Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 15
MiAvikudagur 4. október 1972. TÍMINN 15, Framhald af bls. 9. — Þeir eru þá allir á einu máli um aö lungnakrabbinn sé síga- rettunni aö kenna? — Ég held. að það séu ákaflega fáir læknar. sem treysta sér til þess að bera á móti þeirri kenn- ingu. Það má reyndar segja. að ekki sé enn fullkomlega vitað, hvernig þetta gerist, en tiðni i lungnakrabba hjá miklum reyk- ingamönnum er svo margföld á við hina, sem ekki reykja. að það er ógerlegt að láta sér detta ann- aö í hug. en að þar sé beint sam- vand á milli. Hitt er ekki heldur neinum efa undirorpið. aö reyk- ingar valda mörgum fleiri sjúk- dómum i lungum. svo sem lungnaþembu og fleira. — En hvaö um mengun af völd- um bila og verksmiðja? — Það hefur verið sýnt fram á, að fólk sem býr i stórborgum, þar sem loft er óhreint, hefur miklu hærri tiðni lungnasjúkdóma heldur en sveitafólk. Þar er árciöanlega beint samband á milli. Gott er að vera heima — En hvernig finnst þér nú að vera kominn heim? — Það er ósköp hreint og tært blessað loftið hérna hjá okkur. Og þótt mikið hafi rignt hér á Suður- og Suð- Vesturlandi i sumar, þá kann maður nú samt alltaf bezt við islenzku veðráttuna. — En hvernig lizt þér á þig hér sem lækni, i byrjun starfs? — Nú, það þýðir auðvitað ekki að gera sömu kröfur til tvö hundr- uð þúsund manna þjóðar og rik- ustu þjóðar heimsins. En ég verð að segja, að mér finnst ástandið alls ekkert slæmt, og ég held, að það sé hægt að bæta það töluvert með ekki alltof miklum tilkostn- aði. — Og það er gott að vera á Vifilsstöðum, þeim fornfræga stað? — Já. Ég hef áreiðanlega aldrei unnið á spitala með jafn- góðu útsýni. — Hvernig finnst þér við vera á vegi staddir i baráttunni við lungnasjúkdóma, svona al- mennt? — Mér dettur sérstaklega i hug einn atvinnusjúkdómur, sem er nokkuð algengur meðal bænda. Það er heymæðin. Þessa sjúk- dóms verður einkum vart i lönd- um þar sem illa gengur að þurrka hey og þau vilja mygla. Ég er dauðhræddur um, að þeir bændur, sem eru harðir af sér og láta ekki heymæðina á sig fá, eyðileggi sin lungu meira og minna með timanum. — Er ekki hægt að nota ein- hvers konar grimur til varnar? — Þetta hefur nú verið reynt dálitið, en það hefur ekki gefið sérlega góða raun. Fyrst og fremst hafa þær ekki virzt koma að sérlega miklu gagni, og auk þess hefur bændum gengið heldur illa að aðlaga sig þeim. Ég held, að áhrifameira væri að reyna að framleiða hey, sem ekki myglar, þótt það gæti ef til vill orðið þrautin þyngri i okkar islenzku veðráttu. — En hvernig lizt þér á tóbaks- venjur þjóðarinnar, þegar þú nú litur þær hálfgerðum gests- augum? — Ég held, að tslendingar reyki alltof mikið. Það veitti áreiðanlega ekki af þvi að taka hér upp álika herferð og nú er þegar hafin i Ameriku. Það er með þetta eins og flest annað: Það er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla, sem gildir. Það blátt áfram dugir ekki annað en að koma fólki i skilning um skað- semi tóbaksins. Ert þú ekki eins og flestir ungir menn, að þú alir með þér ein- hverja drauma um framtíð sér- greinar þinnar? — Um þá hluti vil ég sem minnst tala. Skýjaborgir hafa mikla tilhneigingu til þess að hrynja. Þvi verður ekki neitað, að hér er varfærnislega talað af ungum vísindamanni. En þess er vert að minnast, að ef einhver heföi spáð þvi fyrir svo sem fjórum áratugum, að við yrðum árið 1972 þar á vegi staddir, sem við erum nú i baráttunni við berklana, þá hefðu það verið kallaðar skýja- borgir. En þær hafa ekki hrunið, heldur staðið og það með miklum sóma. —VS. Vífilsstaðir Arnc Nordheiin tónskáld, sem mun flytja og skýra verk sin á tónlcikum i Norræna húsinu i kviild. (Timamynd GE) Arne Nordheim * i Norræna húsinu Klp-Reykjavik i kvöld kl 20.:il) mun norska tón- skáldið Arnc Nordheim, sem er citt þckktasta tónsáld Norður- landa. flytja og skýra verk sin á tónleikum, scm haldnir verða i Norræna luisinu. Arne Nordheim hlaut tónlista- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1972 og tók hann við verð- laununum i febrúar s.l. Hann er þegar góðkunnur hér á landi fyrir verk sin, sem m.a. eru mörg til á hljómplötum. Hann hefur einnig komið hér fram áður ásamt Trio Mobile, sem hélt tónleika i Norræna húsinu fyrir tveim árum i tengslum við Musica Nova. Við það tækifæri voru flutt eingöngu verk eftir hann, ma. nokkrar frægustu tónsmiðar hans eins og t.d. Solitaire Partita II, þar sem Ingolf Olsen lék á rafmagnsgitar, Response, Pace, Signals og Dinosauros, þar sem Mogens Ellegaard lék á harmóniku. Tónleikarnir i kvöld verða all nýstárlegir að þvi leyti að nótur („partitur”) liggja frammi, og geta þvi þeir sem vilja fylgzt með flutningnum, enda mun tón- skáldiðskýra og kynna tónsmiðar sinar meðan a' tónleikunum stendur. Eins og fram hefur komið i fréttum verður eitt verka Arne Nordheim flutt á tónleikum Sin- foniuhljómsveitarinnar á morgun, fimmtudag, undir stjórn landa hans Karsten Andersen. íþróttir Framhald af bls. 11. að æðferð sin við þjálfunina sé undirstaða þess, hve hann hefur náð sibatnandi árangri. Æfingarnar eru mjög ein- staklingsbundnar. Hann reynir stöðugt eitthvað nýtt, gerir tilraunir og byggir æf- ingarnar á likamsástandi sinu. Hann leggur mikla áherzlu á að auka kraft hand- leggjanna, styrkja vöðvana og þroska hæfileikann til skyndi- legrar átaksaukningar. Margir tala um óvenjulega likamlega hæfileika Aleksejevs, en sjálfur segir hann: ,,50% árangurs mins á ég að þakka þolgæði, 40% erfiði, 10% hæfileikum. Hæfileikar eru likt og gullæðdjúpt i jörðu. Það þarf að grafa lengi og kappsamlega til þess að finna Fjölbreytt starfsemi MFA í vetur - verður m.a. með helgarnámskeið úti á landsbyggðinni um helgar ÞÓ—Reykjavik. Fræðsluhópar Menningar- og fræöslusambands alþýöu taka nú senn til starfa á ný. A liönum vetri var gerö tilraun meö þetta fræösluform, sem tókst i alla staöi vel, og á næstu dögum byrja fimm fræösluhópar starfsemi sina, en þessir hópar munu starfa fram eftir vetri. A blaöamannafundi i gær, meö forráðamönnum MFA, sagði Baldur Óskarsson fræðslustjóri MFA, að um eftirgreind verkefni yrði fjallaö fyrir áramót. Trúnaðarmaðurinn og vinnu- staðurinn, leiðbeinandi Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASl. Haglýsing og atvinnulif, leiðbeinandi Hjalti Kristgeirsson. lslenzk stjórnmál, stofnanir og valdakerfi, leiðbeinandi Ólafur Ragnar Grimsson, lektor. Ræðu- flutningur og fundastörf, leið- beinandi Baldur Óskarsson fræðslustjóri MFA. Leikhús- kynning, leiðbeinandi Sigmundur örn Arngrimsson leikari. Þátttökugjald i þessum nám- skeiðum er kr. 300 á mann, en þátttöku þarf að tilkynna á skrif- stofu MFA, i siðasta lagi mánu- daginn 9. október. Þá verður ennfremur bætt viö þetta fræðsluhópastarf nýjum greinum eftir áramótin. Verður þá ma. fjallað um fjármál, bók- hald og sjóði verkalýðsfélaga, fé- lagsfræði, bókmenntir og fleira. A blm. fundinum kom m.a. fram, aö horfið verður nú frá hinum löngu námskeiðum, en i þess stað verður lögð áherzla á starfshópa, og þá oft með helgar- námskeiðum. Þá hefur stjórn ASI og MFA samþykkt að koma upp félags- málaskóla, og hugmyndin er að hann geti að fullu tekið til starfa á næsta hausti. Sá skóli verður ekki fullmótaður strax, en ætlunin er aö hægt verði að flytja hann á milli landshlutanna, og hefur komið til tals, að nota hinar nýju orlofsbyggingar verkalýðsfé- laganna sem kennslumiöstöðvar. Einnig vinnur MFA að þvi þessa dagana, að koma út hand- bók fyrir verkalýðsfél., en I bók inni getur m.a. aö finna helztu atriöin i félagsmálalöggjöf Is- lendinga og ýmislegt annað, sem vel kemur sér fyrir hvern alþýöu- mann að vita. 1 haust og á komandi vetri verður MFA meö helgarnám- skeið úti á landsbyggöinni, og fyrsta helgarnámskeiöiö verður haldið á tsafirði 22.-25. október. Þá verða haldin helgarnámskeið i Keflavik og i Hafnarfirði fyrir Flugfélagið: XvÍSV3r í A sunnudaginn var farin fyrsta flugferðin samkvæmt vetrar áætlun til Þingeyrar, en i vetur áætlar Flugfélag lslands að fljúga þangað tvisvar i viku, eða á sunnudögum og miðvikudögum. Aður hefur aðeins verið áætlun einu sinni i viku. A s.l. sumri var sett vandað yfirlag á flugvöllinn á Þingeyri og farþegaskýlið sta>kkað að mun og innréttað. Þá er verið að girða flugvöllinn. Almenn a'nægja er með þetta á Þingeyri og er nú áætlunarflugið Endanlegar tölur N T H - K a ii p m a n n a li öf n Nákva'm bráðabirgðatalning atkvæða úr þjóðaratk væða- greiðslunni i Danmörku, leiddi i ljós, að 1.954.054 greiddu atkvæði með aðild og 1.126.095 á móti. Eru það þvi 63.44% atkvæða, sem samþykktu, en 36.56% voru á móti. Alls greiddu atkvæði 3.080.149 manns og var það 89.79% kosningaþátttaka. Grænland er ekki innifalið i þessum tölum, en þar var mikill meirihluti kjósenda andvigur aðild. Það breytir þó svo til engu um hlut- föllin. áramót og i Neskaupstaö eftir áramót. 14. október n.k. veröur Lista- safn ASI og MFA meö lista- og fræöslukvöld á Höfn i Hornafirði. Er þetta þáttur i þeirri viöleitni aö koma á meira samstarfi milli MFA og Listasafns ASl. Eftir áramót verður MFA meö 3 stefnumarkandi ráöstefnur, sem haldnar eru i samvinnu viö verkalýösfélögin. A þessum ráö- stefnum veröa tekin fyrir ýmis mál eins og t.d. húsnæöismálin og afstaða verkalýðsfélaganna til þeirra, tryggingarmálin og fulloröinsfræðsla. viku til Þingeyrar farið i Fokker Friendship flug- vélunum. I fyrravetur var áætlunarflug einu sinni i viku til Þingeyrar, en flugið þangað reyndist þá erfið- leikum bundið vegna þess aö þá var völlurinn óofaniborinn og oft erfiður af þeim sökum. Fiskverðið ÞO-Reykjavik Verðlagsráð sjávarútvegsins sat á funcli i allan gærdag og ræddi um íiskverðiö. Engin niður staða náðist a fundi ráðsms og verður þvi annar fundur hjá Verðlagsráðinu haldinn I dag. Fiskverð átti að vera komið 1. október. Ef Verðlagsráð nær ekki samkomulagi um fiskverðið verður að visa málinu til yfir- nefndar og hún verður siðan að skera úr um verðið. Senda bretunum ffrau,ilíhlLd heimskingja nema þér og lélagar yðar sýni og sanni annað. Og undir brélið ritar svo William McDougll, talsmaöur Skozka þjóðernissinna flokksins á tslandi. m rffAMh l BILAK 1972 Chervolet Chevelle 1971 Vauxhall Viva STI) 1971 Peugeot Station 204 1970 Vauxhall Viva GT 1970 Opel Ilekord 4ra dyra 1971 Opel Delvan 1908 Scout 800 1908 Opel Caravan 1900 L 190(1 Volksw. 1000 TL P'astback 4ra dyra, sjálfskiptur 1903 Taunus 12 M 1971 Opel Rekord 4ra dyra 1971 Opel Ascona Station 1971 Vauxhall Victor 1000 1970 Vauxhall Viva Station SL 1970 Opel Commodore Coupe 1970 Opel Rekord 2ja dyra 1970 Vauxhall Victor 1970 Moskvich 1970 Taunus 1700 S Stat. 4ra dyra 1970 Toyota Crown De Luxe 1909 Vauxhall Victor Station 1908 Taunus 17 M Station 1908 Opel Commodore, 4ra dyra 1907 Opel Caravan 1907 Chervrolet Impala Coupe 1900 Rambler American 1900 Buick Special 1907 Vauxhall Viva Deluxe 1970 Vauxhall Viva Deluxe 1971 Citröen Ami 8 1900 Chervrolet Nova 1972 Chervrolet Nova 1907 Chervrolet Malibu 1907 Ford Zephyr 1907 Pontiac Parsienne r Ovenj u mikið úrval af notuðum bílum Hagstæð greiðslukjör SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMt 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.