Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 Sunnudagur 5. nóvember 1972 ií>// > { 'í Keynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi rikisins. Pátttakendur á námskeiðinu og leiðbeinendur. Allír þeir, sem vinna með ungu fólkí, eiga marga þætti sameiginlega Rætt við Reyrti Karlsson, æskulýðsfulltrúa ríkisins, um námskeið fyrir félagsleiðtoga, sem haldið var að Leirá um síðustu helgi Um siðustu helgi var haldiö námskeið fyrir félagsleiðtoga, sem fyrir margra hluta sakir er merkilegt, þvi að þátt- takendur á námskeiðinu voru Irá ýmsum ólikum félagasamtökum, sem þó vinna öll að æsku- lýðsmálum, en eins og kunnugt er, er einn helzti vandi æskulýðs- starfsins skortur á hæf- um leiðbeinendum. Kramkvæmd nám- skeiðsins að Leirárskóla önnuðust Æskulýðsráð rikisins, Ungmenna- félag islands og íþrótta- samband islands. Timinn sneri sér til Reynis Karlssonar, æskulýðsfulltrúa rik- isins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar i tilefni þessa nám- skeiðs. — Uvernig stendur á þvi að svo mikil áherzla er lögð á fræðslu- inál æskulýðshreyfingarinnar i hinuin nýju lögum um æskulýðs- mál? — Það hefur lengi verið áhyggjuefni þeirra, sem vinna með ungu fólki i æskulýðsfélög- um, hve erfitt reynist að jafnaði að fá fleiri hæfa leiðtoga og leið- beinendur til starfa. Fjölmörg æskulýðsfélög og samtök hafa þó reynt að bæta úr þessu með ýmiss konar fræðslustarfsemi innan sinna vébanda, en þessi starfsemi hefur hvorki verið það mikil að vöxtum, né nægjanlega reglu- bundin, til þess að viðunandi hafi mátt teljast. Það var þvi eðlilegt, að við setningu laga um æsku- lýðsmál frá 1970 væri fræðslu- starfsemi leiðtoga og leiðbein- enda talin eitt hið mikilvægasta mál, er æskulýðsráði rikisins skyldi falið að vinna að og styðja eftir mætti. A ráðstefnu um æskulýðsmál, sem haldin var i marz s.l. lagði ég fram greinargerð um það, hvern- ig málum þessum væri háttað meðal næstu nágrannaþjóða okk- ar, og hvernig þau stæðu hér á landi. Kom fram á ráðstefnunni greinilegur vilji fyrir þvi meðal þeirra forystumanna, er þar voru mættir, að unnið yrði áfram að undirbúningi aö samræmdu átaki i fræðslumálum æskulýðshreyf- ingarinnar með stuðningi hins opinbera. — Er einhver sérstök ástæða fyrir þvi, að þessir þrír aðilar, sem boðuðu til námskeiðsins að I.eirárskóla, hófu þetta sam- starf? — Þar sem Ungmennafélag ts- lands hafði haft um nokkurt skeið starfandi félagsmálaskóla á f æskulýðsstarfi ma slipa af unga fólkinu ýmsa n vankantaf' Nokkrir þátttakendur á námskeiðinu, fremst á myndinni sést Pétur Einarsson. Niels A. Lund og Jóel Blomquist ræðast við. Myndir: ísleifur Jakobsson TÍMINN breiðum grundvelli, og íþrótta- samband tslands hafði hafið und- irbúning að verulegu átaki á sviði leiðtogamenntunar almennt, þótti eðlilegt að þessi samtök, ásamt þeim öðrum, sem hefðu á því sér- stakan hug, tækju upp samstarf við Æskulýðsráð ríkisins um gerð námsefnis fyrir hinn almenna félagsleiðtoga og yrði þetta námsefni þannig unnið og sett upp (i lausblaðamöppur), að sem fiestum kæmi að gagni. Myndi með þvi samstarfi vinn- ast margt, svo sem það, að komið yrði i veg fyrir tviverknað, fjár- magn til þessarar starfsemi nýtt- ist betur, og greiðara samstarf yrði viðerlend samtök, sem unnið hafa upp námsefni, sem að nokkru gæti einnig hentað við okkar aðstæður. — Hvenær var siðan hafizt handa? — Eftir að hafa safnað mjög miklu innlendu og erlendu nám- sefni á þessu sviði, hófu fræðslu- nefndir Æskulýðsráðs rikisins, UMFÍ og ISl siðan i mai s.l. sam- vinnu um gerð námsefnis, þannig að fram kæmi annars vegar námsefni ætlað félagsleið- togunum, og hins vegar náms- efni, sem ætti fyrst og fremst við iþróttaleiðtoga og leið- beinendur. Unnið er nú að hinu siðarnefnda, sem er samkvæmt reynslu Norðmanna og Dana öllu viðameira, en námsefnið fyrir félagsleiðtogana, sem var lagt fram á námskeiðinu að Leirár- skóla, sem haldið var 26. — 29. okt s.l. og voru þar um leið þjálfaðir reyndir félagsleiðtogar i þvi, að leggja þetta efni fyrir i sinum félögum og samtökum. Námsefnið, sem lagt hefur nú verið fram, er að nokkru leyti frumsamið, en einnig er stuðzt við námsefni frá Noregi og Dan- mörku auk ýmissa gagna inn- lendra og erlendra. Þvi er skipt i tvennt, — i Félagsleiðtoganám- skeið I og II og eru fræðslu- kaflarnir sem hér segir: Félagsleiðtoganámskeiö I. 1. Inngangur. 2. Tilhögun náms. 3. Félög. 4. Félagsstörf. 5. Aætlanagerð og skipulag starfseminnar. 6. Stofnun félags. 7. Samkomuhald. 8. Fundarstjórn og fundarsköp. 9. Ræðumennska. 10. Æskan og iþróttir. 11. Heilbrigt lif. 12. Foringinn — forystuhæfileik- ar. . Fclagsleiðtoganámskeið II. 1. Inngangur. 2. Starf ritara. 3. Starf gjaldkera. 4. Undirbúningur sérstakra verkefna. 5. Kynningarstarf P.R. 6. Lög og reglugerðir er varða ungt fólk. 7. Samstarf félaga við heimili og skóla. 8. Ferðalög og fararstjórn. 9. Frumatriði i skyndihjálp. 10. Fræðslustarfsemi félaga. 11. Námskeiðahald. 12. Félagsheimili. Gert er ráð fyrir að taka muni alls um 30 stundir að fara yfir þetta efni á námskeiðum. Á námskeiðinu að Leirárskóla komu fram ýmsar gagnlegar at- hugasemdir, leiðréttingar varð- andi námsefnið og verður nú unn- ið að þvi að endurbæta það og auka áður en það verður sent æskulýðssamtökum til notkunar við félagsmálanámskeið. — Hvað getur þú sagt mér um námskeiö að Leirárskóla? — Fræðslunefndir Æskulýðs- ráðs rikisins UMFI og ISI buðu til námskeiðsins fulltrúum héraðs- sambanda, iþróttabandalaga og landsamtaka æskulýðsfélaga og mættu þeir mjög vel, eða alls 44 auk þriggja norskra gesta, sem fluttu erindi. Reynt var að setja námskeiðið upp á fjölbreytilegan og lifrænan hátt, m.a. með þvi að leggja áherzlu á hópvinnu. Þá var einnig reynd sú ný- breytni i sliku námskeiðshaldi, að stofna félag i upphafi námskeiðs- ins og voru i þvi félagsmenn allir þátttakendur námskeiðsins og heimafólk og kennarar að Leirár- skóla og hlutu menn þannig góða reynslu og lifðu félagsmálastarfið eins og i „hnotskurn”. Þótti þetta atriði takast mjög vel, og starfaði félagið meö mikl- um ágætum, gaf út sitt eigið mál- gagn, hélt fjölmarga félagsfundi og mætti öflugri stjórnarandstöðu með festu. — llver stóð straum af kostnaði við þetta námskeið? — Það gerði Æ.R.R., en framkvæmdastjórn þess önnuð- ust ásamt mér þeir Sigurður R. Guðmundsson skólastjóri og Hannes Þ. Sigurðsson deildar- stjóri. — Ilvað fannst þér ánægjuleg- ast við þetta námskeið? — Það var sú samvinna, sem náðist um undirbúning þess, og það hve margir fulltrúar mættu hvaðanæfa að af landinu. Þaö er sjaldgæft að leiðtogar svo margra mismunandi samtakainnan æsku- lýðshreyfingarinnar mæti til að vinna að sameiginlegum verkefn- um, en á þessu námskeiði þótti það sannast, að allir þeir er vinna með ungu fólki eiga ýmsa þætti sameiginlega i starfi, og geti eflt hver annan með þvi að koma saman og bera saman ráð sin og kynnast. — Nokkuö, sem þú vilt segja að lokum, Reynir? — Vonandi verður þessi sam- vinna um gerð námsefnis til þess að leggja drög að yfirgripsmiklu átaki f fræðslumálum æskulýðs- hreyfingarinnar og stuðla að þvi að fleiri hæfir leiðtogar og leið- beinendur fáist i raðir þeirra, er vinna vilja með unga fólkinu i landinu að uppbyggiiegum og þroskandi viðfangsefnum. — alf. Tveir þátttakendanna á námskeiöinu ræöast viö. Það eru þeir Sigvaldi Ingimundsson, Hornafirði og Þóroddur Jóhannsson, UMSE. n Að sjálfsögðu stjórnaði Sigurður Guðmundsson kvöldvökunni. Niels A. Lund og Guðmundur Guðmundsson ræða við Norðmanninn Casper Owre. Ilannes Þ. Sigurösson flytur erindi. Þálttakendur á námskeiðinu hlusta á erindi. „Stjórnarandstaðan” sýndi enga miskunn og átaldi stjórn nýja félags- ins fyrir margt. Á þessari mynd sjást ýmsir kunnir forustumenn, þ.á.m. Hafsteinn Þorvaldsson, Magnús Ólafsson, Allan Magnússon, Pétur Einarsson, Jóhannes Sigmundsson, Ingimundur Ingimundsson og Tryggvi Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.