Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 20. október 1972.
„Ég sem tónverk, af
því ég hef skyldur
við sjálfan mig"
- segir Elías Davíðsson, tónskáld og tölvufræðingur
Þvi hefur lengi verið trúað, að
listrænir hæfileikar, svo sem eins
og tónlistar- og skáldgáfa, ætti
sjaldan samleið með stærðfræði.
Það er að segja, að sá maður,
sem er skáld i oröum eða tónum,
sé varla með mikið reiknings-
höfuð. Það er þvi nokkur vork-
unn, þótt undirrituðum þættu það
tiðindi, þegar hann frétti, ekki
alls fyrir löngu, að hér á landi
væri einn maður, sem sameinaði
það tvennt að vera mikill tölvu-
fræðingur og tónskáld. Þessi
maður er Eiias Daviðsson i Kópa-
vogi. Auðvitað fékk hann ekki að
vera i friði, heldur var sóttur
heim einn daginn.
En þegar við fórum að tala
saman, kom það á daginn, að
tölvufræði er reyndar ekki stærð-
fræði, nema þá að mjög tak-
mörkuðu leyti. Það eru kannski
svo sem tuttugu af hundraði
þeirra fræða, sem eru hrein
stærðfræði. Svona getur maður
gert sér rangar hugmyndir um
hluti, sem maður þekkir ekki.
— Ég verð að breyta
spurningunni, Elias, og spyrja
ekki um stærðfræði, heldur hitt:
Er það ekki ákaflega erfitt að
vinna dagleg störf sin á tveim
svona gerólikum sviðum.?
—- Jú, það er mjög erfitt. Og
erfiðleikarnir eru einkum fólgnir
i þvi, að vinna við tölvu krefst
mjög rökrænnar hugsunar. Það
er að segja, maður verður að
finna rökréttar lausnir á þeim
vandamálum, sem maður er að
fást við, en þau vandamál eru
yfirleitt skilgreind og afmörkuð
af tölvunotendum.
t listinni er þetta allt öðruvisi.
Þar hefur maður fyrir framan sig
opið, óskrifað blað, þar sem ekki
er til nein sérstök, áður ákveðin
leið. Þar er allt hægt að gera og
ekkert hægt að gera. Þar verður
maðurinn sjálfur að gerá allt:
Velja markmiðið, sem hann vill
stefna að, finna leiðina að mark-
inu og siðan að stjórna sjálfur
vinnubrögðum sinum meðan á
verkinu stendur. Það er ekki sizt
vegna þessa mikla eðlismunar,
sem mér finnst erfitt að vinna
á tveim svona gerólíkum sviðum
— En er ekki lika erfiöara að
einbeita sér að andlegum störfum
á kvöldin, eftir að hafa unnið inni
allan daginn?
— Þaö tel ég alveg vist. En ég
er ekki þannig gerður, að ég eigi
auðvelt með útivinnu. Ég er til
dæmis hvorki smiöur né sjó-
maður. Jú, sjálfsagt væri það
hollara, ef þvi yrði við komið.
— Gætum við nú samt ekki
verið meira úti en við erum?
— Þaö væri tvimælalaust mjög
æskilegt, ef við færum oftar út i
gönguferðir, þó ekki væri nema i
námunda við heimili sin. En
þessu eru ýmsar skorður settar.
Ef við til dæmis tökum okkar bæ,
Kópavog, þá eru þar ekki neinar
gangstéttir. Og þegar gott er
veður og jörðin þurr, þá hefur til
skamms tima verið mikiö ryk á
götum, sem bilar þyrla upp. Ef
þetta væri ekki svona, myndi
maöur áreiðanlega fara oftar i
gönguferðir en raun er á. Aftur á
móti er islenzk veörátta þannig,
að ég er ekki viss um, að það sé
neinn verulegur grundvöllur fyrir
stór útivistarsvæði, skemmti-
garöa, eins og tiðkast viðast hvar
erlendis. Menn eru varla mjög
lengi úti i einu, hér á landi, nema
þá á skiðaferðum á veturna eða i
fjallgöngum, sem hvort tveggja
er auðvitað mjög æskilegt.
— Já, þú minntist þarna á önn-
ur lönd. Þar hefur þú margt til
samanburðar, þar sem þú ert
hvorki fæddur né alinn upp hér á
landi.
Hvernig finnst þér nú ástandið
vera, hérna hjá okkur, þegar á
heildina er litið?
— Það er mjög margt gott um
tsland að segja. Ég hef átt hér
heima i tiu ár, og mér hefur alltaf
fundizt ég eiga hér heima, alveg
frá þvi ég kom hingað fyrst. Bæði
landið, þjóðfélagið og einstak-
lingarnir hafa ákaflega margt til
sins ágætis. En ég er ekki einn af
þeim blindu tslandsvinum, sem
segja allt gott um landið og sjá
ekki neitt af þvi, sem miður fer.
Það eru fleiri en ég, sem gagn-
rýna ýmislegt i islenzku þjóðlifi,
og ég þarf ekki að vera útlend-
ingur til þess. Hitt er annað mál,
ég er alinn upp i öðrum löndum og
hef þvi eðlilega nokkuð önnur við-
horf.
— Hvað er það, sem þér þykir
einna verst, hérna hjá okkur?
— Það er einkum eitt, sem mér
hei'ur alltaf fundizt slæmt hér, og
það eru fræðslu- og menntamálin.
Þetta er ekki tekið nærri þvi nógu
alvarlegum tökum. Börnin byrja
ekki i skólum fyrr en þau eru sjö
ára, en núna loksins, eftir mikla
pressu, er farið að reyna að taka
þau inn sex ára. En hvað er
börnunum kennt? Þau eru i
skólanum i mesta lagi þrjá tima á
dag, og námið er ekki annað en
það, sem erlendis er yfirleitt
kennt i leikskólum. Hér á landi
eru börn að læra frumlestur og
frumreikning fram að niu og tiu
ára aldri — einmitt á þeim árum,
sem börn eru svo næm, að þau
geta lært allt mögulegt. Erlendis
eru börnin látin læra alla undir-
stöðu og æfingar i leikskólum, og
þegar þau eru orðin sex ára, geta
þau farið að snúa sér að alvarlegu
námi. Það er varla hægt að segja
að leikskólar séu til hér á landi.
Maður þarf að skriða á hnjánum
og helzt að vera óreglumaður,
óreglukona eða þá fráskilinn, ef
maður ætlar að koma börnum
sinum inn á leikskóla hér. Og
jafnvel i þeim leikskólum, sem
beztir eru hér á landi, er ákaflega
litið fyrir börnin gert, miðað við
þau lönd, þar sem ég þekki bezt
til, til dæmis i tsrael, Frakklandi
og Þýzkalandi. Þetta hlýtur að
stafa af þvi, að fræðslumálin fá i
sinn hlut alitof litinn hluta af
þeirri margumtöluðu köku, sem
heitir þjóðartekjur. Auðvitað eru
margir sem segja, að við getum
ekki eytt meira en við gerum i
skólabyggingar og annað, sem
þarf til þess að manna og mennta
börnin okkar. En ég er á annarri
skoðun. Við vitum það öll, að
þjóðin hefur aðeins einum,
sameiginlegum sjóði úr að spila,
spurningin er aðeins: Hversu
miklum hluta viljum við verja til
þess að gera börnin okkar að
meiri og betri mönnum, og hve
miklu viljum við verja i biía, ein-
býlishús og annan ytri búnað?
— Þér virðist þessu annan veg
farið i þeim löndum, sem þú
nefndir áðan?
— Já, það finnst mér. Ég get til
dæmis sagt þér, að i israelskum
samyrkjubúum hefur sú stefna
alltaf verið rikjandi, að fyrsta
steypta húsið skyldi ekki vera
fyrir fullorðna fólkið, heldur fyrir
börnin. Það voru skólinn og leik-
skólinn. Siðan komu sameiginleg
eldhús, en siðast komu góð hús
fyrir hina fullorðnu. Þau voru
með öðrum orðum seinast i röð-
inni, en ekki fyrst, eins og hér á
landi.
Ég segi það alveg satt, að mér
finnst mjög slæmt, að hér skuli
vera farið svona aftan að siðun-
um og byrjað á öfugum enda,
þvi að menntun og upplýsing er
skynsamlegasta fjárfestingin,
sem hægt er að gera - og arðvæn-
legasta, þegar öllu er á botninn
hvolft.
— Hefur þú kannað þetta hér
tölulega?
— Já, dálitið. Ég gerði einu
sinni smávegis könnun á þessu á
sinum tima i Efnahags-
stofnuninni. Mig langaði til þess
að vita, hvort tslendingar væru i
raun og veru á eftir öðrum
Evrópulöndum i þvi sem þeir
legðu til fræðslumála, miðað við
þjóðartekjur.
—Hverjar voru niðurstöður
þeirrar könnunar?
— Þvi miður reyndist grunur
minn alveg réttur. Þetta er i raun
og veru svona. Það getur vel
verið, að einhverjir vilji rengja
þetta og haldi að ég sé að fara
með vitleysu, en svo er ekki. Ég
er búinn að kanna þetta mál frá
mörgum hliðum og niðurstaðan
verður alltaf hin sama. Og hér
þýðir ekki að koma með þá rök-
semd, að peningarnir séu ekki til.
Þeir eru til, en þeim hefur bara
verið varið i eitthvað annað en
þetta.
— Þú sagðir áðan, að þú þekktir
einna bezt til i Israel, Frakklandi
og Þýzkalandi. Ertu kannski frá
einhverju þessara landa?
— Ég fæddist og ólst upp i
Palestinu,sem varð siðan tsrael.
Þaðan fór ég ungur og flæktist
talsvert mikið um Evrópu. Það
flakk stafaði að mestu leyti af
fjölskylduástæðum, en annars
var ég að læra ýmsa hluti, aðal-
lega tónlist. Siðan kom þar að
foreldrar minir þurftu að flytjast
til Bandarikjanna af heilsufars-
ástæðum. Þá varð ég eftir i
Evrópu, en kom á eftir þeim
vestur um haf. En þegar ég var á
leið þangað, stanzaði ég á Islandi
i tvo daga. Það var árið 1960. Þá
leizt mér svo vel á mig hér, að
mér fannst ég ekkert hafa til
Bandarikjanna að gera. Ég hélt
þó för minni áfram þangað, en
ákvað að koma hér, strax og ég
hefði safnað mér dálitlu af
peningum.
Á meðan ég var vestan hafs,
kynntist ég Islendingum, einkum
Leifi Þórarinssyni, tónskáldi,
sem þá var i New York. Þeir buðu
mér oft heim til sin og kynntu mér
islenzkan mat og islenzka siði.
Þetta þótti mér ákaflega gaman.
— Fórstu svo fijótlega til
Islands?
— Já. Ég fór til íslands og vann
hitt og þetta, sem til féll. Til
dæmis var ég handlangari , þegar
verið var að byggja H. Ben-húsið
viö Suðurlandsbraut. En svo kom
vetur, og þá var litiö um atvinnu
hér. Ég fór þá aftur til Ameriku,
en á meðan ég var hér, hafði ég
kynnzt þeirri konu, sem nú er
eiginkona min. Eins og gefur að
skilja, þá kom ég eins fljótt og ég
gat aftur, og svo giftumst við.
Siöan eru núna um það bil tiu ár,
og þann tima hef ég átt heima
hér. Ég fékk vinnu hjá IBM á
tslandi og hef unnið þar siðan.
— Hvar er það sem þú vinnur,
þarna hjá IBM?
— Ég er það, sem kallað er
kerfisfræðingur. Það hugtak er
nú vist ekki mjög þekkt hér á
landi, en aðalverkefnið er að
skipuleggja og koma inn verkefni
fyrir tölvuvinnslu. Ég heimsæki
stofnanir og fyrirtæki og tala við
ráðamenn þar og hvern þann,
sem vill fá unnin verkefni, eða
hefur áhuga á að nota tölvur við
Blaðsiða úr ófullgerðu tónverki eftir Elias.