Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 20
Hann heldur aó brúður hans seu Maríu og mér fannst vanta vinnumann hingað. Georg þarna, verður brátt kominn i gagnið hjá okkur, G»OC>, María, Stebbi og ég höfum ^ alltsemvið þörfnumst,góða jörð, frið og hamingjusamt lif. Ég vildi það þangað til talað var um að senda hingað fleiri flaugar. allt í auðn. Inn í hlöðuna með ykkur. Svo þú vilt að við förum Jói? .ing Features Syndicate, li Inc., 1972. World rights reserved. Þú ert ósvífinn Aukning hjá lceland Products SB—Reykjavik Sala verksmiðju Iceland Products i Pennsylvaniu á tilreiddum fiski, nam fyrstu 40 vikur ársins uin 25 millj. Ibs. (11.500 smálestum) og er það um 5,8 millj. Ibs. aukning frá árinu áður. Likur eru á að árssalan verði um 15.000 smálestir. Á sl. vori var ákveðið að stækka húsrými Iceland Products um 2750 fermetra. Stækkun þessi er frystiklefi, viðbót við vinnusal, geymslurými og viðbót við skrif- stofuhúsnæði. Framkvæmdirnar töfðust nokkuð i sumar vegna óveðurs og flóða, en búizt er við að þeim verði lokið um áramótin. Er þetta i annað sinn, sem aukið er við húsrými verksmiðjunnar, en hún var fyrst byggð 2400 fer- metrar árið 1966. Þegar seinni stækkuninni er lokið, verður hús- næðið alls 7650 fermetrar. Börnum hleypt gegnum múrinn NTB—Berlin Stjórn A-Þýzkalands er nú að ihuga að leyfa mörgum hundruðum a-þýzkra barna að fara til foreldra sinna, sem flúið hafa til V-Þýzkalands og V- Berlinar. Stendur þetta i sambandi við samningaviðræður- nar um eðlilegra samband þýzku rikjanna og opinber tilkynning um málið er væntanleg innan skamms. Talið er, að milli 800 og 1000 börn hafi verið skilin eftir i A- Þýzkalandi siðan múrinn var reistur fyrir 11 árum. Austur- þýzk yfirvöld hafa til þessa neitað börnunum að fara til for- eldranna. Sum þeirra hafa búið hjá ættingjum, en önnur á barna- heimilum. Engar viðræður fyrir kosningar NTB—Washington Allt bendir nú til þess að nýjar samningaviðræður Kissingers og fulltrúa N-Vietnama og þjóðfrels- ishreyfingarinnar fari ekki fram fyrir forsetakosningarnar á þriðjudaginn, að þvi er áreiðan- lega heimildir i Washington sögðu i gær. Kissinger hefur engar áætlanir um að fara til Parisar á næstunni og bandariska stjórnin álitur, að andrúmsloftir verði rólegra eftir kosningar. Kina ásakaði i gær Bandarikin fyrir að auka vopnaflutninga til Saigon-stjórnarinnar með það fyriraugum að draga styrjöldina á langinn. r Haustsýning Asgrímssafns hefst í dag SB—Reykjavik. Haustsýning Asgrimssafns verður opnuð i dag, sunnudag. Er það 37. sýning safnsins, siðan það var opnað almenningi árið 1960. A haustsýningunni verða einkum vatnslitamyndir, meðal þeirra siðari tima myndir frá Þing- völlum, og er Rok á Þingvöllum sýnd nú i fyrsta sinn. Einnig Frá Möðrudalsöræfum máluð 1950. Þá eru tvær vatnslitamyndir, sem Asgrimur málaði erlendis, önnur frá Þýzkalandi, en hin frá ttaliu, máluð 1908, en það ár veitti Alþingi Asgrimi riflegan utan- fararstyrk. Þá eru einnig á haustsýning- unni tvö oliumálverk, sem ekki hafa áður verið sýnd á safninu. Eruþau úr Hornafirðimálað 1912 og Gamall maður. Eins og undanfarin ár, kemur út jólakort á vegum safnsins, og er það i þetta sinn prentað eftir oliumálverkinu A Þjórsár- bökkuin, Ilekla i kvöldskini. Ásgrimssáfn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30 til 4. Aðgangur er ókeypis. Asgrimur Jónsson Islendingur vekur ókyrrð í Winnipeg Maður einn í Winnipeg, is- len/.krar ættar, Magnús Eliasson að nafni, hefur komizt á hvers inanns varir i heimaborg sinni siðustu mánuðina. Orsökin er sú, að hann hcfur beitt sér fyrir söfnun undirskrifta til þess að mótmæla þvi, að borgarráð sam- þvkkti að hækka laun borgarráðs- manna til mikilla muna Afskipti Magnúsar urðu til þess, að málið var þaulrætt i blöðum, útvarpi og sjónvarpi og olli verulegu róti þar vestra. Það var i júlimán. i sumar, að borgarráðið samþykkti þessa umdeildu hækkun er nemur 26- 78% Náði þetta fram að ganga með naumum meirihluta innan borgarráðsins. Magnús Elíasson varsjálfur borgarráðsmaður fyrr á árum, og taldi hann þessa hækkun hóTausa og enda illt for- dæmi. Skoraði hann á borgarráð, að fá skipaða óháða nefnd, sem fjallaði um þetta launamál, og bæri fram tillögur, þar sem alls samræmis væri gætt milli starfs og launa. Ekki dró það úr athyglinni, sem afskipti Magnúsar vöktu, að hann fór sjálfur með undirskriftar- skjölin á borgarráðsfund, reifaði þar málið og lagði gögnin fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.