Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. október 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvænidastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-x : arinn Þórarinsson (ábni.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:: :::ý Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tinians).. :::: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrifý: S: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.::: íií Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs : :::::: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi:: :::: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein-::: takið. Blaðaprent h.f. Verðstöðvun áfram Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi i fyrradag, að hann vildi leysa þann vanda, sem nú væri við að etja i efnahags- málum á grundvelli áframhaldandi verðstöðv- unar allt næsta ár. Försætisráðherra sagði, að valkostanefndin væri nú að Ijúka störíum og skýrsla hennar mundi liggja fyrir um máiháðamótifi. Engir samningar væru enn hafnir um það til hverra úrræða yrði gripið, en hann sagði það sina persónulegu skoðun, að verðstöðvun ætti að halda áfram. Til þess að það yrði hægt yrði að uppfylla ákveðin skilyrði, sem samkomulag yrði að takast um. Forsætisráðherra lagði málið fyrir á eftir- farandi hátt: 1. Verðstöðvun framlengd út árið 1973. 2. Afla yrði 800-1000 milljóna króna til að halda áfram núverandi niðurgreiðslum. 3. Visitölunni yrði haldið fastri i 117 stigum eins og hún er nú. 4. Beinir skattar yrðu ekki hækkaðir. 5. Verðlagsmálum yrði haldið i sömu skipan og nú, þ.e. að allir verðlagsnefndarmenn yrðu að vera sammála um þær hækkanir, sem leyfðar yrðu á árinu 1973. 0. Verðhækkanir yrðu aðeins leyfðar tvisvar á árinu, þ.e. á 6 mánaða fresti. 7. Algert skilyrði þess, að unnt sé að fara þessa leið og halda verðbólgu i skefjum er sú, að þeir óbeinu skattar, sem til yrði gripið tii að halda visitölunni i skefjum færu ekki inn i visitöluna, þvi gerðu þeir það, myndi vand- inn, sem leysa ætti, aðeins magnast og ekki yrði við neitt ráðið. 8. Æskilegt er að endurskoða visitölugrund- völlinn og hafa hliðsjón af framkvæmd kaup- greiðsluvisitölu i nágrannalöndum. Athuga verður vel, hvort réttmætt er að hækkanir á vissum liðum, sem ekki snerta brýnustu lifs- framfærslu almennings, eigi að valda hækkun á kaupgreiðsluvisitölu. 9. Þessi leið er ófær, nema um hana náist sam- komulag við verkalýðshreyfinguna. Þetta er sú leið, sem forsætisráðherrann vill fara. Menn verða að gera sér það fullkomlega ljóst, að sá efnahagsvandi, sem nú er glimt við, verður ekki leystur, nema það komi við al- menning i landinu. Fjár verður t.d ekki aflað frá þeim atvinnurekstri, sem nú á i vök að verjast vegna aflabrests og tilkostnaðar- hækkana. Forsætisráðherra sagði, að vissu- lega væru aðrar leiðir til við lausn þessa efna- hagsvanda. Sumar þeirra hafa m.a. verið þrautreyndar hér á landi á undanförnum árum og almenningur þekkir gjörla til áhrifa þeirra og afleiðinga. Sú leið, sem forsætisráðherrann bendir á, mun vafalaust vera áfallaminnst fyrir hinn al- menna launamann i landinu og hún mun halda verðbólgunni i skefjum. Forsætisráðherrann lokar hins vegar engum leiðum, þvi að höfuðatriðið er, að samkomulag náist um þau úrræði, sem til verður gripið. Þessi rikisstjórn mun hafa náið samráð við verkalýðshreyfinguna og þess vegna hlýtur val hennar um leiðir að ráða miklu. —TK ERLENT YFIRLIT Þjóðernismál eru efst á baugi í Kanada Líklega þykir, að Trudeau haldi velli NÆSTKOMANDI mánudag fara fram þingkosningar i Kanada. Foringjar aðal- flokkanna hafa undanfarnar vikur flogið fram og aftur og haldið fundi i öllum helztu borgum landsins. Svo viðlent er Kanada, að ekki kemur annað til mála, en að nota flugvélar i slikum kosningaferðalögum. Það dugir ekki heldur að nota annað en þotu, en báðir hafa þeirTrudeau og Stanfield þotu af gerðinni DC-9 til umráða. Svo viðlent er Kanada að ekki kemur annað til mála en að notá OdgVélar i slíkum kosningaferðalögum. Það dugir ekki heldur að • nota annnað en þotu, en báðir hafa þeirTrudeau og Stanfield þotu af gerðinni DC-9 til umráða. Samkvæmt frásögnum erlendra blaðamanna, sem fylgzt hafa með kosninga- baráttunni, munu kosningarnar ekki snúast minna um persónur en mál- efni. Valið stendur ekki sizt um það, hvor muni reynast betur sem forsætisráðherra, Trudeau forsætisráðherra og foringi Frjálslynda flokksins eða Robert L. Stanfield, foringi Ihaldsflokksins. A márgan hátt eru þeir ólikir og valið ætti þvi ekki að vera erfitt frá þvi sjónarmiði. TRUDEAU nýtur þess, að hann er miklu þekktari. Hann er búinn að vera forsætisráð- herra siðan 1968, en þá vann Frjálslyndi flokkurinn mikinn sigur undir forustu hans eftir að hann var búinn að vera for- sætisráðherra minnihluta- stjórnar i nokkra mánuði. Flokkurinn fékk þá hreinan meirihluta á þingi. Trudeau vakti þá athygli með nýtizku- legum klæðaburði og ung- gæðislegu fasi, enda þótt hann væri þá orðinn 49 ára. Hann hneykslaði marga, en vakti aðdáun fleiri. Þessi aðdáun hefur nokkuð rénað, en þó fær hann enn meiri aðsókn á fundi sina en nokkur stjórnmála- maður Kanada annar. Hann er nú orðinn heldur alvöru- gefnari og ráðsettari, enda ekki lengur piparsveinn, heldur nýlega giftur i fyrsta sinn og á fyrsta barn sitt i vöggu. Enn getur hann þó átt það til að vera nokkuð yfir- lætisfullur i framgöngu og svara stundum helzt til hvat- skeytislega, ef hann verður fyrir mótspyrnu. Hann á enn sem fyrr marga aðdáendur, en einnig marga andstæðinga. Stanfield er að flestu leyti litminni persónuleiki en Trudeau. Hann er snyrtilegur i klæðaburði og þokkalegur ræðumaður, en sker sig ekki úr að neinu leyti.Samherjar hans leggja aðaláherzlu á að hann sé traustur og heiðar- legur. Það er haft eftir einum helzta fréttaskýranda i Kanada, Charles Lynch, að hann þekki engan, sem sé illa við Stanfield, og sennilega eigi hann engan persónulegan óvin i Kanada. En ég þekki ekki heldur neinn, bætir Lynch við, sem hefur hugmynd um skoðanir hans og stefnu eða hefur áhuga á að afla sér vitneskju um það. I MALFLUTNINGI sinum leggur Trudeau aðaláherzlu á, að Kanada hafi trausta og öfluga stöðu og hafi styrkt hana undir forustu Frjáls- lynda flokksins siðustu fjögur árin. The Land is strong, er aðalvigorð hans. Hann segir, að samrikið hafi styrk til að jafna ágreining við fylkin, en þar mun hann einkum eiga við Quebec, þar sem franski minnihlutinn berst fyrir viðtækri sjálfs- stjórn og jafnvel fullu sjálf- stæði. Trudeau segir enn- fremur, að Kanada sé nógu sterkt til að halda hlut sinum gagnvart Bandarikjunum og nógu sterkt til að ræða og semja við hvaða riki sem er. Hann heldur þvi mjög á lofti, að Kanda hafi viðurkennt Kina á undan Bandarikjunum og að hann hafi heimsótt Moskvu og Peking á undan Nixon. Trudeau leggur á það veru- lega áherzlu, að Kanada verði að vera óháð Bandarikjunum og segir stjórn sina hafa stefnt að þvi með góðum árangri. Við losuðum okkur undan brezkum áhrifum, segir hann, án þess að slita vináttutengs! við Bretland og við erum að losa okkur undan óeðlilegum áhrifum Bandarikjanna án þess að rjúfa samvinnu við þau. Málflutningur Trudeau ber þess merki, að þjóðernissteína eigi vaxandi fylgi að fagna i Kanada, og einkum séu Kanadamenn viðkvæmir fyrir þvi að vera ekki of háðir Bandarikjunum. 1 M ÁL FLUTNINGI Stanfields gætir þess enn meira en hjá Trudeau, að Kanada megi ekki verða háð Bandarikjunum. Stanfield heldur þvi einnig fram, að á valdaárum Trudeaus hafi bandariskir hringar styrkt verulega aðstöðu sina i Kanada. Þótt einkennilegt megi virðast, hefur andstöðu gegn Bandarikjunum oft gætt meira innan thaldsflokksins en Frjálslynda flokksins. A siðari timum hefur enginn stjórnmálamaður varað öllu b'flugar við áhrifum banda- risks fjármagns i Kanada, en Diefenbaker, sem var for- maður Ihaldsflokksins á undan Stanfield, en hann var lorsætisráðherra um skeið. Þá heldur Stanfield þvi fram, að fátt sé fjarri þvi að vera sannleikanum sam- kvæmt en sú fullyrðing Trudeaus að staða Kanada sé traust og sterk. Þessu til sönnunar bendir hann á, að af hverjum 100 vinnufærum Kanadamönnum séu rúmlega sjö atvinnulausir, og sé at- vinnuleysi nú meira i Kanada en það hafi lengi veriö og meira en dæmi sé um i vest- rænum löndum um þessar mundir. Atvinnuleysið sé gleggsta sönnun þess aö stefna Trudeaus hafi misheppnazt og þvi sé nauðsynlegt að skipta um. ÞESSI áróður Stanfields er mjög kröftuglega studdur af David Lewis, sem er formaður flokks nýdemókrata, en honum svipar um margt til socialdemokrata á Norður- löndum. Hannn rekur jafn- framt, að Trudeau hafi efnt illa loforð sin frá kosningunum 1968 um félags- legar umbætur. Lewis telur einnig, að lítið hafi orðið úr sjálfstæðisstefnu Trudeaus út á við og fjármálaleg yfir- drottnun Bandarikjanna i Kanada sé nú meiri en fyrir fjórum árum. Margt bendir til, að Frjáls- lynda flokknum geti stafað öllu meiri hætta frá ný- demókrötum en ihalds- mönnum. Nýdemókratar hafa styrkt mjög aðstöðu sina i ýmsum fylkiskosningum að undanförnu. Hins vegar mun það há þeim, að undanfarið hafa verið talsverðar deilur i röðum þeirra. 1 þingkosningunum 1968 urðu úrslit þau, að Frjálslyndi flokkurinn fékk 155 þingsæti, tha1dsf 1 okkurinn 72, nýdemókratar 22, sosialkredistar 15 og áháðir 1. Skoðanakannanir benda til, að Frjálslyndi flokkurinn muni fá meirihluta, en ekki eins stóran og 1968. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.