Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Föstudagur 20. október 1972.
W
Menntamálaráðuneytið
Þýzkalandi
Styrkir til að sækja þýzkunámskeið i
Sambandslýðveldinu
Þýzka sendiráðið i Reykjavik hefur til-
kynnt islenzkum stjórnvöldum, að
boðnir séu fram nokkrir styrkir handa
islenzkum stúdentum til að sækja
tveggja mánaða þýzkunámskeið i Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi á vegum
Goethe-stofnunarinnar á timabilinu
júni-október 1973.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda,
auk 600 marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á
aldrinum 19-32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára
háskólanámi. beir skulu hafa til að bera góða undir-
stöðukunnáttu i þýzkri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta-
málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20.
.nóvember n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðu-
neytinu.
17. október 1972.
Styrkir til háskólanáms i Sambandslýð-
veldinu
Þýzkalandi
Þýzka sendiráðið i Reykjavik hefur til-
kynnt islenzkum stjórnvöldum, að
boðnir séu fram þrir styrkir handa is-
lenzkum námsmönnum til háskólanáms
i Sambandslýðveldinu Þýzkalandi há-
skólaárið 1973-74.
Styrkirnir nema 500 þýzkum mörkum á mánuði hið
lægsta, auk 400 marka greiðslu við upphaf styrktima-
bils og 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk
þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá
feröakostnað greiddan að nokkru. Styrktimabilið er 10
mánuöir frá 1. október 1973 að telja, en framlenging
kemur til greina að fullnægöum ákveðnum skilyrðum.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. beir
skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa
borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 20. nóvember n.k. — Sérstök um-
sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
17. október 1972.
Dömur
Hárgreiðslustofan Pirola er flutt að Njálsgötu 49, simi
14787.
Iiansina Traustadóttir
„Mer sýnist flugvélin heita Iceland, og mér datt I hug, að þetta kynni aö vera sama vélin og gefin var
eftir hjálparstarfið I Lima i Perú”, segir Hildur I bréfinu sinu. Hún sendir okkur úrklippu úr Madras-
blaðinu Thc Hindu af flugvél, sem Rauðikrossinn notaöi til þess að flytja sjúka menn er Indveriar oc
Pakistanar höfðu fangaskipti.
(SLENZK KVEÐJfl
FRA MADRAS
Fæstir munu gera þvi skóna, að
Austurlandabúar viti um tilveru
tslands, og nokkurn veginn sjálf-
gefið virðist, að þeir, sem ein-
hvern tima hafa heyrt þessarar
úthafseyjar okkar getiö, hafi um
hana næsta óljósa hugmynd, svo
fjarlæg sem hún er, smá og
fámenn á mælikvaröa fólks i
löndum, sem mannmergðin er
jafnvel þúsund föld eða þaðan af
meira.
begar til kastanna kemur, er þo
furðu viða fólk, sem veit meira en
okkur grunar, og stundum gerast
þeir atburðir, sem beina að okkur
athygli undramargra, meira að
segja i fjarlægustu löndum.
,,bað var fylgzt vel með skák-
einvigi aldarinnar,, og voru frétt-
ir um það á hverjum degi i dag-
blöðunum hér”, segir i bréfi, sem
Hildur Mariasdóttir skrifar
Halfnað
er verk
þá hafið er
sparnaður
skapar
verðmati
Samvinnubankinn
SANDVIK
snjónaglar
SANDVÍK SNJÖNAGLAR veita öryggi í
snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þá upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055
BARNALEIKTÆKI
*
ÍÞRÓTTATÆKI
V4l«v»rktt»8l
BERNHARDS HANNESS.,
Su8orland«br«ut IZ
Shni 35810.
PÍPULAGNIR
STELLI HITAKERFI
Lagfæri gömul hitakerfi.
Set upp hreinlætistæki.
Hitaveitutengingar.
Skipti hita.
Set á kerfið Danfoss
ofnventla.
Sfml 17041.
Timanum frá Madras á Indlandi.
,,bað slæddust alltaf með ein-
hverjar fréttir um Island, og þá
daga, sem ekki var teflt, voru birt
viðtöl við einhverja af skáksnill-
ingunum eða forráðamenn móts-
ins. begar Indverjar heyrðu, að
ég var islenzk, var hvar sem ég
kom farið að tala um skákmótið
og „Reyggjavik”, eins 'og þeir
segja hér. Flestir vonuðu, að
Spasski ynni, einkum vegna
framkomu Fischers.
Ég verð að halda vel utan að
þeim skákfrimerkjum, sem ég
hef fengið að heiman, þvi að
margir reyna að snikja þau af
mér”.
Hildur skrifaði bréf sitt 5. októ-
ber, og daginn áður var afmælis-
dagur Mahatma Gandhis. Og likt
og indversku blöðin fræddu
lesendur sína um Island i sumar,
bregður hún upp ofurlitilli mynd
frá Madras i bréfi sinu:
„Hófust þá vikulöng hátiðahöld
með sýningu i Friðargarði
Gandhís”, segir hún, ,,og var þar
lýst lifi hans og starfi. Stytta af
Gandhi stendur við eina aðalgötu
borgarinnar. 1 gær var búið að
smiða tröppur, lagöar rauðum
dregli, upp að styttunni, svo að
ungir og gamlir gætu vottað „föð-
ur þjóðarinnar” virðingu sina.
barna sá ég nokkra drengi á
aldrinum fimm til átta ára, auð-
sýnilega úr einhverju fátækra-
hverfinu, ganga prúða og settlega
upp tröppurnar, krjúpa á kné og
kyssa fætur Gandhis, standa sið-
an upp og heilsa honum að ind-
verskum sið — leggja saman lófa
og hneigja höfuðið.
Einnig létu margir stóra, ilm-
andi blómakransa um háls
Gandhis, svo að hann var orðinn
þakinn blómum undir kvöldið”.
Já, fimm til átta ára gamlir
drengir úr fátækrahverfunum i
Madras, þar sem örbirgðin er svo
yfirþyrmandi, að við getum ekki
gert okkur annað eins i hugar-
lund. Hér i velmeguninni og mitt i
menningargortinu, fær blóm-
sveigurinn við styttu Jóns Sig-
urðssonar á Austurvelli, ekki að
vera i friði kvöldlangt á þjóð-
hátiðardaginn, nema lögreglu-
vörður komi til, fyrir skemmdar-
vörgum, uppkomnu, eða langt
uppkomnu fólki, sem fátt skortir
nema siðprýði og mannslund.