig komnir, áður en þeir veiktust. — Er það þá eiginlega úr sög- unni, að menn deyi úr berkium? — Já. Að visu á það sér stað, að berklar séu meðfylgjandi ástæða til dauöa. En maöur, sem ekki hefur neina aðra alvarlega sjúk- dóma, hann deyr varla úr berklum nú á dögum. Viö höfum fengið hingað menn, sem komnir voru yfir nirætt og höfðu fengiö lungnaberkla. Þeir hafa farið héöan jafnhraustir og þeir voru áður en þeir fengu berklana. — En hvers konar sjúkiinga eruð þiö þá meö, fyrst berkla- sjúklingar mega heita úr sögunni? — Það má segja, aö við höfum skipt sjúkrahúsinu hér I tvennt: Annars vegar er lungnasjúk- dómadeild, þar sem er fólk meö alls kyns lungnasjúkdóma, bæði berkla og annað. Hins vegar höfum við látið Landsspitalann fá til umráða mestan hlutann af miðhæð hússins. Þar eru lagðir inn sjúklingar frá þeim til áfram- haldandi meðferðar hér. — Eru komin einhver töfralyf gegn berklum, eða af hverju gengur ykkur svona vel að lækna þá? — Það má segja, að orðiö hafi litlar breytingar á berklalyfjum siðan 1952. Meö þeim lyfjum, sem þá voru notuð var oftast hægt að lækna berkla, en á þeim var sá galli, að þau voru erfið i notkun. Það var þvi mjög algengt á berklasjúkrahúsum fyrr á árum, að menn fundu töflur og önnur lyf fyrir utan gluggana, en tóku þau ekki inn, vegna þess, aö m'ónnum varö illt af þessum lyfjum. En nú á siðustu árum hafa komið fram mjög áhrifamikil berklalyf, sem valda fáum aukaverkunum, og þaö svo, að sjúklingurinn veit jafnvel ekkert af þvi, þótt hann taki þau inn. Þaö má þvi svo aö oröi kveöa, að vandi við notkun berklalyfja sé nær enginn orðinn. sem eingöngu eru ætluð lungna- sjúklingum, og þar sem þjóðin telur nú rétt um tvö hundruð þús- und manns, lætur nærri, að viö stöndum aö þessu leyti jafnfætis öörum þjóðum. Enda skilst mér, að gert sé ráö fyrir þvi að þetta hlutfall haldist, i þeirri áætlana- gerö, sem nú stendur yfir um framtiðarþörf sjúkrarúma á Is- landi. — Þú nefndir þarna áðan tóbaksreykingar. Eruð þið ekki allir orðnir sammála um það, læknarnir, að sigarettan sé einn aðalvaldurinn að lungnasjúk- dómum? — Það er sjálfsagt alveg rétt, aö sigarettureykingar séu megin- orsök lungnasjúkdóma. Að visu mun það vera nokkuð útbreiddur misskilningur, að sígarettur valdi aðeins krabbameini i lungum og hjartasjúkdómum. En sann- leikurinn er sá, að 'þær valda al- veg örugglega mörgum öðrum lungnasjúkdómum, svo sem eins og langvinnri berkjubólgu og lungnaþani. Þetta eru langsam- lega algengustu sjúkdómarnir, sem sigarettureykingar valda, og þeir geta oft orðið mjög alvarleg- ir og dregið fólk til dauða. Hins vegar er það alveg rétt, að i þeim löndum, þar sem menn hafa varið mestum fjármunum til áróðurs gegn sigarettureykingum, hefur það borið árangur. Þetta hefur ekki aðeins gerzt i Bandarikjun- um, heldur einnig i Bretlandi, þar sem læknar hættu yfirleitt að reykja. Ef maður situr læknaþing eríendis núna, sér maður ekki lækni með sigarettu. Ef ein- hverjir eru, sem ekki hafa getað lagt þann sið niður, þá fara þeir að minnsta kosti á afvikinn stað til þess að reykja, en gera þaö ekki i fundarsalnum. — Er það ekki rétt, að það sé til, að sjúklingum sé leyft að reykja inni á sjUkrastofum og jafnvel i rúmi sinu? — Jú, það er alveg rétt, að þetta er og hefur veriö til. Þetta er lika hlutur, sem ákaflega erfitt er að hindra. Hugsum okkur ungan mann, sem liggur i fótbroti og hefur ekki nein óþægindi. Það er ógerningur að banna honum að reykja, enda myndi hann þá bara gera það á laun. Hér á Vifils- stööum höfum við leyst þetta þannig, að það eru tvö herbergi hérna i húsinu, þar sem fólki er leyft aö reykja. Við höfum ekki lent i neinum vandræðum af þessum ástæðum. Sjúklingar hafa ekki reykt á göngum eða öðrum þeim stöðum, þar sem það er ekki leyft, enda væru þeir þá lika búnir að brjóta reglur sjúkrahússins. — Við minntumst á það i upp- hafi, að menn heföu veriö hræddir við að fara hingað fyrr á árum. Er þetta ekki alveg úr sögunni núna? — Það var sizt að undra, þótt menn hefðu illan bifur á þvi að vera lagðir hér inn sem sjúklingar á þeim árum, þegar berklaveikin, var hér i algleym ingi. Og vissulega eimir svolitið eftir af þeim ótta enn. Ekki þó svo aö skilja, að við þurfum að kvarta um skort á sjúklingum. En það kemur enn fyrir að sjúklingar spyrja sem svo: ,,Ég er þó ekki meö berkla?” eða „smitast ég ekki af berklum, ef ég fer að Vifilsstöðum?” En sem betur fer er þessi ótti algerlega ástæðu- laus. Þess er vandlega gætt, að þeir fáu berklasjúklingar, sem hér eru, smiti ekki út frá sér, enda verða þeir smitfriir á mjög skömmum tima. Það tiðkast ekki neins staðar þar sem ég þekki til að byggja sérstakt hús fyrir Tvcir læknanna á Vifilsstöðum. Þar eru nú fjórir læknar, en yfirlæknir segir að þeir þyrftu að vera fleiri. Til hægri á inyndinni er llrafnkell Helgason, yfirlæknir, en Tryggvi Ásmundsson sérfræöingur I lungna- sjúkdómum er til vinstri. Timamyndir GE — En nú eru fleiri lungnasjúk- dómar til en berklar. Hverjir eru helztir hér hjá ykkur? — Já, þvi miður er það alveg rétt. Aöur fyrr álitu menn, að varla væru aðrir lungnasjúk- dómar til en berklar, enda voru þeir langsamlega algengastir. En nú hafa menn komizt áþreifan- lega að raun um, að til eru margar fleiri tgegundir lungna- sjúkdóma. Og það sem verra er: Tiðni sumra þessara sjúkdóma fer mjög vaxandi hér hjá okkur, og erum við þar að visu i sama báti og flestar nágrannaþjóðir okkar. Þá er röðin komin að tóbakinu — Hver er ástæðan? — Hún er sjálfsagt fyrst og fremst reykingarnar. Það er mikið hér um astma, berkjubólgu og lungnaþan. Og eins og i öðrum löndum, eykst fjöldi þeirra sjúkl- inga sem þjást af þessu. Yfirleitt er gert ráð fyrir þvi, að það þurfi 25 sjúkrarúm vegna lungnasjúkdóma á hverja hundrað þúsund ibúa. Það er mjög nálægt þvi, sem er hér hjá okkur. Samkvæmt þvi, sem ég sagði áðan, þá erum við með fimmtiu rúm hér á Vifilsstöðum, Hjúkrunarkona við lyfjaskáp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.