Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 15. október 1972 III STAÐREYNDEDA ÓSKHYGGJ Ræff við Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfra m . 11 ¦ ¦';' <:¦:<:¦: y.-y. II! A þcssari niynd, sVln tekin var af visindamönnum við Háskólann i Los Augclcs. keniur orkusviðið aðeins fram þar sem laufblaðið er fyrir licndi og ckkert scsl þar sem klippt hefur verið af laufblaöinu. Mis- niliiiandi gcrðir útbúnaöar virðist þannig ná til mismunandi sviða lifs- orkunnar og eru Kússar greinilega komnir töluvert langt á undan i þróuii tækja af þessu tagi. l>eir hafa einnig yfir að ráða myndskermum, sem horfa má beint i gegnuni á hreyfingar og litbrigði lifsorkunnar. Itaiinsóknarstofnun er citt þeirra orða, sem oft heyrist nú á dögum. og hefur notkun þess si- fellt farið vaxandi . Við þurfum ekki annað en að opna sima- skrána til þess að sjá þar nefndar rannsóknarstofnanir af svo að segja öllu tagi. i landbúnaði. sjávariitve.gi, fiskiðnaði. iðnaði — og hver veit hvað margar þær eru, þessar blcssaðar rannsókiiarstofnanir. allar. Kn cin cr sú rannsóknarstofnun á landi hér sem cnn hefur ekki hlotið scss i hinni virðulegu uppsláttarbók okkar, Simaskránni. — Það er rétt svo að hun cr komin á blað hjá rikis- skattstjóra. Þctta er rannsóknarstofnun vitundarinnar. Kn hvað er Rannsóknarstofnun vitundar- iniiai? Við skulum biðja Geir Vilhjálmsson sálfræðing að I.aufásvegi 6 i Reykjavik að svara þcssari spurningu. — Geir! Hvaðer Rannsóknarstofnun vitundar- innar? — Rannsóknarstofnun vitundarinnar er sálfræðileg rannsóknarstofnun. En hvað hún er, sést bezt á þeim markmiðum, sem lög stofnunarinnar gera grein fyrir. — Hver eru þau? — I fyrsta lagi, að vinna að visindarannsóknum á vitundinni. Rannsókn á aðl'erðum til breyt- inga á vitundinni og á vitundar- möguleikum mannsins. 1 öðru lagi. að stuðla að fræðslu- og útgáfustarfsemi, sem tengd er markmiði stofnunarinnar. i þriðja lagi, að standa að ráð- stefnum. fundum og námskeið- um. i fjórða lagi. að efla samskipti fólks úr öllum fræðigreinum með það fyrir augum að efla skilning á vitundinni og stuðla að heildarsýn og vexti allra heilbrigðra eigin- leika mannsins. — En hver eru þau verkefni, sem þið vinnið að frá degi til dags? — Ef við tökum rannsóknirnar fyrst, þá eru núna i gangi sex verkefni. Það verkefni. sem við höfum unniðeinna lengstað. er könnun á ýmsum leiðum til þess að breyta vitundarástandi mannsins, til þess að stjórna vitundinni. Þetta hefur verið nefnt viljastjórn vitundar. t>ar er um ýmsar leiðir að ræða svo sem eins og slökun, sjálfsefjun, hugleiðsluaðferðir, notkun lifeðlislegra mælitækja til þess að stjórna vitundinni og margt fleira, sem yrði of langt að telja hér. Annað verkefni okkar eru rannsóknir á huglækningum. — Hvernig farið þið að þvi? — Það felst i þvi, aö kanna bæði islenzka og erlenda huglækna. Vift höfum búið út spurningalista, þar sem við spyrjum huglækninn um hans eigin reynslu i sambandi við lækningarnar og um hans kenningar á þvi, sem fer fram. — En hafið þið ekki prófað árangur lækninganna? — Það er miklu yfirgrips- meira, og við komum ekki að þvi, fyrr en slikum byrjunarrann- sóknum, sem þeim er ég nefndi er lokið. — Þú nefndir þarna islenzka huglækna. Eru þeir margir til hér á landi? — Eg veit ekki, hve margir þeir eru i raun og veru. En mjög lausleg könnun hefur leitt i ljós þrettán einstaklinga, sem fást við huglækningar. Átta eru i Reykjavik. þrir á Akureyri og tveir i sveitum. Þetta eru þeir, sem við höfum haft spurnir af, en mig grunar, að þeir séu fleiri i sveitum og þorp- um, þótt okkur sé það ekki kunnugt — Hafið þið safnað lækninga- sögum frá þessum einstakling- um? —i spurningalistanum, sem ég nefndi áðan, er huglæknirinn spurður um það, Jú, við söfnum lika sögum, svona i og með, en til þess að kanna raunverulegan árangur, þyrfti maður að hafa samband við lækna og vel útbúið sjúkrahús og meta árangurinn á læknisfræðilegum grundvelli. Kemur röðin að slikri rannsókn seinna meir, ef byrjunarniður- stöður eru nógu áhuga- verðar. — Eru þeir huglæknar, sem þið eruð i sambandi við, ekki sann- i'ærðir um að hafa náð árangri, að minnsta kosti stundum? — Þeir huglæknar, sem við höfum samband viö eru að visu ekki ýkjamargir. Við höfum ekki getað náð til allra þessara þrettán ennþá. En það eru einir fimm, sem við höfum haft samband við og þeir eru sjálfir alveg vissir um árangur verka sinna og segja margar sögur af mjög góðum árangri. — meira að segja alveg furðulegum i sumum tilfellum, þar sem hefðbundnar læknisað- gerðir höfðu ekki megnað að hjálpa. — Virðist ykkur ekki al- menningur hafa trú á þessum lækningum? — Jú. Almenningsálitið virðist vera þannig stemmt, að það sé eitthvað til i þessu, ef dæma má eftir þeim fjölda einstaklinga, sem leitar til huglækna. Að visu höi'um við ekki handbærar neinar áreiðanlegar tölur um það, en sennilega er sá hópur fólks tals- vert stór. sem leitar til huglækna. Þannig virðist ýmislegt benda til þess. að eitthvað sé til i þessu. En nú er það vitað að sefjun á mikinn þátt i lækningu sjúkdóma undir venjulegum kringumstæðum. Það er hafið yfir allan efa, að sefjun getur skilað að meðaltali svona briátiu til fjörutiu hundraðshlutum af bata sjúk- linga með hina ýmsu sjúkdóma. En þegar kemur til þeirra sjúk- dóma, sem að nokkru leyti eru sálræns eðlis, er árangurinn af sefjum oft miklu meiri. Af þessu er það ljóst, að sefjunin ein er mjög rikur þáttur i bata, og nokkur hluti af lækning- um huglækna á rætur að rekja til hennar. Hvort það eru til sérstök hug- læknisleg áhrif að sefjuninni frá- talinni er hluturf sem við vitum ekki enn, en okkur virðist vel mögulegt að svo geti verið, að minnsta kosti hjá sumum hug- læknum. En það þarf langar og nákvæmar rannsóknir til þess að nokkru sé hægt að slá föstu um þetta. — Þetta mál er þá litið rann- sakað enn? — Já. Mer vitanlega hefur að- eins ein tilraun verið gerð til þess að skera úr þessu á læknisfræði- legum grundvelli. Árangur þeirrar tilraunar var fremur jákvæður. — En eitthvað fleira munuð þið hafa á prjónunum? — Já. Vissulega. Ég er enn ekki búinn að telja upp nema tvö af þeim sex verkefnum, sem við erum að vimia að núna. Hið þriðja, sem mig langar til að nefna, eru rannsóknir á skyggni. Sú skyggni, sem við erum að rannsaka , er það, þegar fólk tel- ur sig sjá blik eða svokallaða áru i kringum lifandi verur. Þetta blik er ilitum og virðist standa i sam- bandi við sálræna eiginleika mannsins. Slikt skyggnt fólk sér oft lika framliðna, náttúruanda og ýmislegt af þvi tagi. — En eruð þið einkum núna að rannsaka þessa útgeislan, sem skyggnt fólk telur sig sjá i kring- um menn? — Já. Við vinnum nú með ein- um skyggnum einstaklingi, sem gerir teikningar af blikinu i kringum fólk. Siðan stendur til að gera rannsóknir á skapgerðar- eiginleikum þessa fólks og bera þá saman við það, sem þessi skyggna kona les úr árunni. Einnig áætlum við að gera til- raun, þar sem fleiri skyggnir lýsa sama fyrirbærinu. —Það væri nógu fróðlegt að sjá,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.