Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI Jyrh' goöitn mat JO/vcbttotfMAA^letn, A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 V / AAinna byggt á Akureyri — 89 íbúðir í árf en 140 í tyrra SB—Reykjavik. Á Akureyri var á árinu hafin smiði 89 ibúða, og er það miklum mun minna en i fyrra, þegar þær voru 140. — Ekki er gott að segja af hverju þetta er, en það gæti stafað að einhverju leyti af sein- legri afgreiðslu lána, sagði Jón Geir Ágústsson byggingarfulltrúi Akureyrar i viðtali við blaðið. Af þeim ibúðum, sem byrjað hefur verið á i ár, eru 35 i einbýlishúsum og 54 i fjölbýlis- húsum, þar af 28 i einu, sem byggt er á Vegum stjórnar verka- mannabústaða. Talsvert er i smiðum af ibúðum, sem byrjað var á i fyrra eða fyrr, svo að nú er verið að vinna við alls 266 ibúðir á Akureyri. Flestar nýbyggingarnar eru á suðurbrekkunni og verður væntanlega haldið áfram að stækka bæinn til suð-vesturs næstu árin. En einnig er byggt i Glerárhverfi og verið er að ihuga, hvar hæft er að bæta götum við, þvi talsvert er af auðum svæðum i bænum. Unnið er nú að aðalskipulagi Akureyrar og sagði Jón Geir, að starfsmenn væntu sér mikils af þvi, þeir hefðu þá eitthvað i hönd- unum til að vinna eftir. Af fleiri byggingum en ibúðarhúsum má nefna, að æði- mörg fyrirtæki eru að reisa nýbyggingar eða viðbyggingar, eins og gengur. Þá mun væntan- lega á næsta ári hafin að nýju bygging nýrrar mjólkurstöðvar, sem byrjað var á fyrir nokkrum árum. M jólkurstöðin er á Lundstúni og var spottakorn ofan við Akureyri, þegar byrjað var á henni, en fyrirsjáanlegt er nú, að búið verður að byggja allt i kring- um hana, þegar henni verður lok- ið. Dyttað að stýri Edistos Isbrjótarnir tveir eru enn i Sundahöfn, og i gær var verið að dytta að löskuðu stýri Edistos. Þegar þvi er lokið mun hinn isbrjóturinn, South- wind, halda af stað með hann i togi. Svo mun ráð fyrir gert, að dráttarbátar komi á móti is- brjótunum og mæti þeim á miðju hafi milli Islands og Nýfundnalands og taki þar við Edisto. Rannsóknarskipið, sem fylgdi isbrjótunum til Reykja- vikur, er aftur á móti farið héðan. Myndina hér til hliðar tók Róbert, ljósmyndari Timans, i gærdag, er kafarar voru að svamla i sjónum fyrir aftan skipið. 1 skutnum stendur einn skipsmanna. Hrakfallabálkur meðal bíla hefur stungið sér niður í bænum — Ég get varla kallað það innflúensu, sagði Kragi Ólafsson aöstoöarborgarlæknir i gær er Timinn spurðist fyrir um um- gangsveiki, sem nokkur brögð eru sögð að i bænum. En þetta er einhvers konar veirukvilli, sem ber dálitið á um þessar mundir. — Fólk fær dálitinn hita i svo sem tvo daga, sagði Bragi enn fremur, og er frá vinnu i nokkra daga. Þetta kemur ýmist fram sem brjóstþyngsli eða höfuðverk- ur og það getur jafnvel birzt sem meltingarkvillar. Það er ofsagt, að mikil brögð séu að þessum lasleika, þótt við vitum á hinn bóginn ekki nákvæmlega, hve viða hann hefur stungið sér niður i bænum. Þar byggjum við á samtölum við lækna, þvi að skýrslur berast ekki fyrr en nokkuð eftir á. hjá Sæbóli á Dalvik nú einn dag- inn, og keypti Skúli hana siðan og ætlaði að aka henni heim til sin i Ólafsfjörð.þvi að hún var ökufær þótt löskuð væri. 1 Ólafsfjarðar- múla mun annað framhjólið hafa bilað, og skrikaði billinn þá á svelli með þeim afleiðingum, er lýst hefur verið. Meðvitundarlaus í hálfan mánuð Klp—Reykjavik. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér liggur unga stúlkan frá Hornafirði, sem varð fyrir bifreið á Kringlumýrar- braut i siðustu viku, enn þungt haldin á gjörgæzludeild Borgar- sjúkrghússins. Mun hún ekki enn vera komin til meðvitundar, en læknar telja þó likur til að hún fari að rakna við. A gjörgæzludeildinni liggur einnig ungur maður úr Stafholts- tungum, sem slasaðist fyrir þrem vikum, er bifreið var ekið á ljósa- staur á Suðurgötunni. Hann lá meðvitundarlaus i yfir hálfan mánuð, en mun nú vera að byrja að jafna sig, þó hann hafi ekki náð fullri meðvitund ennþá. Mýrdalsjökull hefur hækkað Mýrdalsjökull eins og horfir við af Hjörleifshöfða. Undir breða hans leynir Katla þunga sinum, og eng- inn veit, hvenær hún tekur léttasóttina. Ljósmynd: Páll Jónsson. A þriðjudaginn varð það óhapp i Ólafsfjarðarmúla, að jeppabif- reið fór út af veginum og rann um fimmtiu metra niður, en stað- næmdist þó, áður en i sjó var komið. Maðurinn, sem i bifreið- inni var, Skúli Pálsson bifreiða- virki, komst út áður en hún fór fram af, en skrámaðist litillega á höfði og hendi. Sú er saga þessarar bifreiðar, að hún rann fram af sjávarbakka með ólíkindum — norðan við nyrðri hnúkinn, en hvelið milli hnúkanna hefur lítið breytzt Um þessar mundir eru fimmtiu og fjögur ár liðin frá siðasta Kötiugosi, sem dundi yfir nokkuð samtimis spönsku veikinni haustið 1918. Um nokkurt árabil hefur þótt ekki ósennilegt, að Katla færi að bæra á sér á ný. Minna hefur þó verið um þetta talað siðustu misseri, heidur var fyrir nokkrum árum þar sem ekki dró til neinna tiðinda um það leyti, er margir töldu, að „talið” hennar væri. Kötluhlaup er atburður, sem fólki stendur stuggur af, þar sem enginn veit fyrirfram, hversu mikið vatn kann að brjótast fram né hvar það fer yfir. Austan Mýrdalssands eru mar- flatar sveitir, Álftaver og Meðal- land og þær geta orðið hart úti, ef illa tekst til, og á vesturhlið er Vik i Mýrdal, þótt varla sér byggðin þar i hættu, nema hlaupið verði i striðri hafátt og miklu brimi, samfara háflæði. — Maður hættir sér ekki i þá ófæru að spá neinu um Kötlu, sagði Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ , maður glöggskyggn, fróður og gagnkunnur eystra, þegar Timinn leitaði til hans i gær. En það væri barnalegt að ætla, að hún sé sofnuð svefninum langa. Hitt get ég sagt, að sá er grunur minn, að hlaupið komi fram miklu austar en i siðustu Kötlugosum, og að þvi get ég leitt nokkur rök. Jökull hefur sem sé breytzt á annan veg að undanförnu heldur en hann gerði áður, og mér finnst, að af því megi draga nokkrar ályktanir. — Mörgum mun kunnugt um, að á Mýrdalsjökli eru tveir hnúkar og sigdæld á milli þeirra, hélt Þórarinn áfram. A undan fyrri Kötlugosum hækkaði jökullinn á milli hnúkanna smátt og smátt, unz hann var orðinn jafnhár þeim eða hærri. Nú hefur verið þarna hvel siðan jökullinn seig við Kötluhlaupið 1918, og hann hefur litið hækkað á seinni árum. Aftur á móti hefur jökullinn hækkað mikið, ég get sagt með ólikindum, norðan nyrðri hnúksins, og það held ég að til tiðinda kunni að draga. Alykti ég rétt, virðist mér sennilegt, að hlaupið fari fram norðan Sand- fells, þegar þar að kemur, og muni þá leita meira en áður austur i Skálm og Hólmsá og þaðan i Kúðafljót. Þá getur sveitunum austan Sands orðið hætt i miklum vatnsflaumi. — Eitt er það, sem Kötluhlaup hlýtur óhjákæmilega að hafa i för með sér, hvar sem það brýzt fram, sagði hann ennfremur. Mýrdalssandur teppist og verður ófær öllum flutningatækjum um nokkurt skeið. Þvi veldur vatn, sem hlýtur að dreifast um sandinn og verður lengi að sjatna, auk þess sem fjallháir jakar berast fram i Kötluhlaupum og bráöna ekki nema á löngum tima. Þess vegna getur mikið verið undir þvi komið, að vegurinn yfir Skeiðarársand verði kominn i gagnið, áður en Kötluhlaup dynur yfir, þvi að þá yrði greið ieið austur á bóginn engu torveldara að fá vistir og varning frá Höfn i Hornafirði heldur en landleið frá Faxaflóahöfnum þegar allt er með felldu. Eins mætti koma þangað búvöru. En eins og nú standa sakir lokast allt héraðið milli sanda inni i Kötluhlaupi, og ekki á annað að treysta en flug- ferðir. j.h. „Einhvers konar veirukvilli"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.