Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI gooun niat Í48. tölublaö — Sunnudagur 29. október—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 NÆTURWARK UND IRGRÆNUHLÍÐ Þó — Rcykjavfk. Til átaka koin inilli varðskips dj; brczks logara undir Grænu hlið i isafjarðardjúpi i fyrrinótt Im kl. 12 i fyrrinótt koni eftir- litsskipið Othcllo inn á ísa- fjaroardjúp og lagðist fyrir akkeruni um þriðjung sjómilu undan Grænuhllð. Nokkru siðar kom bre/.kur togari að hlið eftir- litsskipsins. Varðskipið Týr var á þessum slóðum,og setti það út mannaðan gúmmíbál fimmlung inilu frá togarunum. llm Ieið og báturinn kom að hlið togarans setti logariun á fulla ferð, en bálsverjum lókst að forðast að liann sigldi þá niður. Kftirlits- skipið sigldi pá i veg fyrir varð- skipið, svo að það komst ekki að logaranum'. Vegna náttmyrkurs og snjó- komu sást ekki nafn togarans, né múmer, en varðskipsmenn héldu, að togarinn væri frá Fleetwood. Haft var samband við eftirlits- skipið, sem sagði varðskipinu, að um borð i togaranum væri maður slasaður á auga, og þyrfti að flytja hann um borð í eftirlits- skipið, en það væri ekki hægt, þar sem varðskipið elti togarann. Skipverjar varðskipsins til- kynntu eftirlitsskipinu, að ekki yrði komið i veg fyrir flutninginn á manninum, en varðskipsmenn myndu fara um borð i togarann til frekari athugunar. Eftirlitsskipið og togarinn héldu nú út aftur og vildu ekki sætta sig við þessi skilyrði. Veður var norðaustan niu vindstig. Samkvæmt beiðni brezka utanrikisráðuneytisins i gær- morgun var heimilað sérstaklega að flytja mætti hinn slasaða mann yfir i eftirlitsskipið, án afskipta varðskipsins, þó að það yrði gert i landvari. Þegar leið á nóttina fór veður versnandi. Slasaði maðurinn var af brezka togaranum Arctic Avenger H 118, en Boston Kestrel FD 256 ætlaði að flytja hann yfir i eftirlits- skipið. FISCHER TIL IS- LANDS AÐ ÁRI — segir Sæmundur við heimkomuna .Hversu fagrir eru fætur þinir iskónum, þú höfðingjadóttir". -Timamynd: Gunnar. Austurlandabros á íslenzkum hestasteini Hún er langt að rekin, þessi dökkbrýnda stúlka, komin alla leið austan úr Persiu, þar sem Kýros var kóngur i fyrndinni og Zaraþústra kenndi speki sina, og hefur tyllt sér á hestasteininn fra- man viö klukknaportið i Árbæ. Mörgum hefur þótt gott að hvila sig eftir styttri ferð, og furða að ekki skuli vera á henni neinn þreytusvipur. Og af Silfrastaðakirkju dettur hvorki né drýpur, endurreistri og endurtyrfðri hér suður i þessum veraldarinnar krika, enda marg- ur troðið gólf hennar siðan hún var flæmd úr Blönduhliðinni að Elliðaánum, hégómlegri sprænu i samanburði við vötnin skag- firzku. Það er meira að segja al- deilis órætt, hvort hún fellir sig hótinu betur við þessa stuttu kjóla, sem jafnvel Austurlanda- Framhald á bls. 19 l>()—Reykjavik „Holihv Fischer kemur til islauds næsta sumar, og þá i sumarleyfi", sagði Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn og líf- vörður Fisehcrs, við komuna til islauds i gæi'morgun. Kæmundur hefur dvalizt i Bandaríkjunum á annan mánuð i boði Fischcrs. 1 viðtali við Timann sagði Sæmundur, að Ragnheiður, kona sin, hefði einnig verið vestra i tvær vikur, en þá fór hún heim. Þann tima, sem hún var vestra, voru þau mest hjá Fischer og með honum á ferð, nema hvað þau dvöldust i nokkra daga hjá Gunnari Schram, sendifulltrúa i New York. Sæmundur sagði, að Fischer liði ágætlega og hann dveldist nú i Pasadena i Kaliforniu. „Ég'ætlaði að vera kominn fyrr heim, en Fischer var alltaf að biðja mig um að fresta brottför- inni, og var þetta komið i hálfgert óefni. Þetta endaði með þvi, að ég dreif mig heim til Islands, enda beið fjölskyldan heima", sagði Sæmundur. „Það er ekki hægt að neita þvi, að það var erfitt að skilja viö Fischer eftir allan þennan tima, Framhald á bls. 19 FARALDUR I SAUÐFE: Kýlapest og tannlos gerir stórusla VS-JH — Reykjavik Veruleg brögð eru að ódöngun i sauðfé i simniiii héruðum landsius. Skepnurnar eru þjáðar af taunlosi og kýlapest, og fer þetta viða saman. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir tjáði blaðinu, að þetta væru eigi að siður tveir sjúkdómar, og hvorugur ný bóla. Kýlapestin væri sýklasjúkdómur,, sem 'mætti halda i skefjum og jafn- vcl lækna með fúkalyfjum, en allt væri á huldu um orsakir tannlossiiis. Kýlapestarinnar hefur mest gætt á Austurlandi, allt norðan úr Norður-Þingeyjarsýslu og suður að Horni, og fyrir all- löngu kvað talsvert að henni sums staðar eystra. Nú er hún mögnuð á nokkrum bæjum hér syðra, bæði austan og vestan Mosfellsheiðar. — Þessari veiki er þannig farið, að það koma igerðir i eitla, sagði Páll yfirdýra- læknir, einkum við kjálka, og færast þaðan niður i háls og jafnvel brjósthol. Tannlos er einnig þekkt um allt Austurland, og það virðist hafa breiðzt út fjögur til fimm siðustu árin. Ber nú verulega á þvi i Grafningi, Þingvalla- sveit, Kjós, Mosfellssveit og Grimsnesi, og liklegt, að ein- hver brögð séu að þvi mun viðar. Sums staðar á Austur- landi hefur það valdið miklu tjóni, einkum á Borgarfirði eystra. Skæður faraldur i Horgarfirði eystra — Þetta er skæðasti far- aldur i byggðarlaginu, sagði Óli Jóhannsson, stöðvarstjóri á Borgarfirði. Þess eru jafnvel dæmi, að veturgamalt fé hafi misst tennur, en tiðast er það i kindum á miðjum aldri. Hér hefur kýlapest verið samfara tannlosinu sums staðar, og hún hefur viljað taka sig upp,. þótt tekizt hafi að lækna hana i bili með fúkalyfjum. Frásögn tveggja sunnlenzkra bænda Timinn hefur átt tal við tvo bændur hér i nágrenni Reykjavikur, Einar Svein- björnsson á Heiðarbæ i Þing- vallasveit og Guðbrand Hannesson í Hækingsdal i Kjós. Einar komst svo að orði: — Ég varð fyrst var við þessa sjúkdóma, igerðir og tannlos, i fé minu fyrir fjórum til fimm árum. Sumt af fénu hefur ekki aðeins misst fram- tennurnar, heldur hafa jaxlarnir einnig dottið úr þvi, og eftir það er þvi alls ekki lift. Ég hygg, að þessi faraldur sé kominn á flesta bæi i Þing- vallasveit vestan vatns og einnig viða i Grafning og Mos- fellssveit. Að Hækingsdal eru þessar pestir svo til nýkomnar, og þar eru þær afar margnaðar. Guðbrandur sagði svo frá: — Við urðum fyrst varir við igeröir og tannlos i fénu i fyrravetur. 1 haust skoðuðum við upp i hverja einustu kind, sem kom af fjalli, og kom þá i Ijós, að fjöldi fjár var sýktur. Við urðum að lóga af þessum sökum sextiu fullorðnum kindum af fimm hundruðum, sem til voru á bænum, því að þær voru annað tveggja búnar að fella framtennur eða að þvi komnar að missa þær. Auk þess voru igerðir i kjálkum og höfði kindanna. Ég get ekki annað séð, en þetta sé mjög sóttnæm veiki, og ég hygg, að hún sé komin á flesta bæi i Kjós. Itannsóknir á eðli og orsökum Páll A. Pálsson sagði Timanum, að tannloss hefði nokkuð gætt i Skagafirði austan vatna fyrir fjárskiptin, en eftir þau hefði ekki borið á sliku þar. Sjúkdómur þessi er þekktur i Skotlandi, og hefur verið þaulrannnsakaður þar, án þess að orsakir hans hafi fundizt. Hérlendis hefur Þórarinn Sveinsson, ungur búfræði- kandidat, stundað slikar rann- sóknir undanfarin ár, og hefur hann leitazt við að kanna, hvort tannlosið væri erfða- galli, hörgulsjúkdómur eða smitandi veiki.Reyndi hann meðal annars að rekja það til kynbótahrúta úr Þistilfirði, þar sem talsvert hefur borið á tannlosi. En það tókst ekki. Eins og gefur að skilja, stendur bændum mikill stuggur af þessum faraldri, enda hafa sumir þegar orðið fyrir miklu tjóni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.