Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. október 1972, TÍMINN 7 íturvaxinn api Kvikmyndin Apaplánetan var sýnd i Nýja biói fyrr á þessu ári. Siðan sú mynd var fram- leidd hafa verið gerðar tvær apamyndir til viðbótar og sjálf- sagt á enn eftir að framleiða margar slikar. Apastúlkan á myndinni er 22 ára gömul leik- kona. Linda Flemming, Hefur hún leikiö i tveim apamyndanna og er þvi kvikmyndahúsgestum vel kunn þótt þeir hafi aldrei séð andlit hennar. Í3 * Aö þekkja verkfræðinga. Ef þú vilt vita hvort maður er verkfræðingur eða ekki, er einfalt að spyrja viðkomandi hvað tvisvar sinnum tveir eru. Ef maðurinn er verkfræðingur tekur hann upp reiknistokkinn, stillir hann af og segir: Um það bil fjórir. Grimseyingar segjast þekkja verkfræðinga á þvi að þeir pissi upp i vindinn. ★ Hryllileg mistök Dursun Yilmaz heitir tvitugur maður, sem býr i smá- bænum Samsun á Svartahafs- strönd Tyrklands. Hann var yfir sig ástfanginn af einni af þokkadisum bæjarins,og þegar hún hryggbraut hann, var Dursun ekki mönnum sinnandi. Hann tók þá til sinna ráða og ákvað að nema sina heitt- elskuðu á brott með valdi. En Dursun gerði hryllileg mistök nóttina, sem hann nam konuna á brott. t myrkrinu fór hann herbergjavillt i ibúð tilvonandi konu sinnar.og i stað þess að ræna hinni 17 ára gömlu blóma- rós rambaði hann út úr húsinu með niræða ömmu hennar yfir öxlina. Amman hafði vit á að halda sér saman meðan á ráninu stóð. Morguninn eftir sá ungi Tyrkinn hvaða mistök hann hafði gert. Varð hann þá svo reiður, að hann lúbarði gamal- mennið. Gamla konan liggur á sjúkrahúsi, Dursun er i fangelsi, en stúlkan unga biður annars brúðguma. ■\ri DENNI DÆMALAUSI ...og þetta er elzta hneta í heimi. Ilann hr. Wilson ýtti henni eftir Aðalstræti með nefinu daginn, sem Iloover var kjörinn forscti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.