Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. október 1972. TÍMINN Frá landsmóti skáta við Hreöavatn. Skátastarf í sextíu ár Annan nóvember n.k. verða lið- in 60 ár frá upphafi skátastarfs á Islandi, og mun skátahreyfingin minnast þess með ýmsu móti næstu vikur. Páll Gislason skáta- höfðingi greindi frá helztu atrið- unum á blaðamannafundi i gær. A laugardag og sunnudag n.k. verður sýning á ýmsum skáta- munum, svo sem frimerkjum, myndum frá sextiu ára starfi, félagafánum o.fl., og verður hún haldin i Hallgrimskirkju. Þeir Jónas S. Jónsson og Sigurður Ágústsson munu sjá um undir- búning sýningarinnar ásamt félögum úr St. Georgs gildinu i Reykjavik. 29. október kl. 14-18 munu svo skátafélög viða um land hafa opin hús og kynna almenningi starf- semina. Þessikynning erekki sizt ætluð foreldrum. Kennslubók í glóðarsteikíngu Hjá Kvenfélagasambandi Islands hefur nýlega komið út nýr bæklingur, sem fjallar um glóðarsteikingu (grillsteikingu). A Leiðbeiningarstöð húsmæðra hefur undanfarin ár verið mikil eftirspurn eftir slikum leið- beiningum, og var þvi Anna Guð- mundsdóttir, húsmæðrakennari, beðin að taka saman bækling um það efni, en Anna hefur i mörg ár kennt matreiðslu við Húsmæðra- kennaraskóla Islands og hefur þar haft tækifæri til að öðlast reynslu i notkun glóðarofna. Sumir nota glóðarofna sina ein- göngu til þess að steikja kjúklinga og ostabrauð, en unnt er i glóðar- ofnum að útbúa alls konar rétti. I bæklingnum eru 22 uppskriftir af kjötréttum, 9 uppskriftir af fiskréttum og 13 uppskriftir af brauðréttum. Ennfremur er sagt frá, hvernig glóðarsteikja megi kartöflur, tómata og ávexti. Þar að auki eru uppskriftir af alls konar kryddblöndum til að leggja matinn i, áður en steikt er. Glóðarsteikingbyggistá þvi, að sú glóð, sem myndast i element- um i rafmagnsofnum, eða þá i viðarkolum, kastar frá sér hita- geislum, svokölluðum infrarauð- um geislum, sem steikja matinn. Ekki þarf að nota mikla fitu, þegar glóðarsteikt er, og ekki er heldur þörf á að bera fram með glóðarsteiktu kjöti feitar og þykk- ar sósur. En það kemur sér vel fyrir þá, sem áhuga hafa á að grenna sig. Sérstakir glóðarofnar eru að sjálfsögðu munaðarvarningur, en glóðarrister i mörgum eldavélar- ofnum, sjálfsagt er þvi að hafa sem mest gagn af tækjum þess- um. Er það von okkar, að þessar leiðbeiningar komi sér vel fyrir eigendur glóðarofna. Bæklingurinn fæst á skrifstofu Kvenfélagssambands íslands að Hallveigarstöðum við Tungötu og kostar 50.- kr., en opið er á skrif- stofunni alla virka daga kl. 3-5, nema laugardaga. Skátafélög munu i tilefni af- mælisins taka að sér viðtæk þjón- ustuverkefni f heimabyggðum sinum kringum afmælið, t.d. hreinsa rusl úr fjörum, hreinsa til við biðskýli og annars staðar þar sem þurfa þykir. Þá munu skátar m.a. heimsækia vistfólk á Elli- heimilinu Grund, Vifilsstöðum, barnaheimilinu Reykjahlið og upptökuheimilinu við Dalbraut. Á sjálfan afmælisdaginn verður móttaka i Miðbæ við Háaleitis- braut fyrir opinbera gesti, gamla skáta og velunnara hreyfingar- innar. Um kvöldið verður kvöld- vaka með varðeldasniði i Laugar- dalshöll, sem hefst kl. 20.00. Þar geta komið eldri skátar sem yngri og fjölskyldur þeirra og skemmt sér við leik og söng, en skemmtuninni lýkur kl. 20.00. Að hitta naglann á höfuðið Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé STANLEY RJÚPNAVEIÐIMENN Leyfi til rjúpnaveiði á Holtavörðuheiði og i Geldingafelli, landi Bæjarhrepps, eru seld i Staðarskála.öðrum en þeim,sem afla sér leyfis er veiði stranglega bönnuð á þessu svæði. STAÐARSKÁLI Við bjóðum fjölbreyttar veitingar, ennfremur gistingu i vistlegum og rúmgóðum herbergjum. STADARSKALI raii JÓNLOFTSSOHHF Hrinolxautttlföio 6ÖO SPÓNAPLÖTUR 8-25 mm PLASTH. SPÓNAPLÖTUR 12—19 mm IIARDPLAST HÖRPLÖTUR 9-26 mm HAMPPLÖTUR 9-20 mm BIRKI-GABON 16-25 mm BKYKI-GABON 16-22 mm KROSSVIDUR: Birki 3-6 mm Beyki 3-6 mm Kura 4-12 mm IIARDTKX meö rakaheldu llmi 1/8" 4x9' IIARDVIDUR: Kik. japönsk, amerísk. áströlsk. Beyki, júgósla vneskt. danskt. Teak Afromosia Mahogny Iroko Palisauder Oregon Pine Kamin Gullálmur Abakki Am. linota Birki 1 1/2-3" Wenge SPONN: Kik - Teak - Oregon Pine - Fura - Gullílmur Alnuir - Abakki - Beyki Askur • Koto - Am.Hnota Afromosia - Mahogny Palisander - Wenge. KYRIRLIGGJANDI VÆNTANLKGT OG N'vjar birgoir teknar heim vikulega. VKRZLID ÞAR SKM OR- VALID KR MKST OG KJÖRIN BK/.T. SlLFUR HAFSINS STANDANDI SlLDARBORÐ í HADEGI HVERN DAG A síldarborði okkar, sem við köllum „SILFUR HAFSINS", eru yfir 20 síldarréttir og fyrir aðejns 345 kr. (með fram- reiðslugjaldi). Borðaðu eins mikið og þig lystir. - Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að matreiða síldina á marga vegu, þannig að hver rétturinn sé öðrum betri. ÞETTA ER GULLIÐTÆKIFÆRI FYFIR MATMENN. LATTU EFTIR ÞÉR AÐ LÍTAINN A NÍUNDU HÆÐINA í HÁDEGINU HrOTrit i SÍMI 82200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.