Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. október 1972. Guömundur Pétursson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. Fiskimiðin eru auður islendinga —dýrmætust alls, sem landi þeirra er veitt. Þjóðin stendur og fellur með þvi, að þvi lifi, sem þar hefur þróazt og dafnað frá örófi alda, verði ekki eytt — ekki gengið nær fisk- stofnunum eru orðið er, heldur verði þeim veitt sú vernd, sem þcir þarfnast, til þess að auka kyn sitt. Þar við liggur framtið og farsæld islenzku þjóðarinnar. Af þessari lifsbjargarnauðsyn færðu íslendingar út fiskveiðilög- sögu sina, þegar séð var fram á, að höfuðfiskstofnarnir voru að ganga til þurrðar við hemjulausa ásókn skipa, sem beita sifellt meiri og fullkomnari tækni við veiðiskapinn, eftir að hafa þégar urið upp mestallan matfisk á stórum hafsvæðum öðrum. Það hlýtur að vera réttur sérhverrar þjóðar að njóta sjálf miðanna við strendur sinar, og á þeim rétti eru Islendingar einhuga að standa, við hverja sem er að eiga. Bretar eða aðrar þjóðir útlendar eiga hvorki löghelgaðan né siðferði- legan rétt til Islandsmiða, og enginn slikur réttur getur helgazt af þvi, þótt þessar þjóðir hafi fram að þessu sótt á mið okkar, frekar en nýlenduveldi getur haldið áfram að gera kröfu til gæða og auðæfa landsvæða, sem brotið hafa af sér nýlendurfjötr- ana. An fiskveiða væri Islendingum búin fyrirsjáanleg örbirgð. And- spænis þessari staðreynd kom þegar eftir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar upp sú hreyfing, að al- þjóð manna tæki höndum saman um það að leggja fram fé af fúsum og frjálsum vilja, án nokkurrar þröngvunar, til kaupa Gils Guðmundsson, alþingismaður. Ingvar Ilallgrimsson, fiskifræðingur á nýju og fullkomnu varðskipi til varnar og verndar fiskislóðunum. Upp úr þessari hreyfingu spratt svo landsöfnun sú til landhelgis- sjóðs, sem nú stendur yfir, við forstöðu niu manna, fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna og þeirra landssamtaka og stofnana, sem nákomnastar eru fiskveiðunum. Gegnir Guðmundur Pétursson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, for- mennsku i nefndinni, en Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands islenzkra út- vegsmanna, er varamaður henn ar. Aðrir nefndarmenn eru jón Sigurðsson forseti Sjómannasam- bands Islands, Ingvar Hallgrims- son, starfsmaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar, Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögmaður Gils Guðmundsson alþingismaður, Guðmundur Bergsson sjómaður, Sigurður Hafstein, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. I fjarveru formanns nefndar- innar, Guðmundar Pétursson, sneri Timinn sér í gær til Kristjáns Ragnarssonar, og spurði hann um framgang söfnunarinnar. — Hingað til hefur meginhluti framlaganna komið frá stofn- unum og sveitarfélögum, sagði Kristján, en einmitt núna er skriður að komast á söfnun meðal almennings. Við völdum þá aðferð að snúa okkur til allra heildarsamtaka i landinu — sum greindum við að visu i smærri einingar — og leita eftir sam- vinnu við þau. 011 þessi samtök, meðeinni undantekningu þó, tóku malaleitun okkar ágætlega, og Guðmundur Bergsson, sjómaður TÍMINN Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands Islands. þau munu dreifa söfnunarlistum á sinn kostnað og greiða siðan landsöfnuninni það fé af kaupi fólks eða inneign, sem það vill láta af hendi rakna. Innan rikisstofnana varð þó að hafa á þessu dálitið annað hátt vegna skýrsluvéla þeirra, sem Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands islenzkra útvegsmanna. skrá launaseðlana, og þar fengum við okkur þvi sérstaka trúnaðarmenn á öllum vinnu- stöðum. Þessir trúnaðarmenn veita framlögum fólks viðtöku og standa siðan skil á þeim hjá okkur. — Er þetta farið að bera árangur? — Ég býst við, að það verði innan skamms. Ég á ekki von á öðru en alþjóð láti sér skiljast, hvað hér er i húfi, enda hafa Sigurður Hafstein, framkvæmda- stjóri Sjalfstæðisflokksins. Sigurjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri undirtektir alls þorra fólks þegar sýnt það. 1 framhaldi af þessum orðum vil ég ekki láta hjá liða að leggja á það hina mestu áherzlu, hversu samstaða landsmanna i sliku máli er mikils virði. Og þá er ekki eingöngu og endilega krónufjöldinn, sem hver ein- stakur gefur, er mestu máli skiptir, heldur ekki siður hin al- menna þátttaka. Efnahagur fólks er misjafnt, og litið framlag eins getur verið jafnmikil fórn og jafn- einlæg viljayfirlýsing og miklu meiri fjárhæð úr hendi annars. Vissulega verðum við að draga mikið fé til þess að ná þvi marki, sem sett var, en samhugurinn og samstaðan i svona máli vegur lika þungt. Við stöndum i þeim sporum, þegar það er ábyrgðar- hluti fyrir fólk að skerast úr leik eða láta einhverja dynti hlaupa með sig i gönur. Það er til dæmis ekki skemmti- legt frásagnar, að kaupmenna- samtökin skyldu ein allra heildarsamtaka skerast úr leik, þegar til þeirra var leitað, og það kemur lika á óvart, að nú skuli hafa verið efnt af vissum hópi manna til annarrar eða annars konar söfnunar, samhliða land- söfnuninni, sem maður hélt alla flokka standa að. Slik sundrung i öðru eins stýrir ekki góðri lukku. Hér má bæta þvi við, að hjá skrifstofu landsöfnunar á Lauga- vegi 13, sem Jón Asgeirsson veitir forstöðu, var blaðinu tjáð, að i gær og fyrradag, hefðu borizt 204 þúsund krónur frá stofnunum, starfsfólki ýmissa fyrirtækja og einstaklingumi sem næst 205 þúsund krónur. Þar á meðal var ofurlitil upphæð, sem send var frá Danmörku. J.H. Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögmaður. 3 Tilgangur landssöf nunarinnar t umræðunum á Alþingi um Landhelgisgæzluna sagði for- sætisráðherra, að f jársöfnunin „Landssöfnun til Landhelgis- sjóðs” væri alls ekki til þess að Alþingi eða fjárveitingavaldið drægi neitt af sér i sambandi við fjárveitingar til Landhelg- isgæzlunnar. Að visu væri þegar sýnt, sagði ráðherrann, af þeim undirtektum, sem söfnunin hefði fengið, að hún hefði mætt svo almennum skilningi. að mjög verulegur styrkur yrði að henni fyrir Landhelgissjóð. En eins og margoft hefur verið endurtek- ið var ekki aðalmarkmiðið með þvi að stofna til þessarar almennu landssöfnunar það, að safna svo og svo miklu fé I Landhclgissjóðinn til þess að leysa rikissjóð undan ein- hverjum kvöðum i þvl sam- bandi, heldur til þess að gefa öllum almenningi tækifæri á þvi að sýna öllum þjóðum heims, að islenzka þjóðin stæði einhuga að landhelgis- málinu og hún teldi ekki eftir sér af frjálsum og fúsum vilja að lcggja á sig verulegar fórn- ir i sambandi við þetta mál. Hún væri fús að leggja fé af mörkum til þess að verja þetta lifshagsmunamál sitt til að enginn gæti um það efazt að það væri fullur og fastur sannfæringarvilji hjá þjóðinni allri á bak við þetta mál. Og undirtektirnar við landssöfn- unina hafa þegar verið þær, að þær munu sanna umheiminum þetta og sýna. Þegar lengra liður á söfnunina mun þetta koma æ greinilegar I ljós. i þvi efni munu engar úrtölur duga. Ekki verður hlustað á hjárómaraddir i þvi sam- bandi. Fólkið i landinu lætur ekki segja sér fyrir verkum í þessu máli og það mun koma °g leggja fram sitt lóð, lítið cða stórt, eftir atvikum og getu til þess að sýna þessu máli áhuga sinn og skilning. En forsætisráðherra lagði áherzlu á, að það ætti ekki að vera til þess að leysa fjár- veitingavaldið undan neinni skyldu I sambandi við Land- helgisgæzluna og eflingu hennar. Efling landhelgisgæzlunnar Þvi er ekki að neita að tals- verð aukning hefur orðið á gæzlustyrk Landhelgisgæzl- unnar, siðan ólafur Jóhannesson tók við yfirstjórn hennar. Það hefur gerzt með tilkomu nýrrar og afkasta- meiri flugvélar en áður, en ljóst er að hlutverk flugvéla i gæzlustörfunum á eftir að stóraukast. Það hefur verið fengin mun stærri þyrla en áö- ur, og mun hún án efa eiga eft- ir að koma að miklu og góöu gagni við gæzlu- og björgunar- störf. Þá hafa verið fengnar tvær minni þyrlur, sem geta lent á varðskipunum. Ekki sizt ber að geta þess, að fram hefur farið gagngerð endurbót á varöskipinu Þór og er Þór nú allt annað og betra gæzluskip en það áður var, en hann kemur nú til gæzlu við hliö hinna stærri gæzluskipa. Þau eru að visu ekki gömul. En ekki er hægt að segja, að það hafi verið sérstaklega mikill hraði i uppbyggingu og endurnýjun skipakosts Land- hclgisgæzlunnar eða sérstök afrek unnin i þeim málum á umliðnum árum undir„við- reisnarstjórninnir' Ægir kom til landsins 1968 en óðinn er frá árinu 1959. Eftir að menn höfðu þó lýst yfir þeim tilgangi sinum '61 að vinna að útfær- slu landhelginnar, hefði mátt ætla að hvatir hcfðu legið til að Framhald á bls. 19 LANDSSÖFNUNIN: Fullur samhugur og almenn þátttaka höfuð- nauðsyn á örlagastund Rætt við Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra Landssambands íslenzkra útvegsmanna, varaformann söfnunarnefndar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.