Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 Hrossabú eða minkabú Það var mikill áróður rekinn þegar minkafrumvarpið var á dagskrá og ^samþykkt fyrir nokkrum árum. Aróðursmenn töldu svo auðfengin gróða af minkabúum, að búið var að stofna hlutafélög áður en frum- varpið náði samþykki. Ekki færri en átta minkabú voru svo stofnsett samkvæmt lög- um og reglum. Og i þessi átta minkabú voru lagðar um 100 milljónir króna. Virðist ekki hafa verið mikil vandræði með að fá peninga, enda snjallir, háttsettir áróðursmeistarar að verki. En svo skeður það að eftir tvö ár koma sömu menn i fjölmiðla og lýsa þvi yfir að minkabúin séu á heljar þröm ef ekki fáist fjármagn til að rétta þau við, annað hvort með styrkjum frá rikinu eða að sjá til þess að rekstrarlán fáist i bönkum land- sins. Hugsum okkur að á sama tima og þessi minkabú voru stofnuð, hefði verið leitað til manna um stofnun hrossabúa á nokkrum stöðum á landinu og þá aðallega með sölu úr landi á tömdum hrossum i huga. Þá hefðu undirtektirnar trúlega orðið allt aörar og verri, hefði sennilega þótt seintekinn gróði af slikum búum. Reynslan hefur synt og sannað að þó i litlum mæli Siðasta hetjan (,,Too late hero”) Leikstjóri: Ilobert Aldrich, handrit eftir liann og Ilobert Sherman. Kvikmyndari: G. Hiroc. Tónlist: Gerhard Fried Handarisk frá 1969. Sýningarstaður: Austurbæjarbió. íslenzkur texti. Nú hefur það færzt mjög i vöxt að gera kvikmyndir, sem sýna fánýti og glæpsamlegt atferli striðs. Aður hefur slikt verið óhugsandi, þegar sú við- tekna mynd rikti með linuna frá Hollywood, að garpurinn sneri heim á ný, brosandi og sléttgreiddur með brillantin i hárinu, eftir dráp á skepnum þeim, er Þjóðverjar eða Japanir nefndust. Aldrich hefur áður sýnt, að hann getur gert mjög sannfærandi myndir, „Tólf ruddar” var sýnd hér i Gamla biói, ef ég man rétt. Aldrich, hefur gert hér eftirminnilega mynd um brjálæði striðsins. Hann hefur valið góða leikara og má þar nefna Cliff Robertsson og Micheal Caine i aöalhlut- verkum. Sérstaka athygli vekur leikur Ian Bannen i hlutverki Thorthons. Myndin er spennandi og heldur huga áhorfendans föstum, þrátt fyrir ótal myndir af sama tagi, þvi að Aldrich kann þá list að takast á við verkefnið á heiðarlegan hátt. P.L. sé, er hægt með viturlegu skipu- lagi að koma þessum málum á þann veg að vel mætti við una, og hefðu þessi útflutningsmál á hrossum verið tekin til alvarlegra athuguna fyrir nokkrum árum væri nú i dag góöur ávinningur i þvi að flytja út tamda góða hesta og hafa drjúgan arð af. Hugsum okkur að aðeins helmingur þessa fjár sem lagt var i minkabúin eða um 50 milljónir hefði verið lagður i hrossabú með útflutning að aðalmarkmiði, hefði mátt gera stóra hluti. Hrossabúin þurfti að reka sem uppeldisstöðvar og tamningastöövar og þangað gætu bændur landsins komið folum i tamningu eða selt hrossabúunum ótamda fola á framleiðsluverði. Hross eru eina búvörugreinin sem flutt er úr landi sem ekki er verðuppbætt af rikissjóði. Verð hefur farið stöðugt hækkandi og gæti verið mikið hærra ef rétt er að farið. I staðinn fyrir verðbætur lét viðreisnarstjórnin sig hafa það að skattleggja þá menn sérstak- lega sem fengu gott verð fyrir út- flutt hross, og stendur svo enn. Otflutningur hrossa gaf á árinu 1970 um 13,9 milljónir i gjaldeyri og 1971 um 30,5 milljónir, núna 1972 var það i septemberlok 28,5 milljónir. Þessar tölur væri hægt að stór hækka, með betri tamningu og jafn betri hrossum. Taka fyrir útflutning á stóðhest- um og hryssum sem eru fylfullar. Folöld kemur ekki til mála að flytja út, aðeins vanaða hesta, tamda, sæmilega góða. Hefðum við gert svona ráðstafanir fyrir mörgum árum væru þessi mál á góðum vegi stödd nú, og gæfu okkur drjúgar tekjur i gjaldeyri. Aðeins eitt hrossabú til við- miðunar er til hér á landi, stofnað fyrir um 20-25 árum, það er Kirkjubæjarbúið á Rangár- völlum. Það var stofnað af áhugamanni á hrossarækt. Þrátt fyrir nokkur eigendaskipti (hafa þau orðið sökum dauðsfalla) hefur þetta bú staðið sig með ágætum hvað uppeldi á hrossum viðkemur. Hross frá þessu búi eru orðin nokkuð mótuð og yfirleitt eftirsótt af kaupendum. Hversu vel það stendurfjárhagslega veit ég ekki, en fróðlegt væri að fá vitneskju um það. Minkabúaframleiðendur segjast eiga við verðsveiflur á heima- markaði að búa. Það þurfa hrossaframleiðendur ekki svo mikið að óttast. Þar er verðið nokkuð öruggt og fer hækkandi með hverju ári. Sennilegasta og bezta lausnin á þessum hrossaút- flutningsmálum er að einhver vel metinn alþingismaður beri fram frumvarp um útflutning hrossa, og þar verði bannað að flytja út óvanaða hesta, folöld og ungar hryssur. Matsnefnd fjalli um þá hesta sem út eru fluttir, til að fyrirbyggja slæma vöru. Mark- aðsmál hrossa verði öll endur- skipul. og komið i veg fyrir að útlendingar geti vaöið um landið þvert og endilangt til að prútta við bændur um verð á hestum, það verði aðeins um að ræða hrossabúin sem þeir eigi aðgang að með kaup á hestum. Það virðist ekki vera nein goðgá að ætla að útflutningsverðmæti hrossa geti með góðri skipu- lagningu orðið um 50 milljónir og farið siðan stig hækkandi á næstu árum. Trúlega gætu þeir menn sem legðu peninga i hrossabú fengið þá aftur með vöxtum, og staðið betur að vigi en þeir sem lagt hafa peninga i vonlitið minkabú. SMARI nilDJÖIV Stvrkíbssoi\' [ H*STA*tTTAMLÓCMADUM P' AUSTUMSTMÆTI « SlMI ItJU ■ .......................... Ingólfur Davíðsson: FJARSTÝRÐUR FISKADAUÐI! Á Þelamörk og viðar í Nor- egi og Sviþjóð sunnanverðri ber mikið á þvi i seinni tið, að fiskar drepist i fiskatjörnum og vötnum. Aðalorsök fiska- dauðans er talin vera óhollt loft, þ.e. súrt úrfelli, sem eyðir lifi i vötnunum. Og þetta súra loft bera vindar frá iðnaðar- héruðum meginlandsins og frá Bretlandseyjum. Mælingar á mörgum stöðum sýna að sýru- stigið eykst stöðugt, jafnhliða þvi sem notkun oliu og fleiri sýrumyndandi efna fer vax- andi i verksmiðjunum. Sýran i loftinu eykst jafnan, þegar vindur stendur af verksmiðju- héruðum Þýzkalands og Eng- lands og leggur yfir Noreg og Sviþjóð. Hingað til tslands berst stundum kolaryk frá Bretlandseyjum i þrálátri austanátt, en fjarlægðin er mikil og ekki er vitað að „Evr- ópuloft” hafi valdið hér skemmdum. I nyrztu héruðum Skandinaviu hefur orðið vart mengunar i „hreindýramosa” o.fl. fléttum, en fléttur eru sérlega næmar fyrir mengun. Þær falla viða af trjám og steinum í nágrenni borga og verksmiðja. Barrtré eru sér- lega næm, þvi að barriö er si- grænt og situr lengi (3-7 ár á furu og greni). Getur smám saman dregið úr vexti trjánna, ef loft er mengað. Spá sumir illu fyrir barrskógum Norðurlanda, ef loft heldur áfram að súrna. Áhrif hins mengaða lofts kemur einnig i ljós á bygging- um og likneskjum. Múrar molna niður, letur máist á byggingum og minnismerkj- um, kalklikneski verða að dufti, er timar liða. Og raunar koma sumsstaðar skemmdir i ljós á skömmum tima. Ekki fer Danmörk varhluta af menguninni. Eyrarsund og Litlabelti eru farin að likjast skólpræsum, og flestir firðir eru meira eða minna mengað- ir. Mikið er núna deilt um efnaverksmiðju i Grindsted. Hún veitir eitruðum úrgangs- legi út isandgryfjurvið Vestur hafið (Norðursjó), og er mjög treg að gera úrbætur. t Grená grúfir gulgrænt eiturský yfir brennisteinssýruverksmiðj- unni o.s.frv. Flestar ár eru orðnar mjög óhreinar og fisk- um fer fækkandi i þeim. Á Helsingjaeyri er i ráði að reisa mikla hreinsunarstöð til úr- bóta, en þar kvað standa á samgöngumálastjórninni. Það eru komin fram áform um að gera mikil jarðgöng undir Sundin til Helsingjaborgar i Sviþjóð, og enn óákveðið hvar Helsingjaeyrarendinn skuli vera. Kaupmannahöfn er við- ast þokkaleg borg, en á sér þó vandræða „ruslakistu”, og það er Suðurhöfnin, eða hlutar af henni „rass borgarinnar”, segir Leif Larsen i Politiken 28. okt. Mikið af skólpi og óhroða borgarinnar lendir þar. Umferð er mikil, hávaði og bensinsvæla bilanna sömu- leiðis. Vonandi berum við gæfu til að halda Islandi sæmi- lega hreinu. Si Veðrahjálmur - Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri Kagnar Björnsson við orgelið i Dómkirkjunni, þar sem hann mun leika verk eftir islenzka höfunda n.k. sunnudag. (Tímamynd GE) Fékk góða dóma í Svíþióð Klp-Reykjavik Ragnar Björnsson dómorganisti er nýkominn hcim úr hljómleikaferð til Sviþjóðar. Þangað var Kagnari boðið af orgauista dómkirkjunnar i Gautaborg, sem jafnframt fór þess á leit við hann, að hann léki einnig i ferðinni i öðrum kirkjum viðsvegar um Sviþjóð. Varð það úr að Ragnar lék einnig i Stokkhólmi, Lundi og Uppsölum. Kinnig barst honum tilboð um að leika i Finnlandi, en hann sá sér ekki fært að taka þvi. Á tveim af þessum tónleikum flutti Ragnar eingöngu islenzk verk og voru sum þeirra skrifuð sérstaklega fyrir þessa ferð. Voru þau eftir Jón Asgeirsson , Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Þar að auki flutti Ragnar eitt verk eftir sjálfan sig, en það skrifaði hann skömmu eftir lát Jóhannesar Kjarval og einnig flutti hann verk, sem áður hafa veriðleikinn opinberlega eftir Pál tsólfsson og Jón Þórarinsson. VerkAtla Heimis erfyrirorgel og segulband og á það að lýsa miðilsfundi i domkirkju, þar sem hið fræga tónskáld, Bach, reynir ab komast i gegn. Þótti Svium þetta all-sérkennilegt verk, og hafði einn hlustenda á orði, að ef ljósin hefðu verið slökkt i kirkjunni á meðan það var leikið, hefði það haft sitt að segja. Ragnar fékk mjög góða dóma i sænskum blöðum fyrir leik sinn svo og nokkur verkin sem hann flutti. En i Sviþjóð er það mjög sjaldgæft, að gagnrýnendur komi á kirkjutónleika og skrifi eitthvað um þá. A næstunni mun Ragnar halda tvenna tónleika hér á landi, þar sem þessi islenzku verk verða flutt. Er það i fyrsta sinn, sem eingöngu islenzk verk verða á dagskrá á kirkjutónleikum hér- lendis. Fyrstu tónleikarnir verða i dómkirkjunni i Reykjavik á sunnudaginn kl. 17.00 og þeir siðari i Akureyrarkirkju n.k. mið- vikudagskvöld. Tvær bækur frá bókaforlaginu Heimskringlu eru komnar i bóka- búðir — Veðrahjálmur, ljóðabók eftir Þorstein Jónsson frá Hamri, og Lazarus frá Tormes, þýdd saga eftir óþekktan, spænskan höfund á sextándu öld. Veðrahjálmur er áttunda bók Þorsteins á fjórtán árum. Fyrsta ljóðabók hans, I svörtum kufli, kom út árið 1958, en siðasta bók hans var skáldsagan Himin bjargarsaga eða skógardraumur 1969. Er Þorsteinn fyrir löngu kominn i fremstu röð hinna yngri skálda i landinu. Spænska sagan, Lazarus fráTormes, er meðal annars merk fyrir þær sakir, að hún er timamótasaga, er leiddi hinn ætt- lausa mann i öndvegi i stað ridd- arans og aðalsmannsins. Annað merkilegt nýmæli var, að höfund- ur talaði i fyrstu persónu i sögu sinni. Varð þessi saga seinna fyr- irmynd margra annarra, en þó jafnan talin hin bezta. Þorsteinn frá Hamri. Hreppsnefnd Mosfellshrepps auglýsir að Aðalsteinn Sigurðsson, simi 51903, hefur tekið að sér eftirlit með óskilahrossum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.