Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. október 1972.
TÍMINN
11
veitingamaður vígist
rests 45 ára að aldri
ímatónskálds.
sinn rekstur, eða til þess að leysa
ákveðin verkefni. Ég verð þá að
finna kerfislega lausn á þessum
verkefnum, koma með tillögur
um, hvernig verkefnin skuli leyst,
og setja þau fram á leikmanna
máli, en gera svo aftur tæknilega
kerfislýsingu fyrir tölvusér-
fræðinga, sem svo aftur vinna
náið og programmera” verkefnið
i smáatriðum. Siðan er svo verk-
efnið að lokum unnið á tölvu og
aðstoðarvélar hennar. Þannig er
min vinna fólgin i þvi að vera
tengiliður á milli hins almenna
notanda og tölvunnar, eða öllu
heldur þeirra, sem vinna náið á
tölvuna.
— Geturðu sagt mér, hverjir
hinir almennu notendur tölvunn-
ar hafa einkum verið?
— Að undanförnu hefur mikill
hluti minnar vinnu verið á sviði
heilbrigðismála og sjúkrahúsa.
— Finnst þér þetta skemmti-
legt starf?
— Já, þetta er mjög spennandi
starf. Maður kynnist geysimörgu
fólki og ég hef lært mikið um
margs konar starfsemi, sem ég
þekkti ekki áður. Ég hef mikið
unnið með bönkum og kynnzt
mörgu i sambandi við starfsemi
þeirra. Ég.hef unnið með trygg-
ingafélögum og eins og ég sagði
áðan, læknum og sjúkrahúsum.
Þannig mætti lengi telja. Ég hef
lika unnið með iðnfyrirtækjum og
fyrir vikið kynnzt sumum vanda-
málum iðnaðar á tslandi. Eins og
gefur að skilja, þá er það ákaf-
lega lærdómsrikt.
— Byrjaröu svo ekki á þvi að
setjast við hljóðfærið þegar þú
kemur heim?
Jú, ég sezt stundum viö hljóð-
færið, en það er einkum til af-
slöppunar.
— Ég sem ekki á hljóöfæri, og
ég hef ekki gaman af þvi að sem ja
tónsmiðar. Þetta er hundleiðinleg
vinna, en maður verður samt að
gera það. Maður hefur einhverjar
skyldur gagnvart sjálfum sér, og
við þvi verður ekki gert. Þetta er
erfið vinna, hún er seinleg og van-
þakklát. Maður skrifar, skrifar
og skrifar i langan tima, og getur
Framhald á bls. 19
Stp—Reykjavik.
Eins og öðrum starfandi
mönnum er prestum nauðsynlegt
að taka sér fri frá störfum af og
til, og eins og aðrar mannlegar
verur eiga þeir til að veikjast.
Það hefur þvi þótt nauðsynlegt að
hafa ætið til taks lausan prest til
að hlaupa i skarðið. 1 þvi skyni
var fyrir um það bil tiu árum
stofnað til nys embættis á vegum
Þjóðkirkjunnar, embættis
farprest (eða ferðaprests). Á
þeim tima, sem liðinn er siðan,
hafa þrir prestar gegnt þessum
starfa, og nú hefur sá fjórði tekið
við, séra Halldór S. Gröndal,
fyrrum veitingamaður, en hann
hlaut vigslu siðastliðinn sunnu-
dag.
Fréttamaður hafði samband
við séra Halldór i gær og átti við
hann stutt spjall. Halldór er nú 45
ára og lauk hann prófi sem cand.
theol frá Háskóla Islands i haust,
en hann hóf þar nám i guðfræði
árið 1968, rúmlega fertugúr. Það
munu fá dæmi þess, að menn sem
komnir eru fullorðinsaldur, fari
út i guðfræðinám. Þó er hér i dag
þjónandi prestur, er hóf nám á
likum aldri og sr. Halldór. Það er
sr. Grimur Grimsson, prestur i
Asprestakalli.
Að sögn sr. Halldórs, er hlut-
verk farprestanna einkum það að
leysa af presta, er þurfa á frii að
halda, vegna lasleika ( sem oftast
er) eða annars. Næstu átta
mánuði mun hann leysa af sr. Leó
Júliusson á Borg á Mýrum. Hins
vegar er það eindregin ætlun
hans að þjóna föstu prestakalli i
framtiðinni, og þá gjarna úti á
landsbyggðinni. Ekki vildi hann
þó gefa upp, hvað óskapresta-
kallið væri.
Sr. Halldór varð stúdent frá
Verzlunarskólanum i Reykjavik
1949. Að loknu stúdentsprófi hóf
hann nám i viðskiptafræði ( með
27. og 28.október er Umberto D
eftir Vittorio De Sica á dagskrá.
Kvikmyndaklúbburinn hefur
áður sýnt kvikmyndir frá skeiði
italska neo-realismans. Umberto
D er áhrifamikil, stórbrotin mynd
i einfaldleika sinum. Hún sýnir
betur en nokkuð annað, sem ég
hef séð, miskunnarleysi þeirra,
sem meira mega sin, gagnvart
smælingjum, og opinberar þá
skömm, sem mörg svokölluð vel-
sérstöku tilliti til hótelreksturs)
við hinn þekkta Cornell-háskóla i
tþöku i New York. Það má geta
þess, að við þennan skóla er
stærsta islenzka bókasafnið
vestanhafs, en það var tslands-
vinurinn Willard Fiske, er gaf
háskólanum stórfé til stofnunnar
þessa safns og islenzkudeildar við
skólann. Hefur jafnan starfað
einn Islendingur við safnið, og
margir kunnir islenzkir menn
hafa stundað nám við skólann.
Sr. Halldór lauk B.S. prófi við
Cornell árið 1952. Skömmu eftir
heimkomuna eða 1954 hóf hann
rekstur veitingahússins Nausts,
sem hann rak til ársins 1965 . Eru
þeir eflaust ófáir gestir Nausts-
ins, sem kannast við hann frá
þessum árum. A árunum 1965-67
rak hann veitingahús i London, er
bar nafnið Iceland Food Center.
Siðan kom hann heim aftur og hóf
guðfræðinám við H. t. haustið
1968, eins og áður segir. Stundaði
hann ýmis störf jafnhliða
náminu, vann m.a. á skrifstofu,
og eitt sumar rak hann sumar-
hótel Eddu á Reykhólum.
— Sr. Halldór kvaðst ekki i
vafa um, að hann hefði valið rétta
braut með þvi að ákveða að
gerast prestur. Köllunina segir
hann sig hafa fengið úti i London
árið 1966. — Ég get ekki lýst þvi i
orðum, get aðeins sagt, að þetta
var dásamleg, persónuleg lifs-
reynsla, svo sterk og djúp, að ég
einsetti mér að reyna að hjálpa
öðrum til þess að öðlast slikan
unað, ákvað að verða prestur.-
Fyrstur gengdi störfum far-
prests hér á landi sr. Lárus
Halldórsson (fyrir um lOárum),
nú prestur i Breiðholtspresta-
kalli. Næstur þjónaði sem far-
prestur sr. Ingþór Indriðason, nú
prestur i Ameriku, en siðast var
það sr. Guðmundur óskar Ólafs-
son, prestur við Frikirkjuna i
Hafnarfirði.
Föstudaginn 20. október hefur
kvikmyndaklúbbur Listafélags
M.R. sýningar með „Terra em
Transe” eftir Glauber Rocha. 1
fyrra sýndu þeir „Hvitur djöfull
svartur guð”. Háskólabió sýndi á
mánudagssýningu i fyrra
„Antonio das Mortes”. Rocha er
aðalforvígismaður „Cinema
nouvo” i Brasiliu og er þessi
mynd frábrugðin hinum tveim,
sem við höfum séð, að efni.
ferðarriki skreyta sig með, að sú
aðstoð sem það lætur gömlu fólki i
té, er svo naumt útilátin, að það
gerir aðeinsellina að ömurlegum
biðsal dauðans. 3. og 4. nóvember
verður L’anné derniére á Marien-
bad frá 1961 (I fyrra i Marienbad)
eftir Alain Renais. Þessi mynd
þótti nokkuð nýstárleg vegna þess
að eiginlegur söguþráður er ekki,
hún er ekki sizt forvitnileg, nú, til
samanburðar á „Je t’aime je
t’aime” frá 1968, sem var sýnd i
Háskólabió fyrir tveimur árum.
17. og 18. nóvember er sýnd Os
Fuzis (Byssurnar) eftir Ruy
Guerra frá Brasiliu. Hann er
fæddur 1931 og gerði sina fyrstu
mynd 1962 „Sá sem ekki kann að
skammast sin”, hann hlaut
Silfurbjörninn fyrir Byssurnar i
Berlin 1964. 24. og 25. nóvember
er hin heimsfræga „Ugetsu
monogatari” eftir Kenji
Mizoguchi gerð árið 1953. Þessi
frábæri leikstjóri lézt 1956, hann
nám málaralist áður en hann
sneri sér að kvikmyndun, og
gætir þess mjög i myndum hans.
Þessi mynd er kalla mætti á
islenzku „óöur i fölu tunglskini
eftir regnið” er mjög eftirsótt
hvarvetna af kvikmyndaunn-
endum, hún var á sýningarskrá
fyrir tveimur árum en þá tókst
ekki að fá hana. Hún er fengur
sem enginn má missa af. 19. og
20. janúar 1973 er svo lokamynd
fyrra misseris.In the year of the
pig „Á svinsárinu” eftir Emile De
Antonio. 1 sýningarskránni segir
svo um þessa mynd m.a. „In the
year of the pig” er hörð árás á
stefnu Bandaríkjamanna i Viet-
Nam. „De Antonio hefur safnað
saman efni frá sjónvarpsstöðvum
i Bandarikjunum, efni sem
stöðvarnar hafa aldrei sent út
Scra Halldór S. Gröndal.
„Þetta var dásamleg, persónuleg lifsreynsla.
(svonefndum „outtakes”). Þetta
efni notar hann vegna þess, að
þar telur hann hina réttu mynd
kerfisins koma skýrast i ljós.
Þetta eru allt mjög góðar myndir
og skráin skemmtilega sett
saman, það er alltaf betra að
blanda saman nýjum myndum og
gömlum. Það er útbreiddur mis-
skilningur að klúbburinn sé
aðeins fyrir nemendur Mennta-
skólans við Lækjargötu eða
menntaskólana yfirleitt, klúbbur-
inn er fyrir alla framhaldsskóla-
nemendur og kvikmyndaunn-
endur. Þó að þeir hafi lokið skóla-
göngu sinni eru þeir velkomnir
lika. Efnisskrár klúbbsins hafa
sannarlega ekki valdið von-
brigðum undanfarin ár og munu
ekki gera það heldur nú. Þess-
vegna skora ég á alla, sem hafa
gaman af sjöundu listgreininni að
koma, sýningar eru kl. 10 f.h. á
föstudögum og kl. 2 e.h. á laugar-
dögum. Þá eru fæstir i vinnu og
ekki uppteknir i skólum heldur.
Það er lofsvert framtak hjá
klúbbnum að beita sér fyrir
þessum sýningum.
„Óður I fölu tunglskini eftir regnið” er ein af myndunum, sem sýndar
verða í vetur. Myndin er úr kvikmyndinni.