Tíminn - 27.10.1972, Side 7

Tíminn - 27.10.1972, Side 7
Föstudagur 27. október 1972. TÍMINN 7 Leikaraástir Ursula Andress skildi við Bel- mondo i aprilmánuði s.l. Siðan hefur hún búið ein i stóru vill- unnisinni. En undanfarið hefur ameriski leikarinn Ryan O’Neill sem þekktur er úr Love Story, verið tiður gestur hjá Ursulu. Hann er 31 árs að aldri, en á samt tvö hjónabönd að baki. Áður en hann fór að heimsækja Ursulu var hann tiður gestur heima hjá Barböru Streisand. Bókmenntasmekkur Mario Puzo, höfundur „Guð- föðursins” er farinn að efast um bók menn tasmekk lesenda sinna. Hann er orðinn marg- faldur milljónamæringur á bók sinni um guðföðurinn og á kvik- myndinni, sem gerð var eftir\ bókinni. Hann hefur áður skrifað tvær bækur, sem gefnar voru út. Puzo segir, að þær bækur séu báðar betri en met- sölubókin, en þær hafi enga at- hygli vakið og fékk hann sárakil ritlaun fyrir þær. Og Onassis flýtti sér heim Hvaða glæsimenni er þetta sem situr við hliðina á Jackie Onassis, þar sem hún situr fáklædd i sólinni á Scorpios? Kjaftadálkar blaðanna spyrja en fá ekkert svar, maðurinn er óþekktur. Þegar myndin var tekin, auðvitað af Ijósmyndara, sem var að sniglast með sterkar aðdráttarlinsur i námunda við heimili Onassishjónanna á Scorpios, voru börn Jackie i Bandarikjunum og Onassis i Aþenu . Þegar myndin birtist i blöðunum, flaug Ari strax til Scorpios, þvi að hann langar ekki siður en aðra til að vita hver herrann er. Hvort hann komst að þvi eða ekki er fjöl- skylduleyndarmál. Nýr elskhugi Gina Lollobrigida er nú 44 ára gömui, og ekki dauð úr öllum æðum. Hún leikur enn i kvik- myndum og skiptir um elskhuga þegar henni býður svo við að horfa. Elskhugi hennar þessa dagana er franski leikarinn Renaud Verley, sem er helmingi yngri en Gina. — Gerið mér þann greiða að lýsa yður sekan. Ég er nefnilega að fara i sumarfri á morgun. — Sjáðu strákinn. Hann er alveg taugalaus að sofa bara á meðan þú ert við stýrið. — Ég veit vel að þetta er hlægi- legt, en þetta er eina leiðin til að hafa hann heima á kvöldin. ☆ — Nei, þarna er einkaritarinn minn. DENNI DÆMALAUSI 11uii er að minnsta kosti sjötug en þó litur hún ekki út fyrir að vera degi eldri cn 22 ára. Denni, hvar náðirðu eiginlega i þessi blöð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.