Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. október 1972. TÍMINN 7 Útgefandi: Frá4nsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:j: : arinn Þórarinsson (ábm.l. Jón Helgason, Tómas Karlsson; : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmánsii •: Auglýsingastjóri: Steingrlmur. GIslaso*ii, • Ritstjórnarskrif^: :| stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306^ :j Skrifstofur i Bankastræti 7 —- afgreiöslusfmi 12323 — auglýsrj: :■ ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300..Askriftargjaldjj: ■ 225 krónur á mánuöi innan iands, i lausasöiu 15 krónur einí: takiö. Blaðaprent b.f. Við komu brezku samningamannanna Þegar samningamenn Breta koma hingað til lands i dag til viðræðna um landhelgismálið, blasir við allt annað viðhorf i fiskveiðamálum en i ágúst i fyrra, þegar viðræður þessar hófust með för Einars Ágústssonar til London og Bonn. Þá litu fiskifræðingar ekki eins dökkum augum á veiðihorfur og þeir gera nú eftir að hafa dregið ályktanir af siðustu athugun á veiðiþoli fiskstofnanna. Reynsla íslendinga sjálfra er svo ótviræð sönnun um ástand og horfur i þessum efnum. Hún er i stuttu máli á þessa leið: Sumarmánuðina fjóra á þessu ári, eða frá 1. mai til 31. ágúst hefur þorskafli landsmanna numið samtals 48.749 lestum, en var sömu mánuði i fyrra 81.741 lest. Þorskaflinn hefur þvi minnkað um meira en 30 þúsund lestir frá i fyrra þessa fjóra mánuði. Sé litið á heildar- þorskaflann frá áramótum til ágústloka þessa árs kemur i ljós, að hann hefur orðið 196.636 lestir, en var á sama timabili i fyrra 227.712 lestir og árið 1970 var hann 277.791 lest til ágústloka það ár. Þannig hefur þorskaflinn farið minnkandi ár frá ári. Aflarýrnunin frá 1970 miðað við fyrstu 8 mánuði ársins er hvorki meira né minna en rúmlega 80 þúsund lestir og munar um minna i þjóðarbúskap íslendinga. Aflarýrnun frá 1970 er nærri 30%. Þessi mikla rýrnun þorskaflans, ásamt áliti fiskifræðinga á veiðiþoli fiskstofnanna, leiðir óhjákvæmilega til þess, að útilokað er fyrir ís- lendinga að semja við Breta um þessi mál, nema þeir fallist á mjög verulegan samdrátt á veiðum sinum hér við land. Bretar verða að gera sér ljóst, að ástandið er miklu alvarlegra en haldið var, þegar viðræðurnar hófust, og til þess verða þeir að taka eðlilegt tillit. Jafnhliða þessU hefur það svo gerzt á al- þjóðavettvangi, eins og umræður i Hafsbotns- nefnd S. Þ. hafa bezt sýnt, að það má nú heita almennt viðurkennt, að strandriki eigi að hafa einkarétt eða a.m.k. mjög viðtækan forgangs- rétt á heimamiðum sinum. Lagaþróunin i heiminum er þannig með íslendingum. Þó að það sé vitanlega fyrst og fremst mál íslendinga, geta Bretar þó einnig haft hliðsjón af þvi, að aflabresturinn,sem orðinn er á þessu ári, er á góðum vegi að stöðva islenzkan sjá- varútveg og fiskiðnað, og íslendingar verða þvi brátt að taka á sig sérstakar byrðar til að tryggja rekstur þessara undirstöðuatvinnu- vega sinna. Frá sjónarmiði Breta þarf þetta ekki að þykja neitt undarlegt þar sem sjávar- útvegur þeirra nýtur mikilla rikisstyrkja. En þótt þau framlög séu ekki þungbær fyrir Breta, geta þau orðið þungbær fyrir fámenna þjóð eins og íslendinga, sem ekki geta sótt aðstoð- ina til annarra atvinnuvega. Ef Bretar vilja þannig lita með skilningi á aðstöðu íslendinga, hlýtur þeim að verða ljóst, að íslendingar geta ekki samið við þá, nema mjög verulega verði dregið úr veiðum brezkra skipa, miðað við meðalveiðina undanfarin ár. Þ.Þ. FRLENT YFIRLIT Er brezk flokkaskipun að riðlast? Frjálslynd millistefna virðist eiga mest fylgi Jcrcmy Torpe, lciötogi Frjálslynda flokksins ÞESSA dagana stendur yfir i Blackpool ársþing brezka Verkamannaflokksins og bendir margt til aö það geti oröið sögulegt. Vinstri menn i flokknum, sem eru undir for- ustu Anthony Wedgewood Benn, beita sér mjög ákveðiö fyrir þvi, að flokkurinn marki miklu sósialiskari stefnu en áöur og láti sérstaklega kné fylgja kviði i skiptum við þá þingmenn flokksins, er greiddu atkvæði meö aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu, en þeir eru undir forustu Roy Jenkins, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Harold Wilson, sem er formaður Þingflokks- ins, mun reyna að miðla mál- um, en óvist er hvernig honum tekst. Þetta þing Verka- mannaflokksins getur þvi orð- ið hið sögulegasta. Nokkru eftir að þingi Verka- mannaflokksins lýkur, mun thaldsflokkurinn halda árs- þing sitt og þykir ekki óliklegt, að það geti orðið alltiöinda- samt. Margt hefur verið and- stætt rikisstjórn flokksins að undanförnu, enda hún haldið óhyggilega á málum. Einkum er búizt við, að Enoch Powell, sem er leiðtogi hægri manna i flokknum, reyni að láta þar til sin heyra. Frjálslyndi flokkurinn neiur nýlega lokið þingi sinu. Þaö var óvenjulega vel sótt og mun friðsamara en þing flokksins hafa yfirleitt verið undanfarin ár. Astæðan var m.a. sú, að ungir menn héldu nú uppi minni ágreiningi en oftast áö- ur. Þá gerir flokkurinn sér vonir um að auka verulega fylgi sitt i aukakosningunum, sem eru framundan.M.a. er ekki talið útilokað, að hann vinni þingsæti af Verka- mannaflokknum i Rochdale, þar sem vagga brezku kaup- félaganna stóð. SÍÐASTLIÐINN laugardag birti enska stórblaðið ,,The Times” niðurstöður skoðana- könnunar, sem það lét opinion Research Centre annast fyrir sig. Skoðanakönnun þessi, sem fjallaði um afstöðu til brezkrarflokkaskipunar, hefur vakið verulega athygli. Rétt er að geta þess, aöOpinion Re- search Centre var eina skoðanakönnunarstofnunin, sem spáði nokkurnveginn rétt, hver yrðu úrslit siðustu þing- kosninga i Bretlandi. Allar aðrar spáðu sigri Verka- mannaflokksins. Tilefni þessarar skoðana- könnunar „The Times” var það, að sá orðrómur hefur verið uppi, að hægri armur Verkamannaflokksins kynni að sameinast Frjálslynda flokknum, ef vinstri armurinn gerði honum ólift i Verka- mannaflokknum. Engar við- ræður hafa þó verið um þetta, enda stefnir Jenkinsað þvi, að halda Verkamannaflokknum óklofnum, ef hægt er. Fyrsta spurning, sem lögð var fyrir þá, sem spurðir voru, var um afstöðu þeirra til nýs flokks, sem væri myndaður af Frjálslynda flokknum og hægri jafnaðarmönnum. Niðurstaðan var sú, að 35% svöruðu, að þeir myndu skipa sér undir merki sliks flokks, ef til kæmi. Af fylgismönnum Verkamannaflokksins svör- uðu 44% þvi, að þeir myndu fylgja slikum flokki, en af fylgismönnum Ihaldsflokksins 20%. Niðurstaða könnunarinn- ar bendir til þess, aö væri slik- ur flokkur nú til i Bretlandi myndi hann hafa stuðning 35% kjósenda, lhaldsflokkurinn 27%, Verkamannaflokkurinn 23,5% og óráönir væru 14,5%. ÖNNUR spurningin, sem menn voru beðnir um að svara, hljóðaði um, hver af- staða þeirra yrði til flokks, sem væri myndaður af Frjáls- lynda flokknum og frjálslynd- ari armi thaldsflokksins. Rétt 40% þeirra.sem spurðir voru, svöruðu á þá leið, að þeir myndu skipa sér undir merki sliks flokks. Af Ihaldsmönn- um, sem spurðir voru, svör- uðu 55% þvi, að þeir myndu fylgja slikum flokki, en 25% af fylgismönnum Verkamanna- flokksins. Þá var borin fram sú spurn- ing, hvort menn myndu styöja Frjálslynda flokkinn, ef hann hefði möguleika til að fá völd- in. Rétt 40% svöruðu þvi, að þeirmyndu fylgja Frjálslynda flokknum undir þessum kringumstæðum. Af fylgis- mönnum Ihaldsflokksins svör- uðu 34% þessu játandi, og einnig 34% af fylgismönnum Verkamannaflokksins. Niðurstaða þessi gefur til kynna, að Frjálslyndi flokkur- inn gæti orðiö stærsti flokkur- inn i Bretlandi, ef þar væru hlutfallskosningar, en ein- menningskjördæmafyrir- komulagið virðist nú standa mest i vegi hans. ÞA var spurt um, hvort menn teldu, aö núverandi flokkaskipun væri lengur starfhæf. Rétt 53% þeirra, sem svöruðu, töldu hana úr- elta og óstarfhæfa, 27% töldu hana starfhæfa, en 20% létu enga skoðun i ljós. Niðurstaöa þessi bendir ótvirætt til þess, að vantrú rik- ir á núverandi tveggja flokka kerfi i Bretlandi. Almenningur er bersýnilega óánægður meö báða stóru flokkana. Margar ástæður valda þvi, en þó ræður þar sennilega mestu, að báð- um flokkum hefur mistekizt að stjórna. Stjórn Wilson á ár- unum l9(i4-’7() reyndist ekki vandanum vaxin og sama gildir um núverandi rikis- stjórn Ihaldsflokksins. Meiri- hluti kjósenda vill þvi bersýni- lega einhverja breytingu, en það er vafalaust hægara sagt, en gert að ætla að breyta rót- gróinni flokkaskipun i Bret- landuSvo fastheldnir eru Bret- ar, þegar á reynir. Slikt má heita óhugsandi, nema meiri- háttar klofningur yröi I öðrum stóru flokkanna eða kosninga- fyrirkomulaginu yrði breytt. Til þess siðarnefnda virðast litlar likur, þvi að það er hag- ur beggja stóru flokkanna að halda i það. ÞVl ER hinsvegarekki hægt að neita, að sú upplausn, sem nú er innan beggja stóru flokkanna og vaxandi óánægja með forustu þeirra beggja, er óvenjulega mikil og sennilega miklu meiri en hún hefur nokkurn tima áður veriö. Ef til vill getur hún oröið nokkurt vatn á myllu Frjálslynda flokksins, a.m.k. i bili, og munu næstu aukakosningar i Bretlandi leiöa það i ljós. Þaö gæti einnig orðiö honum til styrktar, ef vinstri armurinn tekur öll völd i Verkamanna- flokknum og hrektu Roy Jen- kins og félaga hans úr flokkn- um. Það gæti jafnvel valdið byltingu i brezkri flokkaskip- un, eins og niðurstöður framangreindrar skoðana- könnunar bendir til. Skoðanakönnun „The Times” virðist leiða það i ljós, að brezkir kjósendur hallast helzt aö hófsamri umbóta- stefnu, eða millistefnu, en eru andvigir öfgum til beggja hliða. Vafalaust mun þessi niðurstaða hafa veruleg áhrif á þá stefnumótun, sem veröur á flokksþingum Verkamanna- flokksins og Ihaldsflokksins, ef róttæku öflunum þar tekst ekki að hrifsa til sin völdin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.