Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. nóvember 1972 TÍMINN 17 Sigvaldi Hjálmarsson Umbúðirnar eru innihaldið ÝMISLEGT skrýtið ber fyr- ir ef venjulegt mannlifið er skoðað. Eitt er hve mikil rækt er lögð við hvers konar umbúðir. Iðulega er innihaldið látið minna varða. Samt gefast innihaldslitlar umbúðir jafnan illa. Þetta kemur strax fram i al- mennri verzlun. óstjórnlegt kapp er lagt á að selja alvanalega neyzluvöru i vönduðum umbúðum. Til að mynda skiptir höfuðmáli að sápa sé i fallega rósóttu bréfi, helzt með mynd af fegurðardis utaná. Og ganga virðist glæpi næst að bjóða skósvertu öðru- visi en i snoturri dós. Hitt er ekki til umræðu hvort innihald geti verið jafngott eða betra i ósjálegum umbúð- um. Umbúðir um vöru kosta mikið fé, eru ekki litill hluti vöruverðs — ekki siður það sem lagt er i útlitið en hitt, sem snertir það hlutverk umbúðanna að geyma og hlifa vöru. Þar að auki er algengt að auglýsingastrið sé háð um umbúðirnar einar saman þeg- ar það er vitað að innihald mismunandi framleiðslu- gerða af sömu vörutegund er nákvæmlega eins. Slikt aug- lýsingastrið eykur enn á kostnaðinn, og augljóst er að ef fólk tæki að hafa meiri áhuga á vörugæðum en útliti umbúðanna yrði flest vara ódýrari (þ.e. hækkaði ekki alveg eins ört!) og sennilega miklu betri, þvi þá gæfi það sér einnig meira ráðrúm til að veita sjálfri vörunni athygli. Umbúðadýrkun kemur viðar fram. Hún kemur fram i lögvisi ekki siður en öðru. Formið, framsetningin varðar miklu. Réttvisi nær ekki siður til formsins en meiningarinnar, og þess vegna er hún iðulega allt annað en réttlæti. Þjófnaður er til að mynda ekki þjófnaður nema þjófnum verði á sú skyssa að beita rangri aðferð við að stela. Hin rétta aðferð er að láta hygla sér stórfé fyrir litið eða ekkert af almanna sjóði með smjaðri og hlaupatikarháttum fyrir valdamenn. Þeir sem þetta gera eru i hávegum hafðir. Þeir standa framarlega i menningunni. Slikur þjófnaður heitir þá auðvitað ekki þjófnaður þótt hann sé það i verunni — enda skiptir frá þessu sjónarmiði mestu hvað hlutir eru kallaðir, ekki hvað þeir eru. En banhungraður mannau- mingi sem stelur mat sér til saðningar — honum stingum við umsvifalaust i tugthúsið. Umbúðir um fólk eru ekki minna virði, en umbúðir um vöru. Menn skulu bera sitt skraut svo eftir verði tekið. Þær eru náttúrlega fötin og staðan, húsið, billinn, orðan og titillinn. Þvi aðeins getur slikt vakið verulega athygli að fólk hefur almennt meiri áhuga á umbúðum en innihaldi. Ef fötin, staðan, húsið, bill- inn og titillinn — ef allt þetta er gott, hlýtur maðurinn að vera góður. Það er þetta sem gerir mann mikinn og góðan i hugum fólks. Og mikill er munurinn ef borið er saman við þann sem kannski á engan bil, ekkert hús, engan titil, gengur i ósjálegum fötum og vinnur bara fyrir sér á ein- faldan og nafnlausan hátt. Menn sækjast ekki eftir að vera þannig. Hitt gleymist oft hverskonar maður stendur innani fötun- um. Fyrir þvi hefur fólk sjald- an áhuga, og sizt af öllu mað- urinn sjálfur. Sumt er broslegt i þessu umbúðastandi um fólk. Fyrrum var vitur maður og fróðleiksþyrstur löngum tal- inn hverjum manni auðmjúk- ari og litillátari. Mannvitið gerði hann auðmjúkan, og afþvi hann átti hvassar hugar- sjónir sá hann oft i gegnum flækjur og vafninga hins mannlega lifs. Við höfum nú að mestu lagt niður aðalsmenn og viður- kennum ekki lengur að guð almáttugur sé þannig innrætt- ur að hann skapi sumt fólk i þeim tilgangi einum að láta það lifa á striti annarra. A hinn bóginn höfum við nú öðl- azt aðra titlastétt: visinda- menn og háskólagengna sem hlaða löngum röðum af stöfum i kringum nafnið sitt til að þekkjast frá venjulegu fólki, t.d. dr. abcdefg-eftir-kemur- hijk- Jónsson. Þá er þetta fyrirbæri ,,að hafa bréf uppá”. Við höfum bréf uppá hitt og þetta, m.a. það að vera til. Það bréf kall- ast nafnskirteini eða eitthvað i þá átt, og þar erum við ekkert annað en nafn og númer. Það er viss tegund af umbúðum um manninn. Þetta nafn og þetta númer skiptir eiginlega jafnmiklu máli og liftóran, þvi ef við missum skirteinið einhvern veginn lagað má engu muna að við séum hætt að vera til, sbr. Fransmann nokkurn sem leyfði sér að fara til Parisar úr heimasveit sinni suðri landi. Aumingja manninum láðist að láta vita að hann yrði burtu um tima, og þegar það gerðist jafnsnemma að lik fannst i ár- sprænu, óþekkjanlegt, var ekki að sökum að spyrja. Þá er maðurinn kom til baka rúmum mánuði seinna komst hann að raun um að hann var búinn að vera dauður og graf- inn i rúman hálfan mánuð og vildi enginn við hann kannast á bæjarskrifstofunum fremur en afturgöngu. Hann varð að höfða mál með vitnaleiðslum og tilheyrandi til þess að fá það viðurkennt að hann væri til og ekki dauður svo hann fengi greitt úr sjúkrasamlag- inu eins og honum bar eins og hverjum öðrum venjulegum frönskum borgara. Onnur tegund af umbúðum utan um fólk er sett inni framkomuna. Framkoman má ekki vera sjálfkvæm og eðlileg þvi ann- ars kemur i ljós hvernig fólk er innvið beinið, og það getur verið óheppilegt i sumum tilvikum. Formúlan er kurteisi — sem er allt annað en ljúfmennska. Kurteisi kemur i stað góð- vildar, það er að segja: ef góð- vild er ekki fyrir hendi dylur kurteisin þann skort þægilega. Þess vegna eru þéringar og ýmiss konar kurteislegt hjal og orðsendingar. Segi ég góð- an dag við manninn á götunni af þvi ég óska honum i verunni góðs — eða bara af þvi þetta er siður? Hversu mikið af afmæl- isskeytum og kveðjum er kurteisi — en ekki kveðja? Hámark þessarar kurteisis- listar er diplómati. Diplómati er alltaf fólgið i að segja hluti með „réttum” aðferðum og á sem „fegurst- an” máta. Hver meiningin er með talinu kemur diplómatii ekkert við. Ef hægt er að nota orðið hvltt yfir það sem i raun- inni er svart — þá er það olræt i diplómatii. Og ef þú getur kurteislega talið mann á að láta féfletta sig eða jafnvel hálshöggva — þá er sú aðferð til að féflétta og hálshöggva auðvitað bæði vinsælli og auð- veldari heldur að beita valdi! Fegurðarsamkeppni er umbúðadýrkun. Fegurðarsamkeppni er i þvi fólgin að leiða fram ungar konur og glápa á þær — helzt fáklæddar. Það að konur eru fremur notaðar i þessu augnamiði en karlar stafar vist af þvi að áð- ur voru konur seldar meira en karlar, enda þeir jafnan kaup- endurnir. Þær voru þá athug- aðar hátt og lágt, skoðaðar i þeim tennur og önnur liffæri sem helzt bera vitni um aldur og þroska. Nú hefur þessi þrælamark- aðs stemning verið endurvak- in i nýjum tilgangi. En uppgötvazt hefur að frið- leikur ásjónu og limagerðar segir ekki alla söguna um kon- una, svo nýir kappleikir voru fundnir upp þar sem konan skyldi leiða i ljós hvað hún gæti, hún átti ekki bara að sýna sig, hún átti að sýna eitt- hvað sem hún gæti. Það er að segja: nýjar og fingerðari umbúðir um innihaldið mann- eskja. Konu-idealið er nú að geta dansað og leikið til viðbótar þvi að vera með klóarlegar neglur og löng dökk augnahár (sem mega vera fölsk). En hvernig konan er — skiptir það máli? Umbúðir um menn eru girð- ingar milli manna. Það stafar af þvi að umbúð- irnar eru innihaldið. Þetta á auðvitað ekki við um skósvertu, en þetta á við i mannlifinu. Þú ferð algerlega á mis við að kynnast manni sem er hjúpaður i stöðu, titil og kurt- eisishjal. Hann er ekkert ann- að en gangandi kjólföt, gljá- andi og pressuð og málað yfir andlitið. Það er fyrst þegar hann er kominn úr öllu þessu sem þú veizt hvernig hann er. Þess vegna þýðir ekki að tala um göfugan tilgang ef aðferðin er slæm. Hún kemst alltaf til skila og ekkert annað. Heimurinn yrði betri ef menn kynnu að greina umbúð- irnar og mætu þær litils — kysu i hverju máli umbúða- lausa meiningu, þvi þannig aðeins er meiningin meining. Við sjáum þetta greinilega af vissum þætti i sögu trúar- bragðanna. Fyrr á öldum voru böðlar og pyntingamenn vel metnir borgarar, ekki lægra skrifaðir heldur en trésmiðir og múrar i dag (eða er slátrarinn kannski rétti samanburðurinn?). Þeir höfðu þann starfa að stytta mönnum aldur þegar svo var fyrir mælt af yfirvöldum, fá menn til að játa eitthvað sem kannski var tilhæfulaust með öllu og kvelja svo úr þeim liftóruna eftir öllum kúnstar- innar reglum. Þetta voru sannkristnar sál- ir. Engum datt i hug að þeir færu til helvítis fyrir vikið, og var þó þeirri vistarveru óspart hampað af prelátum. Þeir fóru i kirkju og báðust fyrir og tóku altarissakramenti lon og don — og hlupu svo tindilfættir að pinubekknum að kvelja menn. Og prestar og aðrir úr hinni helgu stétt horfðu á með velþóknun þegar fólk var steikt á hægum eldi af þvi það það vildi ekki fallast á sér- staka guðfræði. Nú er manni sagt að kristindómurinn sé kærleikur, og kann ég mæta vel við þá skýringu. En' hvernig getúr það samrýmzt kærleika að kvelja menn — iskaldur eða jafnvel með gleði? Ég skil ekki þann kærleika, og lái mér hver sem vill. Er ekki svarið einmitt það að trú þessara manna — og alltof mikið af trú yfirleitt — var umbúðir — siðir, athafnir, 1 fyrirskrifað helgihald? Það er einmitt aðferðin til að láta innihaldið: trúarþelið og kærleikann, aldrei koma til skila. ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 mmwmmTgmmm Tilboð óskast I M-Benz vörubifreið árgerð 1965skemmda eftir bruna og Peugeot 504 árgerð 1971 skemmda eftir árekstur. Bifreiðarnar verða til sýnis á morgun og þriðjudag i bifreiðageymslu Vöku h.f. á Árstúnshöfða, Reykjavik. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild fyrir kl. 17 á miðvikudag 8. nóvember 1972. • ’ý- p Frá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur pífj & f;>'; •• V v Námskeið fyrir kennara i byrjunar- kennslu i lestri verða haldin dagana 13. - 17. nóvember og 20. - 24. nóvember næstkomandi. Námskeið fyrir kennara sex ára barna i byrjunar- kennslu i lestri og meðferð Orff hljóðfæra verður haldið dagana 27. nóv. - 5. des. Innritun fyrir fimmtudaginn -9. nóvember. Upplýsingar i fræðsluskrifstofu Reykjavik- ur. Simi: 2-14-30. ■ * *•*.*„• >* ' .-J £*.• r-l • i.v ; <S 'fi U& V-.ir u 4 • y V >> t, ‘hr í v-’.v mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm m TILBOÐ óskast i Deutz dráttarvél árgerð 1962 i þvi ástandi sem hún er. Vélin verður til sýnis þriðjudaginn 7. nóvember 1972 kl. 13.00 til 15.00 á bifreiðaverkstæðinu á Lágafelli i Mosfells- sveit. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar Borgartúni 7 fyrir 10. nóvember n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Ritari Menningarstofnun Bandarikjanna á ís- landi óskar að ráða ritara. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf i desemberbyrjun og uppfylli eftirfarandi skilyrði: 1. Mjög góð enskukunnátta 2. Reynsla i skrifstofustörfum — vélritun. 3. Hæfileika til að vinna sjálfstætt. 4. sé á aldrinum 21-35 ára. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu stofnunarinnar Nesvegi 16, frá kl. 9 til 12 og 13 til 18 á virkum dögum. IJmsóknum sé skilað eigi siðar en mánudaginn 20. nóvember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.