Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 20. október 1972.
TÍMINN
17
Reykjavíkurmótið f handknattleik:
Meistaraliðin máttu þola
töp á miðvikudagskvöldið
- Víkingur sigraði Islandsmeistarana Fram
og KR Reykjavíkurmeistarana Val.
Ármann og Þróttur gerðu jafntefli
Það var greinilegt að áhorfendur, sem komu til að sjá leikina f
Reykjavikurmótinu i handknattleik á miðvikudagskvöidið, voru mjög
ánægðir að sjá hin óvæntu úrsiit, sem áttu sér stað þá. í fyrsta leik
kvöldsins, leiknum, sem dómararnir léku aðalhlutverkin í, sigraði
Vikingsliðið islandsmeistarana Fram í leik, sem var mjög spennandi
undir lokin, — t.d. var 15. sek bætt við leikinn vegna tafa og var þá
staðan 13:12 fyrir Viking og Fram hafði knöttinn. Ingóifur fékk knött-
inn, fyrir framan punktalinu og var að senda hann i mannlaust markið
— þegar honum var skellt í gólfið og skot hans hafnaði fram hjá. i
þessu tilefni hefði átt að dæma vitakast, en dómararnir voru farnir á
„tauginni” i látunum og iokuðu augunum fyrir brotinu. Þá urðu óvænt
úrslit i siðasta leik kvöldsins, þegar baráttuglaðir KR-ingar, undir
stjórn Vaismannsins Stefáns Sandhoits, sigruðu Reykjavikur —
meistarana Val, á mjög útsjónarsömum leik 13:9.
Vikingar náðu strax for-
skoti, sem Framarar
réðu ekki við
Vikingsliðið byrjaði leikinn
gegn Islandsmeisturunum Fram,
mjög vel — leikmenn liðsins,
skoruðu fjögur fyrstu mörk
leiksins: Fyrst Einar Magnússon,
með góðu langskoti, þá skoraði
Sigfús Guðmundsson, af linu og
Einar bætti þriðja marki Vikings,
við á 5. min. með góðu langskoti
og tveimur min. siðar skorar
Guðjón Magnússon, einnig úr
langskoti. Stefán Þórðarson, kom
Framliðinu á blað, á 8. min., með
laglegu marki, eftir gegnumbrot.
Jón Sigurðsson, svaraði fyrir
Viking af linu og siðan koma tvö
mörk frá Fram: Axel Axelsson,
úr langskoti á 13. min. og
Sigurður Einarsson, á 15. min.
Staðan var þá orðin 6:4 fyrir
Viking, en Framarar virtust vera
að sækja i sig veðrið. Einar
Magnússon, skoraði sjöunda
mark Vikings og stuttu siðar
misnotaði Axel vitakast. Þegar
30. sek. voru til leikshlé, kom
fyrir atvik, sem gaf smjörþefinn
af þvi, sem átti eftir að gerast
siðar i leiknum. Annar dómari
leiksins, Magnús Pétursson, hljóp
að skiptimannabekk Fram og gaf
öllum fimm leikmönnum, sem
sátu þar, áminningu — óskiljan
legur dómur, fyrir undirritaðan,
sem sat fyrir aftan Framarana.
Einar Magnússon skoraði
fyrsta mark siðari hálfleiks, sem
Axel svaraði fyrir Fram, með
tveimur mörkum. Magnús
Sigurðsson bætti svo við niunda
marki Vikings — 9:6. Framarar
söxuðu á forskot Vikings, með
mörkum frá Axel og Sigurði
Einarssyni. Mikil spenna var að
færast i leikinn og virtust sumir
leikmenn vera orðnir mjög æstir.
Sigfús skoraði 10:8 og stuttu siðar
var dæmt mjög vafasamt vita-
kast á Vikingsliðið, sem Axel
DÓMARAR Á VILUGÖTUM
Það sást greinilega á mið-
vikudagskvöldið, að dómarar
eru komnir á villigötur —
óneitanlega sannaðist það, að
isienzkir handknattieiksdóm-
arar geta hreinlega ráðið
gangi og úrslitum leikja og
þar með jafnvel móta. Þegar
spennan var mest i leik Vik-
ings og Fram, brugðust dóm-
arar leiksins, Magnús Péturs-
son og Helgi Þorvaidsson, al-
gjöriega hlutverki sinu. Þeir
hreinlega biluðust á taugum
og leikurinn endaði með
ósköpum og það lá við slags-
málum eftir ieikinn.
Þetta byrjaði allt saman á
þvi, að dómararnir fóru
að dæma vitaköst á smávægi-
leg brot og svo slepptu þeir
stærri brotum og voru þeir
Magnús og Helgi ósammála i
sumum dómum sinum. — Það
kom fyrir að annar dómarinn
sá ekki brot, sem skeði við
nefið á honum — brot, sem all-
ir áhorfendur og hinn dómar-
inn gátu ekki lokað augunum
fyrir. Þetta skapaði það að
bendingar dómaranna, voru
mjög ólikar og þar af leiðandi
flautuðu þeir hvor i kapp við
annan.
Eftir að hafa séð þessi
ósköp, vaknaði upp sú gamla
spurning: Er ekki kominn timi
til að fara að rannsaka ástand
dómaranna á Islandi. Dómar-
ar eru svo hryllilega ósam-
mála og litt sjálfum sér sam-
kvæmir. — Það er greinilegt,
að þeir túlka lögin hver eftir
sinu höfði og verða dómar
þeirra stundum einn hræri-
grautur, sem engin mandla er
finnandi i.
Að lokum vil ég benda yfir-
mönnum handknattleiksmála
á Islandi, á þá kröfu hand-
knattleiksmanna, er æfa allt
árið — að rannsókn verði gerð
á dómaramálum, og aðeins
hæfir dómarar fái að fara með
fiautuna inn á völlinn. SOS.
Hitt og þetta um
handknattleik
Hér ætlum við að segja frá
nyjustu frettum úr handknatt-
leiknum i stuttu máli og byrjum
við að sjálfsögðu á stöðunni i
Reykjavikurmótinu:
Staðan
Fram 5 4 0 1 72:51 8
Vik. 4 3 1 0 53:41 7
KR 5 3 0 2 56:54 6
Valur 3 2 0 1 36:27 4
Arm. 4 1 1 2 50:44 3
Þrótt. 4 0 2 2 44:49 2
IR 3 1 0 2 35:42 2
Fylkir 4 0 0 4 26:64 0
Markhæstu menn
Axel Axelsson, Fram 31 (15)
Einar Magnúss, Vik. 19 (17)
Björn Péturss. KR 16 (3)
Vilberg Sigtryggss. Á 14 (7)
Björn Jóh.s. Arm. 13 (5).
Blómaleikur
Þeir Bergur Guðnason og Jón
Breiðfjörð, báðir leikmenn með
Val, fengu afhenta blómavendi,
áður en leikur Vals og KR hófst á
miðvikudagskvöldið. Blóm-
vendina fengu þeir út á það, að
Bergur lék sinn 250 leik með
meistaraflokki Vals og Jón lék
sinn 200 leik.
Axel Axelsson, lék aðalhlutverkið hjá Fram gegn Viking, hann skoraði
9 mörk, en þau dugðu ekki til sigurs.
skoraði örugglega úr. Þegar vita-
kastið var dæmt, missti einn leik-
maður Vikings stjórn á skapi sinu
og hljóp út af leikvelli og sagði
,,Þið megið eiga þetta pakk” —
þess skal getið, að fljótlega rann
af leikmanninum reiðin og hann
birtist aftur á leikvelli.
Einar skoraði 11:9 fyrir Vlking
úr viti, en Axel minnkaði aftur
muninn með góðu langskoti. Þá
skoraði Olafur Friðriksson af linu
og enn minnkaði Axel muninn nú
úr viti og staðan varð 12:11, þegar
Einar skoraði þréttánda mark
Vikings úr viti. Þá kom Axel með
enn eitt markið úr langskoti og
spennan varð geysileg, aðeins 2.
min. til leiksloka og Vikingur i
sókn — Sigurbergur Sigsteinsson,
komst inn i sendingu, en
ónákvæm sending hans fram
völlinn, lenti i hönduum Vikinga.
Nú færðist mikið fjör i leikinn
og þegar örfáar sek. voru til
leiksloka, var dæmd töf á Ölaf
Friðriksson og Fram dæmdur
knötturinn, en Ölafur hélt knett-
inum þar til að tímavörður
flautaði leikinn af. Dómarar
gerðu athugasemd við timavörð
og ákváðu að bæta 15 sek. við
leiktimann.
Sigurbergur fékk knöttinn út i
horni og henti sér inn i vitateig, en
hitti ekki markið. Framarar
fengu knöttinn fljótlega aftur og
hann barst til Ingólfs og skeði þá
það, sem sagt er frá i upphafi.
Þróttur náði jafntefli við
Ármann
Leikmenn Þróttar náðu óvæntu
jafntefli gegn Ármannsl. sem
hefur komið mest á óvart i
Reykjavikurmótinu fyrir góðan
handknattleik. Smátt og
smátt söxuðu hinir keppnisgiöðu
Þróttarar á forskot Ármanns, og
þegar I. min. var til ieiksioka
jöfnuðu þeir og fengu einnig
góðan möguleika á að sigra —
þeir voru með knöttinn þegar
flautað var af.
Leikur liðanna var frekar jafn
til að byrja með, en undir lok fyrri
hálfleiks, breyttu Armenningar
stöðunni úr 5:4 i 8:4, með góðum
leikkafla, siðasta orðið fyrir hlé,
kom frá Þrótti, er Trausti
Þorgrimsson, lagaði stöðuna i
8:5.
I siðari hálfleik, söxuðu
Þróttarar smám saman á forustu
Ármanns og þegar 4. min. voru til
leiksloka, þá skoraði Jóhann Fri-
mannsson, tólfta mark Þróttar og
staðan varþá 13:12fyrir Armann.
Björn Jóhannesson, bætti marki
við fyrir Ármann úr langskoti, en
það dugði ekki til sigurs, þvi að
Þróttarar skoruðu tvö siðustu
mörk leiksins: Fyrst Guðmundur
Jóhannsson, með langskoti og
jöfriunarmarkið 14:14, skoraði
Trausti úr vitakasti.
KR-ingar svæfðu Vals-
menn og veltu þeim svo
við i svefninum
Þeir láta ekki að sér hæða, KR-
ingarnir, þegar þeir taka sig til að
leika hnitmiðaðan og útsjónar-
saman handknattleik. Með þolin-
mæði og skotum á réttu augna-
bliki, voru þeir hinir öruggu
sigurvegarar gegn örvæntinga-
fullu Valsliði.
Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði
Vals, skoraði fyrsta mark
leiksins, með þvi að kringla inn úr
horni, en það mark dugði ekki
lengi, þvi að Björn Pétursson
læddi knettinum i netið hjá Val
með lúmsku langskoti. Þessu
svaraði Stefán Gunnarsson,
einnig með langskoti, eftir
skemmtilega leikfléttu Vals-
manna. Þorbjörn Guðmundsson,
skoraði svo þriðja mark Vals úr
hraðupphlaupi og var staðan þá
3:1. En nú fóru KR-ingar að taka
við sér og stöppuðu þeir stálinu i
hvern annan, með hvatningar-
hrópum — þetta virtist duga.
Hinn ungi fyrirliði KR-liðsins,
Haukur Ottesen (19 ára), riður á
vaðið og jafnaði með tveimur
skemmtilegum mörkum og á 15.
min. kom Bjarni Kristinsson KR-
liðinu yfir. Það bætti ekki úr skák
fyrir KR, að ívar Gissurason,
varði vitakast frá Bergi Guðna-
syni. En tvar ver samt ekki allt.
Langskot frá Stefáni Gunnars- 1
syni, söng i netinu fyrir aftan
hann á 16. min. Björn kom KR
aftur yfir en Þorbjörn jafnaði úr
vitakasti, 5:5. Siðan komu tvö
mörk fra Birni Blöndal og staðan
var 5:7 fyrir KR — Jón Karlsson,
skoraði siðasta mark hálfleiksins
og lagaði stöðuna i 6:7.
Þorbjörn jafnaði i siðari hálf-
leik, en Steinar kom KR-ingum
aftur yfir, en það dugði ekki iengi,
þvi að Olafur Jónsson, jafnaði
8:8. Nú tóku KR-ingar mikinn
fjörkipp og skoruöu fjögur mörk i
röð, án þess að Valsmenn gætu
svarað fyrir sig. Mörkunum
skiptu Björn og Þorvarður
Guðmundsson, bróðurlega á milli
sin. Staðan var orðin 8:12, þegar
Ólafur skoraði mark fyrir Val úr
vitakasti. Siðasta mark leiksins,
skoraði svo Þorvarður og inn-
siglaði þar með kærkominn sigur
KR, 8:13.
Sem sagt, þrir leikir i Reykja-
vikurmótinu á miðvikudags-
kvöldið og allt óvænt úrslit, nú er
Vikingsliðið, eina liðið i mótinu,
sem er taplaust. SOS
J Settur út..
Það vakti athygli, að
landsliðsmarkvörðurinn úr Val,
OlafurBenediktss.lék ekki með liði
sinu gegnKR. Astæðan fyrir þvi,
mun vera sú að hann hefur ekki
getað mætt a tvær æfingar
æfingar — vegna þess að hann
hefur verið að lesa undir próf.
Það er strangt tekið á æfingasókn
hjá Val!
..kemur inn..
Miklar likur eru á þvi, að
Þórarinn Tyrfingsson, leiki með
1R gegn Armanni á sunnudaginn.
Þórarinn, hefur verið út á landi i
sumar sem læknir og hefur þess
vegna ekki getað æft með IR-lið-
inu. En þegar hann mætti á sina
fyrstu æfingu, varð hann fyrir þvi
óhappi, að togna á öxl — en er nú
búinn að ná sér. Verður þvi
gaman að sjá hvort Þórarinn,
breytir sóknarleik IR-liðsins til
batnaðar.
...lék ekki með.
Erlingur Sigurðsson, hinn
gamalkunni leikmaður úr Þrótti,
lék' ekki með liði sinu gegn Ar-
manni á miðvikudaginn og veikti
það Þróttarliðið nokkuð.
Fjögur Loftleiðalið
Enn eitt 1. deildarliðið I hand-
knattleik er farið að bera auglýs-
ingu frá Loftleiðum — hið unga
1 og efnilega Armannslið lék með
Loftleiðaauglýsingu á peysum
sinum á miðvikudagskvöldið. Hin
Loftleiðaliðin eru Fram, IR og
Vfkingur.
Aðalfundur
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Vikings, verður fimmtu-
daginn 26. október n.k. kl. 20.00
Venjuleg aðalfundastörf.
SinniSinn fyrsta leik..
Eftirtaldir leikmenn léku sinn
1 fyrsta leik i Reykjavikurmótinu i
handknattleik á miðvikudags-
kvöldið. Jón Hermannsson og
Pétur Emilsson, Armanni, Jón
Karlsson, Val og Andres Bridde,
Fram.
Netto-leikir
2. deildarlið Þróttar i handknatt
| leik, leikur með auglýsingu frá
t Netto, sem er hjólbarðaauglýs-
; ing, á dekkjum frá Japan.
j Næstu leikir
4 A sunnudagskvöldið fara fram
/ þrir leikir i meistaraflokki karla i
J Reykjavikurmótinu. Liðin sem
i mætast þá, eru þessi: Valur-Vik-
i ingur, IR-Ármann og KR-Fylkir.
; Það má búast við spennandi
1 leikjum. SOS.