Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 i c 254. tölublað — Sunnudagur 5. nóv. — 56. árgangur. J kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Náitfataball hjá ungtemplurum Á föstudagskvöldið komst blaðamaður og Ijósmyndari Tim- ans á dansleik hjá ungtemplara- félaginu Hrönn. Var þetta nátt- fatadansleikur, þar sem dömurn- ar voru klæddar náttkjólum, en herrarnir náttfötum eða nátt- serkjum með tilheyrandi nátthúf- ur eins og þessi ungi maður hér á myndinni, sjálfur formaður Hrannar Höskuldur Frimanns- son. Hann er þarna að ræða við unga stúlku, sem hafði bangsann sinn með sér á ballið, og er ekki annað að sjá en að þau þrjú skemmti sér konunglega. Við segjum nánar frá þessum sér- stæða dansleik eftir helgina og birtum þá fjölda mynda af l'jiir- inu. (Timamynd: Róbert). Að gabba slökkviliðið — getur kostað viðkomandi allt að 100 þús. krónur Klp—Reykjavik. „Það sem af er þessu ári höfum við verið kallaðir ú 296 sinnum, sem er mjög svipað og á sama tima i fyrra," sagði Rúnar Bjarnason siökkviliðsstjóri, er við höfðum tal af honum i gær til að kanna, hve oft slökkviliðið hefði verið kallað út á þessu ári....og Rúnar bætti við „Og sem betur fer hefur ekkert þessara út- kalla staðið i sambandi við stór- bruna, þvi það sem af er þessu ári hefur enginn stórbruni orðið i Reykjavik." Rúnar sagði okkur, að aðeins einu sinni hefði allt liðið verið kallað út á þessu ári. bað hefði verið i lok júni, þegar upp hefði komið eldur i húsi innarlega á Laugavegi. Væri fátitt að allt liðið væri ekki kallað oftar út á svo lóngum tima. 1 fjórum eða fimm tilfellum, hefðu verið kallaðir út nokkrir aukamenn, en yfirleitt hefðu þessi útköll verið i sam- bandi við smávægilega bruna. Þá gat Rúnar þess, að allt árið i fyrra hefðu útköllin verið 332, en metárið hefði verið árið 1965, er Gamla lögreglu- stöðin kvödd — og ekki án saknaðar Klp—Reykjavik. A hádegi i gær, laugardag, gengu siðustu lögregluþjónarnir tít úr gömlu lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Var það vakt Greips Kristjánssonar, sem var siðasta heila vaktin, sem gegndi störfum i þessu húsi, en það hefur verið aðalstöðvar lögreglunnar i Reykjavik i nær 40 ár. Flutningar stóðu yfir þegar við náðum i Greip, og spurðum hann hvað hefði verið siðasta málið, sem lögreglan hefði fjallað um á gömlu stöðinni. Hann sagði það vera yfirheyrslur dg annað i sam- bandi við árekstur, sem hefði átt sér stað við Ásgarð s.l. nótt. Þar hefðu tveir piltar á bil ekið á ann- an bil og stungið af. Hefði annar piltanna verið undir áhrifum en hinn ekki og hefði sá drukkni ekið bilnum, en hinn ætlað að taka á sig sökina. Greipur sagði, að hann kveddi gómlu stöðina með vissum sökn- uði, þvi hún hefði verið sitt annað heimili ef svo mætti segja s.l. 33 ár, En hann sagðist samt hlakka til að mæta á vakt á nýju stöðinni næstu nótt, þvi þar væri aðstaðan eins og bezt yrði á kosið fyrir starfsmennina. Fyrstu vakt á nýju stöðinni við Hverfisgötu átti vakt Páls Eiriks- sonar, en hún kom þar um hádeg- ið og var strax tekið til starfa við sömu verkefni og verið hafa á gömlu stöðinni þau 37 ár, sem hún hefur verið starfrækt sem aðal- lögreglustöð Reykjavikur. slökkviliðið hefði verið kallað ut 534 sinnum. „Þessi fáu útköll hafa orðið til þess, að við höfum getað aukið starfsemi okkar á öðrum sviðum. Við höfum sent vaktirnar út i skoðunarferðir um bæinn. 1 þeim ferðum hafa verið skoðaðir skól- ar, samkomuhús, hótel og fleiri staðir, sem eru skoðunarskyldir, og við teljum,að þörf sé á að kanna sérstaklega. Eru þessar ferðir mjög lærdómsrikar fyrir mennina, sem þarna geta kynnt sér,hvernig bezt er að starfa við viðkomandi stað, ef eld ber að höndum." Um það.hvort væri mikið um að slökkviliðið væri gabbað út, sagði Rúnar, að svo væri ekki, en þó kæmi það þvi miður fyrir. Það sem af væri þessu ári, væri það innan við 20 sinnum, en hefði hér áður fyrr náð þvi að vera gabbað út milli 60-70 sinnum. Munaði þar mikið um, að nú væru allir bruna- boðar, sem hefðu verið viðsvegar um bæ, horfnir, en þeir hefðu oft haft mikið aðdráttarafl hjá drukknum mönnum, sem hefðu verið að flækjast um göturnar. I þeim tilfellum , þar sem um gabb hefði verið að ræða, hefði oftast náð til sö'kudólganna með þvi að rannsaka hvaðan simtalið hefði komið, en háar fésektir lægju við þvi að gabba slökkviliðið út. Nefndi hann sem dæmi, að með sektum og kostnaði við að kalla út allt slökkviliðið, gæti sú upphæð farið i 100 þúsund krónur, sem segja mætti að væri dýrt simtal og litil skemmtun af. NY FISKELDIS- STÖÐ Á LAXAAAÝRI Krl—Reykjavik. i sumar hefur verið unnið að miklum byggingarframkvæmd- um á I.axamýri i S-Þing. Það er Klak- og eldisstöðin h.f., sem þarna hefur verið að byggja fyrsta áfanga eldisstöðvar sinn- ar, 400 fermetra stálgrindahús, hið fyrsta af fjórum. Húsið er nú orðið fokhelt, og standa vonir til að hægt verði að taka það I notkun i janúarmánuði næstkomandi, en þá verður það húsnæði, sem stöð- in hclui' búið við á Húsavik, orðið alll of litið. Þella kom fram i við- tali, sem Timinn átti við Vigfús .lónsson. bónda á I.axamýri I gær. Vigfús sagði enn fremur, að það væri eingöngu stórlax úr Laxá, sem þeir ræktuðu, en einnig hefðu þeir verið með ögn af silungi. Laxstofninn úr Laxá er öðrum stofnum stærri og mjög eftirsótt- ur. Hingað til hefur seyðunum verið sleppt heim til föðurhús- anna, sumu þó ofan Brúa, en undanfarin ár hefur tóiuverðu magni verið sleppt þar. Það svæði er ekki laxgengt enn, en i framtiðinni á svo að verða Með lagningu hitaveitu til Húsavikur i hittifyrra sköpuðust skilyrði til þessarar fiskræktar, en leiðslan liggur þarna rétt hjá. Ekki er þó hægt að nota vatnið frá hitaveitunni beint inn á stöðina, heldur er það notað til að hita upp kalt vatn, en mjög kostnaðarsamt var að fd það tengt. Þessi fyrsti áfangi er hlutfallslega langdýr- astur, þvi að verulegur hluti kostnaðarins liggur i hvers konar lögnum, sem fylgja honum. Klak- og eldisstöðin h.f. var i upphafi aðeins ætlað það hlutverk að rækta lax úr Laxá til að sleppa honum þar aftur. Enn verður það aðeinstórlax þaðan, sem ræktað- ur verður, en margir aðilar hafa sýnt áhuga á að fá seiði frá stöð- inni. Eru það einkum aðilar i héraði, bæði i efri hluta Laxár og á vatnasvæði Skjálfandafljóts, en þar eru geysimiklir möguleikar til fiskræktar. Sjómaður slasaðist alvarlega Sjómaður slasaðisl alvarlega um borð i vélbátnum Guðbjörgu frá isáfirði i fyrra kvöld, er bát- urinn var að veiðum út af Vest- fjörðum. Flalningshnifur stakkst I annað auga mannsins og varð af mikið sa>. Skipsljórinn á Guðbjörgu bað um aðstoð varðskips sem var á þessum slóðum og var slasaði maðurinn tekinn um borð i varð- skipið út af Straumsnesi. Var hann fluttur til isafjarðar og það- an var hann sendur með flugvél til Iteykjavikur, þar sem gerð var á honum mikil aðgerð, og er mað- urinn ekki lengur I lifshættu. Það, sem af er þessu ári, hefur verið heldur kyrrlátt hjá slökkviliðs- mönnum i Reykjavík — að minnsta kosti ekki ýkjamörg útkóll vegna elds. En aftur á móti hefur verið meira en nóg um sjúkraflutninga, og svo eru æfirigar og skoðunarferðir víðs vegar um borgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.