Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 29. október 1972. snöggvast fór hrollur um drenginn við tilhugsunina um að vera eina lif- veran á þessum eyðilega vegi. Hann var búinn að vera nógu lengi hjá Paterson til að vita, að það var mjög óvenjjulegt að senda Betteson bréf á þessum tima sólarhrings. Það hlaut að bera vott um, að eitthvað ennþá óvenjulegra og alvarlegra væri á seiði. Hann hafði ekki grun um, hvað það gæti verið, en það fengi hann að vita, þegar Paterson þætti timi til kominn. Hann treysti Paterson fullkomlega. 2. kafli Klukkan rúmlega sex kom frú Betteson auga á Tuesday, þar sem hann kom hlaupandi upp veginn. Frú Betteson var afar sérkennileg kona. Þarna var hún klædd upplituðum morgunkjól og hafði brett ermarnar upp yfir olnboga og bundið um með rauðu silkibandi. Þannig bönd notaði maður hennar til að binda um skjöl gufuskipafélagsins. Venjulega var frú Betteson að finna i garðinum, og svo var einnig nú. Þarna hamaðist hún á illgresinu með skærin að vopni og flöktandi augun sendu frá sér einkennileg leiftur bak við sterk gullspangar- gleraugu. Það var eitthvað við útlit hennar og framkomu.'sem minnti helzt á krypplaða flik. Frú Betteson var dálitið undarleg, það vissi allur bærinn. Tuesday varð hreint ekki um sel, þegar hann sá hana þarna i garöinum, klipp- andi af eldlegum ákafa. Brosið breyttist um leið og hann opnaði bambushliðið og rölti heim stiginn. Það varð allt öðruvisi en það, sem ætlað var Paterson, einnig öðruvisi en það, sem hann kæmi til með að senda Betteson i kurteisisskyni. Þetta var undarlegt bros, stift og gleði- vana. Hann hafði nefnilega kynnst frú Betteson áður. Hann hafði farið með bréf til Bettesons fyrir um það bil hálfu ári. Þá var hann ekki heima, en frúin bauð honum að biða i eldhúsinu. Útstæð augun voru næstum litlaus og höfðu flökt og ranghvolfzt i augnatoft- unum. Honum þótti óhugnanlegt. Allan seinni hluta dagsins hafði hún haldið honum i eldhúsinu hjá sér og troðið i hann saft og allt of sætum kökum, sem voru slagaðar af of langri geymslu. Hún hékk yfir honum og vildi vera móðurleg við hann, en var i rauninni viðbjóðslega smeðju- leg. Siðan þá hafði hann verið hræddur við þessi litlausu, flöktandi augu. ,,-En hvað herra Paterson á gott að hafa dreng eins og þig hjá sér. Aidrei höfum við náð i svona dreng. Finnst þér ekki lika, að hann eigi gott?” Þannig lét hún dæluna ganga, meðan honum bauð sifellt meira viö þessum ólystugu kökum, sem hún hélt áfram að troða i hann. Hann hræddist jafnvel, að hann fengi aldrei að fara. ,,Joe, drengurinn hans Patersons er hér. Tuesday er hér”. Hún sveiflaði skærunum til áherzlu, meðan hún hrópaði frettirnar inn i húsið til Bettesons. Fljótlega birtist hann á tröppunum. Hann var sköilóttur istrumagi, kolbrúnn fyrir utan náhvitan skallann, honum skýldi hann ætið með gamaldags hjálmi. Þetta er yndislegi drengurinn hjá Paterson, Joe. Yndislegi drengur- inn”. ,,Hvað er þér á höndum?” spurði Betteson. Drengurinn svaraði ekki, en rétti Betteson umslagið með auðmjúku brosi. ,,Hvað er nú þetta? Bréf frá Paterson” Betteson rannsakaði bréfið i krók og kring til að fullvissa sig um, að drengurinn hefði ekki opnað þaö. Það var aldrei að vita uppá hverju þessir gaukar gætu tekið. ,,Er eitthvað athugaverl við bréfið, Joe? Er ekki allt i lagi? „Skiptu þér ekki af þvi sem þér kemur ekki við”. „Hann er yndislegur drengur, finnst þér það ekki lika, Joe?” Hún brosti til drengsins og starði á hann gráðugum augum, svo að hann varð aftur hræddur um, að hún reyndi að hindra hann i að fara. Honum létti, þegar Betteson sagði honum að snauta burt. „A ég ekki að taka svar?” spurði drengurinn. „Sá talar góða ensku”, hrópaði frú Betteson. „Farðu og sæktu hattinn minn”, sagði Betteson. „Stattu ekki þarna gapandi”. Frú Betteson lagði af stað heim að húsinu reikul i spori. „Er ekkert svar?” Drengurinn beið ennþá brosandi. „Hypjaðu þig burt, áður en ég lem þig til að þurrka þetta glott af þér”, sagði Betteson. „Ég er að koma. Þú þarft ekki að biða eftir mér”. „Já herra”. Brosið varð óöruggtog honum datt i hug, hvort hann ætti aðsegja honum Irá hafragrautnum. Þá birtist frú Betteson aftur með skærin i annarri hendinni en gamla hjálminn hans Bettesons i hinni. Betteson rak óspart á eftir henni. Allt i einu varð drengurinn smeikur við þau bæði og tók á sprett. Við næsta horn beið hann til að athuga, hvort Betteson kæmi á eftir. Þaðan sem hann stóð, gat hann séð hofin. Sólin glampaði á gylltum þökunum og tigulegir turnarnir litu út fyrir að vera úr sykri. Búddastytturnar störðu tómum, hreyfingarlausum augum út yfir sléttuna. Sem Meöan hann beið þess að Betteson legði af stað, varð honum aftur litið á Búddastytturnar, þar sem þær störðu yfir sléttuna. Það var eitt- hvað likt með þessum dimmu, tómu augum og augum frú Bettesons. Skuggar pálmanna voru eins og svartir fingur á múrum og þökum hof- anna, og frá klaustrinu hinum megin i bænum ómaði klukknahringing t klaustrinu voru Búddarnir þúsundum saman. Þeir stóðu i löngum röðum meðfram öllum veggjum. Alltaf var verið að búa til Búdda. Það voru verðandi munkar, sem bjuggu þá til. Daginn út og daginn inn sátu þeir i rykugum musterisgarðinum og fylltu steypuformin af blautu gipsi. Stytturnar voru steyptar i tvennu lagi og partarnir klesstir vel saman áður en mótin voru losuð frá. Siðan voru þær settar til þerris i sólskininu, unz þær urðu hvitar og harðar. Með tið og tima tækist klausturdrengjunum ef til vill að búa til milljón slikar styttur. Sjálfur var hann ekki eins og aðrir drengir. Hann langaði ekki til að taka þátt i að búa fil milljón Búddastyttur. Hann kærði sig ekkert um að verða klausturdrengur. Auðvitað vissi hann, að Búdda var mikill og ódauðlegur, hann vissi allt, sá allt og var þess ævinlega umkominn að vernda gegn öllu illu. En Paterson gat þetta lika. Munurinn var einungis sá að Búdda var stytta og yrði aldrei annað en stytta dauð og óraunveruleg, en Paterson var aftur á móti af holdi og blóði. Vernd Patersons var bæði meiri og áþreifanlegri en vernd Búdda. Paterson verndaði mann gegn fólki eins og til dæmis Betteson, sem reifst og skammaðist og sló ef hann gat, og frú Betteson, sem vildi taka mann og halda hjá sér. Andartaki seinna kom Betteson út úr garðinum og drengurinn snerist á hæli og þaut heim á leið. Hálfri stundu siðar sat Betteson i borðstofunni hjá Paterson og skóf- laði hafragrautnum upp i sig. Hann stráði miklu salti á grautinn, þvi að i svona loftslagi þarfnast maður salts í rikum mæli. Hann hafði nógu lengi átt heima i hitabeltislöndum til að vita það. Hinum megin við borðið sat Paterson og borðaði melónuna sína með snoturri ávaxtaskeið. Við og við leit hann á gráa sullið, sem Betteson borðaði með beztu lyst. öðru hvoru gjóaði Betteson öfundaraugum á Paterson. 1 þrjátiu ár var Betteson búinn að strita á skitugum og fátæklegum skrifstofum i hitabeltinu. Loksins var hann ákveðinn i að hætta, en þá kom i ljós, að Lá rétt i) Tralla- 5) Flauta- 7) Klaki,- 9) Espaði,- 11) Bók- stafa,- 13) Són.- 14) Fljót.- 16) 1500.- 17) Gera mark,- 19) Baðir.- Lóðrétt 1) Þess konar.- 2) Fersk,- 3) Sjó,- 4) Alas,- 6) Blæs.- 8) Und,- 10) Auðri.- 12) Svara.- 15) Keyðru.- 18) Ennfremur,- X Itáðning á gátu Nr. 1244 Lárétt 1) Þundur - 5) Nil,- 7) öl.- 9) Stóð,- 11) Nám,- 13) USA,- 14) Grát,- 16) Af,- 17) Sauðá,- 19) Lausir.- Lóðrétt 1) Þröngt,- 2) NN,- 3) Dis.- 4) Ultu,- 6) Óðafár,- 8) Lár,- 10) Ósaði,- 12) Mása.- 15) Tau,- 18) US,- HVELL G E I R I D R E K I /'■" Ef þú getur yfirbugað Hoogann, veikjum lið hans það míkiðað við getum komið , u ■ t SUNNUDAGUR 29. október 8.00 Mbrgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljóm- sveit Erics Robinsons og norsk skemmtihljómsveit leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar 11. Messa i Reykholtskirkju (Hljóðrituð 2. sept. s.l. Prestur: Séra Einar Guðna- son. Organleikari: Kjartan Sigurjónsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Zambia: Auðugt þró- unarlandHaraldur Ólafsson lektor flytur hádegiserindi. 13.50 Hratt flýgur stund með Islendingum i ósló. Jónas Jónasson stjórnar þætti með blönduðu efni. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.55 Fréttir. Veðurfregnir. 17.00 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss. 17.35 Sunnudagslögin 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndum Guðmundur Sæmundsson talar frá ósló. 19.35 Tób'akskorn Samantekt Guðrúnar Guðlaugsdóttur um tóbak. 20.00 Philip Jenkins leikur á pianó Sónötu i a-moll (K- 310) eftir Mozart. 20.15 Norski fiðlusnillingurinn Ole Bull Sveinn Ásgeirsson sagnfræðingur tók saman þátt i tali og tónum (Áður útv. i april 1970) 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga Dr. Einar ól. Sveins- son les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 29. október 16.20 Endurtekið efni Kátir voru karlar (Tortilla Flat) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1942, byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir John Steinbeck. Leikstjóri Victor Fleming. Aðalhlutverk Spencer Tracy, Hedy Lamarr og John Garfield. Þýðandi Ell- ert Sigurbjörnsson. Myndin greinir frá nokkrum á- hyggjulausum slæpingjum og viðbrögðum þeirra, þeg- ar einn úr hópnum erfir ó- vænt miklar eignir. Aður á dagskrá 15. janúar siðast- liðinn. 18.00 Stundin okkar Sýnt er hvernig, gera má leikbrúð- ur og litið brúðuleikhús, en þar á eftir fer stutt teikni- mynd frá finnska sjónvarp- inu. Þá syngur Eddukórinn nokkur lög og loks verður sýndur þáttur úr mynda- flokknum um Linu Lang- sokk frá sænska sjónvarp- inu. Umsjómaermenn Ragn heiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Itlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Krossgátan Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja. Kynnir Róbert Arnfinnsson. Um- sjón Andrés Indriðason. 21.05 Elisabet I Framhalds- leikrit frá BBC. 4. þáttur Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.35. Aö kvöldi dagsSr. Areli- us Nielsson flytur hugvekju. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.