Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. október 1!)72. TÍMINN 11 Krystihdsiö sér algjörlega um þvolt á vinnufatnaði fólksins. Hér getur að lita inn i þvottaliúsið. útflutningsverðmætisins héðan undanfarin ár.Árið 1971 var okkur mjög óhagstætt, þar sem bruninn tafði mjög fyrir rekstri á gamla frystihúsinu. Það ár fluttum við út frystar sjávarafurðir fyrir 114 milljónir króna, en nú reiknum við með að flytja út sjávarafurðir fyrir 220 — 250 milljónir króna á ári, og þetta er að sjáifsögðu miðað við núverandi verðlag. — En hvað með bátaflotann.er hann nógu stór til að sjá nýja frystihúsinu fyrir hráefni? — Við teljum að svo sé. Héðan róa að staðaldri sex bátar og hefur svo verið um nokkrun tima. Nú erum við búnir að stokka nokkurn fiskiskipin. Seldum gömlu skipin og keyptum ný og stærri skip. Með tilkomu þeirra reiknum við með að róðra- fjöldi hvers báts geti aukizt úr 70 róðrum i 90 á vetrarvertið og við það ætti aflamagnið að aukast, þó að við gerum ráð fyrir eitthvað minnkandi veiði. — Þú talaðir um útflutnings- verðmæti á sjávarafurðum fyrir 220-250 milljónir króna. Hvað reiknið þið þá með að bátarnir ykkar fiski yfir árið? — Sem stendur myndi það þýða i kringum 8 þúsund lestir, en vitaskuld breytist þetta alltaf með verðlaginu. Hér á snyrtimennskan að ráða rikjum Páll Þórðarson, heitir verk- stjórinn i frystihúsinu nýja. Hann er búinn að vinna við fiskvinnsl- una hjá Freyju siðan 1961, en áður var hann skipstjóri á bátum frá Suðureyri. Við fengum Pál til að ganga með okkur i gegnum nýja frysti- húsið. Fyrst litum við á fiskmót- tökuna. 1 móttökunni eru þrjú stór kör, og er ávallt haft klór- blandað vatn i þeim. Þetta gerir það m.a. að verkum, að fiskurinn geymist miklu betur i köldu vatninu og einnig verður fiskur- inn fyrir miklu minna hnjaskij þegar honum er sturtað i vatnið en á sjálft steingólfið. Til þess að halda enn meiri kulda á fiskinum er vatnið blandað skelis, og er þá hægðarleikur að geyma óslægðan fisk i þessum körum yfir nætur- tima, án þess að fiskurinn skemmist hið minnsta. Einnig er hitastiginu i móttökunni haldið neðarlega, eða 0-2 gráður. Slægingin fer fram i næsta sal frystihússins, en þar er komið fyrir nýju slægingarkerfi, sem Sigmund Jóhannsson i Vest- mannaeyjum hefur fundið upp. Með þessu kerfi sér sami maður- inn um að rista á og slita innan úr fisknum, en samkvæmt gamla hefðbundna kerfinu, sem notað hefur verið i áraraðir á Islandi, hafði hver og einn sitt ákveðna handtak. Mannshöndin kemur ekkert nálægt þvi, að koma fiski frá móttökunni yfir i slægi!!gar. salinn. Páll segir, að rennandi vatn og íæriband sjái um að flytja fiskinn á milli. Það þurfi ekki annað en að ýta á einn rofa, ef fisk vanti á slægingarborðið. Á þessari leið þvæst fiskurinn i vatninu, en það er ekki minna atriði að þvo fiskinn áður en hann er slægður en eftir. Þegar búið er að slægja fiskinn er hann settur i kassa, sem hann er svo geymdur i, þangað til hann fer fram i flökunasalinn. Og til þess að fiskurinn rotni ekki i slægingar- salnum er i hitinn hafður 0-2 gráður. Páll segir okkur, að þessi hluti hússins sé eiginlega sjálfstæð álma. Þeir, sem vinna við að- gerðina, eiga ekkert samneyti að hafa við það fólk, sem vinnur i flökunar- og pökkunarsal. Þess- vegna hafa aðgerðarmennirnir sér innganga, sér kaffistofu og sér snyrtingu. Ástæðan fyrir þvi, að aðgerðarmönnum er haldið sér er m.a. sú,að þeir eru ekki eins háðir fatabúnaði og annað starfs- fólk hússins. Ilotnun má ekki eiga sér staö. Flökunarsalurinn er alveg skil- inn frá aðgerðarsalnum, með eld- föstum vegg og sömu sögu er að segja um hurðina, aðeins er haft smáop á veggnum fyrir færi- bandið, sem flytur fiskinn á milli. Flökunarsalurinn er búinn full- komnum flökunarvélum af gerð- inni Baader 188, sem erfyrir smá fisk og Baader 99 sem gerð er fyrir stóran fisk, og að auki eru þarna fjórar roðfletningarvélar. Þarna i flökunarsalnum er einnig að auki aðstaða fyrir átta hand- flakara, en aðeins er gerð ráð fyrir handflatningu, þegar um flatfisk er að ræða. Þó er ekki ætlunin að flaka grálúðuna i þessu húsi. Það er hugmyndin að flaka hana i gamla húsinu. Ástæðan fyrir þvi er sú, að grá- lúðan er mjög fitumikil og vill fitan fara um allt hús. Af þessu stafar mikill óþrifnaður og þess- vegna varð það ofan á að flaka grálúðuna i gamla brunahúsinu. Inn af flökunarsalnum er kæli- geymsla, og við spyrjum Pál til hvers þessi geymsla verði notuð. Páll segir, að i þessa geymslu verði flökin sett, ef svo vill til að ekki hafist undan í vinnslu- salnum . Þetta er gert til þess að hafa sem minnst áhrif á vélarnar, þ.e. að fá sem mesta nýtingu út úr vélunum. Hann segir ennfremur, iskiðjunnar Freyju h.f. ISiimbrjólurinn á Suðureyri er viða mjög illa íarinn^og ibúar staðarins eru bræddir um að hann hverfi einn góðan veðurdag eins og hliafnargarðurinn i Griinsey. að þeir hafi lagt höfuð — áherzlu á að gerlamyndun gæti ekki átt sér stað i húsinu, eftir að fiskur- inn væri kominn inn i það, þegar þeir hófu byggingu þessa húss. Vinnslusalurinn eða pökkunar- salurinn, eins og hann er oft kallaður, er teiknaður af Sigmundj og er þar um margar nýungar að ræða. T.d. standa öll borð á einum fæti, fram til þessa hafa tiðkazt fjórir fætur á borðunum. Þetta auðveldar m.a. allan þrifnað. Þá ganga pönnu- grindurnar inn i borðin,þegar þær eru ekki i notkun. Öll lýsing er framúrskarandi góð, og sömu- leiðis löftræstikerfið. Þá hefur verið komið fyrir hátölurum yfir öllum borðum, þannig að starfs fólkið getur hlustað á létta tónlist, sömuleiðis verða hátalarnir notaðir sem kallkerfi fyrir allt húsið. Þegar full vinna er i frystihús- inu, er áætlað að 60 stúlkur vinni við pökkun i salnum. en alls munu 80 manns koma að ein- hverju leyti nálægt pökkuninni. Inni af pökkunarsalnum eru frystitækin og þar fyrir innan frystiklefinn. Fiskkassarnir verða allir geymdir á pöllum i frystikleíanum, þannig að lyftari selur þá á bil, þegar skipað verður út, og pallarnir siðan tæmdir um borð i skipunum. S0 nianna matsalur. Það er ekki eingöngu skipulagning frystihússins, sem vekur athygli heldur lika allur Irágangur. Sjálft húsið er stál grindahús, sem siðan var hlaðið innan i með hleðslusteini frá Jóni Lol'tsyni. Á veggjum og i góll'i er „terrosoplasl” frá Sjöln á Ákur- eyri. En það er húðunarefni, sem er einstaklega gott að þrifa og hægt að fá i mörgum litum. Þetta elni kemur i stað flisa. i frysti- húsinu er matsalur, sem tekur 80 marins. Inn af honum er mjög fullkomið eldhús. Hvoru tveggja er mjög vandað, og eru l.d. teppa- flisar á gólfi matsalarins. Þá er anddyrið stórt og bjart, með fata- hengjum fyrir starfsfólkið. 1 þessu nýja frystihúsi verður fyrirkomulagið þannig, að enginn starfsmaður fær að fara út úr húsinu i vinnufötunum. Sérstök kona verður ráðin til að sjá um að taka við fötum fólksins og halda anddyrinu hreinu. Hún mun einnig sjá um að þvo vinnufötin og til þess eru tvær sjálívirkar þvottavélar i húsinu. Inn af and- dyrinu er einnig snyrting fyrir karla og konur og sérstakur sjúkraklefi er i húsinu. Framhald á bls. 19 Páll Þórftarson i pökkunarsalnum Kaffisalurinn er allur teppalagftur eins og á góftum veitingastað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.