Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. október 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timans).; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislastmi. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjalá .225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein* takið. Blaðaprent h.f. Skaftcr og skattsvik W • - _ _ HalldórE. Sigurðsson, fjármálaráðherra lét það verða meðal fyrstu verka sinna að gera ráðstafanir til að efla starfssemi skatta- lögreglunnar,og á sl. hausti var starfsmönnum skattrannsóknadeildar fjölgað, og eru nú 12 starfsmenn hjá deildinni. Starfskröftum deildarinnar hefur einkum verið beint að eftirliti með söluskatti og tekju- sköttum bæði félaga og einstaklinga um land allt. Beitt hefur verið úrtaksaðferðum við val á verkefnum og þá oftast dreginn út ákveðinn fjöldi framtala úr einstökum atvinnugreinum i senn. Starfsmenn skattrannsóknastjóra hafa farið i eftirlitsferðir i 4 skattumdæmi, það sem af er þessu ári, og farnar hafa verið 750 skoðunar- ferðir i fyrirtæki á árinu. Deildin hefur tekið 240 mál til sérstakrar rannsóknar og lokið var við rannsókn 160 mála á árinu,og eru nú 150 mál til framhaldsrann- sóknar hjá deildinni og 6 mál hafa farið fyrir dómstóla vegna meintra brota á lögum um tekju- og eignaskatt og lögum um söluskatt. Á siðustu 12 mánuðum hafa 113 mál verið af- greidd, og þar af 91 með sekt. Nam heildarfjár- hæð þeirra sekta 18 milljónum og 568 þúsund- um, en að auki komu fram verulegar fjárhæðir vegna hækkana opinberra gjalda þessara aðila til rikis og sveitarfélaga. Þessar tölur skýra vel, hve þörf starfssemi skattrannsóknadeildar er og hve viða pottur er brotinn i skattframtölum. Þess vegna þarf að halda áfram að efla starfssemi skattrann- sóknadeildarinnar þannig að hún veiti það aðhald, sem nauðsynlegt er,og skapi þann ótta hjá þeim, sem mesta möguleika hafa til hagræðingar skattframtölum,að þeir freistist ekki til skattsvika. En skattrannsóknadeild eða skattstofurnar ráða ekki við hinn svonefnda „löglega undan- drátt” frá greiðslu opinberra gjalda. Þeir, sem aðstöðu hafa og þá einkum þeir, sem aðild eiga að einhvers konar atvinnurekstri, og yfir kunn- áttu búa um það, hvernig unnt er að notfæra sér til óheiðarlegs ábata þær smugur, sem i skattakerfinu eru, sleppa margir ótrúlega frá greiðslu opinberra gjalda, þótt allir viti að þeir lifa i vellystingum praktuglega. Þessir menn þurfa ekkert að óttast skattalögregluna. Hjá þeim er allt slétt og fellt i framtölum og með löglegum hætti. Sú endurskoðun á skattalögunum, sem nú fer fram hlýtur þvi m.a. að beinast að þvi, hvernig megi fækka þessum smugum i skatta- kerfinu sem mest eða takmarka þær og þrengja til þess að koma i veg fyrir að stórkost- legar fúlgur renni þar i gegn skattfrjálsar. En þvi miður sannar reynsla annarra þjóða, að það er erfitt að fylla upp i allar smugurnar. Kunnáttumenn finna jafnan nýjar aðferðir,er standast fyrir dómstólum, þegar gömlum smugum er lokað. Það er vegna þessa m.a., sem viðhorf hinna almennu launamanna, sem verða að borga brúsann fyrir þá, sem smjúga, til beinna skatta hafa breytzt. Þess vegna þarf að kanna til hlitar, hvort ekki megi tryggja meira réttlæti i skattheimtu með öðru formi. —TK LOUIS HEREN: 7-maí skólarnir í Kína eru einstakt fyrirbrigði Forustumenn eru skyldaðir til líkamlegrar vinnu STARFSMENN i rit- stjórnarskrifstofum Dagblaðs alþýðunnar, málgagns kommúnistaflokks Kina, eru 300. Þetta virðist i fyrstu of- gnóú hjá-þ.laði, sem er ekki nema sex siður, en máTið horfði annan veg við þegar aðalritstjórinn sagði, að 100 starfsmenn væru i ,,7. mai- skóla", og aldrei væru til- tækir nema 200 blaðamenn til þess að koma blaðinu út. „7. mai-skólar’’ eru yfirleitt búgarðar, þar sem flokks- fulltrúar eða starfsmenn flokks og rikisstjórnar sam- eina hugsjónir i framkvæmd i likamlegri vinnu samhliða sameiginlegu stjórnmála- námi. Nafnið á rætur að rekja til þess, að Mao gaf út til- skipunina um skólana 7. mai árið 1966. Skólarnir eiga að koma i veg fyrir endurskoðunarstefnu, kreddufestu, vinstriöfga, stéttasérstöðu og aðrar dauðasyndir. Skólarnir eru nauðsynlegir til að tryggja framgang þeirrar hugsjónar Maos, að byltingin veröi ævar andi, og vitaskuld einnig til þess að tryggja, að réttri linu sé fylgt. SÉRHVER flokksfulltrúi verður að taka þátt i þessu skólastarfi og sennilega hvað eftir annað. Þetta á við um karla undir 60 og konur undir 55 ára aldri. Kinverjar gera litið úr stjórnartruflunum, sem þetta bersynilega hlýtur að valda, svo og ýmsum erfið- leikum, sem ættu þó að vera töluverðir meðal fátækrar og vanþróaðrar þjóðar. Hitt er svo annaö mál, að hin rétta hugsjónalega stefna gengur fyrir öllu öðru i Kina, eins og málum er nú háttað þar. Fyrsta grein trúarjátn- ingar kinverskra kommúnista er á þá leið, aö allur visdómur og stjórnmálavöndun eigi upptök sin hjá bændum og verkamönnum. Vestrænir áhugamenn kunna að lita á ,,7. mai-- skólana” og menningarbylt- inguna fyrst og fremst sem vopn i valdabaráttunni við Liu Shac-chi og fylgismenn hans. Kinverjar andmæla þessu varla i verulegri alvöru, en kysu þó heldur að tala um stéttabaráttu i þessu sam- bandi. Rangt væri og að van- meta hugsjónaeinlægni Maos formanns, hvaö sem öðru liður. HUGMYNDIN er siður en svo fráleit. Draga má i efa, að bændur og verkamenn séu uppspretta alls visdóms, en nokkurra mánaða likamleg vinna ætti að koma i veg fyrir að þjónar skrifstofuvaldsins setjisig á of háan hest. Ég ætla mér ekki að reyna að halda fram, að Sir William Arm- strong þurfi að starfa sex mánuði á stóru búi i sveit, en ég þykist þekkja allmarga undirsáta hans, sem hefðu næsta gott af þvi. Fyrirkomulagið er sjald- gæft og verður að teljast meðal þess, sem skipar maoismanum ofar ýmsum öðrum stefnum, og vitaskuld óskuðum við þess, að fá að heimsækja einn skólanna. 11 október ókum við svo tíl „7. mai-skólans” i vestanverðu Pekinghéraöi, um það bil 20 milur frá höfuðborginni. Heimsóknin var allrar athygli verð. Skólinn bar fyrst og fremst svip fyrirmyndar samyrkju- Mao Tse-Tung bús. Svefnskálar voru hlaönir úr steini úr Pekingmúrnum og fóðurturnar og svinahús voru ekki af verri endanum. Allt var alveg sérlega hreint og fágað, rennandi vatn og raf magn hvarvetna og nóg af skuggsælum trjám. MIKIÐ af landi jarðarinnar hafði áður verið of hrjóstrugt til ræktunar, en tilbúinn áburður og aukin vélvæðing ullu þvi, að nú spruttu þarna hrisgrjón, hveiti, sykureyr, jarðhnetur og grænmeti hvers konar. Rikið fékk alla um- f ra m f ra m leiðslun a , en nemendur héldu hins vegar sinum fyrri launum. Nemendurnir voru 600, flestir kennarar og konur i greinilegum meirihlula. Þeir voru sællegir og sýndust ánægðir. Hálfsmánaðarlega fengu þeir tveggja daga leyfi til að heimsækja maka og börn. Móðir ein sagði, að börnin yllu ekki neinum teljandi vandkvæðum þar sem afi og amma litu eftir þeim meðan á skóladvöl stæði. Samheldni fjölskyldunnar er enn afar mikil i Kina, þrátt fyrir sósialismann. VIÐ skiptumst orðum við by Itingarnefnd skólans, meðan setið var að tedrykkju og vindlingareykingum, en Chang nefndist talsmaður nefndartnnar. (Kinverjar hljóta að reykja meira en allar aðrar þjóðir heims,og er ekki að sjá.að þeir hafi heyrt iungnakrabba nefndan). Nefndarmenn virtust fagna þvi að fá að ræða um kerfi sitt, eins og kommúnistar gera raunar um heim allan, en þeir voru þó til muna glaðari i bragði en tiðkast i Austur- Evrópu til dæmis. Chang var mjög gjörvilegur maður og vel á sig kominn, sérlega hláturmildur, en ekki virtist það stafa af óstyrk eða feimni. Hann starfar sem em- bættismaður hjá yfirstjórn menntamála i vesturhluta Pekinghéraðs. Hann hafði verið i skólanum i tvö ár og virtist gegna þar forustuhlut- verki til frambúðar, en sjálfur hélt hann þó fram, að „7. mai- skólar” hefðu enga fasta starfsmenn. Aðspurður kvaðst hann hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá Liu Shao-chin, sem hefðu leitt hann afvega. Fyrr- verandi forsætisráðherra hefði litið á framleiöslustörf sem refsingu en ekki endur- menntun, fremur til vansa en upphefðar. Chang kvaðst nú hafa gagnrýnt sjálfan sig og vera orðinn sannfærður um, að vinna viö framleiðslustörf skerpti stjórnmálavitundina. SAMKVÆMT kenningum Maos formanns er endur- menntunin mikilvægari en flest annað, næst þvi að fylgja réttri linu. Hún á þvi að vera fastur liður i áframhaldandi byltingu i Kina. ,,7. mai- skólarnir’’ eru arfur menn- ingarbyltingarinnar, en hún er sjjgð hafa leitt til óskoraðs sigurs i barattuiir.i við endur- skoðunarsinna. Vinnuvikan er sex dagar i skólunum og hálfum þriðja degi af þeim tima er varið til stjórnmálakönnunar. Við hittum að máli flokksfulltrúa, sem höfðu lokið einu sliku námskeiði, og meðal þeirra voru fjórar kennslukonur. Námsefnið hafði verið rit- stjórnargrein Dagblaðs al- þýðunnar 1. október, en hún fjallaði um samskipti við aðrar þjóðir. Nemendur sátu i litlu herbergi með moldar- gólfi, en þar áttu sjö manns svefnrúm. Allir voru þeir sællegir og ánægðir að sjá. Við fögnuðum hvorir öðrum með venjulegum hætti og skiptumst á vindlingum — en engin kvennanna reykti þó. Brátt hófust eðlilegar og óþvingaðar samræður. Þeir kváðust fara á fætur klukkan sex árdegis og ganga til náða klukkan tiu að kvöldi, en leggja sig skamma stund að loknum hádegisverði. Þeir kváðu matinn góðan, hris- grjónin væru sérlega góð, og þeir sögðust leggja meirihluta launa sinna til hliðar,þar sem fæði og húsnæði væri ókeypis. ÞARNA virtist um borgara- lega skyssu að ræða,og ég hraðaði mér að spyrja, hver niðurstaða þeirra hefði orðið að lokinni könnun forustu- greinarinnar. Álitið var ein- róma. Ástand millirikjanna væri óðum að breytast, sam- ábyrgð þjóöa heims hefir eflzt um mun. Gagnkvæmum heimsóknum fjölgar stöðugt og samskipti við aörar þjóðir ber að auka. Ég lét i ljós þá skoðun, að þau hefðu getað komizt að þessari niðurstöðu að loknum lestri forustugreinarinnar heima hjá sér, þar sem þau nytu sinna venjulegu þæginda og ánægjunnar af samvistum við fjölskyldu sina. Aðlaðandi kona á góðum aldri andmælti þessari skoðun minni. Hún kvað starfið ekki siður nauð- synlegt en námið. Kenning og framkvæmd yrðu að fara saman. VIÐ komum siðan saman i samkomusal skólans, en hann liktist mest matsal samyrkju- bús. Þar drukkum við enn te, reyktum meiri vindlinga og horfðum á byltingar- ballettinn. Stúlkurnar voru fallegar og karlmennirnir óvenju hávaxnir. Þau dönsuðu af miklu kappi, en ein stúlka söng við undirleik hljóm- sveitar, sem lék bæði á kin- versk og vestræn hljóðfæri. Þetta var mjög góð skemmtun. En allar ánægjustundir taka enda,og þegar við höfðum klappað hvort öðru lof i lófa að nýju,gengu nemendurnir út með okkur til að kveðja okkur. Við litum til baka út um bil- rúðurnar og nemenda- hópurinn bar keim ágætrar áróðursmyndar, ljómandi af hreysti og vináttu i garð hinnar brezku þjóöar. Þetta var of gott til þess að geta verið sannleikanum sam- kvæmt, og þó var þetta veru- leiki. t Kina er margt ákaflega undarlegt og margslungið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.