Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. nóvember 1972 TÍMINN 5 íslendingar hafa ráðið sínum málum betur en við 1 brezka útvarpinu „Radio London” er þáttur, sem bar nafn- ið „Call inn”, og er hann eitthvað i likingu við þátt þeirra Arna Gunnarssonar og Einars Karls Haraldssonar, Bein lina, sem hófst i útvarpinu á miðvikudags- kvöldið. — Fyrir stut.tu bar land-_ helgismálið á góma i brezka þætt- inum og var það ónefndur maður frá Epson i Englandi, sem hringdi og vildi láta skoðun sina á land- helgismálinu koma fram. Viðtalið við stjórnanda þáttarins fer hér á eftir i lauslegri þýðingu: „Ég vildi gjarnan fá að segja nokkur orð um yfirstandandi þorskastrið. Ibrezkum blöðum og sjónvarpi er okkur sagt allt um togarasjómennina okkar. En aft- ur á móti heyrum við litið sem ekkert um sjónarmið íslendinga. Ég held, að stór hluti verka- manna á Islandi vinni við fisk- iðnaðinn og hver veit hve mikill hluti af efnahagslegri afkomu þeirra kemur frá fiskveiðum. Ég er viss um að fiskveiðarnar eru aðalundirstaða lifsviðurværis þeirra. Grunnmiðin við meginland Evrópu og okkar eigið land eru nú þrotin fiski, en islenzku sjómenn- irnir hafa ráðið sinum málum mun betur en við. Þega svo er, þá virðumst við vera að þrengja okkur inn á þeirra umráðasvæði og svo öskrum við, þegar þeim er ekki sama um yfirgang.” David Simmons, stjórnandinn : „Má ég koma með innskot úr 50°]o ódýrari MAN-verksmiðjurnar hafa gert okkur sérstakt boð um að selja fyrir sig not- aðar MAN-vörubifreiðir. Bifreiðar þessar eru yfirfarnar af verk- smiðjunum og í góðu ástandi. Gera má sérstaklega góð kaup í nýleg- um bifreiðum af öllum tegundum MAN- bifreiða. Einnig getum við útvegað endurbyggða steypubíla, vélar, gírkassa og kúpl- ingspressur frá MAN. BERGUR LÁRUSSON HF., Ármúla 32. Sími 81050. bbo® Smith-Corona skrifstofuvélar Compact 250 með 30 sm valsi kr. 25.503,00 Compact 250/15 með 38 sm valsi kr. 28.975,00 ÚRVAL LETURGERÐA Samband islenzkra samvmnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykiavik simi 38900 Financial Times, frá þvi i morg- un, en þarerfjallað um landhelgis- málið i leiðara. Blaðið segir, að stefna Bretlands i málinu sé rétt- lát, og F.T. er lika réttlátt blað. Blaðiðsegir einnigtað íslendingar hafi brotið alla samninga, sem gerðir hafa verið. Hvað vildir þú segja um það?” Óþekkti maðurinn : „Ég met þetta sjónarmið. En ef islenzkir útgefendur hefðu yfir að ráða is- lenzku „Financial Times”, þá myndu þeir segja, að hegðun þeirra væri sanngjörn en okkar ósanngjörn. Ég get ekki séð hvar mismunurinn liggur. Við og Norðmenn erum búnir að ákveða, að hluti af Norðursjónum sé góður fyrir oliuborun. Þess vegna get ég ekki áttað mig á þvi, hvernig við getum farið langt út fyrir okkar landhelgi og borað fyrir oliu, en islenzka þjóðin megi ekki eiga sin eigin fiskimið. D.S. Hvert mynduð þér vilja senda togarana? Ó.M. Þetta er ekki aðalatriði málsins. Alaðatriðið er það, að ts- lendingar hafa stjórnað sinum málum betur en við/Og þá getum við ekki af þeim sökum ruðzt inn á þeirra svæði. D.S. Þú borðar örugglega ekki fisk? Ó.M. Ég borða fisk. D.S. Hvar býstu við, að við get- um nú fengið fiskinn? Ó.M. Þetta er eins og annað. Ef við, til dæmis, hefðum tæmt kola- námurnar okkar, þá yrðum við að snúa okkur til annarra. Kaupa kolin frá öðru landi. D.S. Svo þú vilt, að við kaupum þorskinn frá íslandi, jafnvel þótt hann kosti miklu meira, en ef við veiddum hann sjálfir. Ó.M. Ég er ekki að segja;að við ættum að kaupa fiskinn frá ís- landi, en við ættum að geta náð einhverjum samningum við þá. Ég veit að Belgiumenn hafa gert samninga við Islendinga. D.S. Belgia er miklu minna land en okkar. Ó.M. Já, ég veit það, en þó svo sé, þá þurfa Belgiumenn ekki að borða minna fiskmeti en við. D.S. Ég held það samt. Ó.M. Jæja, en samt ættum við að geta sezt að samningaborði með íslandi, allavega til að sjá þeirra hlið á málinu. D.S. Ég held;að við getum það. Og hvað um það, ég þakka fyrir hringinguna. — ÞÓ ‘4 Nýjung! penol SKIPTIBLÝANTINN • þarf aldrei að ydda • alltaf jafn langur •ótrúlega ódýr! Fæst í næstu ritfanga og bókabúð HUSBYGGJENDUR - VERKTAKAR Kambstál: 8,10,12,16,20,22 og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. STÁLB0RG H.F. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Hjólbarðasala - Viðgerðaþjónusta Höfum opnað hjólbarðasölu og viðgerðarþjónustu undir nafninu. Bflbarðinn, Borgartúni 24, á horni Nóatúns og Borgartúns. ATH: öll þjónusta innanhúss. Seljum hina heimsþekktu japönsku Toyo-hjólbarðai og ýmsar aðrar tegundir. Sendum hvert á land sem er. - Hagstætt verð.reynið við- skiptin. — Opið alla daga. Bílbarðinn h.f., sími 24541 Electrolux ÍB3 8 HRÆRIVÉL s —..- FYLGIHL UTIR: ALLTINNIFALID í VERDI ☆ Timastillir ☆ Skál ☆ Hakkavél ☆ Dropateljari ☆ Sitrónupressa ☆ Grœnmetiskvörn ☆ Hnetukvörn -fr Þeytari I ☆ Mixari i — i ☆ Pylsujárn \ © Vörumarkaðurin nhf.s 1 ÁRMÚLA 1 A - SÍMI í 56-112^ *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.