Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. nóvember 1972 TÍMINN 7 Þrælasala á tuttugustu öld Á fundi eínahags- og félags- málaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var i Genf fyrir nokkru, var meðalannarsrætt um „innflutning" á vinnuafli frá Afriku til nokkurra Evrópulanda, þarsem Afrikumennirnir eru not- aðir sem ódýrt vinnuafl, — eins konar þrælar. Voru rikisstjórnir viðkomandi landa hvattar til að freista þess að koma i veg fyrir þessa flutninga. Ráðið tók þessa ákvörðun eftir að fulltrúi Kenya, Joseph Odero- Jowi, beindi athygli fundar- manna að blaðafregnum þess efnis, að verkamönnum frá Afriku væri smyglað inn i nokkur Evrópulönd, meðal annars til ttaliu og Frakklands, i lokuðum og innsigluðum vöruflutningabil- um. Þegar komið væri á ákvörð- unarstað. sagði Odero-Jowi. að mannanna biði „þrældómur" og hann bætti þvi við, að þessar blaðafregnir hefðu viða vakið við- bjóð og reiði. Ýmsir aðrir fulltrú- ar á fundinum tóku i sama streng og fulltrúi Breta D.J. McCarthy sagðí, að fulltrúi Kenya ætti þakkir skildar fyrir að hafa vakið máls á þessu. i tilmælum sinum til rikis- stjórnanna fordæmir ráðið ,,ólög- lega flugninga á afriskum verka- mönnum til nokkurra Evrópu- landa . . flutninga sem eru skipu- lagðir og framkvæmdir af glæpa- samtökum". Ráðið harmar, að óvandaðir menn skuli færa sér i nyt fátæktina, fáfræðina og at- vinnuleysið i ýmsum rikjum Afriku. til að nýta vinnuafl á þann veg. að aðeins verður jafnað til nauðungarvinnu eða þrælkunar Hvetur ráðið rikisstjórnirnar til að beita sér fyrir setningu nýrrar löggjafar. þar sem slikt kunni að vera nauðsynlegt til að stemma stigu við þessum ósóma. Enn- fremur beindi ráðið þvi til mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna að taka þetta mál til um- ræðu á næsta fundi sinum. Einnig var Alþjóða vinnumálastofnunin beðin að taka þessi mál til gaum- gæfilegrar athugunar og gel'a ráðinu skýrslu eins fljdtt og auðið væri. ¥ ¥ ¥ ¥ Hrollvekja. Glenda Allen hefur leikið i nokkrum kvikmyndum, sem allar eiga það sameiginlegt, að vera hrollvekjur, en stúlkan lit- ur ekki beinlinis hrollvekjandi út, eða hvað? Likamsmálin á stúlkunni höf- um við ekki, enda engin þörf á þvi. Ahugamál: Sportbilar, karlmenn og yoga, og að leika i eins mörgum hrollvekjum og mögulegt er. Ljósmeti Það logar vel á kollinum á Heath, forsætisráðherra Breta, að minnsta kosti þegar höfuð hans er gert úr vaxi. Kerti þessi eru til sölu i London og seljast eins og heitar lummur, þvi Bretum er það ekki óskemmti- legt að geta lýst upp kollinn á forsætisráðherranum og láta hann siðan brenna niður, en seljendur kertanna fullyrða, að svipurinn breytist eftir þvi sem hausinn bráðnar. Ungur maður sem var i sumarleyfi á Rivierunni gekk inn um skakkar dyr á hótelinu og lenti inni hjá gamalli konu. Hann bað stamandi afsökunar: — ð, fyrirgefið. Ég hef vist villzt i skakkt herbergi. — Það skuluð þér ekki vera svo viss um, ungi maður, svaraði sú gamla — en þér komið 40 árum og seint. 4 # DENNI DÆAAALAUSI Ilún frú Ragna er að passa hann Ilenna i kvöld. Drottinn minn. Sumt fólk gcrir hvað sem er fyrir peninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.