Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 12. október 1972 TÍMINN 19 Hungurverkfall Framhata af bls. 1. að ná tali af Helga, en fékk afsvar. Sverrir Einarsson, fulltrúi hjá sakadómara, svaraði stutt og laggott: — Þaö kemur ekki til mála. Þá var ekki búið að kveöa upp úrskurö um, að Helgi skyldi sæta gæzluvarðhaldi, en slikt veröur að gera áöur en sólarhringur er liðinn frá handtöku. Aður en sá frestur var lið- inn, var Helgi svo úrskuröaður i þrjátiu daga gæzluvarðhald og sendur i geðrannsókn. TÓLF TIL FIMM- TAN SEKÚNDRU Helgi vann við iön sina, trésmiöar, i Breiðholtshverfi, og áður en hann fór niður að þinghúsi i fyrradag, stimplaði hann sig út, þvi að hann er allra manna vandaðastur i dagfari sinu. Að þvi loknu hélt hann á vettvang. Af myndum þeim, sem ljós- myndari Timans, Gunnar Andrésson, tók af sjálfum at- burðinum viö þinghúsiö, má ákvarða hversu langur timi leið frá þvi Helgi hljóp fram fyrir heiðursvöröinn og þar til hann féll i götuna. Myndirnar voru átta, og þær má með mesta hraða taka i kyrrstööu á niu sekúndum.Hér bætist þaö við, að ljósmyndarinn elti Helga og skipti meira að segja um myndavél, svo að tólf til fimmtán sekúndur hafa verið liðnar, þegar lögregiu- þjónarnir, sem fram stukku byltu honum á grúfu viö gang- stéttina. Við rannsókn málsins mun hafa komið fram, að hægri höndin,sem lögregluþjónarnir i heiðursverðinum höföu við húfuskyggni, hafi byrgt þeim sýn til þeirrar hliðar, svo að þeir hafi ekki séð Helga fyrr en hann var kominn beint fram fyrir þá. EKKERT VIÐNAM, ENGIN HRÆRING Helgi veitti enga mótspyrnu nú fremur en endranær, þegar lögreglan hefur haft af honum afskipti. Hann hrærði hvorki legg né liö, og mælti ekki orð frá vörum. I fangaklefunum lá hann hreyfingarlaus, sagði ekki orð og nærðist ekki. Hann svaraði ekki, þegar átti aö yfirheyra hann i gær, og hann var borinn út úr hegningar- húsinu viö Skólavörðustig, hreyfingarlaus með lokuð augu, þegar lögreglan færði hann i gæzlu á sjúkrahúsi upp úr miðjum degi. PtSLARVOTTUR A TUTTUGUSTU ÖLD Það er ekki nýtt i sögunni, að menn verði pislarvottar. En það verður Helgi nú að teljast. Honum er það heilög bók, að fá skirnarsáttmála sinn ógiltan, en þvi hefur hann ekki fengið framgengt, og af þvi er þetta allt sprottið. Ekki er óliklegt, að nú taki við langt hungurverkfall, ef þvi verður framfylgt að halda honum i gæzluvarðhaldi til langframa. Gullfoss Framhald af bls. 1. var ekki starfræktur á s.l. sumri en hin lélega snyrtiaðstaða var hinsvegar opin. Nú eru horfur á að loksins verði komið upp sóma- samlegri snyrtiaðstööu við þenn- an f jölsotta ferðamannastað og er þaö ekki seinna vænna, því að snyrtiaðstaða við Gullfoss hefur veriö til háborinnar skammar á undanförnum árum. ' . , . Framhald flnmgafarþegar ar bis. n. haustin. — Annars sögðust þær ekki setja veðrið fyrir sig, það væri sama hvernig veðrið væri á tslandi, landið væri jafnfallegt, meira en hægt væri að segja um önnur lönd. Þarna við fossinn hittum við lika kinversk-bandarisk hjón, sem heita Tsu. Þau ætluðu aö stanza i tvo daga hér á landi á leið sinni til Evrópu . Þau sögðu, að þau hefðu ekki reiknað með ís- landi jafn fallegu og það væri. Þau höföu alltaf imyndað sér þaö, sem frumstætt land, sem væri isi hulið að mestu, en þó án eskimóa. Veöur var gott þegar við komum að Geysi, og Strokkur, lét sem óöur vær^ enda var lognið algjört og lágþrýstisvæði yfir landinu, en þegar þannig viðrar eru goshverirnir i sinum mesta ham. — Ekki var fólkið búið að fá nægju sina á Strokki, Þegar Kristján leiðsögumaður hrópaði upp, ,,look at great Geysir.” Allir litu við svo snöggt, sem þeir máttu. Og viti menn. Sjálfur Geysir hafði lyft sér um eina 20 metra. Þaö var ekki aö sökum aö spyrja, allir tóku hinn mesta sprett að þessum fræga goshver. En þegar til kom, þá var Geysir aðeins að gabba okkur. Hann lyfti sér ekki aftur. Enda var okkur sagt heima á Geysi, að hann væri búinn aö lyfta sér þrisvar á þessum sólarhring en aldrei farið i fulla hæð. Munið eftir salemunum Aöur en viö stigum upp i rútuna á Geysi,með stefnu á Þingvelli, tók Kristján leiðsögumaöur vara af fólki^þar sem ekki væri neitt salerni fyrr en komið væri til Reykjavikur, en það er þriggja tima akstur meö viðkomu á Þing- völlum. Fannst útlendingunum furðulegt, að ekki skyldi vera snyrtiaðstaða á Þingvöllum, og skal engan undra þaö. Að ekki skuli vara snyrtiaðstaöa ein- hversstaðar i nánd við Lögberg, er nánast hneysa. — Hvar er Þingvallanefnd? Einnig spurðu útlendingarnir af hverju islenzki fáninri blakti ekki við hún á flagg- stönginni á Lögbergi, en við þeirri spurningu voru ekki til svör. Eftir hálftima dvöl á Þing- völlum var haldiö áleiðis til Reykjavikur, og voru allir mjög ánægðir. Sumir töluðu um að koma aftur og dvelja þá á Islandi i lengri tima. — Og eitt er vist að þessar dagsferðir Loftleiöa erú til hreinnar fyrirmyndar, hvaö skipulag og leiðsögn snertir. Þ.ó. Orkulindirnar ífrbShíid ekki einungis tekiö upp samvinnu viö Umhverfisstofnun SÞ, heldur er hún einnig að auka náttúru- og umhverfisverndaraögerðir. Senn tekur til starfa náttúru- verndarnefnd á vegum stofn- unarinnar, en i henni verða verk- fræöingar og hagfræöingar, sem halda munu áfram starfi sér- nefndar, sem samdi skýrslu um áhrif orkuframleiðslu á um- hverfi. Hún fjallaði einkum um tvö atriði — mengun andrúms- lofts af völdum varmastööva, gasstöðva i borgum og oliu- vinnslustöðva, og frárennsli heits vatns frá aflstöðvum. Nefndin mun snúa sér aö al- mennari náttúruverndarmálum. Eitt helzta rannsðknarefni hennar verður hvort skipuleggj- endur orkumála hafi tekið nægi- legt tillit til vaxandi orkuskorts á næsta áratug. Einnig verður tekiö til ihugunar hvort breyta eigi efnahagslegum grundvallarreglum viövikjandi valdi á viðfangsefnum i orku- málum, hvort ef til vill eigi að auka fjárfestingu til eldsneytis. Svörin ættu að verða til i Detroit 1974. Mjög er sennilegt að þau verði enginn skemmtilestur, en ef gæfan er með þeim, ætti orkuframleiðendur heims einnig að vera búnir að finna svör við yfirvofandi orkuskorti eftir tvö ár. Alþingí Framhald af bls. 8. Forsendur tekfuáætlunar Tekjuáætlun rikissjóðs fyrir ár- ið 1973 er unnin af hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar rikisins. Er hún byggð á þjóð- hagsspá deildarinnar fyrir það ár, eins og hún stóð i lok júlimánaðar s.l. Þeir þættir þjóð- hagsspárinnar—sem mest áhrif hafa á tekjuáætlun rikissjóðs, eru spáin um almenna innienda verð- mætaráðstöfun, sem gert er ráö- fyrir að aukist um 10.6% i pening- um, og innflutningsspáin, sem hækkar um allt að 14% sam- kvæmt þjóðhagsáætluninni. Meginforsendur tekjuáætlunar- innar aö þvi er varðar kaup og verðlag eru þessar: I fyrsta lagi er gert ráð fyrir, að engar aðrar breytingar verði á kauplagi en þegar eru ákveðnar meö samningum ASÍ og vinnuveitenda og samkvæmt úrskurði kjara- dóms sl. vor, þ.e. 6% grunnkaups- hækkun verkafólks, iönaðar- manna og verzlunarfólks og 7% grunnkaupshækkun hjá opinber- um starfsmönnum frá 1. marz 1973. 1 öðru lagi er gert ráö fyrir að kaupgreiðsluvisitalan hækki ekki frá núverandi stigi, þ.e. visitölu 117, og framfærslu- visitalan hækki aöeins um 1% frá ágúst 1972, en þá var hún 174.8 stig. Þessar forsendur fela i sér mun minni hækkanir en verið hafa, þannig að meðalhækkun framfærsluvisitölu milli áranna 1972 og 1973 yrði 4% og hækkun visitölu vöru og þjónustu einnig 4%. Hvort þessar forsendur standast, ræðst svo m.a. af væntanlegum almennum efna- hagsstofnunum stjórnvalda og þá sérstaklega aðgerðum i verölags- og kaupgjaldsmálum. Eins og venja hefur veriö á undanförnum árum, sýna allar tekjutölurnar áætlaöa innheimtu á almanaksárinu en ekki álagn- ingu, en á þessu tvennu getur ver- ið verulegur munur. Aætlanir um innheimtu eru byggðar á tölum rikisbókhaldsins um samhengi álagningar og innheimtu á árinu 1971 og fram á mitt ár 1972. Skattvísitala og heíldartekjur ríkissfóðs Samkvæmt lögum skal skatt- visitala ákveöin i fjárlögum hverju sinni. Hækkun visitölu f ra mf ærs lukos tna öar milli meöaltals áranna 1971 og 1972 er um 10%, sem að öðru óbreyttu væri eðlileg viömiðun við ákvörð- un skattvisitölu.Miöað við núver- andi visitölu 100 ætti skattvisital- an við álagningu 1973 þannig að ákvarðast 110. Af orsökum, sem greindar eru i inngangi þessara athugasemda, hefur hins vegar verið ákveðiö að miöa tekjuáætl- un fjárlagafrumvarpsins við visi- tölu 128 stig. 1 Heildartekjur á rekstrarreikn- ingi eru áætlaðar 20.447.5 m. kr., en 16.898.9 m. kr. Ifjárlögum 1972. i Er hækkunin þvi 3.548.6 m. kr. eða 2V0%. Af heildartekjum nema markaðir stofnar 2.568.8 m. kr. á móti 2.321.7 m. kr. i fjárlög- um 1972, og nemur hækkun þeirra þvi 247.1 m. kr., eða 10.7%. Eigin- legar tekur rikissjóös, þ.e heildartekjur á rekstrarreikningi að frádregnum mörkuöum tekjustofnum, nema þannig 17.878.7 m.kr.,envoru 14.577.2 m. kr. i fjárlögum 1972, og er hækk- unin 3.301.5m. kr. en voru 14.577.2 m. kr. i fjárlögum 1972, og er hækkunin 3.301.5 m. kr., eða 22.6%. Verður nú vikið að breyt- ingum einstakra skatta og skatt- flokka. Hvernig tekjurnar fást Persónuskattar. Hækkun persónuskatta nemur i heild 84.0 m. kr. eða 42.9%. Lifeyris- tryggingaiðgjald atvinnurekenda hækkar um 124.0 m. kr., koma þar einkum til þær hækkanir bóta, sem ákveðnar hafa verið frá samþykkt siðustu fjárlaga, en at- vinnurekendur standa undir 14% bóta almannatrygginganna, ann- arra en fjölskyldubóta. Slysa- tryggingaiðgjöld hækka um 57.4 m. kr., eða 60.4%, sökum mikillar útgjaldaaukningar slysatrygg- ingadeildarinnar, og voru iðgjaldataxtar hækkaðir um 50% i ársbyrjun 1972. Iðgjald til At- vinnuleysistryggingasjóðs hækk- ar um 12.6 m. kr. en aftur á móti er ekki gert ráð fyrir innheimtu eftirstöðva fyrri ára af almanna- tryggingagjaldi, og var sá liður áætlaður 110.0 m. kr. I fjárlögum 1972. Eignaskattar. Hækkun tekna af eignarsköttum er áætluð 74.0 m kr. Eignarskattur einstaklinga hækkar um 24.1 m. kr., og er þá miðaö viö óbreyttan skattstiga og óbreytt fasteignamat, en um 10% aukningu álagningarstofns aöal- lega vegna aukinnar ibúða- og bifreiðaeignar og verðbreytinga. Eignarskattur félaga hækkar um 49.2 m. kr. og er þá byggt á sömu forsendum og við eignarskatt ein- staklinga að ööru leyti en þvi, aö aukning álagningarstofns er áætluð 6%. Byggingarsjóðsgjöld af eignarskatti hækka um 0.7 m. kr., en erföafjárskattur er áætlaöur óbreyttur frá fjárlögum 1972. Tekjuskattareru i heild áætlað- ir 1.342.3 m. kr. hærri en i fjárlög- um 1972. Tekjuskattur einstakl- inga hækkar um 1.347.9 m. kr. og er þá miöað við óbreytt lög eftir þær ivilnanir til aldraöra, sem ákveðnar voru meö bráðabirgða- lögum i ágúst sl., og skattvisitölu 128, eins og að framan greinir. Þá er áætlað að heildartekjur ein- staklinga til skatts aö meðtalinni fjölgun framteljenda hækki um nálægt 30% milli áranna 1971 og 1972. Tekjuskattur félaga lækkar hins vegar um 18.0 m. kr. frá fjárlögum 1972, en útlit er fyrir, að hagur ýmissa atvinnugreina hafi versnaö i ár miðað við af- komuna 1971. Byggingasjóösgjöld af tekjuskatti hækka um 13.3 m. kr. Gjöld af innflutningi. Þessi flokkur skatta hækkar um sam- tals 1.046.3 m. kr., og munar þar mest um hlut rikissjóðs af al- mennum aðflutningsgjöldum, er hækkar um 743.7 m. kr. Þessi áætlun er reist á grundvelli for- senda þjóðhagsspárinnar, þar sem spáð er 14?! aukningu al- menns vöruinnflutnings. Gert er ráö fyrir heldur lægra meðaltoll- hlutfalli á næsta ári en i ár, 22,8% i stað 23,3%, eingöngu vegna minni biiainnflutnings á næsta ári. Leyfisgjaldafbifreiðum, sem ekki var i fjárlögum 1972, er áætlað 236,8 m. kr. innflutnings- gjald af benzini hækkar um 45.3 m.kr. og önnur gjöld af inn- flutningi um samtals 20,5 m. kr. Skattar af framleiöslu hækka 1 heild um 36,6 m. kr., þar af gjald af innlendum tollvörum 26.5 m. kr. og álgjald 10.1 m. kr. Skattar af seldum vörum og þjónustu. Heildarhækkun 1 þess- um flokki nemur 852.2 m. kr. þar af hluti ríkissjóðs af söluskatti 363.0 m. kr. Orsök þess, að inn- heimtar tekjur, af söluskatti auk- ast ekki meira en þetta, þrátt fyr- ir áætlaða 10.6% aukningu inn- lendrar verðmætaráðstöfunao-er fólgin i þvi, aö i fjárlagaáætlun 1972 er tekið tillit til flýtingar inn heimtu, sem veröur til þess, aö þrettán mánaða álagning kemur til innheimtu á árinu, og eykur það söluskattstekjur væntanlega um 360 m. kr. frá þvi, sem ella hefði oröiö. Launaskattur hækkar um 155:0 m. kr., eða 19.4%, sökum hærra launastigs. Söluhagnaöur A.T.V.R. hækkar um 325.0 m. kr., og kemur þar bæði til verðhækk- unin i marz 1972 og aukning kaup- máttar tekna almennings. Aðrir liðirhækkaumsamtals 9.2m.kr. Aðrir óbeinir skattar. Þessi flokkur skatta hækkar um 98.7 m. kr. Tekjur af stimpilgjaldi aukast um 36.0 m. kr. aukatekjur um 5.4 m. kr., þinglýsingatekjur um 23.0 m. kr., bifreiðaskattur um 10.0 m. kr., vitagjald um 12.6 m. kr. vegna nýrra laga, hluti af um- boðsþóknun og gengismun gjald- eyrisbankanna hækkar um 18.2 m. kr., áhættugjald vegna rikis- ábyrgða um 5.0 m. kr., ýmsir aðr- ir liðir um samtals 8.0 m. kr., en veggjald, sem var 19.5 m. kr. i fjárlögum 1972, fellur nú niður. Arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðum i B-hluta. Tekjur á þessum lið hækka um 7.7 m. kr., sem kemur þannig fram, að tekj- ur af Frihöfninni á Keflavikur- flugvelli aukast um 13.8 m. kr., en greiðslur i rikissjóð frá flugmála- stjórn lækka um 5.4 m. kr. Er það vegna aukinnar fjárfestingar i tækjabúnaði o.f 1., samtals 17.6 m. kr., en brúttótekjur flugmála- stjórnar eru áætlaðar 20.5 m. kr. hærri en i fjárlögum 1972. Loks fellur út arðgreiðsla frá Guten- berg 0.7 m. kr. i fjárlögum 1972. Ýmsar tekjurhækka um 6.8 m. kr. einkum vegna sekta og upp- tækra vara til rikissjóðs, sem hækka um 5.4 m. kr., en aörir liðir hækka um samtals 1.4 m. kr. Lánahreyfingar Lánahreyfingar inn nema sam- tals 36.6 m. kr., sem er 32.8 m. kr. hækkun frá fjárlögum 1972. Lána- hreyfingarútnema samtals 512.3 m. kr. og hafa hækkað frá fjárlög- um 1972 um 246.6 m. kr. einkum vegna greiðslu yfirdráttarskuld- ar við Seðlabanka Islands, sem breytt hefur veriö i fast lán. Verð- ur nánar vikið aö helztu orsökum hækkunarinnar hér á eftir. Halli á lánahreyfingum er þannig 475.7 m. kr. en var 261.9 m. kr. I fjárlögum 1972. Skyr Framhald af 17. siðu hverjir væru. Samt má vera, að samfélag, sem hann er á öndverðum meiði við, kross- festi hann meö sinum hætti eins og Rómverjar og Farise ar krossfestu Pétur. Þvi er svo varið, að færri viröast hafa teljandi samhug með Helga. Tiltæki hans sum hafa óneitanlega veriö harka- leg og málfluntingur hans stundum skefjalitill. Trúaö fólk hefur sárlega hneykslazt á kersknisfullum oröum hans um Éhóva og Ésú, er hann nefnir svo, þótt raunar hafi hann tæpast gengiö lengra i þeim efnum en sumir aörir, sem sitja i fullum griöum. En hvaöa augum sem menn lita málefni Helga og málsmeð- ferö, á hann rétt á þvi að túlka málstað sinn. 1 annan stað er þess að minnast, að samtiöin er stundum blind á sóma sinn eins og dæmin sanna, og á það hvergi jafnátakanlega viö og þegar i odda skerst um trúmál eöa atriði einhver, er þau varða. Þeir, sem hötuðu og of- sóttu Mormóna og kaþólska menn á siðustu öld, töldu sig án efa þjóna góðum málstaö •éttilega, þótt atferli þeirra veki nú blygðun. Enginn sómi er heldur að þeim ýfingum, sem hafðar voru I frammi viö Hjálpræðisherinn framan af árum. Helgi Hóseasson berst auö- vitað ekki fyrir neinu afbrigði trúar i venjulegum skilningi, nema að þvi leyti sem trúleysi hans kynni aö geta heitiö trú. Hann gæti lika fengið aö vera i friöi, ef hann teldi sig ekki eiga mál að sækja á hendur þjóðfélaginu. En þvi er nú einu sinni svo varið, að þaö er bjargföst sannfæring hans, að hann hafi orðiö fyrir misgerö, hvort sem öðrum finnst svo eða ekki. Svo á framtiöin eftir að skera úr þvi, hvort hann verður pislarvottur vegna þess. J.H Smfðum svalahurðir og opnanleg gluggafög. Upplýsingar i sima 51690. Kýr til sölu Sex kýr til sölu. Upplýsingar á Grimsstöðum í Alftaneshreppi. Simi um Arnarstapa á Mýrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.