Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. október 1972. TÍMINN 15 Guðfaðirinn á frummálinu „The Godfather” Leikstjóri: Francis Ford Poppola, handrit eftir hann og Mario Puzo byggt á samnefndri skáldsögu þess siðarnefnda. Tónlist: Nino Rotha. Kvikmynd- ari: G. Willis. Bandarisk frá 1972, syningarstaður eingöngu Há- skólabió i Reykjavik. Islenzkur texti: Hersteinn Pálsson. Textun: (ægilegt orð!) Texti h.f. Þessi saga Mafiu-fjölskyldu spannar yfir tuttugu ár, og grein- ir ekki svo mikið frá daglegu lifi þeirra, heldur miklu fremur frá grimmílegu uppgjöri einnar fjöl- skyldu við hinar, aðallega fjórar, en hagsmunir þeirra rekast á og afleiðingin verður geypilegar mannfórnir á báða bóga. Myndin er alls ekki stórbrotin á nokkurn hátt, en leikur Marlon Brando (Vito Corleone) og Michael (A1 Pacino) lyftir henni hátt. Myndin minnir sterklega á glæpamyndir, sem voru mikið framleiddar á milli 1950 og 60 og Frakkar kölluðu ,,Film noir” bæði vegna efnisins og einnig að þær voru nær undartekningar- laust ekki i litum. Þessi er bara lengri og meira iborin á allan hátt. Coppola lýsir litið sum atriði t.d. fundaherbergið hjá Corleone og sjúkrahúsið. Þetta var geysi- mikið notað i áðurnefndum mynd um til að gefa raunsæa mynd af umhverfinu. 1946 neitar Corleone að taka þátt i eiturlyfjadreifingu, og verður fyrir þungum búsifjum af völdum þess. Sem betur fer er hvorki Puzo eða Coppola svo grænir að þeir ætli okkur að trúa þvi að það sé af eintómum mann- kærleika, heldur vegna þess að þá muni hann tapa stuðningi valda- mikilla vina sinna, stjórnmála- manna. Nú þegar þetta er skrifað, ber- ast þær fregnir frá Bandarikjun- um að fimm Mafiufjölskyldur séu i striði við lögregluna eftir að lög- reglan umkringdi samkomustað þeirra og handtók alla helztu menn áðurnefndra fjölskyldna. Þeir eru sakaðir um eiturlyfja- sölu, tekjur af vændi, spilasvindl, likamsárásir og fjárkúgun. Þetta er listi sem ku gefa af sér nokkuð góðar tekjur þar vestra. enda að eindæmum að sumir Mafiu- foringjar hafa aldrei verið dæmd- ir fyrir annað verra en skattsvik. Þá er það blessuð Corleonefjöl- skyldan,sem snertir ekki við eitr- inu, en stundar bara hinar fjár- aflagreinarnar. Hún er dæmigerð itölsk fjölskylda, sem talar itölsku sin á milli, heldur ættar- venjur i heiðri ,,mundu það að snúast aldrei gegn fjölskyldunni aftur” segir Michael við Fredo, elzta bróðurinn, svarta sauðinn i fjölskyldunni. Konurnar eru al- gjörar hornrekur i lifi manna sinna nánast tæki til að geta börn til þess,að þessi ,,fina” atvinna þeirra gangi ekki úr ættinni. Draumur Vitos um að gera ein- hvern sona sinna aö „heiðvirðum borgara” og koma honum i áhrifastöðu, er sá sami og við könnumst við t.d. frá Brecht, að glæpamaðurinn elur þá von i brjósti að fá löggildingu á atvinnu sina. Þegar Kay talar viö Michael um atvinnu föður hans, segir hann að hún sé áþekk aðstöðu hershöfðingja og forseta, hún svarar „já, en forsetar og hers- höfðingjar láta ekki drepa menn.” „Heyrðu nú, hver er nú aö bulla”. Það er e.t.v. ekki svo ýkjamikill munur á smágróöa Mafioso af dauða og pyndingum og stórgróða af stórstriöi, ein- hversstaðar nógu langt frá heimalandinu. Coppola er maður sem kann sitt verk, við höfum séö hérna „I am a big boy now” , sem sýnd var i Austurbæjarbiói, en siðan hefur hann gert verðlaunamyndina um Patton (leikinn af George Scott), sem hefur hlotið frábærar viðtök- ur. Það er alltaf gaman að kvik- myndir hljóti góða aðsókn, það Framhald á bls. 19 Nú er hálkan og snjórinn komin og snör handtök þarf til aö koma bílnum á snjóbarða. Viö viljum spara þér tímann og birtum hér verö á nokkrum algengum stæröum Yokohama snjóbaröa. Ef þú hefur tíma, skaltu hringja víðar og bera saman viö aðra. Ef ekki, máttu taka orö okkar fyrir því, aö þaö er leit aö hagstæöara veröi á jafn góöum snjóböröum og Yokohama. ÞÉR ERU ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA Komió inn úr kuldanum meö bílinn á medan viö skiptum um. HJÓLBARÐAR Höföatúni 8*Símar 86780 og 38900 YOKOHAMA 4ra striga snjóbaröar, fullnegldir meö Krupp snjónöglum. 520-12 Kr. 2342,- 550-12 — 2362,- 600-12 — 2411,- 550-13 — 2426,- 560-13 — 2624,- 590-13 — 2844,- 615-13 — 2731,- 612-13 — 2878,- 640-13 — 2821,- 645-13 — 2904,- 650-13 — 2845,- 700-13 — 3532,- 560-14 — 2845,- 615-14 — 3033,- 640-14 — 3230,- 645-14 — 3160,- 695-14 — 3351,- 700-14 — 3516,- 735-14 — 3812,- 560-15 — 2971,- 600-15 — 3216,- SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • VÉLADEILD Verö meö söluskatti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.