Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 12. október 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1973 lagt fram á alþingi í gær: Kappkostað að vinna að félags- legri uppbyggingu í þjóðfélaginu Fjárlagafrumvarpið fyrir áriö 1973 var lagt fram á alþingi i gær. 1 greinargerð með frumvarpinu eru meginatri'i þess, og einstakir liðir, raktir og útskýrðir. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr greinargeröinni, þar sem fjallað er um meginatriöi frumvarpsins, og um forsendur gjalda- og tekju- liöa þess. Félagsleg uppbygging 1 fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1973 er leitast við að fylgja þeirri stefnu að áætla tekjur og gjöld i samræmi við beztu heimildir um liklega þróun á þvi ári, eins og gert var við gerð fjárlagafrum- varps fyrir árið 1972, miðað við þá stefnumörkun, sem fjárlaga- frumvarp þetta fylgir og þær for- sendur, sem lagðar eru til grund- vallar við samningu þess. Eins og fram er tekið i málefnasamningi núverandi rikisstjórnar er kapp- kostað að vinna að félagslegri uppbyggingu i þjóðfélaginu með skipulegum hætti með svo mikl- um hraöa, sem skynsamlegt og framkvæmanlegt er talið. Þannig voru við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1972 og vegáætlunar mörkuð timamót i félagslegri uppbygg- ingu á mörgum sviðum þjóð- félagsins. Með þessu fjárlaga- frumvarpi er haldið áfram á sömu braut. Fjárveitingar til framkvæmda eru svipaðar og á yfirstandandi fjárlögum, nema hvað þær hækka i heild vegna verðhækkunar og raunverulega meira vegna þeirra skerðinga, sem gerðar voru i sambandi við framkvæmd bráðabirgðaráðstaf- ana þeirra, sem gerðar voru i júli s.l. vegna verðstöðvunar. Lagt er nú meira kapp á það en nokkru sinni fyrrað nýta framkvæmdafé þannig að ljúka verkum eða ná vissum áfanga til að tryggja sem bezt not fjárins. Við undirbúning fjárlagafrum- varpsins i sumar lá fyrir sundur- liðuð greinargerð frá nokkrum ráðuneytum um kostnað viö ein- stakar framkvæmdir. Þessi und- irbúningur mun gera starf fjár- veitinganefndar og alþingis- manna yfirleitt mun auöveldara en áður hefur verið, þar sem þessar tillögur liggja nú fyrir, er störf Alþingis hefjast, svo aö undirnefndir fjárveitingar til hinna ýmsu framkvæmdaflokka, og hægt á að vera með þessum vinnubrögðum að hraða og vanda undirbúning við afgreiðslu fjár- laga. Framkvæmda áætlun 1973 afgreidd með fjárlögunum Enda þótt kappkostað sé að nýta fjármagnið sem bezt og hraða framkvæmdum verka, mun þó ekki verða unnt að miða almennt við meiri hraða i bygg- ingu barna- og gagnfræðaskóla en fjögur ár, svo sem verið hefur, meðal annars vegna þess, hve margar framkvæmdir i skólum standa nú yfir. í kjölfar fjárlaga- frumvarpsins mun verða lögð fram tillaga um framkvæmda- áætlun fyrir árið 1973 og gert er ráð fyrir, að afgreiðsla fjárlaga- frumvarps og framkvæmdaáætl- unar fari saman frá Alþingi, þar sem reynslan hefur sýnt, að nauð- syn ber til að svo sé. Enda kemur þá fram samhliöa ein mynd af framkvæmdum hins opinbera, bæði með afgreiðslu fjárlaga og framkvæmdaáætlunar, og verður einnig sett fram heildarmynd af væntanlegum framkvæmdum i þjóðfélaginu á árinu 1973. Framkvæmdastofnunin hefur unnið að undirbúningi fram- kvæmdaáætlunarinnar og hefur það að sjálfsögðu verið gert i samráði viö fjárlaga- og hag- sýslustofnun fjármálaráðuneytis- ins. Sambandi á milli fram- kvæmdaáætlunnar og fjárlaga- gerðar hefur verið breytt til batnaðar með þessu fjárlaga- frumvarpi að nokkru frá þvi sem veriö hefur, m.a. með þvi að taka nú til útgjalda á fjárlagafrum- varpi vezti og afborganir, eins og t.d. vegna Reykjanesbrautar, sem áður var mætt með nýju lánsfé, svo sem kunnugt er. brátt fyrir þá endurbót, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, hefur þó ekki tekizt að þessu sinni að ganga eins langt og nauösynlegt er, til að gera eðlilega skörp skil á milli þeirra framkvæmdaliða, er fjármagna á með lánsfé, svo sem framkvæmdir, er gefa siöar af sér tekjur, eins og raforku- framkvæmdir og fleira, og hinna, sem rikissjóður fjármagnar ein- göngu með óafturkræfu framlagi. Nauösyn ber til að marka um þetta ákveðna stefnu með þeim hraða, sem fjárhagur rikissjóðs frekast leyfir. Þá er gert ráð fyrir þvi i þessu fjárlagafrumvarpi, að útgjöld vegna afborgana og vaxtagreiðslna á lánum, sem vegasjóður greiddi áður, verði nú greidd af rikissjóði, svo sem gert var ráð fyrir við afgreiðslu vega- áætlunar á s.l. vori. Launaliðurinn hækkar verulega Þetta fjárlagafrumvarp sýnir nú i fyrsta sinn heildaráhrifin af kjarasamningunum frá desem- ber 1970, þar sem lokaáfangi þeirra gildir nú allt árið 1973 og ýmsar leiðréttingar hafa verið gerðar á þeim, sem ekki var hjá komizt, svo sem eðlilegt var, þar sem starfsmat, sem þá var upp tekið, var frumsmið, sem hlaut að verða að aðlaga að einhverju leyti þvi kerfi, sem áður hafði verið. Launaliður fjárlagafrumvarps- ins hækkar þvi af þessari ástæðu verulega, og i öðru lagi vegna þess, að nú kemur til útgjalda ákvörðun Kjaradóms um 7% hækkun á launum opinberra starfsmanna frá 1. marz næst- komandi. 1 þriðja lagi hækkar svo launaliður fjárlagafrumvarpsins vegna þeirrar ákvörðunar um til- færslu á útgjöldum milli rikis og sveitarfélaga, sem gerð var i sambandi við afgreiðslu laga um tekjustofna sveitarfélaga og laga um tekjuskatt og eignarskatt. En þá var ákveðið, að rikissjóður annaöist greiðslu að öllu leyti á löggæzlukostnaöi i landinu. Inn á launalið fjárlagafrumvarpsins nú kemur öll greiðsla launa lög- gæzlumanna og er sú f járhæð 263 millj. kr. Hér er að verulegu leyti um tilfærslu að ræða á milli liða innan fjárlagafrumvarpsins, frá þvi sem áður hefur verið. Af þeim ástæðum, er að framan greinir, og vegna þeirrar fjölgunar, sem alltaf á sér stað i rikiskerfinu, að einhverju leyti, hækkar launalið- ur fjárlagafrumvarpsins i heild um 990 millj. kr. Það skal tekið fram, að eins og áður hefur verið mjög haldið i fjölgun starfs- manna i rikiskerfinu, þótt með öllu sé ómögulegt að komast hjá einhverri fjölgun. Ilalldór E. Sigurðsson fjármála- ráöherra. Mikil hækkun tryggingautgjalda Útgjöld vegna almannatrygg- ingakerfisins hækka um 734 millj. kr. Þar er haldið fram þeirri stefnu, er mörkuð var á siðasta Alþingi af núverandi rikisstjórn, um lágmarkstekjur aldraðra og öryrkja og þau heimildarákvæði, sem ákveðið hefur verið að nota á þessu ári. Endurskoðun laganna um almannatryggingakerfið er ekki lokið og þvi er ekki séð, hvaða áhrif hún kann að hafa á útgjöld rikissjóðs og þess tæplega að vænta, að þau áhrif komi fram fyrr en við fjárlagagerö fyrir árið 1974. Útgjöld vegna niðurgreiöslu á vöruverði hækka um 375 millj. kr. frá núgildandi fjárlögum. Sú ákvörðun var tekin af rikis- stjórninni i upphafi þessa árs, aö láta ekki koma til framkvæmda þá ákvörðun Alþingis, sem samþykkt var við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1972, að lækka niðurgreiðslu á mjólk. Útgjöld samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessu til niðurgreiðslna eru mið- uð við þaö, að niðurgreiðslur á verðeiningu verði óbreyttar, eins og þær voru áður en bráðabirgða- lögin um verðstöðvun voru sett i júli s.l. Hins vegar er ekki gert ráð fyr- ir útgjöldum vegna bráðabirgða- laganna, hvorki til niðurgreiðslna né fjölskyldubóta i þessu fjár- lagafrumvarpi, enda er þeim lög- um ekki ætlað að gilda nema til næstu áramóta. Sérstök nefnd vinnur nú á vegum rikisstjórnar- innar aö tillögum um valkosti og leiöir i efnahagsmálum og munu þvi ákvarðanir i þessum efnum biða þar til tillögur nefndarinnar liggja fyrir. Kostnaði við ráð- stafanir þær, sem gerðar voru i júli s.l, var mætt með niðurskurði á ýmsum útgjaldaliðum fjárlag- anna árið 1972, svo sem lækkun framlaga til verklegra fram- kvæmda. Hins vegar eru þær fjárveitingar nú teknar upp að nýju, svo að ákvarðanir um út- gjöld og tekjuöflun vegna væntanlegra ráðstafana i efna- hagsmálum verða að fara saman að þvi leyti sem þær ráöstafanir snerta rikisútgjöldin. Skattvísitala hækkar um 28 stig Tekjuáætlun f járlagafrum- varpsins er unnið af hag- rannsóknardeild Framkvæmda- stofnunar rikisins. Hún er miöuð við gildandi lög um tekjustofna rikisins og spár um tekjur, verö- mætaráðstöfun og innflutning á árunum 1972 og 1973. Skattvisitölu skal ákveða með fjárlögum. Ef miða hefði átt skattvisitölu við hækkun framfærslukostnaðar á árinu 1972 eina saman hefði hún átt að hækka um 10 stig. Hins veg- ar tók rikisstjórnin þá ákvörðun við gerð fjárlagafrumvarpsins, að teknu tilliti tii allra aöstæðna, að hækkun skattvisitölunnar að þessu sinni yrðu um 28 stig. Eins og fram kom i greinargerð fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1972, var þá hafin endurskoðun á lögum, er varöa tekjuöflun rikis- sjóðs. Samkvæmt þeirri end- urskoöun var gerð breyt- ing á lögum um tekju- og eignarskatt á siðasta Alþingi, og er tekjuöflun fjárlagafrumvarps þessa miðuð við þá breytingu. Þessari endurskoðun hefur veriö haldið áfram og er enn ekki lokið. Ekki er ennþá ljóst, vegna þess hve málið er umfangsmikiö, hvort eða að hve miklu leyti hægt verður að miða tekur ársins 1973 við þær breytingar, sem kunna að veröa gerðar á tekjuöflun rikis- sjóðs á þessu þingi. Þeirri stefnu var fylgt við gerð þessa fjárlaga- frumvarps að gæta fyllstu aðgæzlu i útgjöldum rikissjóðs, enda hækkun fjárlagafrumvarps- ins fyrst og fremst vegna ákvarö- ana i kjarasamningum, i lögum og til aukinna verklegra fram- kvæmda. Þá er gert ráð fyrir i þessu fjárlagafrumvarpi veru- legum útgjöldum vegna afborg- ana af lánum rikissjóðs og vega- sjóðs, svo sem áður er að vikið, þ.á.m. 250 m. kr. sem fyrstu greiöslu af láni Seðlabanka ís- lands, sem stofnað var til i þeim tilgangi að mynda sjóð, er staðið gæti á móti hinni árstiðabundnu sveiflu i rikisfjármálunum. Fjárlagafrumvarp þetta er með u.þ.b. 100 millj. kr. greiöslu- afgangi, þó að engin ný tekjuöflun eigi sé stað. Rikisstjórnin mun fylgja þeirri ákvörðun sinni fram við afgreiðslu þessa fjárlaga- frumvarps, að fjárlög fyrir áriö 1973 verði greiðsluhallalaus. Meginforsendur Fjárlagaáætiunin er byggð á þeirri forsendu, hvað útgjöld varðar, að kaupgreiðsluvisitala haldist i 117 stigum út áriö 1973, en tillit tekið til þeirrar 7% grunn- launahækkunar, er verður 1. marz n.k. Enn fremur er við áætl- un annarra kostnaðarliöa höfð hliðsjón af því, að um 13% hækk- un hefur orðið frá gerð siðustu fjárlagaáætlunar á vísitölu vöru og þjónustu. Meginforsendur tekjuáætlunar frumvarpsins eru þær, að almenn innlend verö- mætaráðstöfun aukist um 10,6% og innflutningur um 14%. Loks er gert ráð fyrir, að skattvisitala verði ákveðin 128 stig. Miðaö við ofangreindar for- sendur er rekstrarafgangur fjár- lagafrumvarpsins 580 m.kr., en halliá lánahreyfingum nemur 476 m. kr., þannig að greiðslujöfnuð- ur er hagstæður um 104 m. kr. Útgjöld á rekstrarreikningi nema i heild 19.867.8 m. kr. á móti 16.549.5 m. kr. i fjárlögum 1972, og er hækkunin þvi 3.318.3 m. kr., eða 20,1%. Ef frá eru taldir mark- aöir tekjustofnar, sem fram koma sem útgjöld á rekstrar- reikningi og hækka um 273.9 m. kr., eða 12.1%, verða einnig rikis- sjóðsútgjöld 17.330.8 m. kr. en voru 14.286.4 m. kr. i fjárlögum 1972. Hækkunin nemur þannig 3.044.4 m. kr., eða 21.3%. Launaáætlun á fjárlögum 1972, eins og hún kemur fram á ein- stökum stofnunum, var miðuð viö grunnkaupshækkanir á árinu 1972, samkvæmt kjarasamning- um og kaupgreiðsluvisitölu 107.19 stig, en það er sú vísitala, sem gilti fyrir mánuðina sept,—nóv. 1971. A sérstökum fjárlagalið var svo áætluö fjárhæð vegna verö- lagsuppbóta á árinu 1972. Við launaáætlun ársins 1973 er tekiö tillit til þeirrar 7% grunnkaups- hækkunar, sem verður i marz n. k., og miðað er við verðlags- uppbót samkvæmt kaupgreiðslu- visitölu 117 stig, þ.e. óbreytt frá þvi sem nú er, en frá visitölu 107,19 stig, sem lá til grundvallar fjárlagaáætlunar 1972 fyrir ein- stakar stofnanir, hafa breytingar oröið þessar: 1. des. 1971 108.37 stig, 1. marz 1972 109.29 stig og 1. júni 1972 117.00 stig. Eins og fram kemur á eftirfarandi yfirliti hækka laun i heild um 989.9 m. kr. frá fjárlögum 1972. Þetta er þó ekki raunveruleg hækkun launa- kostnaðar, þar sem hluti hækkun- arinnar stafar af þvi, að við yfir- töku rikisins á löggæzlu- kostnaðarhluta sveitarfélaga veröur kostnaðinum skipt á ein- staka rekstrarliði og einkum á launalið, en hlutdeild rikisins var áður öll talin yfirfærsla til sveitarfélaga. Hækkun launaliðar af þessum sökum er 263.6 m. kr. Raunveruleg hækkun launa aö öðru leyti er þvi 726.3 m. kr., eða 21.5%. Eins og fram hefur komið hækka eiginleg útgjöld rikissjóðs um 3.044.9 m. kr., eða 21.3%, og skiptist hækkunin I meginatriðum þannig: Framhald á bls. 19 Millj. kr. Laun........................................................989.9 Almannatryggingar...........................................734.4 Niðurgreiðslur..............................................374.6 Vaxtagreiðslur þ.m .t. vegasjóðslán.........................237.9 Vegagerð framlag rikisjóös án launa.........................120.0 Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir.....................110.0 Lánasjóður islenzkra námsmanna...............................83.0 Bygging barna- og gagnfræöaskóla.............................78.8 Aðstöðujöfnun nemenda........................................25.0 Sölustofnun lagmetisiönaöarins...............................25.0 Frarhlag vegna rekstrarhalla togara 1972.....................25.0 Annað, nettó................................................240.8 Samtals 3.044.4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.