Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Föstudagur 27. október 1972. HVERJU SPA ÞEIR UM EVRÓPUBIKARLEIKINA? í kvöld, föstudagskvöld, fer fram fyrri Evrópubikarleikur Fram og danska liðsins Stadion. Hefst hann klukkan 20.30 i Laugardalshöllinni. Mikill áhugi er á leiknum, svo og siðari leikn- um, sem háður verður á sunnu- dagskvöld. Iþróttasiðan sneri sér til nokk- urra kunnra iþróttaáhugamanna og lagði fyrir þá eftirfarandi spurningu: Hvernig vegnar Fram i Evrópubikarleikjunum? Guðmundur Haraldsson, knatt- spyrnudómari: ,,Ég spái þvi, að fyrri leiknum ljúki með jafntefli, en Dönum tak ist að sigra i siðari leiknum á sinni alkunnu hörku og komist þar með áfram i Evrópukeppn- inni, — þvi miður.” verði nokkurs konar leynivopn, a.m.k. i fyrri leiknum. Ég spái Fram sigri i fyrri leikn- um 15:13, en liklega endar, siðari leikurinn með jafntefli.” keppninnar, en ég vil bæta þvi við, að enda þótt Fram eigi gott lið, hefði ég heldur viljað fá að sjá Val leika i keppninni.” Kóbert Agústsson, ljósmyndari. ,,Ég hef trú á þvi, að Fram muni vegna vel i keppninni við Danina og spái þvi, að liðið vinni báða leikina. Hins vegar verða þessir leikir enginn dans á rósum fyrir Fram, þvi að danska liðið er annálað fyrir hörku og má þvi bu- ast við miklum átökum.” örn Kiösson, iþróttafréttamaður: ,,Ég tel, að leikirnir verði afar tvisýnir. Hjóðirnar standa á svip- uðu stigi i iþróttinni, en það að leikirnir eru báðir leiknir i Keykjavik, gerir sigurvonir Fram meiri. í>ó tel ég, að fyrri leikurinn tapist með einu marki, en Fram bæti um i siðari leiknum og vinni með þriggja marka mun.” Forsala aðgöngu- miða hefst klukkan 17 Forsala aðgöngumiða að leik Fram og Stadion i kvöld liefst kl. 17 i Laugardalshöll- inui. Er fólki ráðlagt að tryggja sér miða timanlega til að forðast þrengsli. Forsala aðgöngumiða að siðari leiknum á sunnudag liefst kl. 17 á sunnudag. Gunnar Guðmannsson, fram- kvæmdastjóri: ,,Ég hef ekki trú á þvi, að Fram komist i 2. umferð keppninnar. Svartsýni min stafar af þvi, að mér l'innst Fram ekki hafa sýnt nægilega góða leiki i Reykjavik- urmótinu til þessa. En komist lið- ið áfram verður gleðin þvi meiri.” Atli Steinarsson, blaðamaðbr á Mbl: ,,Ég hef mikla trú á Fram, ekki sizt vegna þess, að liðið leikur sterkan varnarleik. Að minni hyggju er vörnin sterkari hlið liðsins, en Fram hefur einnig góða skotmenn, Axel Axelsson og Björgvin Björgvinsson, sem eru sérfræðingar hvor á sinu sviði, ef svo má segja. Annar er lang- skytta, en hinn linumaður. Ég held, að Danirnir meti Axel ekki sem skyldi eftir að hafa séð hann á Olympiuleikunum. Þess vegna þykir mér ekki ótrúlegt, að hann Birgir Lúðviksson, varaformaður Fram: „Þetta verða eflaust mjög tvi- sýnir leikir. Ég hef trú á þvi að Fram vinni fyrri leikinn með tveggja marka mun, 17:15, en vil engu spá um siðari leikinn.” Birgir Viðar Halldórsson: ,,Ég spái þvi, að Fram vinni fyrri leikinn með fjögurra marka mun, 22:18, en siðari leiknum lykti með jafntefli. Fram hefur sýnt ágætan handknattleik og á skilið að komast i 2. umferð Búast við hörðum leikjum gegn Fram Leikmenn danska liðsins Stadion komutil Íslandsígær „Likurnar eru mjög jafnar” sögðu tveir kunnustu leikmenn danska handknattleiksliðsins Stadion, þeir Jörgen Frandsen og Bent Jörgensen, þegar þeir voru beðnir að spá um úrslit leikja Fram og Stadion i Evrópubikar- keppninni. Danska handknattleiksliðið kom til landsins i gær og hitti blaðamaður Timans þá félaga á Loftleiðahótelinu i gærkvöldi. Aðspurðir sögðust þeir ekki þekkja einstaka leikmenn Fram, þvi að ekki hefði gefizt tækifæri til að „stúdera” þá i Olympiu- keppninni. Jörgen Frandsen hefur marg sinnis leikið hér á Islandi áður, en aðeins tveir aðrir liðsmenn hafa leikið hér áður. Þeir félagar sögðu, að það væri eingöngu af fjárhagslegum ástæðum, sem Stadion hefði sam- þykkt að leika báða leikina á Is- iandi. Um það, hvort þeir byggjust við hörðum leikjum gegn Fram, sögðu þeir að eflaust yröu leikirnir harðir, en hins vegar óttuðust þeir ekki hörkuna. I gærkvöldi hvíldu leikmenn Stadion sig eftir ferðalagið, en núna fyrir hádegi, munu þeir fara á létta æfingu i Laugardals- höllinni, en leikurinn i kvöld hefst kl. 20.30. Bent Jörgensen og Jörgen Frandsen. (Timamynd Róbert) Haukar leggja mikla áherzlu á fjölgun liða í 1. deild - átelja einnig bæjarstjórnina í Hafnarfirði fyrir seinagang vegna afhendingu Haukahússins Haukar hafa mikinn áhuga á því að liðum í 1. deild í handknattleik verði fjölgað úr 7 í 8. Kemur jjetta fram í fréttatilkynn- ingu frá handknattleiks- deild félagsins, en hún er svohljóðandi: Aðalfundur handknattleiks- deildar Hauka, var haldinn hinn 22. október s.l. Á fundinum, sem var fjölsóttur, fóru fram auk venjulegra aðal- fundarstarfa, fjörugar umræður um málefni handknattleiks- iþróttarinnar. Nokkrar samþykktir voru gerð- ar á fundinum m.a. þessar: „Fundurinn samþykkir að skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að vinda bráðan bug að þvf, að ganga frá samningum við stjórn Knattspyrnufélagsins Hauka, um afhendingu fiskverkunarhúss Jóns Gislasonar, „Haukahúss- ins”, og átelur harðlega þann drátt, sem orðið hefur á af- greiðslu málsins, iþróttalifi Hafn- firðinga til mikils skaða”. Fundurinn lýsir stuðningi sin- um við tillögu HKRH til ársþings HSl, um fjölgun liða i 1. deild i átta, og lokun 2. deildar með sama liðafjölda. Telur fundurinn, að nauðsyn sé á þvi að taka skipulagsmál hand- knattleiksiþróttarinnar til endur- skoöunar nú þegar, með út- breiðslu hennar úti á landsbyggð- inni efst i huga. Álitur fundurinn, að handknatt- leiksiþróttin muni dragast aftur úr öðrum innanhúsiþróttagrein- um, ef ekki verður strax gripið til róttækra ráðstafanna. Telur fundurinn, að skipulag 1. og 2. deildar með átta liðum, sé fyrsta skrefið i þessa átt, og felur fulltrúum sinum á ársþinginu, að styðja framkomna tillögu HKRH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.