Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 Sveitarstjóri óskast Staða Sveitarstjóra á Hvammstanga er hér með auglýst. Skriflegar umsóknir skulu berast hreppsnefnd Hvamms- tangahrepps fyrir 1. des. nk. Oddviti Ilvammstangahrepps. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla í tima. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 n i i i i ÍMnivEr brS J mmwmm^mm þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta AFREIÐSLA Laugavegi 168 Simi 33-1-55 BfLINN SÖNNAK J wmin BILALEIGA HVEUFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna B «••••• •••••• •••••• iiiiii ■ OHNS-MANVILLE glerullareinangrun •••••• MMN :♦••*• • ♦•♦* •••••• •••••• ■»•♦••• «*♦•« •••• :::::: :::::: n::r. er nú sem fyrr vinsæiasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum f dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. M U N I Ð f alla einangrun Hagkvæmir greiSsluskilmálar, Sendum hvert á land sem er. ♦♦♦♦•• ♦♦♦•♦♦ •••••• •♦♦••• ♦••••• :::::: ÍMlN ••♦••• •♦♦♦•• ••••♦• ♦♦•••• ♦♦♦♦•• •♦♦♦• •••♦•• <♦♦•♦•• IMMM :::::: :::::: •••••••••••♦•••••♦♦•♦•••♦••••♦•♦♦•♦••••• »♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦•♦•••*♦♦♦♦♦♦*♦♦••♦••♦•••••♦ »♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦*♦•♦♦♦•♦♦♦•♦♦•♦••♦♦•♦♦♦♦♦♦•• ►♦♦•♦*♦♦♦♦♦♦♦♦•♦••♦♦♦••♦♦♦•♦•••♦*♦•♦♦•♦• !♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦*♦♦*•♦••••♦♦♦•♦•♦•♦♦•♦♦•♦ ♦••••••••••••••••*••••••••••••••••••♦•• JON LOFTSSON HF Hringbraut 121 ® 10 600 Glerárgötu 26. Akureyri. Sími 96-21344 ••••••••••••• •••••♦ •••••• ••••♦• ••••♦* •••••♦ ••♦••• •••♦•• •♦♦♦♦* •••••• ••••♦♦ •••••• •*♦••♦ •••••♦ ••••••••••••••♦ ••••••••••••••• (iestgjafar við brottför frá Edmonton i Albertafylki. Timamynd GE. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR SENDIR ÞAKKIR VESTUR UM HAF Dagana 2. - 25. ágúst 1972 efndi Lúðrasveit Reykjavikur til ferðar um byggðir Vestur-fslendinga i Kanada og Bandarikjunum. Til- gangur ferðarinnar var m.a. tvi- þættur: I fyrsta lagi að minna Vestur-lslendinga á þjóðhátiðina mikluáriðl974, sem haldin verður i tilefniellefuhundruð ára afmælis Islandsbyggðar og i öðru lagi til þess að leggja fram sinn litla skerf til eflingar þjóðræknismál- um þ.e. treysta bönd ættrækni, vináttu og sameiginlegrar arf- leifðar tslendinga vestan hafs og austan. Flogið var frá Keflavik 2. ágúst til New York, siðan til Minneapol- is, og haldið þaðan með strætis- vagni til Gimli i Manitobafylki, með stuttri viðkomu að Mountain (elliheimilinu Borg og Selkirkju). Frá Gimli var siðan haldið um byggðir tslendinga i Manitoba: Arborg, Lundar, Mikley Riverton og Winnipeg, svo að nokkrir stað- ir séu nefndir. Frá Winnipeg var siðan haldið til Albertafylkis, Ed- monton og staldrað við i Marko- ville, og þaðan ekið til Calgary og siðan vestur yfir Klettafjöllin, til Vancouver i British Columbia og loks til Seattle i Washingtonfylki (með viðkomu að elliheimilinu Stafholt i Blaine) og flogið þaðan heim um Denver i Colorado og New York 25. ágúst. Eins og sjá má var ferðin löng og ströng, svo að ekki vannst tími til þess að heimsækja allar byggðir fslend- inga, og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þvi. Lúðrasveitin heimsótti m.a. öll hin myndalegu elliheimili, sem Vestur-ts- lendingar reka með miklum glæsibrag. Þau vöktu sérstaka athygli ferðalanganna. Alls lék lúðrasveitin nær 25 sinnum i ferð- inni og að sjálfsögðu mest islenzk þjóðlög og ættjarðarsöngva. Tilgangur þessara fáu orða er ekki sá að rekja langa ferðasögu, frá hafi til hafs, eða segja frá hin- um fjölmörgu ánægju- og gleði- stundum, sem Lúðrasveitarmenn áttu með Vestur-tslendingum, á þriggja vikna langri og við- burðarikri reisu um Vesturálfu, heldur aðeins að færa öllu þvi fólki hugheilar þakkir, sem af hjartans einlægni og alveg sér- stakri velvild greiddi götu Lúðra- sveitar Rcykjavikur i þessari ferð. Hér verða ekki nefnd nein nöfn. Sá listi yrði all langur, en rétt er og skylt að minnast allra móttökunefndanna, á þeim stöð- um, sém lúðrasveitin heimsótti. Þær lögðu á sig óhemju erfiði við skipulagningu og undirbúning komu hennar á hvern stað. Ekki verður heldur gleymt öllum gest- gjöfunum, sem hýstu ferðalagn- ana, þvi siður yfirvöldum i borg- um, bæjum, sveitum og hreppum forsvarsmönnum félaga,klúbba, að ógleymdum kvenfélögum og kirkjuyfirvöldum og fjölda ein- staklinga, sem opnuðu dyr heimila sinna upp á gátt. Sú mikla gestrisni, hjartahlýja og uppörvandi hlýhugur mun aldrei liða komumönnum úr minni — og þeir þakka fyrir alla þessa vins- emd. Fyrir févana sveit manna er kostnaður við slikt ferðalag nokkur fórn og sjálfsagt verður að framlengja ferðavixilinn um nokkurt árabil, þrátt fyrir þetta myndarlega framlag Vestur-Is- lendinga og vina og velgjörðar- manna heima á Fróni, en banki minninganna geymir dýrmætan fjársjóð, öllu fé betri, m.a. ör- lagarika og merkilega sögu is- lenzka þjóðarbrotsins i Kanada, fólksins, sem tók sig upp á þreng- ingartimum þjóðar sinnar, settist að i framandi landi, i gjöróliku umhverfi, með tvær hendur tómar, en sleit siðan af sér alla fjötra fátæktar og basls, rétti sig úr kútnum, brauzt áfram til bjargálna og aflaði sér trausts og virðingar allra i hinu framandi landi. Já, ferðahópurinn frá tslandi, varð margs visari um þetta fólk, frumbýlingsárin, basl þess og óbilandi kjark, þrek, seiglu, sigra Theodore Arnason. og ósigra og ekki má gleyma ör- væntingarfullri baráttu þess við að halda við tungu feðranna og ræktarseminni við þjóðleg menn- ingarverðmæti. Og enn , að nær hundrað árum liðnum, hljómar islenzkan i eyrum gestsins, móðurmálið hreint og sterkt sein stál, enda þótt meiri hluta fólks- ins hafi aldrei auðnast eða átt þess kost að lita ættland sitt. Og ekki leyndi ættjarðarástin sér, sem kom einna skýrast og bezt fram hjá gamla fólkinu i einlægri og fölskvalausri gleði þess, þegar islenzku þjóðlögin voru leikin og ættjarðarsöngvarnir náðu eyrum þess. Um hugrenningar þess vissu vist fáir — og skildu þó. Ferðalangarnir komust lika i ofurlitla snertingu við heimkynni og umhverfi merkra og frægra Vestur-tslendinga, lifs og liðinna og öðluðust við það meiri og betri skilning á afrekum þeirra, lifs- kjörum og sögu. Meðal þeirra var skáldjöfurinn Stephan G. Step- hansson, landkönnuðurinn Vil- hjálmur Stefánsson, skáldin Guttormur J. Guttormsson, Kristján N. Július, Sig. Júl. Jóhannesson, Richard Beck o.fl. andans menn. Nöfn þeirra fengu við nánari fræðslu og kynningu, annan og fegurri hljóm og snertu enn fleiri strengi i hjörtum og hugum gestanna. tsland stækkaði og mönnum varð ljóst, að saga þjóðarinnar gerðist ekki og verður ekki öll sögð heima á ts- landi. — Og minnisstæð verða mörgum orð hinna aldurhnignu konu frá Ukrainu á elliheimili einu, sem allan sinn aldur hafði Kristin R. Johnson. Stefán J. Stefánsson. dvalizt i nábýli við islenzku land- nemana og afkomendur þeirra: „tslendingar eru hjálpsamt og gott fólk, og ég sætti mig betur við að deyja hérna á meðal þeirra”. Lúðrasveit Reykjavikur reyndi að vera hlutverki sinu trú i för sinni um byggðir Vestur-lslend- inga. Hvarvetna, sem hún fór um, minnti hún á þjóðhátiðina miklu 1974, og hún lagði sitt litla lóð á vogarskál þjóðræknismálanna og væntir þess, að hún hafi haft er- indi sem erfiði. Um leið og hún endurtekur þakkir sinar, leyfir hún sér að vona að áhrifamenn þjóðarinnar sýni þjóðræknismál- unum góðan hug i verki, að fram- ámenn lands og höfuðborgar, hópar og einstaklingar, leggi leið sina oftar til Vesturheims, og minnir i þvi sambandi alveg sér- staklega á árið 1975, en þá verða liðin 100 ár frá landnámi tslend- inga við Winnipegvatn. (V.J.). Stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. FRÍMERKI — MYNT Kaup — sala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkj amiðstöðin Skólavörðustíg 21 A Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.