Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 27. október 1!)72. Gott hráefni - V: * • W.» Timamyndir Þó. — Hvaða veiðar leggið þig mesta áherzlu á, Páll? — Nú orðið leggjum við höfuð- áherzlu á linuveiðarnar, og þar af leiðandi erum við alltaf með fyrsta flokks hráefni i frysti- húsunum. begar við fáum fiskinn svona ferskan.þá verður vinnslu- útkoman miklu betri og bátarnir hafa gert sæmilegt á linu- veiðunum. En það er ekki nægjanlegt að fá gott hráefni, það verður einnig að fara vel með hráefnið. Þegar við hófum byggingu nýja frystihússins, sem tekið verður i notkun eftir nokkra daga, þá var ákveðið að snyrti- mennska og góð aðstaða til geymslu hráefnisins skyldi ráða miklu. — Hver er ástæðan fyrir byggingu þessa .nýja frystihúss? — Ástæðan er einfaldlega sú að 2. mai 1970 kveikti ónefndur maður i gamla frysti- húsinu. Húsið skemmdist gifur- lega mikið, þannig að það hefði orðið mjög kostnaðarsamt að koma þvi i gott lag aftur. Á þessum tima var einnig séð fyriri að Bandarikjamenn myndu setja ákaflega stra.ngur reglur um fíystihús og umhverfi þeirra á næstu árum. Þegar við höfðum athugað málin var útkoman sú, að langtum hagkvæmara væri að hefjast handa um byggingu á nýju frystihúsi. — Hvenær hófuð þig byggingu hússins? — Það var byrjað á húsinu fyrir einu og hálfu ári, og þvi má segja, að bygging hússins hafi gengið mjög vel. Suðiircyri við Súgantlaljörð. Á myndiniii sóst ofan á þak nýja Irystiliússins. Suðureyri við Súgandafjörð: Fullkomnasta frystihús lands- ins er rísið úr brunarústunum Vestfirðingar hafa alia tið þurft að treysta svo til algerlega á sjóinn, þvi að þaðan hala þeir fengið lii'sbjörg sína, og fiskurinn hefur verið og er undirstaða alls atvinnuiifs á Vcstfjörðum. Olt hal'a Veslfirðingar þurft að sjá á cftir sinum mönnum i greipar Ægis, - en þrátt l'yrir það hafa þeir ekki gefizt upp, heldur tvi- el'lzt við hvert áfall. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að Vestfirðing- ar standa mjög framarlega i mörgum þáttum útgerðarinnar og fiskvinnslunnar. Einn hinna mörgu útgerðar- staða á Vestfjörðum er Suðureyri við Súgandafjörð. Þar stendur út- gerð og fiskvinnsla á gömlum merg. Stærsta fyrirtækið á Suðureyri, er fiskiðjan Freyja h.f., en það fyrirtæki var upphaf- lega stofnað af Friðbert heitnum Guðmundssyni, en Friðbert var umsviíamikill útgerðarmaður á sinum tima, og rak einnig fisk- vinnslu. Núverandi l'ram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju er Páll Friðbertsson, sonur Friðberts Guðmundssonar. Páll segir, að nú sé fyrirtækið ekki lengur i einkaeign, heldur eigi nú :i(l-4() einstaklingar á Suðureyri fyrirtækið ásamt Suðureyrarhreppi og Kaupfélagi Súgandafjarðar. Þá á Fiskiðjan Freyja l'jóra báta: Trausta, ölaf Friðbertsson, Sigurvon og Kristján Guðmundsson, Einnig er Páll Friðbertsson nýbúinn að kaupa 265 lesta skip, Guðrúnu Guðleifsdóttur. Allir þessir bátar munu róa i haust og vetur frá Suðureyri og leggja aflann þar upp. Frystihús fyrir 120 milljónir — Hvað er húsið stórt að flatar- máli? — Sjálft húsið er tvö þúsund fermetrar 114 x 15 metrar, nema hvað mötuneytisálman er 23 x 12 metrar. Húsameistararnir Ulrich Star og Pétur Viktorsson teiknuðu húsið og erum við mjög ánægðir með þeirra framlag. Verk- fræðingur var Ólafur Erlingsson og Þorbjörn Gissurarson byggingameistari. Þórir Hilmarsson, sem starfar hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, og hefur unnið að hollustuháttum i frystihúsum, hefur verið okkur mjög innan handar. — Hvað er áætlað kostnaðar verð hússins? — Það má reikna með að byggingarkostnaður verði ekki undir 120 millj. kr., sem er ekki svo mikið, ef við tökum tillit til Tvcii' kiiniiir úlvcgsmcnii koinu og skoðuðu frystihúsið, þegar verið var aö lcggja sföustu hönd á það. Þeir sjásl hcr ásaint Páli Friðbertssyni, frainkvæmdastjóra. Talið frá vinstri: Guðmundur Guðmunds- son. lormnöur l'tvcgsinannafclags Vrestfjarða, Páll Friðbertsson og Kristján Ilagnarsson, formaður l.andsambands islcn/.kra útvcgsmanna. ‘i, þelta er ekkiúr anddyri veitingahúss, lieldur er þetta anddyrið i frystihúsinu á Suðureyri. Séð framan á frystihús Fi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.