Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.10.1972, Blaðsíða 20
FRIÐARSÁTTMÁLINN LIGGUR FYRIR — en Banddríkjamenn reyna að tefja undirritun NTB-Saigon, Washington og Paris Stjórn N-Vietnam lýsti þvi yfir i gær, að samningar hefðu náðst við Bandarikin um að binda endi á Vietnamstyrjöld- ina nú um mánaöamótin. Kissinger, ráðgjafi Nixons sagði i Washington i gær, að aldrei hefði veriö samið um að undirrita samkomulagið 31. október og enn þyrfti að ræða málin, þvi Thieu, forseti S- Vietnam, hefði enn ekki fallizt á samkomulagið. I tilkynningu N-Vietnam- stjórnarinnar segir, að Bandarikjamenn séu að reyna að slá undirritun samningsins á frest og breyti þar gegn betri vitund, þvi að i samningnum standi, að hann skuli undirrit- ast 31. október og vopnahlé skuli ganga i gildi 24 klst siðar. Þá segir, aö Nixon forseti hafi sjálfur tekið beinan þátt i friðarviðræðunum. Hann hafi sent n-vietnamska forsætis- ráðherranum skeyti og lýst ánægju sinni yíir samkomu- lagsvilja N-Vietnama. Bandarikin hafa hins vegar ekki sýnt jafn góðan vilja, þvi tvisvar hafi stjórnin vikið sér undan þeim l'resti, sem settur hafi verið um undirritunina og komið af stað nýjum vandræö- um, m.a. með að fá Thieu for- seta til að samþykkja ekki samninginn. Áfall i Saigon Yfirlýsing N-Vietnam- stjórnar kom gjörsamlega á óvart i Saigon. Meðal stjórn- málamanna þar er litið svo á opinberun samkomulagsins, að verið sé að beita Nixon þvingunum, aðeins tólf dögum fyrir forsetakosningarnar i Bandarikjunum. Tilgangurinn með þvi sé að fá Thieu til að lýsa yfir samþykki sinu við samkomulagið. Samkvæmt yfirlýsingunni, náðist samkomulagið milli Kissingers og Le Duc To, er þeir ræddust við i Paris mörg- um sinnum. Ekki er ljóst, hvað N-Vietnamar hafa slak- að mikið til i kröfum sinum, nema á einu atriði: Nú er þess ekki lengur krafizt, að Thieu láti af völdum. Utanrikisráðherra S-Viet- nam, Tran van Lam, sagði i gær, að ósennilegt væri að vopnahléi yrði komið á fyrir kosningarnar. Kleiri fundir Kissinger sagði i gær, að samningur, sem leiða myndi til striðsloka i Vietnam og brottför alls herl. þaðan, yrði undirritaður innan langs tima. Hann sagði, að all- ir striðsfangar yrðu látnir lausir innan fiO daga frá upp- hafi vopnahlés. Hinn endan- legi friðarsamningur verður siöan undirritaður eftir þriggja til fjögurra daga fund með samningamönnum N- Vietnama, sagði Kissinger. Hann kvaö það andstæðing- anna að ákveða hvenær sá fundur yrði haldinn. Það liðu 12 klukkustundir l'rá þvi yfirlýsing Hanoi- stjórnarinnar um að Banda- rikjamenn væru að reyna að tefja fyrir friði, var birt, þar til nokkuð var sagt i Washing- ton og þá fól Nixon Kissinger að standa fyrir málinu. Kissinger skýrði þetta með þvi, að greinilegt væri, að Bandarikjamenn gætu ekki staðið við þann frest, sem þarna væri átt viö, einkum vegna þess að Thieu forseti hefur enn ekki samþykkt samninginn. En ráðgjafinn kvaöst þess fullviss, að Thieu myndi samþykkja innan skamms. Viílbrögö i Paris Leiðtogar samninganefnda N-Vietnama og þjóðfrelsis- hreyfingarinnar, Xuan Hhuy og frú Nguyen Thi Binh, sögðu i gær i Paris, að Bandarikin yrðu að standa við loforð sitt um að undirrita samkomulag- ið á þriðjudaginn. Jafnframt ásakaði formaður bandarisku sendinefndarinnar stjórn N- Vietnams fyrir að hafa gengið á bak orða sinna um að opin- bera ekkert frá friðar- viðræðunum. Xuan Thuy sagði á blaða mannafundi i Paris, að Bandarikjamenn hefðu þris- var fengið undirritun friðar- samningsins frestað og ef það yröi reynt einu sinni enn, væri það sönnun þess, að Bandarik- in vildu lengja styrjöldina. Frú Binh, sem er utanrikis- ráðherra bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar i S-Viet- nam, lagði áherzlu á, að nú skyldu Bandarikjamenn sýna sinn góöa vilja með þvi að skrifa undir á tilsettum tima. Hún gagnrýndi einnig Thieu forseta harðlega, en ekki varð ráðið af orðum hennar, hvort þjóðfrelsishreyfingin stendur enn á þeirri kröfu sinni, að Thieu fari frá, áður en undir- ritun fer fram. Sáttmálinn Hin niu atriði sáttmálans, sem birtur var i yfirlýsingu stjórnar N-Vietnam: 1. Vopnahlé i öllu S-Vietnam. 2. Bandarikin hætti loftárás- um á N-Vietnam og lokun hafna þar með tundurduflum. 3. Herlið Bandarikjamanna og bandamanna þeirra verði allt farið á brott innan 60 daga frá undirritun. 4. Stjórnin i Saigon og Viet- cong samþykki að fá ekki her, hernaðarráðgjafa eða vopn erlendis frá. 5. Skipt verði á striðsföngum. 6. Komið verði á þjóðarráði i S-Vietnam með fulltrúum frá Vietcong, stjórn Thieus og hlutlausum aðilum i S-Viet- nam. Þjóðarráðið skuli undir- búa kosningar undir alþjóð- legu eftirliti. 7. Komið verði á alþjóðlegri eftirlitsnefnd, sem fylgist með heráflanum. 8. N-Vietnam, Vietcong, Bandarikin og stjórn S-Viet- nam skulu virða sjálfstæði Laos og Kambódiu og kalla þaðan heri sina og senda ekki her þangað aftur. 9. Bandarikin skulu hjálpa til við endurreisn i öllu Indó- Kina, lika N-Vietnam. Föstudagur 27. október 1972. Sjóræninginn kominn heim NTB—Esbjerg. Danski togbáturinn „Nordkap” lagðist i gær að bryggju i Esbjerg i Danmörku eftir stormasama ferð yfir Norðursjóinn frá Aber- deen Ahöfnin i þessari ferð, var aðeins matsveinninn, 28 ára gamall. Lögreglan tók á móti honum i Esbjerg, en eins og kunnugt er, rændi hann bátnum i Aberdeen á sunnudagskvöldið og lagði af stað heim. Óttazt var um lif mat- sveinsins um tima, þvi að veður- útlit var ekki gott og auk þess var sjómennskukunnáttan ekki upp á marga fiska. Þegar farið var út á móti bátn- um i gærmorgun, hafði mat- sveinninn ekki hugmynd um, hvar hann var staddur. Að minnsta kosti 1000 manns voru á bryggjunni, þegar Nordkap lagð- ist að og litu margir á matsvein- inn, sem hetju. En þrátt fyrir það á hann yfir höfði sér sex ára fang- elsi fyrir sjórán. Matsveinninn sagði við yfir- heyrslu, að hann hefði ekki verið með réttu ráði, þegar hann rændi bátnum, hefði tekið stóran skammt af „antabus” og siðan drukkið áfengi. ÞÚSUNDASTI FUNDUR MENNTAMÁLARÁÐS Flóttamannaplatan ,,Top Star Festival": SELDIST BEZT Á ÍSLANDI ÞÓ-Reykjavik Islendingar hafa löngum getaö Biskupaskipti í Færeyjum Biskup Færeyinga, Jákup Joensen, 1 ætur af embætti um þessi mánaðamót fyrir aldurs sakir. Hann var sóknarprestur i Suður-Straumey og siðan prófastur ( Færeyjum. Þegar biskupsembætti var stofnað þar, tók hann við þvi. Hann var fyrsti biskupinn i Færeyjum á siðari öldum. Nýr biskup verður kosinn eftir reglum, er um það hafa verið settar. státað sig af þvi, hversu duglegir þeir séu að styrkja hinar ýmsu stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Þessi gjafmildi landans kom m.a. fram fyrir stuttu, þegar Eggert Asgeirsson, framkvæmdastjóri Rauðakross tslands, afhenti framkvæmdastjóra Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Sadruddin Aga Khan, kr. 530 þúsund, sem fyrstu greiðslu vegna sölu flóttamanna- plötunnar Top Star Festival á ís- landi. Sadruddin Aga Khan, sagði við athöfnina, sem fór fram i Genf, að hann bæri lof á Islendinga, sem enn á ný hefðu sýnt velvilja stofnun sinni og velferð flótta- manna með þvi að kaupa hlut- fallslega fleiri plötur, en nokkur önnur þjóð, og væru horfuná þvi að 2% þjóðarinnar eignaðist plötuna. Þá þakkaði hann Rauða krossi Islands fyrir að hafa tekið sölu og dreifingu plötunnar að sér. Tekjunum af sölu plötunnar var ætlað að kosta hjálparstörf við flóttafólk i Esh Shovak i Súdan, þ.e. hjálpa til að koma fótunum undir fyrirvinnulaust flóttafólk í Ethiópiu. Þar sem fyrirsjáanlegt er að tekjurnar verða mun meiri en i upphafi var ætlað, hefur annað verkefni verið valið til viðbótar hinu fyrrnefnda. Verkefni það, sem hér um ræðir, er aðstoð við flóttafólk frá Angola, sep leitað hefur hælis i Zambiu. Ýmsar stofnanir hafa unnið að þvi að koma fótum undir 17 þúsund flóttamenn i Zambiu. JGK—Reykjavik. A þriðjudaginn var hélt Menntamálaráð þúsundasta fund sinn, en ráðið var stofnað með lögum frá alþingi 12. april 1928. Fyrsti formaður þess var prófessor Sigurður Nordal. 1 fréttatilkynningu frá ráðinu er greint frá þvi, að á fundinum hafi verið rætt um bókaútgáfu menn- ingarsjóös sem er á vegum ráðs- ins og gerð samþykkt um hlut- verk hennar. Eru þar taldar upp þær tegundir ritverka, sem ráðið eigi einkum að beita sér fyrir útgáfu á. Meðal þess, sem þar er nefnt eru hverskonar fræðirit og fræðilegar útgáfur handrita, bók- menntaverk islenzk og þýdd, bækur um listir og útgáfa tón- verka á nótum og hljómplötum og loks timaritaútgáfa. Jafnframt beri að ljúka útgáfu þeirra bóka- flokka, sem þegar er byrjað á, þótt þeir séu utan þeirrar útgáfu- stefnu, sem nú er mörkuð. Núver- andi formaður Menntamálaráðs er Inga Birna Jónsdóttir og for- stjóri bókaútgáfunnar er Gils Guðmundsson. Snorra Sturlusyni hleypt af stokkunum ÞO-Reykjavik Fjórða skuttogaranum sem samninganefnd um smiði skut- togara, lætur smiða á Spáni, var hleypt af stokkunum á þriðju- daginn. Hlaut hann nafnið Snorri Sturlusson og einkennis- stafina RE 219. Helga Ingi- mundardóttir, eiginkona Sveins Benediktssonar formanns samninganefndarinnar gaf skipinu nafn. Sadruddin Aga Klian framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar S.Þ. tekur við fyrstu greiðslu vegna sölu flóttamannaplötunnar úr hendi Eggerts Asgeirssonar franikvæmdastjóra R.K.l. 16 ára innbrotsþjófur: Hefur stolið tæpri milljón Klp-Reykjavik. 1 gær handtók rannsóknar- lögreglan 16 ára gamlan pilt, sem grunaður var um innbrot i mannlausa ibúð tveim dög- um áður, en þaðan hafði verið stolið um 40 þúsund krónum ásamt nokkuð af gjaldeyri. Piltur þessi hefur margsinn- is komið við sögu lögreglunnar fyrir svipuð brot og þótti þvi rétt að yfirheyra hann i sam- bandi við þetta innbrot, enda hefur það verið „sérgrein” hans að brjótast inn i mann- lausar ibúðir. Hann viður- kenndi þegar hafa brotizt inn á þessum stað, og skilaði 13 þús- und krónum af fengnum til baka. Eins og fyrr segir hefur pilt- ur þessi hvað eftir annað verið uppvis að þjófnaði úr mann- lausum ibúðum. Hefur hann viðurkennt, að hafa stolið á milli 800 og 900 þúsund krón- um allt frá þvi að hann fór fyrst að stunda þessa iðju- en þá mun hann hafa verið mjög ungur. Hann hefur margoft verið úrskurðaður i varðhald og mun hann t.d. hafa verið á Skólavörðustig 9 i nokkra mánuði s.l. tvö ár. Er það eini staðurinn, sem hægt hefur verið að hafa hann á, þar sem ekkert hæli er til fyrir svona afbrotamenn. Hann getur ekki gengið laus nema i mesta lagi i nokkra daga, þvi að þá hefur hann brotizt inn á einhverjum stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.