Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. október 1972.
TÍMINN
9
Kramhlið sjúkrahússins á Vifilsstööum. Það er verið aö byggja við til
þess að fá aukiö húsrými eins og sjá má.
Selustofa sjúklinga. Þar er hljóðfæri málverk og bækur til þess að auka
mönnum ánægju.
Sjúkraliði réttir hjálparhönd.
Séð inn eftir gangi
á Vifilsstöðum.
berklasjúklinga, enda er þaö
hvergi orðið neitt vandamál að
hafa þá innan um aðra sjúkl-
inga, það er að segja i sama
húsinu.
Hvað um gamla fólkið
---- Kemur ekki hingað gamalt
fólk til dvalar, þótt ekki hrjái það
neinir sérstakir sjúkdómar?
— Það koma hér ekki aðrir
sjúklingar en þeir, sem eru meö
einhverja lungnasjúkdóma og svo
þeir. sem koma frá Landsspital-
anum. En eins og á öllum öörum
sjúkrahúsum, þá kemur hér inn
mikið af gömlu fólki. Fjöldi
gamals fólks fer ört vaxandi i öll-
um þjóðfélögum, og lika hér. Það
er þvi fullkomlega eðlilegt að það
sé i miklum meirihluta á flestum
sjúkrahúsum, þvi það er lika sá
hluti fólks, sem verður veikast, ef
eitthvaö bjátar á meö heilsuna á
annað borð.
— En vill þá ekki fara svo, að
þið sitjið uppi með þetta gamla
fólk?
— Nei. Okkur hefur gengiö
mjög vel að koma frá okkur þeim
hluta gamals fólks, sem þurft
hefursjúkrahúsvist til frambúöar
— eða hælisvist, væri kannski
ennþá nákvæmara oröalag. Þaö
hefur alla tið veriö framúrskar-
andi góð samvinna viö Elliheim-
ilið Grund, og þeir hafa mjög oft
hjálpað okkur til þess að koma
þessu fólki áfram. Nú, svo hefur
það að visu komið fyrir lika, að
við höfum hjálpað þeim, þegar á
hefur legið. Aftur á móti er
enginn efi á þvi, aö okkur skortir
hérá landi sjúkrahús handa fólki,
sem kannski er ekki fársjúkt, en
þarf þó nauðsynlega á sjúkrahús-
vist að halda til frambúðar. En
þetta, sem þú nefndir, aö „sitja
uppi” með fólk, sem að visu þarf
sjúkrahúsvist, en væri þó ef til vill
betur komið annars staðar, — það
er siður en svo meira vandamál
hjá okkur en öðrum sjúkrahúsum
á Reykjavikursvæðinu.
Aöstaöan á
Vífilsstöðum
— Ert þú, yfirlæknir, jafnóá-
nægður með starfsaðstööuna hér
á Vifilsstöðum, og mig minnir þú
hafa verið fyrir nokkrum árum?
— Nei, ég er það ekki. En ég er
ekki heldur ánægður, og það vona
ég að ég verði aldrei, þvi að ef
menn verða ánægðir meö alla
hluti, þá merkir þaö stöðnun.
Sumir kalla það að forpokast. Þvi
er ekki aö neita, að það hefur
mjög mikiö verið gert hér
undanfarin fjögur ár. Húsakynnin
eru núna komin i viðunandi horf,
og við erum meira að segja að
byggja hér dálitið i viðbót til þess
að fá aukið vinnupláss, þannig að
nú má segja, að húsakynnin
hindri það ekki, að hér sé rekið
sómasamlegt sjúkrahús. Við
höfum lika fengið mjög riflega
aukningu á starfsliði, læknum,
hjúkrunarkonum og gangastúlk-
um. Að visu erum við ekki alveg
fullkomlega ánægðir ennþá, og
verðum þaö kannski aldrei, en
það ber vissulega ekki að van-
þakka það, sem vel hefur verið
gert. Það er að sönnu margt eftir
að gera, en ég vona, að viö fáum
það smátt og smátt. Þaö er ekki
hægt að gera alla hluti i einu. Allt
er þetta dýrt, lagfæringar á
húsum og ekki sizt tækjakaup.
Þessir hlutir eru allir þess eðlis,
að þeir verða ekki gerðir á einu
eða tveimur árum, og ég endur-
tek það, að mér finnst ástæða til
þess að þakka heilbrigðisyfir-
völdunum þaö, sem þau hafa gert
fyrir Vifilsstaði, þótt margt sé
enn ógert.
— En nú skilst mér, að húsa-
kynnin séu jafnstór og þau voru
fyrir fjórum árum, utan þessi viö-
bygging, sem þó er enn ekki
komin i gagniö. Þó segir þú aö
vinnuaðstaða hafi stórbatnað.
Hvað hefur breytzt?
— Breytingin er fyrst og fremst
fólgin i þvi, að húsið hefur verið
endurbætt til mikilla muna.
,,Gert upp”, ef maður má nota
það orðalag. Þegar ég kom hing-
aö, var það i mjög lélegu ástandi.
En vinnuaðstöðu höfum við fengiö
þannig, að viö höfum neyðzt til
þess að leggja niður sjúkrarúm.
Sjúkrarúmum hefur fækkað úr
um það bil eitt hundrað og þrjátiu
i eitt hundrað. Og auk þess hefur
starfsliðinu fjölgað, eins og ég gat
um áðan.
— Ertu þá ánægöur meö starfs-
mannafjöldann eins og hann er
núna?
— Nei, ánægöur er ég ekki með
þá hluti, þótt þeir hafi að visu
mikiö batnað á undanförnum
árum. Við þurfum fleiri lækna,
hjúkrunarkonur og sjúkraliða.
Það er þó mikið gleðiefni, að við
höfum fengið hingaö núna sér-
fræðing i lungnasjúkdómum, sem
er nýkominn hingað til lands eftir
átta ára dvöl i Bandarikjunum.
Það hefur vissulega mikil fram-
för oröiö hér viö komu hans.
Hver er hann, þessi ungi lækn-
ir?
— Hann heitir Tryggvi As-
mundsson, og við skulum láta
hann koma hér að hljóðnemanum
og leysa frá skjóöunni.
Reynslan frá
Ameríku
— Hvernig voru þeir staddir I
baráttunni viö berklana þar sem
þú varst við nám, Tryggvi?
— Ég var á tveim stöðum
þarna. Annar var smábær i
Noröur-Carolinufylki, og þar var
ekki mjög mikiö um berkla, en þó
var þar að visu starfandi berkla-
deild, sem tók sjúklinga viða að
úr fylkinu. Einkum voru það
'svertingjarnir, sem uröu fyrir
barðinu á berklunum.
En svo var ég lika i Washing-
ton, og eins og menn vita, þá
nálgast hún aö vera alsvört borg,
þaö er að segja, að svertingjar
eru þar i mjög miklum meiri-
hiuta. Enda var þar mikiö um
berkla.
— Kenndu þeir ekki sigarett-
unni um lungnakrabbann, eins og
flestir aðrir?
— Noröur-Carolinufylki, þar
sem ég var, er mesti sígarettu-
framleiöandi i heimi. Meira að
segja háskólinn þar sem ég
starfaði, var á sinum tima gefinn
af auömanni, sem eignazt hafði
allt sitt gull meö sígarettufram-
leiðslu. Þaö segir sig sjálft, að
ekki er létt aö reka sterkan
áróður gegn tóbaki á slikum stað,
þar sem bókstaflega ailir bændur
héraösins lifa af tóbaksrækt að
langmestu leyti. En engu að siður
voru læknarnir ótrauðir i baráttu
sinni gegn reykingum og létu það
ekkert á sig fá, þótt þeir vissu vel,
að þaðan komu þeningarnir.
Þegar ég var þarna, var rekinn
mjög markviss og snjall áróður i
sjónvarpi gegn sígarettureyk-
ingum. Og nú er búið að banna
sigarettuauglýsingar i sjónvarp-
inu þar fyrir vestan, þótt þær séu
enn leyföar i blööum.
Frh. á bls. 15
i !>:
'y'- ! • -
mm-,******I»ww
Kaffistofa sjúklinga. Hér er hellt upp á könnuna, rabbaö saman og lifað viö glaðan hag