Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 27. október 1972. TÍMINN 19 Suðureyri • Framhald af bls. 11. Húsnæðisekla Ibúar á Suðureyri eru nú um á milli 520 og 530. Lengi vel bjuggu 470 manns á staðnum, en undanfarið hefur þeim fjölgað verulega. Mikil hugur er nú i fólki að flytja til Súgandafjarðar, en húsnæðisskortur stendur i vegi fyrir þvi. Vegna skorts á vinnuafli fór Fiskiðjan Freyja út i það að byggja verbúð ofan á syðsta hluta fiskiðjuversins. Búið er að byggja fjórar sjálfstæðar ibúðir, sem ætlaðar eru i framtiðinni fyrir aðkomufólk, þannig að 4-5 búi i hverri ibúð. Fyrst um sinn munu hinsvegar fjórar fjöl- skyldur búa i þessum ibúðum, og er það vegna ibúðarskorts á Suðureyri. — Það sem að Súg firðingar segja, að helzt hafi staðið i vegi fyrir nýbyggingum á staðnum,er hin mikla atvinnu- spenna á staðnum. — Það hefur enginn mátt vera að þvi að byggja um þessar mundir. Munu 20-30 manns vera tilbúnir að byrja húsabyggingar, en vinnu- aflsskortur stendur þar i vegin- um. Brimbrjóturmn aö hrum kominn. Brimbrjóturinn á Suðureyri liggur nokkuð langt utan við báta- höfnina, og öli flutningaskip leggjast við brimbrjótinn. Hann var byggður á árunum 1957-58 og hefur vist aldrei verið meira en hálflokið við hann. Nú er svo komið,að brjóturinn er að hruni kominn og getur hann laskazt svo i næsta ofviðri, að hann verður ekki nothæfur sem útflutnings- bryggja á næstunni. Á þessu ári var veitt sjö milljónum króna til viðgerðar á brimbrjótnum, en framkvæmdin hefur ekki orðið meiri en það, að menn frá Vita- málastjórn komu vestur og fóru aftur við svo búið. Súgfirðingar eru að vonum orðnir langþreyttir á þvi, að ekki sé gert við brimbrjótinn eða hann fullgerður. Þvi að ef svo skyldi fara, að brimbrjóturinn gæfi sig i einhverju Vestfjarðaveðrinu i vetur, þá er hvorki hægt að skipa upp né út á Súðureyri. — ÞÓ Á víðavangi agt höfuðborgarsvæðinu, sem á verulegan þátt í ofþenslunni i efnahagsllfinu. Borgarstjór- inn kvartaði svo undan þvi að hafa ekki fengið leyfi tii meiri hækkana en hann hefur beitt sér fyrir. Myndin af stjórn- málamanninum Geir Hallgrimssyni er tekin að skýrast. — TK. ALUR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG RANGÆINGA Lítil sjósókn í bili - þeim mun meira byggt GB-Akranesi Það kann að þykja tiðindum sæta, að aðeins einn Akranes- bátur er nú að veiðum hér heima. Hann er með vörpu og hefur litinn afla fengið. Aftur á móti eru nokkrir bátar héðan á veiðum á Norðursjó. Skelfiskvinnslu lauk hér i dag, og þar sem veiðibanni hefur verið beitt, verður þráðurinn ekki tekinn upp fyrir áramót að minnsta kosti. Af byggingavinnu er það að segja,að hún er mjög mikil. Má þar nefna það, sem stærst er i sniðum, tvær stórarblokkir.sem byrjað hefur verið á og elli- heimili,sem einnig er á byrjunar- stigi. Verða átján ibúðir i annarri blokkinni, en tólf i hinni og gert er ráð: fyrirað elliheimilið kosti áttatiu milljónir króna full- gert. Má af þessu ráöa, aö hér er mikil vinna framundan, auk alls annars. Hallgrímsmessan Meira en þrir áratugir eru liðn- ir siðan Hallgrimsmessan var flutt i fyrsta sinn. Þá fór hún fram iDómkirkjunni,afþvi að Hallgrimssöfnuður átti ekki þak yfir höfuðið. Sjálft alþingi hafði með lögum kveðið svo á að minningarkirkjan skyldi vera — „stór kirkja”. Þó að sú kirkja sje nú vel á veg komin, verður þess nokkuð að biða, að hugsjón hinna stórhuga alþingismanna verði að veruleika. Hallgrimskirkja er byggð með stuðningi allrar þjóð- arinnar og góðra vina utan lands. En þó að kirkjan sje ekki hugsuð sem sóknarkirkja einvörðungu, liggur það i hlutarins eðli, að Hallgrimssöfnuður og prestar hans lita á það sem skyldu sina að halda uppi minningu sálma- skáldsins meðýmsum hætti. Einn liðurinn i þvi starfi er Hallgrifns- messan. Hún hefir jafnan verið framkvæmd þannig, að söngur og helgisiðir væru sem næst þvi, er átti sér stað, þegar séra Hall- grimur söng messu á sinni tið. Við Hallgrimsmessuna, sem fram fer á ártiðardegi skáldsins, 27. okt, að kvöldi, hefst athöfnin á þvi, að Martin Hunger organleik- ari mun leika nokkur lög á klukknaspilið i turninum. Hefst það kl. 8 e.h., en sjálf messan byrjar kl. 8.30. Altarisþjónustu fyrir predikun annast séra Ragn- ar Fjalar Lárusson, en dr. Jakob Jónsson flytur predikunina. Eftir predikun mun kavartett úr kammermúsik-deild Björns Ólafssonar konsertmeistara við tónlistarskólann leika þætti úr kvartett eftir Mozart i D-moll. — Jakoh Jónsson, dr. theoi. Hljóðfæraleikararnir eru Laufey Sigurðardóttir, Júlfana Kjartans- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Lovisa Fjeldsted. Eftir predikun verður hinn forni Te Deum —sálmur fluttur sem vixlsöngur milli prests og söngflokks. Söngflokkur kirkjunnar undir stjórn Páls Halldórssonar organista annast sönginn, en fyrir altari þjónar dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, en það var hann, sem innleiddi þann sið fyrir þrem áratugum, að þessi forni sálmur væri sunginn og tónaður við Hallgrimsmessur. Eins og vænta má, eru aðeins sungnir Hallgrimssálmar, og endað á siðasta versi passiusálm- anna, með islenzku lagi, sem varðveizt hafði austur á Norð- firði. er i dag Enda þótt samskot til kirkjunn- ar hafi farið fram um siðustu helgi, samkvæmt synodusboði, mun enn haldið þeirri venju að gefa kirkjugestum kost á að leggja fram sinn skerf við kirkju- dyr eftir Hallgrimsmessuna. Þó að það eigi ef til vill ekki hjer heima, ætti það ekki að skaða, að minnst sé á það i leið- inni, að fólk getur með mörgu móti sýnt góðan hug sinn til kirkjunnar. T.d. með þvi að kaupa kortin af likaninu, sem kvenfélagið hefur gefið út. Myndin er tekin af þeim bráðsnjalla manni, Matz Vibe Lund. Til sölu er einnig hin enska útgáfa af passiusálmunum, gerð af Arthur Cook. Loks hefur bóka útgáfan Grund sýnt þann höfðingsskap að gefa kirkjunni upplagið af bók eftir undirritaðan ,,Um Hallgrimssálma og höfund þeirra”. Er aðalútsala á skrif- stofu Hins islenzka bibliufjelags i norður álmu kirkjunnar. Læt jeg svo að lokum i ljósi þá ósk og von að þeir.sem sækja Hallgrimsmessuna á föstudags- kvöldið , eigi þar saman blessun- arrika bænarstund og tilbeiðslu. INNLENT LAN RÍKISSIÓÐS ÍSLANDS 1972. 2.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI í maí s. I. var boðið út 300 milljón króna spari- skírteinalán ríkissjóðs. Af þessari útgáfu eru nú um 200 millj. kr seldar og hefur sala farið vaxandi á ný að undanförnu. Ekki verður gefið út meira af þessum flokki og verður afgangur bréfanna til sölu á næstunni hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um allt land, auk nokkurra verðbréfasala. Þessi flokkur spariskírteina er bundinn vísitölu byggingarkostnaðar frá 1. júlí þessa árs. Spariskírteinin eru tvímælalaust ein bezta fjárfestingin, sem völ er á, þau eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, skatt- og framtalsfrjáls og eina verðtryggða sparnaðarformið, sem í boði er. Sem dæmi um það hve spariskírteinin eru arðbær fjárfesting skal upplýst, að tíu þúsund króna skírteini áranna 1965, 1966 og 1967 eru nú innleyst á rúmlega 41 þúsund, 33 þúsund og 29 þúsund, hvert fyrir sig og hafa því gefið árlegan arð liðlega 22-24 af hundraði. Innlausnarverð spariskírteina hefur rúmlega fjórfaldazt frá 1965, en það mun vera talsvert meira en almenn verðhækkun íbúða í Reykjavík á sama tímabili. Skírteini: Gefa nú. Árlegur arður. Frá sept. 1965 kr. 10.000 kr. 41.586 22,6% Frá sept. 1966 kr. 10.000 — 33.032 22,1% Frá sept. 1967 kr. 10.000 — 29.428 24,1% Október 1972. ' - %sj\ ''AaSO' SEÐLABANKI ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.